Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 4

Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÆJARRÁÐ Sveitarfélagsins Árborgar sam- þykkti í gær að kaupa einbýlishús á Selfossi til að nota fyrir dagdvöl heilabilaðra. Húsið verð- ur tekið í notkun ef daggjöld fást til reksturs slíkrar deildar, þar til flutt verður í varanlegt húsnæði. Fulltrúi minnihlutans í bæjarráði greiddi atkvæði gegn kaupunum vegna þess að hann taldi ekki liggja fyrir nægar upplýs- ingar. Hann telur þetta dýra bráðabirgða- lausn. Fulltrúinn lagði fram skriflegar spurn- ingar sem meðal annars snúast um tengsl við seljanda eignarinnar. Dýr bráðabirgðalausn Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, segir að lengi hafi verið rætt um að koma upp dagdvöl fyrir alzheimersjúklinga og aðra heilabilaða í sveitarfélaginu enda sé þörf- in brýn. Ákveðið hafi verið í bæjarráði í lok mars á síðasta ári að leggja til húsnæði gegn því að ríkið greiddi daggjöld vegna þjónust- unnar og þáverandi heilbrigðisráðherra greint frá því. Segist hún hafa sagt frá stöðu málsins á fundi bæjarráðs í byrjun desember sl. Hún bendir á að málið hafi einnig verið rætt þegar ákveðið var að taka á leigu húsnæði í húsi sem fyrirhugað er að byggja við Austurveg 51 til 59 en hluti þess pláss verður notaður fyrir þessa þjónustu. Það húsnæði verði hins vegar ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Því hafi verið ákveðið að kaupa hús til að nota þangað til. Gert hafi verið tilboð í húsið að Vallholti 38 með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Tekur Ragnheiður fram að fulltrúar Félags áhuga- fólks og aðstandenda alzheimersjúkra og ann- arra skyldra sjúkdóma hafi verið með í ráðum við val á húsi. Húsið er keypt á 27,1 milljón kr. og þar sem Eyþór Arnalds, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins sem er í minnihluta, greiddi at- kvæði gegn því verður endanleg ákvörðun tek- in á næsta fundi bæjarstjórnar. Eyþór Arnalds segir að fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins hafi allt frá árinu 2006 haft frum- kvæði að því að leita leiða til að veita alzheim- ersjúklingum þjónustu. „Við teljum hægt að gera betur en þetta,“ segir Eyþór sem telur að kaupin á húsinu við Vallholt séu dýr bráða- birgðalausn. Þá sé ekki vitað hvort leyfi fáist til að reka þar dagvistun. Byrjað hafi verið á vitlausum enda með því að kaupa húsið án nauðsynlegs undirbúnings. Ekki liggi fyrir áætlun um kostnað eða samþykkt um að ráð- ast í kaupin og ekki hafi verið gerður sam- anburður á kostum. Ljóst er að gera þarf verulegar breytingar á húsinu fyrir væntanlega starfsemi. Ragnheið- ur segir að unnið verði að undirbúningi breyt- inga og sótt um leyfi til starfrækslu í húsinu. Tekur hún fram að ekki verði ráðist í fram- kvæmdir fyrr en leyfi fáist og tryggt verði rekstrarframlag frá ríkinu. Telur hún að áhætta sveitarfélagsins sé ekki mikil því unnt verði að selja húsið aftur ef áformin nái ekki fram að ganga. Spurningar um tengsl Eyþór Arnalds lagði fram nokkrar skrif- legar spurningar varðandi húsakaupin og mun bæjarstjóri svara þeim á næsta fundi bæj- arráðs. Meðal annars er spurt um tengsl kaup- anda og seljanda og hvaða fasteignasali hafi séð um söluna. Eigandi hússins er Guðmundur Kr. Jónsson sem eitt sinn var oddviti fram- sóknarmanna í bæjarstjórn og var formaður skipulagsnefndar á síðasta kjörtímabili. Eyþór segist vilja fá upplýsingar um málið og ekki fullyrða neitt um þá hlið málsins