Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 30

Morgunblaðið - 18.01.2008, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bjarni Jónssonlistmálari fædd- ist í Reykjavík 15. september 1934. Hann andaðist á heimili sínu 8. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Bjarnadóttir hús- móðir og Jón Magn- ússon hús- gagnasmiður. Fyrri eiginkona Bjarna var Ragna Halldórsdóttir, f. 19.3.1934, d. 1993, og með henni átti hann 4 börn, þau eru: Hall- dór, f. 1.8.1954, sonur hans er Halldór Haukur. Jón Haukur, f. 9.4. 1957, eiginkona hans er Anna Lena Wass, Lúðvík, f. 26.3.1961, eiginkona hans er Eileen Hooks, þau eiga einn son, Christopher Ágúst. Guðrún Valgerður, f. margra af þekktustu listmálurum Íslands, m.a. Ásgríms Jónssonar, Valtýs Péturssonar og Jóhann- esar Kjarvals. Auk þess stundaði hann nám í píanóleik og söng- nám. Bjarni var kennari í Vest- mannaeyjum 1955-1957 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1957 til 1973. Eftir það vann hann ein- göngu að myndlist og hélt fjölda sýninga á Íslandi og tók þátt í samsýningum erlendis. Myndir hans skreyta auk þess fjölmargar náms- og fræðibækur. Teiknigáfu sína nýtti Bjarni í ríkum mæli til verndar þjóðlegum heimildum og þjóðlífi. Má þar nefna 60 málverk sem varðveita sögu áraskipanna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Viða- mesta verk hans eru skýring- arteikningar í Íslenskum sjáv- arháttum, sem hann vann með Lúðvík Kristjánssyni, alls 5 bindi. Útför Bjarna fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 25.9.1962, eig- inmaður hennar er Jimmie Darrell White. Dóttir Guð- rúnar er Ragna Sól- ey. Saman áttu þau soninn Jón Walter Douglas Wayne sem lést 1994. Bjarni og Ragna slitu sam- vistum 1973. Síðari eiginkona Bjarna var Astrid Ellingsen, f. 14.6.1927, d. 2006. Uppeldisdóttir hans er Erna Svala Ragn- arsdóttir, f. 27.6.1962, eiginmaður hennar er Kristján Sverrisson. Börn þeirra eru Tryggvi Páll, Ragnar Pétur og María Hrund. Bjarni lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Ís- lands 1954 og frá Kennaraskóla Íslands 1955. Hann naut tilsagnar Elsku Bjarni minn, komið er að kveðjustund, alltof snemma. Ég var 16 ára þegar þið mamma fóruð að búa saman og frá fyrsta degi urðum við góðir vinir. Strax í byrjum gengum við þrjú í gegnum tímabil sem gerði okkur enn nánari og kom strax í ljós hvaða mann þú hafðir að geyma. Og væntumþykjan okkar á milli óx aðeins með árunum. Er við Kristján kynntumst horfðir þú á í fjarlægð án þess að segja mik- ið, nema þegar hann lét mig bíða eft- ir sér. Það var eitthvað sem þér ekki líkaði, þú sem varst stundvísin upp- máluð. Þér var greinilega ekki sama, hver bauð mér út. En þegar þú náðir að kynnast pilti leið ekki á löngu þar til hann átti í þér hvert bein. Og sama átti við um börnin okkar, Tryggva, Ragnar og Maríu. Þau gátu ekki fengið betri afa en þig. Þú umvafðir þau hlýju þinni, veittir þeim ómælt af þínum fróðleik og allt- af boðinn og búinn að hjálpa þeim og vera til staðar fyrir þau. Strákarnir gistu oft hjá ykkur mömmu meðan við bjuggum á Íslandi og þá var ým- islegt brallað. Þeir fengu að gera margt hjá ykkur sem ekki leyfðist heima fyrir og ykkur tókst að fá þá til að borða margt sem þeir þverneit- uðu að borða öllu jöfnu. Líklega hef- ur þú notað sömu aðferð við þá og þú notaðir