Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Girnileg nýjung með 2 í pakka.
Fæst í næstu verslun.
Meistara-flokkssúpur
Masterklass
Nýjung
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Fjár-
málaeftirlitinu:
„Vegna fréttar Morgunblaðsins á
forsíðu um þá ákvörðun samningsað-
ila að fallið yrði frá kaupum Kaup-
þings hf. á NIBC vill Fjármálaeft-
irlitið koma eftirfarandi á framfæri:
Stærð umræddra kaupa var um
3.000 milljarðar króna, ef litið er til
efnahags NIBC, og starfsemi fyrir-
tækjanna tveggja nær yfir a.m.k. 15
lönd. Skoðun á kaupunum og áhrif-
um þeirra var eðli máls samkvæmt
umsvifamikil og flókin og kallaði á
samstarf við eftirlitsaðila í sjö lönd-
um. Í þessu ferli var kallað eftir upp-
lýsingum og sjónarmiðum frá Kaup-
þingi. Málið var enn í skoðun og
engin ákvörðun hafði verið tekin
þegar samningsaðilar féllu frá kaup-
unum. Það er rangt sem kemur fram
í fréttinni að sendar hafi verið skrif-
legar fyrirspurnir til Kaupþings eftir
reglulegan stjórnarfund Fjármála-
eftirlitsins þann 25. janúar sl.“
Aths. ritstj.
Vegna athugasemdar Fjármála-
eftirlitsins vill ritstjórn Morgun-
blaðsins taka fram að það stendur
við frétt sína.
Athugasemd
frá Fjármála-
eftirlitinu
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Á YFIRSTANDANDI skólaári er
þegar orðin 9% fjölgun umsókna
um störf leiðbeinenda við íslenska
framhaldsskóla frá síðasta ári.
Þetta kemur fram í vefriti mennta-
málaráðuneytisins.
Undanþágunefnd framhaldsskóla
tekur til afgreiðslu umsóknir for-
stöðumanna framhaldsskóla um
heimild til að lausráða starfsmenn
sem ekki hafa leyfi menntamálaráð-
herra til að nota starfsheitið fram-
haldsskólakennari.
Umsóknir sem borist hafa nefnd-
inni eru nú orðnar 72 miðað við 66 á
síðasta skólaári. Þar af hefur nefnd-
in samþykkt 68 umsóknir. Frá
skólaárinu 2003-2004 hefur sam-
þykktum umsóknum jafnt og þétt
fækkað úr 157 niður í 63, eða í
kringum 20% á ári að jafnaði. Í
þessum efnum eru því að verða um-
skipti.
3,8% aukning í grunnskólum
Hliðstæð nefnd afgreiðir umsókn-
ir forstöðumanna grunnskóla um
slíkar heimildir. Tölur benda til
þess að 3,8% fjölgun verði í um-
sóknum um störf leiðbeinenda við
grunnskólana. Þær eru nú orðnar
571 miðað við 550 á síðasta skólaári,
en þar af hefur nefndin samþykkt
420 umsóknir og synjað 151.
Einnig kemur fram í vefritinu að
leyfisveitingum ráðherra til grunn-
skóla- og framhaldsskólakennara til
að nota þau starfsheiti fjölgaði mik-
ið frá aldamótum til ársins 2006.
Leyfisveitingum til grunnskóla-
kennara hefur fjölgað um 173% en
leyfisveitingum til framhaldsskóla-
kennara um 93,3%.
9% fleiri umsóknir
í framhaldsskólum
Ásókn í störf leiðbeinenda eykst á ný
NÝTT húsnæði Ljóssins, endurhæf-
ingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir
þá sem hafa greinst með krabba-
mein og aðstandendur þeirra, var
opnað við hátíðlega athöfn í gær.
Það var Hanna Katrín Friðriksson,
aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra,
sem opnaði húsið formlega, en það
er við Langholtsveg 43 í Reykjavík.
