Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.01.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lilja Halldórs-dóttir fæddist að Ytri-Tungu í Staðarsveit 14. mars 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 13. janúar síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Láru Jóhann- esdóttur, f. 18.9. 1904, d. 13.3. 1969 og Halldórs Ólason- ar, f. 27.5. 1900, d. 20.4. 1967. Lilja var þriðja í röðinni af níu börnum þeirra hjóna. Systkini hennar eru Fjóla Unnur, f. 24.10. 1922, Reynir, f. 7.3 1924, d. 1.12. 1977, Sóley, f. 17.6. 1927, d. 17.6. 1987, Hanna Sigurrós, f. 1.9. 1928, d. 2.7.2001, stúlka, f. 19.2. 1930, dáin sama dag, Ragna, f. 8.1. 1931, Ragnhildur Steinunn, f. 26.6. 1935 Ólafur, f. 22.7. 1950, maki Ingiríð- ur B. Kristjánsdóttir, börn þeirra Ólafur og Kristjana Helga. 4) Þrá- inn, f. 31.5. 1952, maki Helga Jóna Ársælsdóttir, dætur þeirra Að- alheiður María, Berglind og Harpa Sif. 5) Lárus Þór, f. 29.3. 1954, maki Valgerður Svein- björnsdóttir, börn þeirra Gyða, Ólöf Lilja, Sigurbjörn, Vilborg og Heiðar Þór. 6) Steinunn Helga, f. 17.10. 1959, maki Halldór Hauks- son, synir þeirra Atli Viðar, Krist- inn Júlíus og Ólafur Helgi. Lang- ömmubörnin eru 35. Lilja og Ólafur bjuggu allan sinn búskap á Akranesi ef frá eru talin 10. ár sem þau bjuggu að Innsta-Vogi. Síðustu árin bjuggu þau á Höfðagrund 25 á Akranesi. Árið 1978 hóf Lilja störf á prjóna- stofunni Akraprjón og starfaði þar til ársins 1989. Eftir það starf- aði hún á Sjúkrahúsi Akraness og vann þar til 68. ára aldurs. Útför Lilju fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og Guðbjörg, f. 30.8. 1945. Þegar Lilja var á 15. ári fluttu for- eldrar hennar til Akraness og hefur hún búið þar alla tíð síðan. Lilja giftist 29. desember 1947 Ólafi Ólafssyni en for- eldrar hans voru Ólafína Ólafsdóttir frá Deild og Ólafur Helgi Sigurðsson frá Fiskilæk. Þau eign- uðust sex börn, sem eru: 1) Halldór, f. 7.1. 1947, maki Guðlaug S. Sigurjónsdóttir, börn þeirra eru Rúnar, Lilja, Sigurður Daníel, Halldór Fannar og Guðrún Drífa. 2) Jóhannes Sigurður, f. 18.9. 1948, maki Herdís H. Þórð- ardóttir, börn þeirra Þórður Már, Lára, Ingunn Þóra og Guðjón. 3) Elsku Lilja mín. Það er skrýtin tilfinning að skrifa kveðjuorð til þín. Í mínum huga varst þú eilíf, alltaf jákvæð, falleg og æðru- laus. Þegar ég hugsa til baka um allar okkar skemmtilegu stundir, fyrst í Innstavogi þar sem ég kom fyrst inn í fjölskylduna, 18 ára stelpa með lítinn strák, sem þú tókst eins og þinn eigin. Hann á alltaf fastan stað í hjarta þínu, sem og hin börnin okkar Halldórs. Minningarnar hrannast upp, alltaf op- ið hús með góðan mat, formkökurnar þínar, heimabakaða brauðið með heimagerðri rúllupylsu og kæfu, þú vildir hafa nóg handa öllum. Ekki má gleyma veiðitúrunum öllum, allir urðu að fara með og helst nóg af börnum, því þú vildir að þau kynntust veiði- skapnum, enda hafa börnin okkar Halldórs fengið veiðibakteríuna, og alltaf að hafa hlutina eins og amma Lilja gerði. Ég gæti haldið endalaust áfram það er svo margt sem mig langar að koma frá mér. Elsku besta tengdamamma, þakka þér það sem þú hefur gert fyrir mig og mína, þakka þér huggunarorð- in, hvatningu, elsku og hlýju. Minn- inguna um þig ætla ég að halda í heiðri um ókomna tíð. Einnig votta ég Óla tengdapabba sem hefur staðið eins og klettur í gegnum veikindi þín, börn- unum þínum og okkur öllum mína hjartans samúð. Sofðu rótt. Þín tengdadóttir Guðlaug. Nú þegar leiðir okkar Lilju, tengdamóður minnar, skilja og ég lít yfir farinn veg kemur mynd hennar skýrt í huga mér, hvað hún var ætíð róleg og jafnaðargeð hennar engu líkt. Lilja var kona sem hafði mikið að gefa öðrum sem voru henni samferða í gegnum lífið. Um fimmtán ára aldur fluttist hún á Akranes ásamt foreldrum og systk- inum og komu þau frá Ytri Tungu í Staðarsveit. Lilja var mikill Snæfell- ingur í sér og þótti vænt um sveitina sína og talaði oft um hvað það hefði verið var gott að alast upp vestra og hvað systkinahópurinn og fjölskyldan hefði verið samheldin. Ung að árum gekk hún að eiga Ólaf Ólafsson frá Akranesi og áttu þau 60 ára brúðkaupsafmæli 29. desember sl. Því er samleið þeirra orðin löng. Þau byrjuðu búskap á loftinu hjá foreldr- um Lilju í Grafarholti