að svo stöddu. Ragnheiður hafnar því að einhverjir óeðli- legir hagsmunir séu í spilinu. „Við hugsum fyrst og fremst um það að gera það sem við getum til þess að fá þessa þjónustu hingað. Mikil þörf er á henni. Við viljum ekki eiga það á hættu að verða af henni vegna þess að við höfum ekki tilbúið húsnæði,“ segir Ragnheið- ur. Kaupa hús fyrir dagdvöl heilabilaðra Í HNOTSKURN »Meirihlutinn í bæjarráði Árborgarákvað kaup á einbýlishúsi sem nota á fyrir dagdvöl alzheimersjúkra þar til var- anlegt húsnæði verður tilbúið. »Minnihlutinn gagnrýnir kaupin ogvinnubrögð við þau og spyr um hags- munatengsl. »Húsakaupin eru viðleitni sveitarfé-lagsins til að fá þessa þjónustu. Hún er háð því að ríkið greiði reksturinn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ráðhús Deilur eru í bæjarstjórn Árborgar. BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða í gær að Sundabraut yrði lögð í göng- um frá Gufunesi í Laugarnes. Borg- arstjóri segir þá óvissu sem ríkt hafi um lagningu Sundabrautar ekki góða. Mikilvægt sé að á næstu vikum verði tekið af skarið um hvaða leið verði farin, fjármögnun hennar og tíma- setningu framkvæmda með nákvæm- ari hætti en gert hafi verið. Í samþykkt borgarráðs er tekið fram að afstaðan sem þar hafi verið tekin sé í fullu samræmi við fyrri yf- irlýsingar og niðurstöðu samráðshóps um Sundabraut frá 8. desember 2006. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fulltrúar í borgarráði hafi um nokkurt skeið verið sammála um hvaða leið skyldi verða fyrir valinu. „Nú liggja fyrir jarðfræðirann- sóknir og ákveðnir áfangar í umhverf- ismati sem benda til þess að jarð- gangaleiðin sé fær. Þegar kallað hefur verið eftir í umræðunni undan- farna daga að Reykjavíkurborg segi skýrt hvaða leið við teljum besta fyrir íbúana, umhverfið, höfuðborgarsvæð- ið og landið allt þá höfum við komist að þeirri niðurstöðu að jarðganga- kosturinn sé langbestur,“ segir Dag- ur. Sér komi á óvart sú áhersla sem Vegagerðin hafi lagt á svokallaða eyjaleið upp á síðkastið. „Sú leið var til skoðunar [í samráðshópi um lagn- ingu Sundabrautar] og fékk satt skal segja ekki mikinn hljómgrunn. Var hún eiginlega höfð með í umhverfis- matinu fyrir orð Vegagerðarinnar. […] Þetta er eitthvað sem þarf að ræða á næstu dögum og vikum því að mér sýnast öll rök hníga að því að ytri leiðin í göngum sé betri fyrir dreif- ingu umferðar, umhverfið, íbúana og þar með í raun fyrir land og þjóð í heild,“ segir Dagur. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir að með samþykkt gærdagsins sé ráðið að hnykkja á því að ekki standi á borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir og þrýsta á rík- isvaldið um að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Um mikilvægi þess séu borgin, sveitarfélögin á Vesturlandi og Norðurlandi auk eigenda Faxa- flóahafna sammála. Fleirum leiðist biðin „Miðað við umræðurnar á þinginu í [fyrradag] er þingmönnum greinilega líka farið að leiðast biðin þannig að við erum að reyna með öllum hætti að knýja á um þessa framkvæmd sem er löngu tímabær líkt og allir virðast vera sammála um en gengur samt erfiðlega að knýja í gegn,“ segir Björn Ingi. Hann segir vilja ríkisins vera að bjóða verkið út en Faxaflóahafnir voru búnar að bjóðast til að taka verk- ið að sér. „Ef það er niðurstaðan þarf að bjóða verkið út. Það eru ótal þættir sem þarf að gera og við höfum ein- faldlega bent á að því lengur sem beð- ið er með að taka ákvörðun um alla þessa