við mig um árið þegar „kuð- ungafiskurinn“ var borinn á borð og ég borðaði með bestu lyst. Kannski hefði ég ekki verið eins fús að smakka ef þú hefðir notað rétta nafnið „sniglar“. Eftir að við fluttum til útlanda vor- uð þið dugleg að heimsækja okkur og líka þú einn eftir að mamma veiktist. Í vor komstu til okkar þegar Tryggvi útskrifaðist sem stúdent og hin börnin luku sínum skólum. Alltaf varstu jafn stoltur af barnabörnun- um þínum og ekki voru þau minna stolt af þér, þessum háa og glæsilega afa sínum sem alltaf sat á fremsta bekk með stórt bros á vör. Frá þess- um tíma eigum við ómetanlegar minningar. Það skipti í raun engu máli hvort það var Ísland, Finnland, Svíþjóð, Búlgaría eða Danmörk, þú varst fullur af fróðleik um land og þjóð. Lifandi alfræðiorðabók sem okkur þótti óendanlega vænt um. Við andlát mömmu sá ég að það dó stór partur af þér. Þið tvö náðuð að blómstra saman og dróguð fram það besta í hvort öðru. Kannski af því að þið voruð svo ólík en höfðuð samt þetta sterka band, listina, sem batt ykkur saman. Þegar mamma veikt- ist mátti glöggt sjá tregann og sorg- ina sem kom fram í myndunum þín- um. Þú gerðir þér fyrstur grein fyrir því hversu veik mamma var. Og þeg- ar hún flutti á Hrafnistu komst þú til hennar á hverjum degi. Alltaf á sama tíma, sem var mjög mikilvægt fyrir hana. Þegar þú birtist kom yfir hana ró og hún vissi að allt var í lagi. Þú varst sá eini sem hún þekkti alveg fram á síðasta dag. Ekkert gat kom- ið í hennar stað, það var greinilegt. Þú helltir þér út í alls kyns verkefni, m.a. fyrir Sjóminjasafnið og gerðir tillögur að enduruppbyggingu Æg- isíðunnar. En tómarúmið varð ekki fyllt. Tryggvi flutti til þín í haust, þér til halds og trausts, eftir að þú fót- brotnaðir. Hann fékk kennslu í mat- reiðslu áður en hann fór og þið tveir áttuð góðan tíma saman. Tíma sem var ómetanlegur fyrir hann. Traust þitt til hans var mikið. Nú um jólin sáum við að mjög var af þér dregið en grunaði þó ekki að þetta yrðu síðustu jólin okkar sam- an. Við erum glöð að hafa notið góðra stunda með þér fram á síðasta dag. Ég þakka þér fyrir þá ást, hlýju og það traust sem þú sýndir mér og börnunum gegnum árin. Hvað þú varst yndislegur við mömmu og mik- ill styrkur fyrir hana alla tíð. En fyrst og fremst þakka ég þér fyrir að vera þú. Ég er rík kona að hafa feng- ið að alast upp hjá ykkur mömmu. Guð gæti þín, elsku Bjarni minn, og knúsaðu mömmu frá mér. Erna Svala. Meira: mbl.is/minningar Fyrir hálfri öld dreymdi menn um bætta tækni og kjör sem yki frí- stundir fólks. Tæknin og tekjubylt- ing virðast hins vegar hafa fært okk- ur aukna streitu vegna lífsgæðakapphlaups og það orðið til þess að gömlu góðu fjölskylduheim- sóknirnar hafa látið undan síga. Sú var tíðin að heimsóknir til Siggu frænku, ömmusystur minnar, við Kjartansgötuna voru mikið tilhlökk- unarefni vegna þess hve hún var ein- staklega lífleg og skemmtileg kona. Rauðhausinn ég hlakkaði líka til að hitta hinn rauðhærða, listfenga og myndarlega son hennar sem nú hef- ur lokið lífshlaupi sínu. Leiðir okkar hafa síðan hvað eftir annað legið saman, til dæmis við hið mikla verk Lúðvíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti þar sem ég fór til myndatöku af fornum verstöðvum en það tekur því varla að minnast á það smáræði í samanburði við hið gríðarlega verk sem Bjarni vann með teikningum sínum og ótal mál- verkum í tengslum við sjósókn og skipasmíði Íslendinga. 