hér á Akranesi og þar fæddust tveir elstu synir þeirra. Á þessum árum þótti það ekk- ert mál þó að stórfjölskyldan byggi undir sama þaki, oft hefur því verið þröngt um fólk en ánægjan þeim mun meiri. Árin sem Óli og Lilja bjuggu í Innsta-Vogi voru skemmtileg og góð ár, þar stunduðu þau búskap. Oft tal- aði Lilja um hvað var gaman þegar húsið var fullt af fólki og nóg að gera á stóru heimili. Frá Innsta-Vogi sér vestur á Snæfellsnes og hafði hún jök- ulinn ávallt fyrir augum. Sumarbústaðurinn í Ölveri var hennar sælureitur og þangað var farið eins oft og kostur var. Hún naut sín að vera í sveitinni og taka á móti öllu sínu fólki því ekki var í kot vísað þegar komið var þangað eða á Höfðagrund- ina, hlaðið borð af heimabökuðu og tel ég að fáar konur sem eru komnar á hennar aldur baki í hverri viku eins og Lilja gerði. Lilja var mjög barngóð og var alltaf mikið fjör í kringum þau hjónin, sér- staklega þegar börnin voru lítil. Amma og afi áttu heima rétt fyrir innan Akra- nes, í Görðum, og voru með búskap svo börnunum þótti gott að koma til þeirra og taka þátt í sveitastörfunum, hey- skapnum og fara með kindur á fjall á vorin eða í réttirnar á haustin. Ég á margar góðar minningar um Lilju, tengdamóður mína, hefur hún reynst mér sem besta móðir í gegnum árin og hafa samskipti okkar ávallt ver- ið mjög náin og leituðum við mikið hvor til annarrar. Gaman var að fara með þeim hjón- um í ferðalög, oft var farið vestur á Arnarstapa í sumarbústað okkar Jóa. Þá var hún á heimavelli komin undir jökul á æskuslóðir sínar, ekki þurfti annað en að lyfta símtólinu þá var hún tilbúin og klár í ferðina. Veiðiferðirnar í Dalina með fjölskyldunni voru fastur punktur á sumrin. Í júlí í sumar fórum við í skemmtilegt ferðalag með þeim hjónum til Akureyrar og ókum um Þingeyjarsýslu í mjög fallegu veðri. Þetta síðasta ferðalag okkar saman var yndislegt og verður lengi í minnum haft. Nú í haust, í lok nóvember, kom í ljós hvað hún var mikið veik, hún stóð sig eins og hetja og tókst á við sjúkdóm sinn af æðruleysi. Að leiðarlokum vil ég þakka Lilju fyrir hvað hún hefur verið börnum okkar góð amma og fjölskyldunni allri. Minning þín mun lifa í hjarta okkar allra. Guð blessi minningu þína. Herdís Þórðardóttir. Orðin bjartsýni, gleði, hógværð og góðmennska eru þau orð sem komu upp í huga okkar þegar við hugsum um ömmu Lilju. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman, svo ótal margar minningar. Allar hjólhýsaferðirnar upp á Sel- eyri þar sem alltaf var gaman að koma og renna fyrir fisk og borða góðan mat. Allar veiðiferðirnar sem við fórum saman fjölskyldan. Á haustin þegar við vorum að fara í réttir, sváfum við hjá ykkur og þegar við vöknuðum var allt- af komin brúnkaka á borðið eða fjalla- terta eins og þú kallaðir hana. Öll jólin heima hjá mömmu og pabba. Svona getum við endalaust talið upp. Alltaf varstu bjartsýn og vildir allt fyrir okkur gera. Á Höfðagrundinni var oft mikið spjallað og rökrætt og alltaf fannstu björtu hliðarnar á öllu. Það er skrýtið að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að deila fleiri svona stundum með þér. En við reynum að vera sterk eins og þú varst alltaf. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og Guð geymi þig. Þín ömmubörn, Lilja, Sigurður, Halldór og Guðrún. Með söknuð í hjarta kveðjum við þig, elsku amma. Það er erfið tilhugsun að þú sért ekki lengur hjá okkur og skrítið að engin amma sé lengur á Höfðagrundinni. Þú varst sannkallað- ur hornsteinn fjölskyldunnar og vildir allt fyrir okkur gera. Líf þitt helgað- irðu fjölskyldu þinni og varst stolt af börnum þínum og afkomendum. Þú varst mikil og góð húsmóðir, hvort sem það var í matargerð eða í handavinnu og bar heimili ykkar afa þess glöggt merki. Kærleikur þinn var mikill og það fundu allir þeir sem voru í návist þinni, sem verður okkur gott veganesti í lífinu. Líf þitt var ein- falt en samt svo stórbrotið. Þú varst yfirveguð og æðruleysi einkenndi þig, aldrei munum við eftir að hafa séð þig skipta skapi. Það var ávallt mikil reisn yfir þér, þú varst alltaf vel til höfð allt fram til síðasta dags. Þegar við hugsum til baka þá áttum við margar góðar stundir saman sem við munum geyma í hjarta okkar. All- ar útilegurnar á Seleyrinni