Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Allir velkomnir!
Tölum saman
Laugardagsfundur í Valhöll
MENNTA- OG MENNINGARMÁL
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins, ræðir
um mennta- og menningarmál og
horfur í stjórnmálum á laugardags-
fundi í Valhöll 2. febrúar.
Málfundafélagið Óðinn stendur fyrir
fundinum sem hefst kl. 10.30.
Fundarstjóri: Erla Ósk Ásgeirsdóttir,
formaður Heimdallar.
Kaffi og veitingar á boðstólum.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
AÐEINS munaði um tveimur pró-
sentustigum á fylgi Sjálfstæðis-
flokksins og Samfylkingarinnar í
skoðanakönnun Fréttablaðsins sem
birt var í gær. Þá sögðust tæplega
70% styðja núverandi ríkisstjórn,
þar af sögðust 94,1% kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins styðja stjórnina og
82% samfylkingarmanna.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mæld-
ist 36,7% sem er nánast jafnmikið
fylgi og flokkurinn fékk í alþing-
iskosningunum 2007. Fylgi Sam-
fylkingarinnar mældist 34,8 sem er
mun meira en í alþingiskosningun-
um en þá hlaut flokkurinn 26,8% at-
kvæða.
Samkvæmt könnuninni fengi
Sjálfstæðisflokkurinn 25 þingmenn,
einum fleiri en hann er með nú, en
Samfylkingin myndi bæta við sig
fimm þingmönnum en þar með
myndi þingflokkurinn stækka úr 19
í 24, að sögn Fréttablaðsins.
Fylgi Vinstri grænna eykst frá
kosningum en minnkar frá síðustu
könnun en nú sögðust 15,4% kjósa
flokkinn sem myndi samkvæmt því
bæta við sig einum þingmanni.
Fylgi Framsóknarflokksins er
svipað og í síðustu könnun eða 8,9%
en það er þremur prósentustigum
minna en í kosningunum 2007. Þing-
mönnum Framsóknarflokksins
myndi því fækka um einn. Fylgi
Frjálslynda flokksins mældist að-
eins 3,6% en flokkurinn fékk 7,3% í
kosningunum. Fylgið nú myndi ekki
duga til að flokkurinn fengi mann
kjörinn, bendir Fréttablaðið á.
Fylgið nánast jafnt
Sjálfstæðisflokkur með 36,7% og Samfylk-
ingin með 34,8% í nýrri skoðanakönnun
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
VIÐSKIPTI með um 2% hlut í
Kaupþingi voru gerð í Kauphöllinni
í Stokkhólmi í fyrradag, kl. 9.11 að
staðartíma, á genginu 72,9 (sænsk-
ar krónur á hlut), fyrir samtals
tæplega 11 milljarða íslenskra
króna.
Viðskiptin jafngilda því að veitt-
ur hafi verið um 14% afsláttur frá
því verði sem bréf í Kaupþingi fóru
á fyrir og eftir viðskiptin, en þau
viðskipti voru á genginu 84,5 og
84,75.
Kaupþing annaðist bæði sölu og
kaup en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var Kaupþing hér
að kaupa fyrir arabíska fjárfesta,
sem sagðir eru vera frá Katar.
Aftur veittur afsláttur
Athygli vekur að Kaupþing fer
aftur þá leið að selja erlendum
fjárfestum hlut í bankanum á und-
irverði því í hlutafjárútboði bank-
ans í nóvember 2006 þar sem gefn-
ar voru út 66 milljónir nýrra hluta
á genginu 750 kr. fyrir hlutinn sem
jafngilti þá um 7% afslætti frá
markaðsgengi.
Í kjölfar þess að afsláttarkjörin
voru gerð opinber miðvikudaginn
22. nóvember 2006 féll gengi bréfa
í Kaupþingi um 3,13%.
Afsláttarkjör Kaupþings til er-
lendra fjárfesta í útboðinu fyrir 14
mánuðum sættu mikilli gagnrýni
meðal innlendra fjárfesta, einkum
smærri hluthafa í Kaupþingi, sem
héldu því fram að með þessum af-
slætti væru forsvarsmenn bankans
þar með að rýra þeirra eign.
Samkvæmt þeim upplýsingum
sem aflað hefur verið er ekki búist
við samskonar gagnrýni í kjölfar
ofangreindrar sölu.
Benda heimildamenn Morgun-
blaðsins á að markaðsaðstæður nú
séu gjörólíkar þeim sem voru á
seinnihluta árs 2006 þegar framboð
fjármagns var mikið og fjármagnið
var á viðráðanlegum kjörum.
Hvorki náðist í Hreiðar Má Sig-
urðsson, forstjóra Kaupþings, né
Sigurð Einarsson, stjórnarformann
Kaupþings, í gærkvöld.
Kaupþing seldi
aröbum 2% hlut
Veittur var um 14% afsláttur í Svíþjóð
NÚ hafa stóru viðskiptabankarnir
þrír skilað uppgjörum sínum fyrir
fjórða ársfjórðung 2007 og þar með
allt það ár. Órói á fjármálamörkuð-
um hefur greinilega haft sitt að segja
því afkoman á fjórða ársfjórðungi er
mun lakari en árið 2006. Munar þar
24,5 milljörðum króna. Kaupþing,
Landsbankinn og Glitnir högnuðust
samanlagt um 17 milljarða króna á
fjórða ársfjórðungi samanborið við
41,5 milljarða í sama fjórðungi árið
2006.
