Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 18
Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Hver hefði trúað því aðum leið og tvær bækurum Kleppsspítalann, ogýmislegt honum tengt, koma út hér á landi, skuli vera að koma út bók í Serbíu sem einnig gerist á Kleppi? Sú er þó raunin. Hér eru komnar út bækurnar Saga Kleppsspítalans eftir Óttar Guðmundsson lækni og Danska frúin á Kleppi eftir Hildigunni Hjálmarsdóttur. Bókin í Serbíu er hins vegar eftir Helga Schweizer, sálfræðing og heimspeking. Hann býr í Diessen í Suður-Þýskalandi en ólst upp á Kleppi og þar var móðir hans hjúkrunarkona um miðja síðustu öld. „Ég skrifaði barnabók sem kom út á þýsku fyrir rúmu ári. Hún heitir Andi Anders Welt, og þar kemur gamli Kleppur við sögu eins og ég man eftir honum, þó aðallega háaloftið,“ segir Helgi. „Þar eru líka nokkrar persónur sem einhverjir muna áreiðanlega enn þá vel eftir, t.d. Lára í eldhús- inu og Helgi yfirlæknir. Nú hefur bókinni verið snúið á serbnesku, svo að Kleppsspítalinn verður ef til vill umtalsefni einhvers staðar á Balkanskaganum á næstunni ekki síður en á Íslandi.“ Kom til Íslands í stríðslok Helgi Schweizer fæddist í Þýskalandi árið 1939. Móðir hans, Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer, var hjúkrunarkona frá Heiðarseli á Síðu. Faðir hans, Bruno Schwei- zer, var málvísindamaður sem ferðaðist um Ísland fyrir stríð. Bruno tók mikið af myndum af búskaparháttum og mannlífinu yf- irleitt og birtist hluti þeirra í bók- inni Úr torfbæjum inn í tækniöld sem kom út fyrir nokkrum árum. Þau Þorbjörg og Bruno settust að í Diessen, heimabæ Brunos, skammt suður af München. Þar fæddist Helgi og síðar Gunnar bróðir hans. Í stríðslok fór Þor- björg heim með syni sína og fór að starfa sem hjúkrunarkona á Kleppsspítala, en þar hafði hún starfað á fjórða áratugnum. Mað- ur hennar kom síðar til Íslands en á sjötta áratugnum fluttist fjöl- skyldan aftur til Þýskalands. Margar minningar frá Kleppi Helgi og Gunnar minnast margs frá Kleppi þar sem þeir ólust upp „meðal sjúklinganna og það meira að segja áður en lyf komu til sög- unnar og breyttu hegðun þeirra,“ segir Helgi. Þessar minningar urðu til þess að hann skrifaði sögu um lítinn dreng og upplifun hans og æv- intýri sem „gerðust“ uppi á háa- lofti spítalans. Í sögunni kynnist söguhetjan Andi sex vingjarn- legum gömlum körlum sem bjuggu á háaloftinu. Þeir eru sí og æ að skeggræða einhver meira eða minna heimspekileg málefni. Andi sofnar að lokum og fer að dreyma um það sem karlarnir eru að tala um. „Óli blaðasali kemur líka við sögu,“ segir Helgi, „og meira að segja Morgunblaðið, sem Óli seldi niðri á Lækjartorgi. Í sumarfríunum var ég hjá afa og ömmu í Heiðarseli á Síðu, síð- asta bænum í dalnum, sem var frá uppeldissjónarmiði ekki minna merkilegt umhverfi en Kleppsspít- alinn. Þegar á þetta er litið er eig- inlega skiljanlegt, að ég nam að lokum sálarfræði og heimspeki og hef farið mínar eigin sérkennilegu leiðir í báðum þessum greinum.