og í Ölver voru skemmtilegar og það var ætíð mikil tilhlökkun að komast þangað til þín og afa. Þér leið alltaf vel í sveita- kyrrðinni og vildir vera sem mest á sælureit ykkar. Á haustin var alltaf fastur punktur í tilverunni að fara í réttirnar þar sem þú nestaðir alla upp, fjallakakan og kleinurnar þínar voru gómsætar enda varstu góð hús- móðir. Elsku afi, við vottum þér okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja þig á erfiðum tímum. Að leiðarlokum, þegar þú leggur upp í þína hinstu för, viljum við þakka þér fyrir allar samverustundir okkar. Vertu Guði falin um alla eilífð og blessuð sé minning þín. Þórður Már, Lára, Ingunn Þóra og Guðjón. Hún var yndisleg kona, hún amma mín, Lilja Halldórsdóttir. Það er ekki annað hægt að segja og ég vona að henni líði vel á þeim stað sem hún er komin á. Ég dáðist alveg að henni í veikindum sínum fyrir það hvað hún var sterk, ákveðin og jákvæð alveg fram undir það síðasta. Hún var mikil barnagæla og ljóm- aði öll þegar hún sá yngstu kynslóðina í fjölskyldunni. Síðasta sumar, stuttu eftir að ég átti yngri son minn Ingþór þá kom hún labbandi yfir til mín til að fá að fylgjast aðeins með eins og hún sagði sjálf. Hún sat hjá mér í dágóðan tíma og við spjölluðum mikið. Hún sagði mér ýmsar sögur frá því hvern- ig hefði verið að ala upp börn í gamla daga. Ég hafði reglulega gaman að því að heyra hana segja frá og þótti mér þetta yndisleg heimsókn. Þetta er einungis ein minning af mörgum góðum sem ég mun varðveita í hjarta mér. Eldri sonur minn hann Eiríkur sem er að verða fimm ára er mikið bú- inn að spá í dauðanum eftir að honum var sagt frá ömmu Lilju. Hann sagði núna eitt kvöldið „Ég þekkti ömmu Lilju og nú er hún dáin og þá ég sakna hennar“. Ég tek undir það með hon- um að ég mun sakna hennar og hún mun ávallt eiga stað í hjarta mínu. Elsku afi, guð styrki þig í sorginni. Bless, amma mín, þín sonardóttir Kristjana Helga Ólafsdóttir. Lilja Halldórsdóttir  Fleiri minningargreinar um Lilju Halldórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR Árskógum 6, Reykjavík verður jarðsungin frá Seljakirkju 21. janúar kl. 13.00. Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir, Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson, Kristín Erla Guðnadóttir, Brynjar Víðisson, Arnar Páll Jóhannsson, Jóhann Baldur Jóhannsson, Magnea Mjöll Ingimarsdóttir. ✝ Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför BJÖRNS ÞÓRHALLSSONAR, viðskiptafræðings og fyrrverandi varaforseta ASÍ, Goðheimum 26, Reykjavík. Einnig þökkum við sérstaklega læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki á Hjúkrunarheimlinu Eir og Landspítalanum fyrir góða aðhlynningu og umönnun. Guðný S. Sigurðardóttir, Þórhallur Björnsson, Anna Janyalert, Karl Björnsson, Katrín I. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, systir okkar og mágkona, GUÐRÍÐUR BJARNEY ÁGÚSTSDÓTTIR frá Stíghúsi, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardag- inn 19. janúar kl. 14.00 Valborg Sonya Guðríðard. Hassan, Guðbrandur Stígur Ágústsson, Brynhildur Arthúrsdóttir, Sigríður Inga Ágústsdóttir, Dagrún Mjöll Ágústsdóttir, Aron Hauksson, Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir, Einar Páll Bjarnason, Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir, Logi Hjartarson, Kristín Steinþórsdóttir, Jason Steinþórsson, Hrönn Sturlaugsdóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærs föður, tengdaföður, afa og bróður, GUÐMUNDAR JÓNASSONAR arkitekts. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elín Guðmundsdóttir, Brynjar Þórsson, Jónas Guðmundsson, Harpa Ásgeirsdóttir, Sigríður Halla Guðmundsdóttir, Ketill Magnússon, Sigríður Jónasdóttir, Guðmundur Loftsson, Sólrún Jónasdóttir, Ólafur V. Sigurbergsson, Kristján Jónasson og barnabörn hins látna. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Laufskógum 40, Hveragerði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 8. janúar verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Guðmundur F. Baldursson, Rósant Guðmundsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir, Heiða Margrét Guðmundsdóttir, Valdemar Árni Guðmundsson, Enea og Mía Rósantsdætur, Hallfríður Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.