Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 18

Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÁTÖKIN í Kenýa hafa oft verið tengd við spennuna milli þjóðflokka í landinu eða valdabaráttu stjórn- málamanna sem hafa leitast við að magna ólguna sér til framdráttar. Átökin eiga þó einnig að miklu leyti rætur að rekja til peninga og bar- áttu um jarðir og náttúruauðlindir. Að minnsta kosti 700 manns liggja í valnum eftir átökin sem blossuðu upp þegar Mwai Kibaki forseti var lýstur sigurvegari for- setakosninga sem fram fóru 27. des- ember. Óttast er að tala látinna sé í raun miklu hærri og hefur drápun- um verið líkt við hópmorðin í Rú- anda árið 1994. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna áætla að um 250.000 manns hafi þurft að flýja heimkynni sín og mörg dæmi eru um að kveikt hafi verið í húsum til að flæma íbúana á brott. Sigurvegarinn umbunar stuðningsmönnum sínum Mannfallið og eyðileggingin er mest í Sigdalnum í Kenýa. Íbúarnir þar segja að átökin eigi að miklu leyti rætur að rekja til baráttu um jarðir, atvinnu og viðskiptatækifæri. Deila Kibaki og keppinautar hans í forsetakosningunum, Raila Od- inga, er einnig talin eiga rætur að rekja til baráttunnar um auð. „Þessi stjórnmálabarátta snýst um öfund og hún hefur kraumað í langan tíma,“ sagði Ken Wafula, talsmaður mannréttindasamtaka í Kenýa. „Kibaki er fulltrúi fámennr- ar klíku sem hefur stjórnað mis- skiptingu auðsins í Kenýa.“ Wafula skírskotaði til þeirrar hefðar, sem skapast hefur í stjórn- kerfinu í Kenýa, að sigurvegari kosninga umbunar stuðningsmönn- um sínum í sama þjóðflokki með því að úthluta þeim jörðum, styrkjum og opinberum störfum. Ætlast er til þess að sigurvegarinn umbuni stuðningsmönnum sínum ríkulega og margir Kenýamenn líta á kosn- ingar sem tækifæri á fimm ára fresti til að bæta hag sinn. Þetta á jafnt við um auðuga kaupsýslumenn sem fátækt verkafólk. Þessi hefð hófst með fyrsta for- seta Kenýa, Jomo Kenyatta, en hann var úr röðum Kikúja, sem er stærsta þjóðarbrotið í Kenýa. Eftir að hann tók við embættinu skipaði hann Kikúja í flest af valdamestu emb- ættunum. Þessarar frændhygli gætti í öllu þjóðfélaginu, Kikújum var hyglað á öllum sviðum, allt frá lánveitingum til úthlutunar starfs- leyfa leigubílstjóra. Þeir hafa tögl og hagldir í atvinnulífinu, reka versl- anir, banka og verksmiðjur úti um allt landið. Kenyatta hjálpaði Kikújum að kaupa frjósamar jarðir af breskum nýlenduherrum í Sigdalnum, í stað þess að úthluta þeim til fátæks fólks af ættbálkum sem búið höfðu í daln- um í margar aldir. Kikújar urðu efnaðasta þjóðar- brotið í landinu og margir þeirra fluttu búferlum frá heimkynnum forfeðra sinna í miðhluta landsins og dreifðust um allt landið. Kikújar eru um 22% af 34,5 milljónum íbúa Kenýa. Eftirmenn Kenyatta í forseta- embættinu fóru að dæmi hans. Daniel Arap Moi, fyrrverandi for- seti, er úr röðum Kalenjína, sem eru um 12% landsmanna, og hagur þeirra batnaði á 24 ára valdatíma hans. Stuðningsmenn Odinga vonuðust til þess að Luo-menn fengju tæki- færi til að skara eld að sinni köku ef hann næði kjöri í forsetakosning- unum 27. desember. Luo-menn eru næststærsti þjóðflokkurinn, um 13% íbúanna. Hrekja Kikúja af jörðunum Vonbrigði stuðningsmanna Od- inga voru því mikil þegar Kibaki, sem er úr röðum Kikúja, var lýstur sigurvegari forsetakosninganna. Íbúar fátækrahverfa í Nairobi réð- ust á Kikúja og kveikt var í