Sé afkoma einstakra banka skoð-
uð dregst hagnaðurinn hlutfallslega
mest saman á fjórða ársfjórðungi hjá
Glitni, eða um 73%, úr 9,3 milljörðum
árið 2006 í 2,5 milljarða á fjórða
fjórðungi árið 2007. Hjá Landsbank-
anum var hagnaður fjórðungsins 4,9
milljarðar borið saman við 14,1 millj-
arð árið 2006, sem er 65% lakari
hagnaður. Fjórði ársfjórðungur skil-
aði Kaupþingi 9,6 milljörðum í gróða,
samanborið við rúma 18 milljarða á
sama tímabili árið áður.
Á öllu síðasta ári högnuðust bank-
arnir um 137,6 milljarða króna, sem
er meira en 26 milljörðum króna lak-
ari afkoma en árið 2006 þegar sam-
anlagður hagnaður nam 163,7 millj-
örðum króna.
Hagnaður Kaupþings í fyrra nam
70 milljörðum, 39,9 milljarðar hjá
Landsbankanum og 27,7 hjá Glitni.
Árið 2006 nam hagnaður Kaupþings
85,3 milljörðum, rúmum 40 milljörð-
um hjá Landsbankanum og 38,2
milljörðum hjá Glitni.
Sé litið til heildareigna bankanna
þriggja jukust þær um þriðjung milli
ára, námu samanlagt 11.352 millj-
örðum króna í árslok 2007, borið
saman við 8.474 milljarða á árinu áð-
ur.
Á sama tíma hefur eiginfjárhlut-
fall bankanna (CAD) farið minnk-
andi, var kringum 15% í loks árs
2006 en var um áramótin á bilinu
11,2 til 11,8%, hæst hjá Kaupþingi.
Hagnaður dróst sam-
an um 26 milljarða
Afkoman á fjórða ársfjórðungi 24 milljörðum króna lakari
"
)
"
)
*('()
*('()
+)
+)
,+'
-."&/)
,+'
-."&/)
0
'1 + 2+2
3
4+ 5
6
!
" #
#"
!!
#
#!
#
"
"
#
!
"!#
"#
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir karlmanni á sex-
tugsaldri, Jóni Péturssyni, fyrir
frelsissviptingu, nauðgun og líkams-
árás á fyrrverandi sambýliskonu
sína. Henni hélt Jón nauðugri í íbúð
sinni í hálfan sólarhring, nauðgaði
og misþyrmdi.
Fyrir Hæstarétti krafðist lögmað-
ur Jóns sýknu og því til stuðnings
bar hann við að skjólstæðingur sinn
hefði orðið fyrir framheilaskaða á
ferðalagi um Egyptaland árið 1999.
Af þeim sökum hefði andlegt ástand
Jóns verið svo slæmt að hann hefði
verið ófær um að stjórna gjörðum
sínum.
Tveir dómkvaddir matsmenn voru
fengnir til að meta réttmæti þess að
Jón hefði orðið fyrir framheilaskaða
og hvort sá áverki hefði haft áhrif á
sakhæfi hans. „Í niðurstöðum mats-
manna kemur fram að engin merki
séu um framheilaskaða eða að hátt-
semi ákærða verði rakin til áverka
af þeim toga. Mun líklegri skýring á
hegðun hans og sjúklegri afbrýði-
semi séu uppsöfnuð áhrif af langvar-
andi og mikilli áfengisneyslu,“ segir
í dómi Hæstaréttar um geðheil-
brigðisrannsókn matsmannanna.
Líkaminn allur marinn
Hvað varðar aðra þætti málsins
var litið til niðurstöðu fjölskipaðs
héraðsdóms. Þar kemur m.a. fram
að brot Jóns hafi verið sérlega
hrottafengin og líkami konunnar
hafi borið þess merki. Á ljósmynd-
um mátti sjá að allur líkami hennar
var marinn og áberandi línur var að
finna í áverkum. Þótti það renna
stoðum undir framburð konunnar
um að Jón hefði lamið hana ítrekað
með flötu blaði kjötaxar og búrhnífs.
Sjálfur hélt Jón því fram fyrir
héraðsdómi að ekki hefði verið um
einhliða ofbeldi að ræða. Hann neit-
aði því auk þess að hafa beitt vopn-
um.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen,
Markús Sigurbjörnsson og Páll
Hreinsson.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir, sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara, sótti
málið og Sveinn Andri Sveinsson
hrl. varði Jón.
Fimm ára fangelsi
staðfest í Hæstarétti
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu
í dag samkomulag um samstarf á sviði fræðslu og rann-
sókna. Efla á umræðu og þekkingu og auka rannsókn-
arvinnu á sviði alþjóðamála á Íslandi. Alþjóðamálastofn-
un fær m.a. 3 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu.
Utanríkisráðuneyti og Alþjóðamálastofnun í samstarf
Árvakur/Kristinn
Ráðherra og rektor gera samkomulag