Morgunblaðið - 01.02.2008, Side 22
Morgunblaðið/Valdís Thor
Baldur Sigurðsson „Það fannst t.d. mörgum spaugilegt þegar nefndin
samþykkti nöfnin Bambi og Úddi. Það er hins vegar ekkert í lögunum sem
stoppar svona nöfn og því verðum við að samþykkja þau.“
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Baldur Sigurðsson, dósenthjá Kennaraháskóla Ís-lands, vonast til að kom-ast á þorrablót hjá veiði-
félaginu Ármönnum á laugardags-
kvöldið og á sunnudagsmorgun
byrjar dagurinn með fluguhnýt-
ingum. „Við hittumst nokkrir góðir
veiðifélagar og vinir nokkra sunnu-
dagsmorgna yfir vetrartímann og
hnýtum saman,“ segir Baldur og
neitar því að betur veiðist á eina
flugu en aðra – það veiðist jafnan
best á þá sem sé útí.
Framan af laugardegi verður
það þó fyrirlesturinn Nöfn og
ónefni samkvæmt íslenskum
mannanafnalögum sem á hug hans
allan en Baldur hefur farið yfir úr-
skurði mannanafnanefndar frá
þremur árum, skoðað hvernig þeir
dreifast, hvaða nöfnum er hafnað
og hver eru samþykkt.
„Ég ætla að ræða háðsglósurnar
sem mannanafnanefnd fær í fram-
haldi af því að úrskurðir hennar
eru birtir. Morgunblaðið hefur til
dæmis haldið þessu vel til haga og
það er ekki laust við að látið sé í
það skína að þessi nefnd sé frekar
duttlungafull og samþykki alls kon-
ar vitleysu en hafni síðan nöfnum
sem virðast góð og gild og eru alls
staðar talin ágætis nöfn nema hér á
landi,“ segir Baldur sem hefur átt
sæti í mannanafnanefnd í tvö ár.
„Ég ætla að reyna að útskýra af
hverju þetta er, hvaða skilyrði lög-
in setja og hvaða ákvæði þeirra það
eru sem helst brýtur á.“
Frjálslynd varðandi innihald
en íhaldssöm gagnvart útliti
Úrskurðir nefndarinnar koma
fólki stundum spánskt fyrir sjónir
og verða ósjaldan að umræðuefni
milli vina og vinnufélaga. Enda
sum þeirra nafna sem samþykkt
eru þess eðlis að í huga margra
hljóma þau hlægileg á meðan nöfn-
um sem virðast góð og gild er hafn-
að.
„Það fannst t.d. mörgum spaugi-
legt þegar nefndin samþykkti nöfn-
in Bambi og Úddi. Það er hins veg-
ar ekkert í lögunum sem stoppar
svona nöfn og því verðum við að
samþykkja þau. Svo eru nöfn eins
og Jónorri og Jessy sem hafa ekki
verið samþykkt og þar liggur
ástæðan í því hvað lögin segja að
séu íslensk nöfn – þess vegna eru
til dæmis sumir rithættir af
Christopher samþykktir en aðrir
ekki,“ segir Baldur og játar því að
lögin geti verið mjög erfið.
„Þau íslensku mannanafnalög
sem eru í gildi í dag eru að sumu
leyti mjög frjálslynd og leyfa allt
mögulegt hvað innihald varðar. Er
kemur að útliti og formi nafnanna
eru þau hins vegar svolítið íhalds-
söm. Málfræðilega hliðin þarf að
samræmast íslenskri tungu og það
er jafnan á þeirri hlið sem nöfnin
falla.“
Ensku nöfnin erfið
Hann segir mikla breytingu hafa
orðið í áranna rás á þeim nöfnum
sem fólk vill gefa börnum sínum.
„Það er til dæmis meira um mægð-
ir við fólk af erlendum uppruna nú
en áður og í kjölfarið rignir hér inn
nöfnum frá fjarlægum heims-
hlutum sem við vitum ekki alveg
hvað við eigum að gera við,“ segir
Baldur og játar að skiljanlegt sé að
fólk vilji skapa tengsl við hina fóst-
urjörðina. Nöfnin falla hins vegar
misvel að íslensku lögunum.
„Nöfn frá Miðjarðarhafslöndum
eiga yfirleitt mjög greiða leið því
hljóðkerfi tungumála á borð við
ítölsku og spænsku eru ekki það
ólík íslenskunni. Hljóðin samsvara
stöfunum á svipaðan hátt.“
Enskan er hins vegar mun erf-
iðari og sker sig raunar, að sögn
Baldurs, algjörlega úr evrópsku
tungumálunum hvað framburð og
stafsetningu varðar: „Öll evró-orð
eru til dæmis borin fram með e-
hljóði alls staðar nema í enskunni
þar sem þau verða jú-ró. Eins er
joð-hljóðið alls staðar ritað með
stafnum j nema í ensku þar sem
ypsilon er notað. Nöfn sem eru rit-
uð með enskum hætti eiga þess
vegna oft ekkert greiða leið
framhjá íslenskum manna-
nafnalögum. Dæmi um þetta er
þegar nafnið Anja úr rússnesku
verður Anya á ensku. Rússneska
stafsetningin samræmist íslensk-
um lögum en ekki hin enska.“
Að leggja nefndina niður leysir
engan vanda. „Við gerum ekkert
annað en að fara eftir lögum sem
sett eru af Alþingi og túlka þau.