Lengst til hægri standa Erna Magn-
úsdóttir forstöðumaður og Guðrún
Högnadóttir, formaður stjórnar
Ljóssins.
Hlýlegt og heimilislegt
Markmið Ljóssins er að efla lífs-
gæði á erfiðum tímum með því að
styrkja andlegan, félagslegan og lík-
amlegan þrótt, og draga þannig úr
hliðarverkunum sjúkdómsins. Þeir
sem hafa krabbamein og aðstand-
endur þeirra hafa aðgang að end-
urhæfingar- og stuðningsmiðstöð-
inni. Að sögn er áherslan á að skapa
hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft,
þar sem fólki finnst það velkomið.
Hlýlegt og heimilislegt umhverfi
Árvakur/Ómar
Ný endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð Ljóssins opnuð
♦♦♦
BÆJARRÁÐ Akraness samþykkti á
fundi sínum í gær að ítreka óskir um
svör við spurningum sem sendar
voru stjórnarformanni og forstjóra
Orkuveitu Reykjavíkur 19. desem-
ber síðastliðinn.
Á fundinum var bæjarstjóra falið
að leita eftir svörum við áður send-
um spurningum um til dæmis stjórn-
sýsluúttektina á OR, gildi hennar og
greiðslu kostnaðar.
Í fyrradag samþykkti byggðarráð
Borgarbyggðar að hvetja borgar-
stjórn Reykjavíkur til að sýna
ábyrgð og stefnufestu við stjórn fyr-
irtækja í sameiginlegri eigu Borgar-
byggðar, Reykjavíkur og annarra
sveitarfélaga. Ólíðandi væri að fimm
sinnum hefði verið skipt um formann
stjórnar OR og þrisvar um stjórn-
arformann Faxaflóahafna á innan
við tveimur árum í krafti meirihluta-
eignar Reykjavíkur í fyrirtækjun-
um.
Ítreka óskir
um svör OR
Í HNOTSKURN
»64 starfsmenn HB Granda áAkranesi fengu uppsagn-
arbréf sent á miðvikudags-
kvöldið.
»Tuttugu þeirra verða ráðniraftur.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„UPPSAGNARBRÉFIN bárust
starfsmönnum, því miður, milli níu
og ellefu í gærkvöldi [fyrrakvöld],“
segir Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness, um
uppsagnir 64 starfsmanna HB
Granda á Akranesi. HB Grandi hef-
ur sagt að tuttugu starfsmenn verði
ráðnir aftur.
Á miðvikudag fjallaði miðstjórn
ASÍ um málið og skoraði á stjórn HB
Granda að fresta uppsögnunum. Vil-
hjálmur segir málsókn næsta skref-
ið. Væntanlega mun Alþýðusam-
bandið sjá um að reka málið fyrir
dómstólum fyrir hönd verkalýðs-
félagsins. Halldór Gröndvold, að-
stoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir
klárt að fyrirtækið hafi brotið lög, og
sé „alveg klárlega ekki að haga sér í
neinu samræmi við evrópskar reglur
um hópuppsagnir.“
Hann segir inntak reglnanna vera
að það geti ekki verið einhliða
ákvörðun fyrirtækis að segja upp
hópi fólks, það þurfi að gerast í sam-
vinnu við fulltrúa starfsmanna. Eðli-
legt sé að fyrirtæki hafi samráð við
t.d. stéttarfélög eða Vinnumálastofn-
un um hvernig sé best að haga nauð-
synlegum uppsögnum og aðstoða
fólk sem sagt er upp.