versl- unum í eigu þeirra. Flestir þeirra sem hafa neyðst til að flýja heim- kynni sín eru úr röðum Kikúja og í sumum landshlutum hafa önnur þjóðarbrot keppst við að leggja jarð- ir og hús flóttafólksins undir sig. Svipuð átök blossuðu upp í Sig- dalnum í tengslum við kosningar ár- ið 1992. Stjórnmálamenn reyndu þá að magna spennuna milli þjóðflokk- anna sér til framdráttar með því að hamra á því að Sigdalurinn væri land forfeðra Kalenjína. Vopnaðir hópar úr röðum Kalenjína myrtu hundruð Kikúja til að reyna að leggja jarðir þeirra undir sig. Tekist á um peninga, jarðir og auðlindir Reuters Óeirðir Kenýamaður stekkur upp á bíl sem var eyðilagður í óeirðum í einu af fátækrahverfum í Nairobi þar sem kveikt var í verslunum og bílum. Í HNOTSKURN » StjórnarandstöðuleiðtoginnRaila Odinga sagði í gær að sjö manns hefðu beðið bana þeg- ar lögreglan hleypti af byssum og beitti táragasi til að hindra mótmæli í fátækrahverfum í Nairobí í gær. » Yfirvöld sögðu að lögreglu-menn hefðu skotið þrjá mót- mælendur til bana í Kisumu, þriðju stærstu borg landsins. » Odinga krafðist þess að at-kvæðin í forsetakosning- unum 27. desember yrðu talin aftur og kvaðst ætla að virða nið- urstöðu endurtalningarinnar ef hún leiddi í ljós að Kibaki hefði sigrað. Odinga bauðst einnig til að taka þátt í myndun þjóð- stjórnar sem yrði falið að undir- búa kosningar innan hálfs árs. Átökin í Kenýa snú- ast að miklu leyti um misskiptingu gæða Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞÝSKIR ráðamenn segja að hugmyndir fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, um að bjóða upp losunarheimildir á koldíoxíði séu ógnun við efnahag landsins. Leyfi til losunar upp að viss- um mörkum kosta nú ekkert en ætlunin er að þau verði boðin upp til að ýta undir notkun hreinna orkulinda og umhverfisvænni tækni. Stefna ESB gengur út á að minnka koldíox- íðlosun í sambandinu þannig að árið 2020 verði hún 20% minni en árið 1990 og er m.a. ætlunin að ýta með ýmsum aðferðum undir notkun léttra bíla til að draga úr eldneytiseyðslu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hins vegar tekið undir harkalega gagnrýni ýmissa stórra bílaframleiðenda í Þýska- landi sem framleiða mikið af eyðslufrekum bílum. Segja þeir að með nýju reglunum verði þeim mis- munað. ESB vill að sett verði þak á meðallosun frá fólks- bílum framleiðanda án tillits til stærðar, 120 grömm af koldíoxíði á ekinn kílómetra fyrir árið 2012. Sigmar Gabriel, umhverfisráðherra Þýska- lands, segir að það muni ekki verða neinum til gagns ef fyrirtæki sem framleiði þunga bíla reyni að lagfæra meðaltalstölurnar um losun með því að sameinast öðrum sem framleiði litla og eyðslu- granna bíla. Slík hagræðing hefur verið nefnd sem ein af ástæðunum fyrir því að Porsche, sem á stór- an hlut í Volkswagen-verksmiðjunum en framleiðir sjálft bíla með öfluga og eyðslufreka hreyfla, er sagt vilja yfirtaka Volkswagen. ESB verndi alþjóðlega samkeppnis- getu fyrirtækja í ríkjunum Gabriel benti í gær á að vegna þess hve Þýska- land væri umsvifamikið á sviði hefðbundinnar iðn- aðarframleiðslu, véla og tækja auk framleiðslu á sementi, stáli og efnavörum, yrði að taka sérstöðu þess með í reikninginn. „ESB getur ekki hunsað spurninguna um það hvernig hægt sé að vernda alþjóðlega samkeppn- isgetu iðnfyrirtækja [í sambandinu] sem nota mikla orku,“ sagði Gabriel. Fyrirtæki í sumum greinum yrðu að fá áfram ókeypis losunarheimildir