Morgunblaðið - 18.01.2008, Blaðsíða 42
Björk er bara lítil,
íslensk kona sem
flakkar um heiminn …47
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
HAMSKIPTI Franz Kafka í útfærslu
Vesturports voru frumsýnd í Lyric
Hammersmith leikhúsinu í London
síðastliðið mánudagskvöld. Það er
skemmst frá því að segja að sýning-
unni var afar vel tekið af viðstöddum
sem sýndu ánægju sína með dynjandi
lófataki og fagnaðarlátum. Það er vill
reyndar oft verða svo í lok leiksýn-
inga en þá má geta þess að uppselt er
á allar 20 sýningar á Hamskiptunum í
London í leikhús-
inu sem tekur um
700 manns í sæti.
The Independ-
ent lætur nægja
að endurbirta dóm
um sýninguna frá
árinu 2006 þrátt
fyrir að talsverðar
mannabreytingar
hafi orðið á leik-
hópnum í millitíðinni. Svo virðist sem
fæstir fjölmiðlar hér í London sjái
ástæðu til að birta nýjan dóm um sýn-
inguna, enda sýningin verið sett upp
hér áður fyrir hálfu öðru ári.
Fiona Mountford hjá Evening
Standard var þó ein viðstaddra á sýn-
ingunni og gagnrýni hennar birtist á
vefmiðli blaðsins í fyrradag. Hún gef-
ur sýningunni fjórar stjörnur af fimm
mögulegum og segist hrífast sér-
staklega að leikmynd Barkar Jóns-
sonar. Einnig segir hún frammistöðu
Björns Thors magnaða í hinu krefj-
andi hlutverki Gregors Samsa, hann
snerti vart jörðina þegar hann ferðast
um híbýli Samsa fjölskyldunnar og
herbergi sitt sem snúið hefur verið 90
gráður. Þá segir Fiona Mountford að
Unnur Ösp sé sérstaklega sannfær-
andi sem systirin Greta.
Björn Thors fær einnig góða um-
sögn í Guardian, og The Stage og
ljóst að hann fyllir skarð Gísla Arnar
með miklum myndarskap í London.
Hamskipti í London
Ljósmynd/Þjóðleikhúsið-Eddi
Í háloftunum Gísli Örn Garðarsson sem Gregor Samsa í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýnendur hríf-
ast af Birni Thors
Björn Thors
Þórhildur Þor-
leifsdóttir mun
leikstýra dóttur
sinni Sólveigu,
eiginmanni sínum
Arnari Jónssyni
og bróður sínum
Eggerti Þorleifssyni í verkinu
Engisprettum eftir skáldkonuna
serbnesku og þjóðfélagsrýninn Bil-
jönu Srbljanovic, sem frumsýnt
verður í mars n.k. Fyrsti samlestur
á verkinu fór fram í Leikhúskjall-
aranum í vikunni og munu gestir á
honum hafa skellt ítrekað uppúr yf-
ir textanum. Í Engisprettum segir
af átökum ólíkra kynslóða og við-
leitni mannsins til að komast af.
Auk fjölskyldu Þórhildar leika í
verkinu Anna Kristín Arngríms-
dóttir, Friðrik Friðriksson, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyj-
ólfsson, Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi
Gestsson, Þóra Karítas Árnadóttir
og Þórunn Lárusdóttir. Gunnar
snýr aftur í Þjóðleikhúsið eftir
fimm ára hlé, lék þar síðast í Græna
landinu. Verk eftir Srbljanovic hef-
ur ekki verið sýnt á Íslandi áður.
Fjölskylda í fjölskyldu-
verkinu Engisprettum
Sverrir Stormsker hitti leikstjór-
ann Quentin Tarantino á veitinga-
staðnum Caruso, þegar Tarantino
var í Reykjavík um og í kringum ára-
mótin, og sýndi honum mynd sem
hann tók af 190 fm kastala sínum í
Breiðagerði á Vatnsleysuströnd, sem
nú er til sölu. Stormsker staðfesti
þetta í samtali við blaðamann í gær
en sagði Tarantino ekki líklegan
kaupanda þrátt fyrir að honum hefði
litist vel á kastalann, sem Sverrir
teiknaði sjálfur en stendur nú auður.
Sverrir segir Tarantino sjálfsagt
hafa margt þarfara að hugsa um en
kaup á húsi á Íslandi. Hann hafi ekki
virkað mjög spenntur fyrir því, frek-
ar viljað eyða peningunum sínum í
konur og vín en íslenskan kastala.