„Grundvallaratriðið í okkar huga
er einfaldlega að farið sé eftir lögum
um hópuppsagnir, og upplýsinga- og
samráðsferli klárað, sem hefði gefið
okkur kost á því að koma fram með
okkar athugasemdir og tillögur til að
milda þessar uppsagnir,“ segir Vil-
hjálmur. „Það var því miður ekki vel
að þessu staðið.“
Spurður um framhaldið segir Vil-
hjálmur: „Lög um hópuppsagnir eru
gríðarlega mikilvæg íslensku launa-
fólki. Alþýðusambandið telur að slíkt
verði að verja með öllum tiltækum
ráðum.“
Afgreitt á fjórum dögum
Málsókn er því næsta skref að
sögn Vilhjálms. Tapist málið sé ljóst
að lög um hópuppsagnir séu gölluð.
„Ef hægt er að afgreiða þetta með
þessum hætti, á fjórum dögum, þá
þarf að endurskoða lögin, það liggur
alveg fyrir. En ég tel að lögin séu
hvellskýr hvað þetta varðar.“
Vilhjálmur bendir á að samráðs-
ferlið hefði átt að fara fram, jafnvel
þótt það hefði engu skilað. „Þá gæt-
um við sagt að við hefðum reynt allt
sem í okkar valdi stóð. Það er algjört
virðingarleysi við fólk sem hefur
unnið hjá fyrirtækinu í 40-50 ár að
slíkt skuli ekki vera reynt.“
Halldór segir það ekki tilgang
verkalýðshreyfingarinnar að stöðva
hjól tímans. „Við erum ekki að gera
þá kröfu að fyrirtæki séu með rekst-
ur sem ekki stendur undir sér. En
það verður að gefa fólki tækifæri til
að koma fram með hugmyndir og til-
lögur.“
Vilhjálmur segir mikla óvissu
ríkja meðal starfsfólksins. Tuttugu
starfsmenn verði ráðnir aftur á
næstu 14 dögum, en enginn viti
hverjir og sé andrúmsloftið hjá
starfsfólkinu nú rafmagnað.
Vilhjálmur minnir á að HB Grandi
eigi gríðarlega sterka sögu í bæjar-
félaginu. „Það er klárlega mikil dep-
urð yfir fólki. Margir hverjir hafa
eytt sinni starfsævi algjörlega hjá
þessu fyrirtæki og því verða menn
virkilega niðurdregnir.“
Hann segir það rétt sem fram hafi
komið að atvinnuástand á svæðinu sé
gott. „En þegar um er að ræða sér-
hæft fiskvinnslufólk sem ekki hefur
starfað við annað í tugi ára getur
myndast tómarúm hjá þeim einstak-
lingum. En að sjálfsögðu munu allir
leggjast á eitt við að aðstoða alla eins
og kostur er.“ | Miðopna
Verkalýðsfélag Akraness
höfðar mál gegn HB Granda
Segja lög um hópuppsagnir hafa verið brotin þegar 64 var sagt upp
♦♦♦
BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sín-
um í gær viljayfirlýsingu Reykjavík-
urborgar og fjármálaráðuneytisins
frá 23. janúar sl. í sambandi við fyr-
irhugaðar breytingar á Tollhúsinu
og framtíðarstaðsetningu Kolaports-
ins þar.
Í bókun borgarráðs segir að starf-
semi Kolaportsins sé mikilvæg fyrir
miðborgina og ómissandi fyrir
mannlíf Reykjavíkur. Því sé fagnað
að staðsetning Kolaportsins sé
tryggð næstu 10 árin og öllum þakk-
að sem hlut eiga að máli.
Kolaportið
ómissandi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úr-
skurðaði í gær karlmann í gæsluvarð-
hald til 15 febrúar nk. Maðurinn var
handtekinn á Keflavíkurflugvelli á
miðvikudag en hann er grunaður um
aðild að fíkniefnainnflutningi. Maður-
inn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.
Alls eru þá fjórir menn í gæsluvarð-
haldi vegna tilraunar til innflutnings á
rúmlega 4,5 kg af amfetamíni og 600 g
af kókaíni með hraðsendingu til
landsins í nóvember.
Fjórði í gæslu-
varðhaldi
♦♦♦