Morgunblaðið - 01.02.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 01.02.2008, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SAMHLJÓMUR er með oddvitum allra flokka í bæjarstjórn varðandi hugmyndir um að nýr kirkjugarður verði í Naustaborgum: Allir eru hrifnir. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur umhverfisnefnd bæjarins skipað vinnuhóp til að kanna málið en hugmyndir Smára Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Ak- ureyrar, eru á þá lund að kirkjugarð- urinn verði um leið útivistarsvæði, með ákveðnum formerkjum, m.a. með göngustígum og reiðleiðum. „Á kynningu nýverið hjá Kirkju- görðum Akureyrar hreifst ég af þessari hugmynd og hvernig þeir hugsa garðinn sem hluta af almennu útivistarsvæði, þetta er ný hugsun sem ég held að sé rétt að mörgu leyti,“ sagði Sigrún Björk Jakobs- dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri, við Morgunblaðið. Sigrún telur hugmyndina vel þess virði að skoða nánar og hún gæti orð- ið að veruleika á 15 til 20 árum. „Engu að síður þarf að taka tillit til hennar núna strax við deiliskipulags- vinnu og heildarhugsun á svæðinu sem um ræðir,“ sagði bæjarstjóri. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs, tók í sama streng. „Þessi hugmynd er athyglisverð og full ástæða til þess að skoða hana betur. Röksemdirnar fyrir þessari stað- setningu eru góðar og þar vek ég sérstaklega athygli á þeirri stað- reynd að við þurfum nú að taka tillit til fjölbreyttari þarfa á þessu sviði vegna þess að við lifum í fjölmenn- ingarsamfélagi. Í mínum huga mælir ekkert á móti því að grafreitir og úti- vistarsvæði geti farið saman en ég veit að um það eru skiptar skoðanir,“ sagði Hermann Jón. Baldvin H. Sigurðsson, VG, segist ofboðslega ánægður með hugmynd- ina. „Þetta er eins og talað úr mínum munni og ég heyri á mörgum bæj- arbúum að þeir vilja einmitt hafa nýjan kirkjugarð í námunda við þann gamla,“ sagði Baldvin og bætti við að skynsamlegt væri að hafa sem styst á milli garðanna vegna þeirra tækja sem notuð væru til að hirða þá. Lítið vit væri í að keyra nokkra kílómetra „í gegnum umferðarbæinn Akur- eyri“ á milli kirkjugarða. Jóhannes Bjarnason, Framsókn- arflokki, nefndi einnig praktísku hliðina og þeir Baldvin lýstu báðir yfir hrifningu á að kirkjugarðurinn yrði hluti af útivistarsvæði bæjarbúa og það gerði einnig Oddur Helgi Halldórsson, oddviti L-lista fólksins. Jóhannes vildi á sínum tíma að kirkjugarðurinn yrði stækkaður þar sem hann er í dag en varð undir með hugmyndir sínar, en líst afskaplega vel á hugmyndafræðina með Nausta- borgir. „Ég held satt að segja að hugmynd Smára um garðinn í Naustaborgum sé frábær.“ Oddur Helgi sagðist ætla að eyða eilífðinni norðan Glerár, þar sem hann er fæddur og hefur alltaf verið búsettur, en hugmynd Smára væri frábær. „Mér líst mjög vel á þetta. Svæðið gæti orðið fallegt og mjög skemmtilegt útivistarsvæði.“ Taka mjög vel í hugmyndina Bæjarfulltrúum líst vel á Naustaborgir AKUREYRI DEILISKIPULAG er tilbúið fyrir Héðinsreit svokallaðan. Reiturinn afmarkast af Mýrargötu, Ánanaust- um, Vesturgötu og Seljavegi. Gert er ráð fyrir að þarna verði byggðar íbúðir fyrir eldri borgara. Teikning- ar liggja nú fyrir hjá byggingarfull- trúa og bíða þess að verða sam- þykktar, sem mun taka einhvern tíma. Á deiliskipulagsreitnum eru sjö lóðir í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, Héðinsreits ehf. Heimilt er að fjarlægja allar núverandi byggingar á lóðum við