“ Um dvölina í Heiðarseli hefur Helgi skrifað bók sem heitir á ís- lensku Um gildi hlutanna og kom út í mjög merkilegu formi. Í bók- inni er önnur síðan á íslensku og hin á þýsku svo fólk af báðum þjóðernum á jafnauðvelt með að njóta lestursins. Kannski væri þetta líka frábær bók fyrir þá sem eru að læra þýsku, þótt enn hafi hún ekki verið notuð í neinum skóla landsins. Helgi segist hafa samið barna- bækur í frítímum sínum, milli al- vöru bóka sem fjalla aðallega um sálfræði og heimspeki. Allar birt- ast bækurnar undir rithöfundar- nafninu Jón Helgi. Nýjast bók Helga er barnabók handa telpum, Nanu und Soso. Sú bók fjallar um vinskap lítillar stelpu og álfs sem getur með galdri breytt mann- eskjum í hvað sem er. „Eiginlega eru barnabækurnar eins og flestar mínar bækur ætlaðar sem kennslubækur í heimspeki eða heimspekilegri hugsun, en það á að bera sem minnst á því. Ég myndskreytti síðustu bókina sjálf- ur að gamni mínu. Hún á að vera tilraun til að fá krakka til að hugsa eins og ég hef gert, það er að segja til að hugsa á vissan, sjálfstæðan, frumlegan hátt, og hafa gaman af því.“ Bókin þýtt á serbnesku Ástæðan fyrir því að bók Helga um Andi kemur út á serbnesku er að þegar hann var kennari við há- skólann í Innsbruck í Austurríki voru hjá honum margir stúdentar frá Suður-Evrópu. „Einn þeirra sneri Andi Anders á serbnesku. Aðrir nemendur mínir eru að reyna að koma ítalskri útgáfu á framfæri en enginn hefur hingað til sýnt áhuga á að þýða bókina á íslensku.“ Vissulega er svolítið athyglis- vert að við hér á landi skulum ekki enn hafa fengið að njóta þess að lesa bók Helga um Anda. Hún myndi áreiðanlega verða mörgum til skemmtunar þar sem hún fjallar um umhverfi sem við þekkjum og flestar sögupersón- urnar heita meira að segja tákn- rænum íslenskum nöfnum sem Helgi segir að Þjóðverjar skilji hins vegar ekki. Helgi bætir við að hann hafi verið að hugleiða að kannski mætti snúa kaflanum um Óla blaðasala á íslensku því enn muni margir eftir honum þegar hann var að selja blöðin niðri á Lækjartorgi. Þess má geta að Gunnar bróðir Helga rekur tinsmíðaverkstæði í Diessen og hefur það verið í eigu Schweizer-fjölskyldunnar í meira en tvær aldir. Þar rekur hann líka lítið kaffihús, Tinn Café, á Her- renstrasse 17 í Diessen við Am- mersee. Það er skemmtilegur við- komustaður þeirra sem eiga leið um Diessen. Glókollur Í stríðslok kom Helgi með móður sinni og bróður til Íslands. Hér er hann með henni við flóttamannabúðir í Suður-Þýskalandi. Með þeim eru Katrín Mixa og Ólafur sonur hennar en fjölskyldurnar urðu samferða heim. Ljósmynd/ Fríða Björnsdóttir Bernskuminningar Helgi Schweizer með bókina Um gildi hlutanna, sem hefur komið út hér á landi. Önnur síðan er á íslensku hin á þýsku. Nú geta Serbar líka lesið um ævintýri Andi á Kleppsspítalanum www.jon-helgi.com jon.helgi@web.de Tinkaffihúsið Gunnar bróðir Helga rekur tinsmíðaverkstæði og kaffihús. Verkstæðið hefur verið starfrækt frá 1796 af Schweizerfjölskyldunni. Kaffi- húsið er skemmtilegur viðkomustaður þeirra sem eiga leið um Diessen. Kleppur kemur við sögu Andi Anders Welt hefur verið þýdd á serbnesku og nú geta Serbar lesið um ævintýri lítils drengs á Kleppi og reyndar víðar í Reykjavík. Eiginlega eru barna- bækurnar eins og flestar mínar bækur ætlaðar sem kennslu- bækur í heimspeki |þriðjudagur|15. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf SELFYSSINGAR! Það er enginn skítamórall að 658 Selfyssingar hafi fengið vinning í Happdrætti Háskólans á síðasta ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.