Væri mannanafnanefnd ekki til
staðar þá félli það bara í hlut ein-
hvers annars, t.d. dómsmálaráðu-
neytisins eða þjóðskrár.“
Ætlar að ræða
háðsglósurnar
Árvakur/Jim Smart
Mannanöfn Hvað á barnið að heita?
Það er ekki laust við að
látið sé í það skína að
þessi nefnd sé frekar
duttlungafull og sam-
þykki alls konar vitleysu
en hafni síðan nöfnum
sem virðast góð og gild og
eru alls staðar talin ágæt-
is nöfn nema hér á landi.
Fyrirlesturinn Nöfn og ónefni sam-
kvæmt íslenskum mannanafna-
lögum er haldinn 2. febrúar kl.
13.15 á vegum Nafnfræðifélagsins
á Neshaga 16, 3. hæð.
|föstudagur|1. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Bandaríkjamenn sækja í sig
veðrið sem víndrykkjuþjóð og
eru við það að skáka Ítölum og
Frökkum í víndrykkju. » 25
vín
Allir sem hafa blá augu eiga
sama forföður, óháð því hvar
þeir búa á jörðinni. Liturinn er
vegna stökkbreytingar. » 25
daglegt líf
Spænsk og frönsk áhrif svífa
yfir vötnum á nýja veit-
ingastaðnum Gullfossi í gamla
Eimskipafélagshúsinu. » 24
matur
Upplýsingar í síma 864 7130
Til sölu - Nýtt og ónotað:
Öryggismyndavélakerfi:
• Átta myndavélar og tvö hús.
• Átta myndavéla server.
Afgreiðslu kassakerfi:
• POS-VFD-RX kúnna skjár 2 stk.
• QPS-815 QHEIP4 SG-POS 895 Touch POS-System.
• Afgreiðslu tölvur m/snertiskjá.
• Espon H6000 tvöfaldur prentari 2 stk.
• Peningaskúffur 2 stk.
• Segulkortalesari Visa/Euró 2 stk.
• Laser Barcode scanner RS-23 1 stk.
Selst á sanngjörnu verði.
M
b
l 9
66
34
7
tvær aðrar; Judy
Dench og Maggie
Smith. Hvílíkar leik-
konur! Víkverji hefur
átt þess kost að sjá
þær á sviði í London
og það eru svo sann-
arlega ógleymanlegar
stundir. Þessar drottn-
ingar leiksins hafa
báðar hlotið ósk-
arsverðlaun fyrir leik
sinn og Dench m.a.
fyrir nokkurra mín-
útna leik í Shake-
speare in love. Þar
sannaðist svo um mun-
ar að magn er ekki
sama og gæði!
x x x
Víkverji tekur heilshugar undirLjósvakapistil Sigtryggs Sig-
tryggssonar í Morgunblaðinu í gær,
þar sem hann hvetur til þess að
gerðir verði sjónvarpsþættir um
aflaskipstjóra.
Víkverji ólst upp við síldarsumur
og honum eru minnisstæðir skip-
stjórarnir sem börðust um afla-
kóngstitilinn. Þeir voru stjörnur
þess tíma; fólk leit upp til þeirra og
það þótti viðburður að sjá þessa
menn á götu. Þegar Víkverji lítur
um öxl rennur hvert nafnið á fætur
öðru framhjá. Eitt sumarið fóru Vík-
verji og leikbræður hans í keppni
um það hver hitti flesta skipstjóra og
svo voru gefin stig eftir stöðu við-
komandi í aflakóngsröðinni. Þetta
var hörð keppni og mikill darraðar-
dans!
Nú eru aðrir tímar og aðrir skip-
stjórar. En virðingin fyrir aflasæld-
inni er óbreytt og því myndu sjón-
varpsþættir eins og þeir sem
Sigtryggur fjallaði um örugglega
verða vinsælir. Víkverji myndi alla-
vega kappkosta að láta þá ekki
framhjá sér fara.
Brezka leikkonanJulie Christie varð
snemma eitt af uppá-
höldum Víkverja og því
getur hann ekki annað
en glaðzt við að hún
skuli nú tilnefnd til
Óskarsverðlauna. Julie
Christie hefur líka
komið til Íslands og á
góða vinkonu í Guðnýju
Halldórsdóttur fyrir
vikið. Guðný sagði frá
því í blaðasamtali í vik-
unni, að eitt sinn er þær
hittust í London hafi
þær keypt her-
mannaúlpu og alpahúfu
svo Christie gæti farið
leynt og svo fóru þær á pöbbana.
Mikið hefði Víkverji viljað vera með
í því pöbbarölti.
En fyrst Víkverji er nú að opna
hjarta sitt gagnvart brezkum leik-
konum, þá verður hann að nefna
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Karlmannsnöfn: Benedikt, Gísli og Sigurður
Kvenmannsnöfn: Anna, Brynja og Hólmfríður
Veiðiáin: Laxá í Þingeyjarsýslu
Þorramaturinn: Súrsað
Göngusvæðið: Hornstrandir
Baldur mælir með