Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
GÓÐAR gæftir hafa verið frá Snæ-
fellsnesi á nýja árinu og mikil ýsu-
veiði á línuna. „Það er búið að vera
ágætis fiskirí það sem af er ári. Sér-
staklega á línuna, en reyndar lakara
í netin og dragnótina. Það skiptir
líka máli að gæftir hafa verið mjög
góðar, ólíkt því sem var í haust og
fram að áramótum. Það spáir reynd-
ar fyrstu brælu ársins núna,“ segir
Gunnar Bergmann, sölustjóri hjá Ís-
landsmarkaði í Ólafsvík.
„Það er aðallega ýsa, sem veiðist á
línuna. Línubátarnir hafa því róið
nokkuð stíft og ef hann hefur verið
að norðan sækja þeir bara í skjólið
fyrir sunnan Nesið, að Arnarstapan-
um til dæmis. Það sem af er ári erum
við búnir að selja um 1.400 tonn, eða
fyrir kvart milljarð, á þessum þrem-
ur höfnum sem undir okkur heyra,
það er Arnarstapa, Ólafsvík og Rifi.
Meðalverð fyrir allan fisk er 186
krónur á kíló.
Ýsan hefur verið smá lengst af, en
í gær kom eitthvert skot af stærri
ýsu. Kom alveg hellingur af henni á
markaðina á miðvikudaginn. Við vit-
um ekki hvað veldur, en kannski er
einhver ganga að koma á slóðina.
Það er líka að koma miklu stærri
þorskur núna á línuna en að undan-
förnu. Menn eru auðvitað að forðast
þorskinn og þá bjargar þessi góða
ýsugengd miklu.“
Mikið unnið í Grundarfirði
Gunnar segir að verðið fyrir ýsuna
hafi verið þokkalegt, en þegar mikið
berist á land í einu, slakni á verðinu.
Það skipti líka máli að ýsan hafi verið
smá. „Meðalverð á óslægðri ýsu það
sem af er þessu ári er 139 krónur.
Það segir ekki alla söguna, því
smáýsa er svo hátt hlutfall. Við erum
búnir að selja 528 tonn af línuýsu í
ár. 50% af því eru smáýsa, undir 1,2
kílóum. Meðalverðið á þeirri ýsu er
103 krónur. Milliýsa, 1,2 til 1,7 kíló er
30% heildarinnar og þar er meðal-
verðið 153 krónur. Loks er stóra ýs-
an 20% heildarinnar og þar er með-
alverðið 206 krónur á kíló.“
Gunnar segir að nú hafi verið seld
ríflega 250 tonn af smáýsu í janúar.
Mjög mikið hafi farið til Guðmundar
Runólfssonar hf. í Grundarfirði eða
90 tonn, en þar er ýsan unnin til út-
flutnings. Annars fari mikið af
smærri ýsunni suður í fyrirtæki, sem
séu að frysta hana. Milliýsan fari í
vaxandi mæli til þeirra sem vinna í
flug, svo og stóra ýsan nánast öll, en
einnig hafi gámakarlarnir verið að
kaupa ýsu til útflutnings.
Mikil ýsuveiði á línu
hjá Snæfellingum
Morgunblaðið/Alfons
Fiskveiðar Magnús Guðni Emanúelsson á Manga á Búðum SH landar góð-
um afla í Ólafsvík. Uppistaða aflans hjá línubátum af Snæfellsnesi er ýsa.
Í HNOTSKURN
»Það er búið að vera ágætisfiskirí það sem af er ári. Sér-
staklega á línuna, en reyndar
lakara í netin og dragnótina
»Það sem af er ári erum viðbúnir að selja um 1.400 tonn,
eða fyrir kvart milljarð, á þess-
um þremur höfnum sem undir
okkur heyra
»Við erum búnir að selja 528tonn af línuýsu í ár. 50% af
því eru smáýsa, undir 1,2 kílóum.
Meðalverðið á þeirri ýsu er 103
krónur
528 tonn seld á
fiskmörkuðunum á
Stapa, Ólafsvík og
Rifi í janúar
ÚR VERINU
Vel treystandi
Þingfundur hófst með óundirbúnum
fyrirspurnum í gær en sá liður er nú
á dagskrá tvisvar
í viku. Kolbrún
Halldórsdóttir
spurði heilbrigð-
isráðherra m.a.