60 þeirra eru á Þjóðminjasafninu. Eftir fjölbreytt- an myndlistarferil „fann hann fjölina sína“ svo að uppi verður meðan land byggist. Mér, systkinum mínum og mökum okkar er sérstaklega minnisstætt þegar hann tók sig eitt sinn til og bauð okkur til kvöldverðar til þess að efla hin fornu kynni úr fjölskyldu- heimsóknunum góðu. Þetta sýndi fá- gæta ræktarsemi og myndarskap sem var einkennandi fyrir hann og skilur eftir einstakar minningar um hann og þá sem stóðu honum næst. Okkur frændurna dreymdi um að hann málaði stóra mynd af eftir- minnilegustu sýn lífs míns nóttina sem Heimaeyjargosið hófst. Á þess- ari mynd Bjarna yrði horft ofan frá á TF-FRÚ yfir Þrídröngum þar sem hún flýgur á móti röð af bátum, þétt- setnum af fólki á flótta frá Heimaey, sem blasir við með eldvegg á bak við ljósin í bænum. Aðrar flugvélar komu skýjum ofar til Eyja þessa nótt og enginn annar átti þess kost að sjá þessa einstöku sjón. Nú hefur Bjarni verið kallaður fyrirvaralaust burt úr þessu jarðlífi og eftir situr mikill söknuður, þakk- læti og samúð til aðstandenda og vina hans. Ómar Ragnarsson. Bjarni Jónsson listmálari og teiknari er látinn. Blessuð sé minning hans. Hann hefði þakkað guði fyrir að fá að fara svona snöggt. Bjarni var lengi búinn að horfa á Astrid Ellingsen eiginkonu sína og frænku mína veslast upp úr heila- hrörnun. Fyrst gætti hann hennar heima við, en síðari árin studdi hann Addý á Hrafnistu. Daglega kom hann til hennar þangað, alltaf á sömu klukkustund. Bjarni vék ekki frá þessari venju sinni þó að heilahrörn- un Addýar væri langt komin og hún þekkti engan í lokin. Hann vissi að það er svo mikilvægt fyrir þetta fólk að hafa reglu á hlut- unum. Addý, oftast með hjálp starfs- fólks, var búin að hafa sig til áður en Bjarni kom í heimsókn. Hún vissi að hann var að koma. Hún elskaði hann og dýrkaði. Starfsfólk á Hrafnistu sagði mér að þetta væri alveg ein- stakt. Bjarni og Addý kynntust á við- kvæmu skeiði í lífi sínu og því fylgdi í kjölfarið farsælt hjónaband til margra ára þar sem listrænir hæfi- leikar þeirra beggja, sem þeim voru í blóð bornir, náðu að dafna. Bjarni var mikill í listgrein sinni og hélt ótrauður áfram þrátt fyrir að njóta ekki sannmælis meðal „elít- unnar“. Í verkum Bjarna liggur mik- ilvægt framlag hans til sögu lands og sjávar sem mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Ég sendi börnum þeirra og barna- börnum mínar samúðarkveðjur. Bergljót Halldórsdóttir. Bjarni frændi er látinn og það bar snöggt að. Við hittum hann kátan á gamlársdag og áttum með honum góða stund, hann kvartaði þó yfir því að hann væri ekki nógu hress og gæti liðið betur, en skrifaði það allt á slæma fótbrotið síðan í haust. Við ók- um honum heim og fylgdum honum að dyrunum, þó að hann gæti nú al- veg gengið óstuddur upp tröppurnar á Ægisíðunni. Við föðmuðumst, óskuðum hver öðrum farsældar á nýju ári og hétum því að vera duglegir að hittast, lífið gæti oft verið styttra en maður reikn- aði með. Þetta reyndist vera kveðju- stundin, nokkrum dögum seinna var Bjarni allur. Við Bjarni vorum bræðrasynir, feður okkar úr Stykkishólmi sem báðir lærðu húsgagnasmíði, eina systur áttu þeir sem var húsfreyja á Kóngsbakka í Helgafellssveit og þar