Hrifinn af kastalanum
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„VIÐ ákváðum að sýna tíu sýningar í von um að
ná einhverjum áhorfendum í hús en síðan er búið
að vera uppselt á hverja einustu sýningu svo við
lengdum sýningartímann út febrúar,“ segir Þóra
Karítas leikkona sem fer með hlutverk May í Fo-
ol for Love sem Silfurtunglið sýnir um þessar
mundir í Austurbæ. Ásamt Þóru leika í Fool for
Love Sveinn Ólafur Gunnarsson, Magnús Guð-
mundsson og KK. Jón Gunnar Þórðarson leik-
stýrir verkinu sem er eftir Sam Shepard. Upp-
setningin hefur fengið mjög góða dóma svo
aðsóknin ætti kannski ekki að koma leikhópnum
á óvart. „Ég held að þetta sé að mestu Sam Shep-
ard að þakka og því hvað hann er góður sögu-
maður. Það er spilað á marga strengi og erfiðar
tilfinningar í verkinu, en það er líka kómískt og
svolítið rokkað. Það er ekki endilega í tísku núna
að vera einlægur en við ákváðum að leyfa okkur
að vera svolítið tilfinningasöm og melódrama-
tísk,“ segir Þóra sem hafði dreymt lengi um að
fara með hlutverk May. „Ég sá þetta leikrit á
West End í London með Juliette Lewis í aðal-
hlutverki. Þá fékk ég á tilfinninguna að May ætti
erindi við mig. Þegar ég kom heim athugaði ég
hvort ég gæti sett það upp en ég var nýkomin úr
námi og hafði ekki neina aðstöðu til þess. Um ári
seinna er ég komin aftur til London þegar Jón
Gunnar hringir í mig og býður mér hlutverkið.
Það hafði þá líka verið draumur hjá honum lengi
að setja verkið upp og þannig þefaði May mig
aftur uppi.“
Leikur tíu ára stelpu
Þóra segir stemninguna í kringum uppsetn-
inguna hafa verið mjög skemmtilega og telur
hún áhorfendur skynja það hvað þeim þykir öll-
um vænt um hvert annað og þetta litla verkefni.
Ekki er útlit fyrir að Fool for Love verði sýnt
lengur en út febrúar því leikararnir fara í önnur
verkefni í mars. Sveinn leikur í Dubbeldursh
sem Vesturport setur upp í samstarfi við Leik-
félag Akureyrar, Magnús leikur í Óráðna mann-
inum hjá Stoppleikhúsinu og Jón Gunnar er að-
stoðarleikstjóri Gísla Arnar Garðarssonar í
Tillsammans sem verður frumsýnt í lok febrúar í
Borgarleikhúsinu. Sjálf skokkar Þóra Karítas
yfir í Þjóðleikhúsið þar sem hún fer með hlut-
verk í verkinu Engisprettur eftir Biljana Serb-
janovits sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu í
mars í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
„Í verkinu leik ég tíu ára stelpu sem er harð-
stjóri á eigin heimili og finnst gaman að láta ljós
sitt skína,“ segir Þóra sem finnst yndislegt að fá
tækifæri til að leika í Þjóðleikhúsinu. „Að labba
á þessum teppum sem ég er búin að þekkja síðan
ég var lítil, það er eitthvað heimilislegt við það
og líka ævintýralegt. Ég hugsa að draumurinn
um að verða leikkona hafi kviknað í Þjóðleikhús-
inu og það er ómetanlegt að komast í hóp svona
reyndra leikara sem eru tilbúnir til að miðla af
þekkingu sinni og leiða mann í sannleika um fag-
ið og söguna.“
Með einleik á döfunni
Rúmt ár er síðan Þóra lauk leiklistarnámi í
London frá Webber Douglas leiklistaskólanum
og hefur hún haft í nægu að snúast frá útskrift.
Auk Engisprettunnar er hún komin með eitt að-
alhlutverkið í íslenskri kvikmynd sem fer líklega
í tökur á þessu ári.
„Ég er sjálfstætt starfandi svo ég er með mörg
járn í eldinum en margt af því er ekki tímabært
að tala um í augnablikinu.“ En Þóra er nýráðin
kynningarfulltrúi fyrir Lókal, alþjóðlega leik-
listahátíð sem verður haldin hér í fyrsta skipti í
mars og hefur að undanförnu starfað sem lausa-
penni fyrir Fréttablaðið. „Penninn er aldrei
langt undan og ég gríp í hann svona til að eiga
fyrir leigunni enda fórum við í Fool for Love á
okkar forsendum og án þess að sjá fram á að fá
borgað fyrir það. Reyndar blundar blaðagrúsk-
arinn alltaf í mér og markmiðið var að fara strax
í að æfa einleik sem var saminn í kjölfar um-
deildra atburða sem áttu sér stað árið 2003. Ein-
leikurinn nefnist Ég heiti Rachel Corrie og
fjallar um bandaríska stelpu sem var myrt fyrir
fimm árum við friðarstörf í Palestínu. Verkið er
byggt á dagbókarskrifum hennar og er há-
pólitískt. Ég ætlaði að setja það upp í Silf-
urtunglinu að loknu Fool for Love en það frest-
ast líklega fram á haustið,“ segir Þóra og dregur
loks andann djúpt eftir alla upptalninguna enda
nóg að gerast hjá þessari atorkusömu leikkonu.
Í draumahlutverkinu
Leikkonan Þóra Karítas fer með hlutverk May í leikritinu Fool for Love
Árvakur/Golli
Nóg að gera „Ég er sjálfstætt starfandi svo ég er með mörg járn í eldinum en margt af því er ekki
tímabært að tala um í augnablikinu, segir Þóra Karítas.