út í þá ákvörðun
að hætta að hafa
lækni á neyð-
arbílum og sagði
marga faglega að-
ila hafa orðið til
þess að gagnrýna
það. Guðlaugur
Þór Þórðarson sagði hins vegar að
forsvarsmönnum í heilbrigðisþjón-
ustunni væri vel treystandi til að
stýra sínum stofnunum og ekki væri
hægt að ætla þeim að tefla öryggi
sjúklinga á tæpasta vað.
Haldi ró sinni
Efnahagsmál voru rædd utan-
dagskrár í gær en málshefjandinn,
Guðni Ágústs-
son, kallaði eftir
frumkvæði rík-
isstjórnarinnar.
Hún yrði að
lækka vexti,
skera niður rík-
isútgjöld og
fresta fram-
kvæmdum um
tíma.
Geir H. Haarde
forsætisráðherra hvatti hins vegar
þingmenn, aðila vinnumarkaðarins
og viðskiptalífsins til að halda ró
sinni við núverandi aðstæður og um-
rót á alþjóðlegum fjármálamörk-
uðum. „Það er rétt að aðstæður hafa
breyst nokkuð á undanförnum vik-
um. Þá er mikilvægt að menn setjist
niður og greini hver vandinn er,“
sagði Geir en áréttaði að staða rík-
issjóðs væri sterk.
24ja ára reglu breytt
Tvö frumvörp sem varða útlendinga
voru lögð fram á Alþingi í gær. Gert
er ráð fyrir að teknar verði upp nýjar
tegundir tímabundinna atvinnuleyfa
en m.a. verður hægt að veita slík
leyfi til íþróttafólks sem íþróttafélög
vilja ráða til sín.
Þá verður hinni svonefndu 24ra ára
reglu breytt en hingað til hafa makar
sem eru undir þeim aldri ekki fengið
sjálfkrafa dvalarleyfi eins og þeir
sem eldri eru. Þess í stað mun alltaf
fara fram skoðun á því hvort um
málamyndahjónaband sé að ræða
ef makinn er yngri en 24ja ára.
Kolbrún
Halldórsdóttir.
Guðni Ágústsson.
VARNARMÁLAFRUMVARPIÐ
takmarkar ekki umboð dóms-
málaráðuneytisins til að leiða borg-
aralegar öryggisstofnanir, sagði Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra, á Al-
þingi í gær. Björn lagði áherslu á að
frumvarpið breytti ekki neinu er varð-
ar störf lögreglu og Landhelgisgæslu
eða bein samskipti þeirra við erlenda
samstarfsaðila, s.s. NATO. Þá sagðist
hann þeirrar skoðunar að varn-
armálastofnun ætti að semja um
gæslu öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli við lög-
reglustjórann á Suðurnesjum. „Forðast ber flóknar boð-
leiðir þegar öryggisgæsla er annars vegar,“ sagði Björn
og lagði einnig áherslu á að þótt varnarmálastofnun sæi
um ratsjár- og loftvarnarkerfið, þyrfti að kalla til erlenda
hermenn ef kæmi til þess að virkja kerfið til átaka.
Breytir ekki lögreglu
og landhelgisgæslu
Björn
Bjarnason
ÖGMUNDUR Jónasson, VG, sagði
á Alþingi í gær að nýtt varnarmála-
frumvarp utanríkisráðherra geir-
negldi Ísland til frambúðar í NATO-
hernaðarsamvinnu og að m.a. væri
verið að lögbinda heimildir til her-
æfinga á Íslandi. Ögmundur hafði
áhyggjur af veru Íslands í NATO,
ekki síst vegna áherslubreytinga
innan bandalagsins sem gæti leitt af
sér að Íslandi stæði meiri ógn af því
að vera innan þess en utan.
Ögmundur gagnrýndi jafnframt að ekki hefði verið
efnt til þverpólitískrar umræðu um stefnumótun á
sviði öryggismála eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
hefði boðað í aðdraganda síðustu kosninga. „Hvergi
bólar á slíkri vinnu,“ sagði Ögmundur og furðaði sig á
því að engu að síður væri þetta frumvarp komið fram.