Vesturgötu og Ánanaust. Þegar hefur verið haf- ist handa við niðurrifið. Landi hallar til vesturs og norð- urs á svæðinu og hæðarmunur er um sex metrar á Seljavegi og Ána- naustum. Í greinargerð með deili- skipulagi segir að þessar aðstæður bjóði upp á lausnir sem gera ráð fyr- ir bílageymslu og atvinnuhúsnæði á neðri hæðum og íbúðum á efri hæð- um. Í nýbyggingum á reitnum er að- allega gert ráð fyrir íbúðum en at- vinnustarfsemi heimil með takmörk- unum. Hægt er að koma fyrir skrifstofum, verslun og þjónustu- starfsemi. Héðinshús stendur áfram Gert er ráð fyrir aðkomu að ný- byggingum á sameinuðum lóðum frá öllum aðliggjandi götum; Seljavegi, Vesturgötu, Ánanaustum og Mýrar- götu. Nýbygging að Seljavegi getur verið fimm hæða og miðað við land- halla geta hús við Ánanaust verið sjö hæða. Héðinshús mun standa áfram og nýbyggingar munu ná að því. Guðni Pálsson, arkitekt hjá GP arkitektum, teiknaði húsið sem á að rísa á Héðinsreitnum og að hans sögn verða þar 176 íbúðir. „Þetta er smáhús,“ segir hann, „svona 32.000 fermetrar. Þarna verða íbúðir fyrir aldraða, með ákveðinni þjónustu.“ Stærðir íbúðanna verða á bilinu 70- 140 fermetrar. Guðni lýsir húsinu svo að það nái að Héðinshúsinu, Seljavegi, fari svo niður Vesturgöt- una, eftir Ánanaustum og fyrir hornið á Mýrargötu. „Þetta verður svona heill hringur og svo verður inngarður í miðju húsinu,“ segir hann. Bílageymsla á neðstu hæð Að Ánanaustum verður húsið sjö hæðir en fimm að Seljavegi, vegna hæðarmunar. Keyrt verður í bíla- geymslu frá Ánanaustum og hún verður niðurgrafin við Seljaveg. „Á annarri hæð verður þjónusta, það er að segja matsalur, eldhús, auk þess sem gert er ráð fyrir hár- greiðslu, snyrtingu, möguleika á nuddi og aðstöðu fyrir lækni,“ segir Guðni og bætir við að um sé að ræða almenna þjónustu eins og gengur og gerist fyrir aldraða. Að sögn Guðna er vonast til að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. „Þetta er allt klöpp þannig að það tekur nokkra mánuði að grafa niður,“ segir hann. 32.000 fermetra bygging mun senn rísa á Héðinsreit  Íbúðir fyrir aldraða verða í húsinu  Möguleiki á að koma fyrir skrifstofum, verslun og þjónustustarfsemi  Teikningar eru í ferli hjá byggingarfulltrúa Horft til norðausturs Vesturgata liggur hægra megin við bygginguna, Ánanaust upp til vinstri. Húsin, sem fyrir eru, eru gul, nýbyggingin er brún. Vonast er til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÓTRÚLEGT en satt: Akureyringur hreppti fyrsta vinning í fjórföldu lottói síðasta laugardag og varð tæpum 22 milljónum króna ríkari. Og þó, kannski ekki svo ótrúlegt því stórir vinningar fara að verða vani hjá íbúum höfuðstaðar Norð- urlands! Frá því í apríl í fyrra, á níu mánuðum, hafa bæjarbúar alls unn- ið 210 milljónir króna í lottói og víkingalottói. Og eru þá bara taldir „stórir“ vinningar en eflaust hafa einhverjir „litlir“ fylgt með. Fékk tvo „stóra vinninga“ Ævintýrið hófst í apríl þegar Ak- ureyringur fékk 10 milljónir króna í lottóinu, helming af fjórföldum fyrsta vinningi. Vinningshafi síðustu helgar hef- ur þegar gefið sig fram og að sögn talsmanns Íslenskrar getspár var hann yfir sig ánægður en vildi alls ekki ræða við fjölmiðla. Það vildi heldur ekki sá sem vann stærsta vinninginn, maður á sjötugsaldri sem í haust vann hvorki meira né minna en 105 milljónir króna í vík- ingalottóinu; hann var einn með all- ar tölurnar réttar þegar potturinn var tvöfaldur. Skömmu fyrir jól vann svo maður á Akureyri 