höfðum við allir dvalið í mörg sumur og voru þessir staðir okkur afar kær- ir. Fjölskylda okkar var ekki stór, systir Bjarna Valgerður fór ung til Bandaríkjanna og lést þar rétt um fimmtugt. Þegar við vorum að alast upp í Hlíðunum, bjuggu foreldrar Bjarna í Norðurmýrinni. Mikill samgangur var milli fjölskyldnanna og iðulega haldin spilakvöld á Kjartansgötu þar sem spiluð var félagsvist. Móðir Bjarna, Sigríður Bjarnadóttir, var mikil myndarkona og veislukvöldin á Kjartansgötunni lifa í barnsminning- unni. Bjarni gat sér fljótt gott orð sem afburða listamaður, teikning lék í höndunum á honum og það var ekki laust við að maður væri stoltur að eiga þennan ágæta frænda sem skreytti skólabækur, jólabækur og kort og hélt myndarlegar málverka- sýningar. Hann fékk í fyrstu gott um- tal myndlistargagnrýnanda en það breyttist með árunum. Hann málaði ekki það sem þeim sem telja sig eiga að ráða listaheiminum líkaði, það leiddi til þess að síðustu 20-30 árin fékk hann ekki inni með sýningar í viðurkenndum myndlistarsölum. Oft sárnaði honum. Hann hélt samt margar einkasýningar um allt land og lifði eingöngu af list sinni síðustu 30 árin. Bjarni málaði ýmislegt sem margir kunnu að meta; blómamyndir, lands- lag, portrettmyndir, myndir af göml- um búskapar- og sjávarháttum. Þau eru ófá fiskiskipin sem hann hefur málað. Bjarna var mjög annt um forna atvinnuhætti og með samvinnu við Lúðvík Kristjánsson um ritun ís- lenskra sjávarhátta bjargaði hann frá glötun fjársjóði upplýsinga um forn atvinnutæki. Margbreytilegt lag ís- lenskra fiskibáta var honum hugleik- ið og þar vann hann stórvirki sem sjá má í Sjóminjasafninu á Grandagarði og á spilum sem Happdrætti Háskól- ans gaf út fyrir nokkrum árum. Bjarni var myndarmaður, hár og glæsilegur með „listamannslegt“ út- lit. Alltaf var hann flottur og fínn í tauinu, líka þegar hann var að mála. Hann var gleðimaður og stundum var Bakkus of nálægur. Bjarni var ræð- inn, skemmtilegur og manna fróðast- ur um sögu og landafræði enda hafði hann ferðast mikið bæði um Ísland og erlendis. Það var því ekki undar- legt að Bjarni ætti kvenhylli að fagna. Fyrri kona hans var Ragna Halldórsdóttir sem fluttist fyrir mörgum árum til Bandaríkjanna og þar hafa börn hans fjögur flest búið. Seinni kona hans var Astrid Ellings- en, mikil listakona, en hún lést fyrir tveimur árum. Voru þau samhent og glæsileg hjón og höfðingjar heim að sækja. Nú er þessi glæsilegi og hjartahlýi maður fallinn frá. Við og fjölskyldur okkar munum sakna hans sárt, en þökkum fyrir allar skemmtilegu stundirnar og vottum hans nánustu innilega samúð. Far þú í friði, frændi. Jafet S. Ólafsson, Magnús Ólafsson. Ég hef stundum sagt að ég búi í listamannahverfi. Á móti okkur í Sörlaskjólinu búa músíkhjónin Marta Halldórsdóttir og Örn Magnússon og þaðan berast oft og iðulega fagrir tónar söngs og píanós. Í númer tólf er Gunnar Hrafnsson með bassann sinn og við hliðina á okkur í númer þrjú býr hún Guðbjörg Björgvinsdóttir, ballerína og listdanskennari. Þremur húsum vestar í Faxaskjólinu búa þau Hörður Áskelsson og Inga Rós Ing- ólfsdóttir sem bæði leika stórt hlut- verk í tónlistarlífi landsmanna. Og í sjónmáli á Ægissíðuna er húsið henn- ar Bjarkar. Svo eitthvað sé nefnt. Á mínu eigin heimili hljómar svo söng- ur, píanó og gítarleikur og alls þessa er ég