Geirneglir Ísland í
hernaðarsamvinnu
Ögmundur
Jónasson
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
MEÐ NÝJU varnarmálafrumvarpi
er reistur lagalegur eldveggur
milli varnartengdra verkefna og
verkefna á sviði löggæslu og al-
mannavarna. Þetta kom fram í
máli Ingibjargar Sólarúnar Gísla-
dóttur utanríkisráðherra þegar
hún mælti fyrir frumvarpinu á Al-
þingi í gær en hún áréttaði þó að
ekki væri útilokað að til samstarfs
gæti komið milli borgaralegra
stofnana og fyrirhugaðrar varnar-
málastofnunar.
Ingibjörg blés á fullyrðingar um
að með frumvarpinu væri verið að
lögfesta Atlantshafssáttmálann
eða heræfingar á Íslandi. Einungis
væri verið að búa til rammalöggjöf
sem segði fyrir um hvernig haldið
skyldi utan um verkefnin sem
leiddu af veru Íslands í Atlants-
hafsbandalaginu (NATO). „Þessi
verkefni eru unnin í dag en þau
eru unnin án þess að um þau gildi
nægilega skýrar lagaheimildir,“
sagði Ingibjörg.
Fulltrúar allra flokka nema VG
voru jákvæðir í garð frumvarpsins
en þó heyrðust athugasemdir úr
fleiri áttum líka. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokks voru t.a.m. ekki hrifn-
ir af því að liðsafli á vegum NATO,
Bandaríkjanna eða annarra ríkja
nyti undanþágu frá greiðslu
skatta, gjalda og tolla og Kristinn
H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls-
lynda flokksins, hafði áhyggjur af
því að allt vald væri í höndum eins
ráðherra. „Ríkisstjórnin hefur
ekkert hlutverk í utanríkismálum,“
sagði Kristinn og bætti við að Al-
þingi hefði heldur ekkert hlutverk
samkvæmt frumvarpinu.
Lagalegur eldveggur
Rammi utan um
verkefnin vegna
aðildar að NATO
Árvakur/Golli
Sammæli í varnarmálum „Á 21. öld er fráleitt að næra gamla og sársauka-
fulla átakahefð um varnir landsins,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
ÞETTA HELST …
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra telur að skoða eigi til hlítar
hvort sameina eigi byggingu lög-
reglustöðvar og fangelsis á höfuð-
borgarsvæðinu. Þetta kom fram í
svari hans við fyrirspurn Sivjar
Friðleifsdóttur, þingmanns Fram-
sóknarflokks, á Alþingi í gær. Í máli
Björns kom fram að þegar könnun á
mögulegum flugvelli á Hólmsheiði
hófst hefðu lóðamál fangelsis sem
fyrirhugað var að reisa þar komist í
uppnám af hálfu skipulagsyfirvalda í
Reykjavík. „Það er mál sem þarf að
leysa og fara sérstaklega yfir og kom
okkur í opna skjöldu í ráðuneytinu
og öðrum sem unnið hafa að þessu
máli, að það séu einhver vandamál
varðandi þá lóð. En það þarf að klára
það til að átta sig á hvort þar sé í
raun og veru rými til að reisa fang-
elsi miðað við önnur áform sem yf-
irvöld í borginni hafa varðandi nýt-
ingu á því svæði,“ sagði Björn.
Samkeppni milli sveitarfélaga?
Siv benti á að þrjú sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu hefðu sýnt nýj-
um höfuðstöðvum lögreglu mikinn
áhuga. „Miðað við þær nýju fréttir
sem hér koma fram þá stefnir í mikla
samkeppni á milli sveitarfélaganna
um það hvar þetta nýja, stóra verk-
efni á að rísa, nýtt, stórt fangelsi og
nýjar höfuðstöðvar lögreglunnar,“
sagði Siv og kom það henni á óvart
að fyrirhugað væri að hafa báðar
byggingar á sama stað.
Árvakur/Brynjar Gauti
2 fyrir 1 Fangelsi og höfuðstöðvar
lögreglu gætu orðið á sama stað.
Fangelsi og
lögregla á
sama stað?