grundvallarþætti, þeim mun lengra verður í að þetta samgöngu- mannvirki verði að veruleika,“ segir Björn Ingi. Borgarráð ítrekar stuðning sinn við jarðgangaleið                                                           Áhersla Vegagerð- arinnar kemur borg- arstjóra á óvart SKÓLAHREYSTI 2008 hófst í Aust- urbergi í Breiðholti í gær. Í keppn- inni mynda grunnskólanemar hópa sem svo keppa í ýmiskonar þol- raunum. Í fyrra varð Lækjarskóli í Hafnarfirði hlutskarpastur. Eva Hlín Harðardóttir, 14 ára úr Foldaskóla, sigraði í armbeygju- keppni stúlkna og tók 60 armbeygj- ur. Thelma Rut Hermannsdóttir, 14 ára úr Víkurskóla, kom næst með 56 armbeygjur og sýndu þær tvær mikla yfirburði í armbeygjunum. Þetta er í fjórða skiptið sem Skólahreysti fer fram, en í ár taka tæplega 500 keppendur þátt í henni og eru þeir fulltrúar 120 grunn- skóla víða að af landinu. Keppt verður á sjö stöðum áður en kemur að úrslitum. Markmiðið með keppninni er að efla hreyfingu barna á sem skemmtilegastan hátt og hefur keppnin notið mikillar athygli. Fylgst verður með Skólahreysti í vikulegum þáttum á Skjá einum og sýnt beint frá úrslitakeppninni, sem fer fram í Laugardalshöll 17. apríl. Árvakur/Ómar Sterk Eva Hlín Harðardóttir úr Foldaskóla sýndi frábær tilþrif og tók 60 armbeygjur með bros á vör. Skólahreysti ÓVENJULEG auglýsing birtist í Morgunblaðinu í gær frá íbúa nokkr- um í Reynihlíð, Birni að nafni, sem nýlega varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að brotist var inn hjá honum og fjölskyldu hans. Atvikið átti sér stað föstudaginn 11. janúar og hafði innbrotsþjófurinn á brott með sér myndavél og GPS tæki, en verst þótti heimilisfólkinu að tapa öðrum og mun persónulegri munum á borð við hefðbundna skartgripi og smávarning sem fylgt hefur fjöl- skyldunni lengi. „Ég er tryggður fyr- ir þessu og gæti fengið nokkur hundruð þúsund krónur í trygginga- bætur,“ segir Björn. „En það kemur ekki til með að bæta hið raunveru- lega tjón sem felst í að missa mik- ilvæga fjölskyldumuni. Þess vegna ákvað ég að birta auglýsingu þar sem ég höfða til þjófsins um að selja mér munina aftur.“ Komast að samkomulagi Í auglýsingunni segir að fæst af því sem tekið var hafi mikið verðgildi ut- an fjölskyldu Björns „og því velti ég mér fyrir mér hvort ekki sé hægt að komast að samkomulagi sem allir hafa hag af,“ segir í auglýsingunni. Símanúmer Björns er síðan birt með auglýsingunni. Hann segist raunar ekki gera ráð fyrir því að þjófurinn lesi Morgunblaðið reglulega og er hóflega bjartsýnn á að þjófurinn hringi strax í dag. „En ég vona samt að einhver úr hans hópi frétti af þessu og með því móti komist skila- boð mín til skila. Ég hef í sjálfu sér engan áhuga á honum eða hans vandamálum og jafnframt hef ég engan áhuga á að kynnast því ógæfu- fólki sem stundar innbrot. En ég vona samt að þjófurinn finni einhvern sem hann treystir til að hafa sam- band við mig og hafi einskonar milli- göngu um að ég fái munina mína til baka og hann fái sína greiðslu fyrir.“ Vill semja við þjófinn ♦♦♦ ÞINGMENN allra flokka tóku undir þingsályktunartillögu Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs um fangabúðir Bandaríkjahers í Guant- anmo á Kúbu á Alþingi í gær. Felur tillagan í sér að íslensk stjórnvöld fordæmi mannréttindabrot í fanga- búðunum og hvetji bandarísk yfir- völd til að loka þeim, en 11. janúar voru fimm ár frá því þær voru opn- aðar. Einhuga um fangabúðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.