Morgunblaðið - 18.01.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 2008 43
Lýstu eigin útliti.
Tveir fætur, tvær hendur, búkur og nauðasköllóttur
haus.
Hvaðan ertu?
Skaftafellssýslu, Landeyjunum, Rangárvöllum, Ölfusi,
Eyrarbakka og Njarðvíkunum í föðurlegginn. Húna-
vatnssýslu, Þingeyjarsýslu og Danmörku í móðurlegg-
inn.
Hefur þú séð Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu
(Spurt af síðasta aðalsmanni, Láru Sveinsdóttur).
Ég hef verið að sýna Ívanov í Þjóðleikhúsinu og ekki
komist enn, en ég hlakka til að sjá og heyra píslarsöguna
vel rokkaða.
Hvað finnst þér um húsin á Laugavegi 4 og 6?
Mér finnst góð hugmynd að gera þau upp og flytja í
Hljómskálagarðinn, Laugavegurinn má alveg byggjast
upp og ég trúi því ekki að nýtt þurfi alltaf að vera verra
en gamalt.
Reykirðu?
Já, því miður, en bara spari.
Ertu í einhverjum samtökum?
Ég er á póstlista Goethe-
stofnunarinnar og í félagi
leikara við Þjóðleikhúsið.
Hvað ætlaðirðu að verða þeg-
ar þú varst ungur?
Hamingjusamur geimfari,
stærðfræðingur, feldskeri,
arkitekt eða leikari.
Hvaða bók lastu síðast?
Himnaríki og helvíti Kalmans.
Á hvaða plötu hlustar þú
mest þessa dagana?
Melodiu Árna Heimis og
Kammerkórsins Carminu og
Royal Family Divorce með
stórsveit Nix Noltes.
Uppáhaldstónlistarmaður/
hljómsveit?
Hamlet Gonashvili, Gentle Gi-
ant, Þursaflokkurinn, Jonat-
han Fire Eater, Spælimenn-
irnir í Hoydolum og Kristján
Blak, Sufjan Stevens, Manna-
korn og Mileu og ég veit ekki
hvað og hvað.
Helstu áhugamál?
Húmanísk fræði, umburðarlyndi og góðar sögur.
Flatey á Breiðafirði eða Flatey á Skjálfandaflóa?
Flatey á Breiðafirði, ef ég get pantað eins veður og við
fengum þegar við vorum að taka upp Brúðgumann í sum-
ar, samfelld bongóblíða í meira en mánuð …
Ertu með ofnæmi fyrir sjálfum þér eins og presturinn í
Brúðgumanum?
Já, en mér líður samt ósköp vel í eigin skinni.
Guðspjallið skrifaði…?
Vinir og kunningjar Jesú bróður besta.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfan þig?
Hvað mér finnst gaman að vera pabbi.
Er maðurinn það sem hann trúir að hann sé?
Tja, ekki er hann það sem aðrir trúa að hann sé eða
hvað?
Tekurðu mark á gagnrýni?
Ég vona það, uppbyggilegri að minnsta kosti.
Uppáhaldsleikari?
Klaus Kinsky.
Uppáhaldsleikkona?
Uppáhaldskonan mín og spúsa
Esther Talía.
Hvaða erlendu borg heldur þú
mest upp á?
Alltaf huggulegt að koma til
Kaupmannahafnar.
Hvert er erfiðasta hlutverk þitt
til þessa?
Lvov Læknir í Ívanov, það er
svo erfitt að vera leiðinlegur og
meina það.
Draumahlutverkið?
Næsta rulla.
Hver er frægasti vinur þinn í
dag?
Ætli það sé ekki Kormákur sá
er við Baltasar er kenndur.
Hver er fyndnasti maður sem
þú hefur hitt?
Það eru allir jafn fyndnir þegar
þeir eru fyndnir.
Hvers viltu spyrja næsta við-
mælanda?
Ertu búinn að sjá Brúðgum-
ann?
ÓLAFUR EGILL EGILSSON
AÐALSMANN VIKUNNAR MÁ NÚ SJÁ Á HVÍTA TJALDINU Í HLUT-
VERKI PRESTS Í BRÚÐGUMANUM AUK ÞESS SEM HANN SKRIF-
AÐI HANDRITIÐ AÐ MYNDINNI MEÐ BALTASAR KORMÁKI.
Ólafur Egill Hefur meðal annars áhuga á húm-
anískum fræðum og umburðarlyndi.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ívanoveftir Anton Tsjekhov
Leikstjórn og aðlögun: Baltasar Kormákur
Sjáðu og heyrðu meira á www.leikhusid.is Ath. takmarkaður sýningafjöldi
Ægifögur og óhemjufyndin
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Sviðsetning Baltasars Kormáks á Ívanov er eitt besta verk hans frá upphafi. Hún er þaulhugsuð og
samvinna þeirra Gretars Reynissonar hefur sjaldan borið glæstari ávöxt, og er þá ekki lítið sagt.“
Jón Viðar Jónsson, DV, 9. jan.
Brúðguminn, mynd Baltasars Kormáks sem byggir
á sama verki, er komin í bíó
PAULA Abdul mun koma fram á úrslita-
leiknum í ameríska fótboltanum, Super
Bowl, sem fer fram í Arizona hinn 3. febr-
úar næstkomandi. Þar mun Abdul syngja
sitt nýjasta lag sem mun vera úr smiðju
Randy Jackson, samdómara hennar úr
American Idol-þáttunum.
Ekki er vitað hvort Abdul muni syngja
fyrir leik eða í leikhléi, en talið er að hún
hafi mun meiri áhuga á síðarnefnda mögu-
leikanum.
Annars mun andi American Idol svífa
yfir vötnum á leiknum því Jordin Sparks,
sem bar sigur úr býtum í síðustu þáttaröð,
mun syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir
leik, auk þess sem Ryan Seacrest, sem
stjórnar American Idol, verður kynnir á
leiknum.
Abdul syngur
á Super Bowl
Reuters
Dómarinn Paula Abdul.