til þess að geta áfram starfað í Evrópu, ella væri hætta á að þau flyttu starfsemi sína til annarra landa, jafnvel utan álfunnar. Takmarkanir sem kveðið er á um í Kyoto-bókuninni gegn losun gróðurhúsaloftteg- unda ná eingöngu til auðugra iðnríkja, hvorki Kína né Indland þurfa að lúta reglunum. Gabriel sagði ennfremur að mikið skorti á að lagðar hefðu verið fram tillögur um aðferðir til að tryggja að markmið ESB um samdrátt í losun næð- ust fyrir 2020. Michael Glos efnahagsmálaráðherra gagnrýndi í bréfi til varaforseta framkvæmda- stjórnarinnar einnig væntanlegar uppboðsreglur sem verða kynntar 23. janúar. „Við gerum barátt- unni gegn loftslagsbreytingum bjarnargreiða ef við aukum framleiðslukostnaðinn og rekum þannig fyrirtækin og störfin til landa sem ekki þurfa að sæta reglum til verndunar loftslagsins,“ sagði Glos. Segja gjöld fyrir koldíoxíðlos- un hrekja fyrirtæki á brott Þjóðarstolt Þýskar iðnaðarvörur eru víð- frægar, hér er hlúð að Benz frá 1935. Reuters ÞÝSK yfirvöld hafa á síðustu árum sent hundruð vandræðaunglinga í betrunarvist til fjarlægra landa ut- an Evrópu í von um að nýjar og erf- iðar aðstæður verði lærdómsríkar. Sextán ára piltur frá borginni Gies- sen var nýlega sendur til Síberíu í þeim tilgangi að venja hann af of- beldi og verður hann þar í níu mán- uði á afskekktum stað við smábæ í grennd við Omsk. Kuldinn á svæð- inu getur farið í mínus 55 gráður. Pilturinn hafði beitt bæði skóla- félaga og móður sína ofbeldi. Segja talsmenn yfirvalda að fátt glepji hugann í Síberíu og drengur- inn hafi haldið sig fjarri vandræð- um síðan hann kom þangað. Eins hafi hann lært að bjarga sér sjálfur. Ef hann heggur ekki við í eldinn þá verður einfaldlega kalt í húsinu sem hann býr í. Kældur í Síb- eríufreranum FULLTRÚAR Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Írak segja miklar framfarir hafa orðið í efnahags- og stjórnmálum landsins síðustu mánuði. Spáð er 7% hag- vexti á árinu. Framfarir EFTIRLITSNEFND með fóstur- vísarannsóknum í Bretlandi hefur samþykkt tvær áætlanir um notkun mannlegra fósturvísa sem vísinda- menn hafa látið þroskast í dýra- eggjum. Menn úr dýrum CLEMENTE Mastella, dóms- málaráðherra Ítalíu, sem varð að víkja í gær vegna spillingarákæru á hendur eiginkonu ráðherrans, hyggst draga flokk sinn út úr sam- steypustjórn Romano Prodis. Reuters Í vanda Prodi forsætisráðherra á milli Mastella-hjónanna. Yfirgefa Prodi KYNSLÓÐ breskra barna situr dag hvern sem límd fyrir framan sjón- varpsskjáinn og tæplega sjö af hverjum tíu, eða 68%, sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin. Um tíundi hluti segist verja yfir fjórum tímum á dag í sjónvarpsgláp, skv. rann- sókn Childwise, fyrirtækis sem sinnir markaðsrannsóknum. Kemur þar fram að fjögur af hverjum fimm börnum hafi sjón- varp í svefnherberginu og að net- notkun fari vaxandi. Bresk börn verja nú að meðaltali fimm stund- um og 20 mínútum fyrir framan tölvu- og sjónvarpsskjáinn dag hvern, miðað við fjóra tíma og 40 mín. fyrir fimm árum, að því er blaðið Daily Telegraph greinir frá. Gláp Mörg bresk börn eyða æsk- unni fyrir fram sjónvarpsskjáinn. Æskan fer í sjónvarpsgláp GEORGES Freche, héraðsstjóri í sunnanverðu Frakklandi, vill láta kaupa sjö tonna bronsstyttu af Len- ín og reisa hana á torgi Montpelli- er-borgar. Styttan var upprunalega á stalli í Tékkóslóvakíu. Lenín á stall? STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.