54 milljónir króna í vík- ingalottóinu og hann var auðvitað í sjöunda himni þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Sagðist reyndar hafa unnið annan og enn stærri vinning stuttu síðar, vegna þess að þá fæddist þeim hjónum heilbrigt stúlkubarn. Eiginkonan var lögst á fæðingardeildina þegar dregið var í víkingalottóinu, nokkr- um dögum fyrir fæðingu barnsins, og fékk fréttirnar á sængina. „Það var auðvitað mjög ánægju- legt að vinna og eitthvað sem ég átti alls ekki von á enda hef ég nán- ast aldrei tekið þátt í svona; ég hef ekki einu sinni átt happdrættismiða en einstaka sinnum keypt miða í víkingalottóinu þegar maður heyr- ir auglýstan risapott eða marg- faldan íslenskan bónuspott. Þá hef ég stundum keypt mér miða á net- inu.“ Falin myndavél? Vinningsmiðann keypti mað- urinn einmitt í tölvunni sinni á net- inu en fylgdist ekki með drættinum og kom því af fjöllum þegar hringt var í hann morguninn eftir og hon- um tilkynnt um vinninginn. „Þeir vissu hver ég var fyrst ég keypti miðann á netinu.“ Fyrst hélt hann að vinnufélagarnir væru að stríða sér; að komið hefði verið fyr- ir falinni myndavél og einhver væri að taka upp myndband fyrir árshá- tíðina. „Ég verð að viðurkenna að það var það fyrsta sem kom upp í huga mér. Svo fékk ég líka sendan tölvupóst til að staðfesta þetta. En það má segja að þetta hafi fyrst orðið raunverulegt þegar vinning- urinn var borgaður út, um miðjan janúar,“ sagði maðurinn í gærdag. Hann segist ekki farinn að nota peningana enn þá og gantaðist með að það væri aldeilis lán að hann hefði fengið vinninginn núna en ekki ári áður. „Þá hefði ég kannski keypt mér einhver hlutabréf og væri hugsanlega búinn að tapa öll- um peningunum aftur!“ sagði við- komandi við Morgunblaðið. Vann 54 milljónir en hélt símtalið vera gabb Akureyri Bæjarbúar hafa verið ein- staklega heppnir síðustu mánuði. Akureyringar hafa unnið 210 milljónir á níu mánuðum Í HNOTSKURN »Engir tveir vinningsmiða Ak-ureyringa hafa verið keyptir á sama stað. Maðurinn sem fékk stærsta vinninginn, 105 milljónir, keypti miðann í Hagkaupum, sá sem fékk 54 milljónir keypti sinn miða á netinu, einn var seldur í verslun Úrvals í Hrísalundi og annar í Ak-Inn. Lukkustaðirnir í bænum eru því margir. BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sín- um í gær kaupsamning um fasteign- irnar við Laugaveg 4 og 6 og Skóla- vörðustíg 1 A og er umsamið kaupverð Reykjavíkurborgar 580 milljónir króna. Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt með 4 atkvæðum gegn 2. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá en í bókun hans kom meðal annars fram að vafi léki á um að fjárhagslegir hagsmunir borgarbúa hefðu að fullu verið tryggðir. Hins vegar fagnaði hann því að húsin við Laugaveg 4 og 6 myndu standa. Í bókun fulltrúa Samfylkingarinn- ar kom fram að kaupin stefndu upp- byggingaráformum í miðbænum í óefni, því ofurverð skapaði nýtt markaðsverð og ljóst væri að Reykjavíkurborg ætlaði að reiða fram allt að einum milljarði til upp- kaupa og endurbyggingar á reitnum. Fulltrúi Framsóknarflokks sagði að kaupin hefðu sett allt deiliskipu- lag Laugavegar í uppnám. Í bókun meirihlutans kom fram að peningunum væri vel varið og borg- arbúar myndu njóta góðs af ákvörð- uninni um langa framtíð. Árvakur/Kristinn Uppbygging Hús við Laugaveg 4 og 6 verða uppbyggð samkvæmt sögulegum stíl Laugavegar. Kaupverðið 580 millj- ónir króna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.