aðnjótandi. Til að kóróna þetta listræna og göf- uga nágrenni bjó handan við hornið hjá okkur við Ægissíðuna listmálar- inn Bjarni Jónsson. En það var ekki einasta listagáfan sem einkenndi Bjarna, heldur fas hans allt. Hávax- inn, fríður sýnum og aðalsmaður í öll- um hreyfingum og umgengni. Það var lávarðaleg reisn yfir Bjarna, þeg- ar hann gekk um hverfið og tók okk- ur nágrannana tali. Kurteis og ljúfur, höfðinglegur og hæverskur. Okkur var vel til vina. Við stungum stundum saman nefjum, ég fékk að sjá mál- verkin heima hjá honum og við spjöll- uðum um heima og geima og áttum sameiginlegt áhugamál um varð- veislu grásleppuskúranna við Ægis- síðuna. Hann hafði meira að segja málað þá í listaverk. Sá áhugi hans átti rætur sínar að rekja til þekkingar Bjarna á áraskip- um og bátaútgerð fyrri tíma og hann var stoltur af sínu framlagi til að varðveita þær þjóðlegu heimildir, bæði í máli og myndum. Hann lagði líka sitt af mörkum í skýringateikn- ingum í Íslenskum sjávarháttum í mörgum bindum. Málverk hans báru sterkan vott um sýn hans á land, haf og náttúru. Ég hitti hann síðast í Melabúðinni, núna um áramótin, snyrtilegan eins og jafnan, brosmildan og fágaðan í viðmóti. Eins og hans var von og vísa. Hann sagði mér frá slysi heima þegar honum tókst að ökklabrjóta sig, nán- ast á stofugólfinu. Stakk við og hló við. Af stuttum kynnum við Bjarna þótti mér vænt um þennan nágranna minn. Hann setti svip sinn á um- hverfið, veifaði glaðhlakkalega af svölunum, þegar ég var í augsýn og ég átti ekki von á öðru en að þar yrði hann að finna í mörg, mörg ár enn. Með útsýni yfir fjörðinn og alla leið til fjalla. Það hlýtur að hafa verið fyrir listmálarann eins og að sitja í heið- ursstúku í leikhúsi. En enginn ræður för og það var harmafregn að frétta af andláti hans. Þessa lífskúnstners. Þar er skarð fyr- ir skildi í listamannahverfinu í Skjól- unum. Minning hans mun hinsvegar lifa í verkum hans og þeirri eðla- mennsku sem af honum ljómaði. Góður maður og gegn er genginn. Ellert B. Schram. Mig langar með fáeinum þakkar- orðum að minnast góðs vinar. Það er orðið langt síðan við hittumst í fyrsta sinn. Bjarni átti ættir sínar að rekja til Stykkishólms og þaðan man ég eft- ir honum sem vöskum strák þegar ég flyt í Hólminn árið 1942. Leið Bjarna lá síðar á ævinni oft á æskustöðvarn- ar. Hér í Hólminum áttum við marg- ar ánægjulegar stundir á heimili mínu þegar hann og Astrid kona hans heimsóttu okkur hjónin. Einstakir hæfileikar Bjarna einkenndu allar myndir hans. Nákvæmnin og tilfinn- ingin fyrir því sem hann málaði var einstök. Bjarni var ótrúlega listfeng- ur og komu þeir hæfileikar hans strax fram í æsku. Hann var þá sífellt teiknandi. Ég á málverk eftir Bjarna sem ég varðveiti vel og þau veita mér ánægju. Það er ekki langt síðan ég hitti Bjarna síðast: Hann var þá hress og glaður og hugði á utanlands- ferð til að kanna ókunna stigu. Vin- Bjarni Jónsson Með söknuði, virðingu og þökk kveð ég góðan frænda og vin. Anna Erlendsdóttir (Bíbí frænka). HINSTA KVEÐJA ✝ Ástkær sonur okkar, faðir og bróðir, HILMAR RAGNARSSON, lést af slysförum mánudaginn 7. janúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Hildur Hilmarsdóttir, Ragnar Björnsson, Runólfur, Úlfur Kári og Hekla Huld Hilmars-börn og systur hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.