Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 23
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 23
Rúnar Kristjánsson hugleiðir„vanþróun heimsins“:
Allt sem vera ætti brýnast
öðlast varla nokkur svör.
Vörður hrynja, vegir týnast,
villast menn á lífsins för.
Þó segir hann sumt gleðiefni:
Ýmsir valdamenn sem mara
mæða þjóðir veröld í.
En Bush og Pútín bráðum fara,
bíða margir eftir því!
Og varðandi skuldir
heimilanna:
Lengt er þjóðar skuldaskeið,
skaðað flest með ránum.
Viðhaldið þar verstu neyð,
verðtryggingu á lánum.
Það eru ýmsir úlfar til,
ekki er lífið sæla.
Girnast þeir hin grimmu skil,
glefsa víða í hæla!
Í leiknum gegn Frökkum var oft
minnst á það „að Ólafur væri ekki
með“. Rúnar sá að það var ekki
gæfulegt:
Ólánið þar öllu réð,
á það ber að minna.
Ólafur var ekki með
og ógerlegt að vinna!
Loks las hann um áramótin
„fróðlegan pistil“ eftir Halldór
Blöndal, þar sem Einar
Benediktsson bar á góma, og orti :
Margur er í málum hýddur,
misjöfn reynast samin verk.
En Einar verður ekki þýddur,
íslenskan er þar svo sterk!
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Heimurinn
og Skaga-
strönd
Öskupokagerð
Það hefur vissulega dregið úr
vægi öskupokanna á öskudeginum
hin síðari ár, en þetta er engu að
síður skemmtilegur séríslenskur
siður sem alls ekki ætti að leggja
af. Hvernig væri því að taka
krakkana með í Gerðuberg á laug-
ardag og búa til nokkra öskupoka?
Það er Heimilisiðnaðarfélagið í
samstarfi við Gerðuberg sem býð-
ur til öskupokagerðarinnar og því
um að gera að sauma nokkra
skrautlega poka til að hengja á þá
sem á vegi manns verða.
Leikhúsmaraþon
í miðbænum
Það finnst líklega flestum að
þeir mættu gera meira af því að
fara í leikhús. Á laugardaginn
gefst tækifæri til að taka þátt í
sannkölluðu leikhúsmaraþoni, en
þá ætlar Þjóðleikhúsið að kynna
verkin sem sýnd verða á Smíða-
verkstæðinu í vetur. Hefst dag-
skráin kl. 14 með sýningu á Víga-
guðinum, um 19.30 verður síðan
leikritið Sá ljóti kynnt í anddyri
Smíðaverkstæðisins og kl. 20 verð-
ur hrollvekjandi ástarsagan Kona
áður sýnd.
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
mælt með …
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is
„ÞETTA er mikið lostæti,“ sögðu þeir Helgi
Benediktsson og Maríus Helgason, vel gall-
aðir að sjóarasið, er þeir buðu viðskiptavin-
um Fjarðarkaupa í Hafnarfirði upp á ilmandi
Húsavíkurhákarl á sjálfan bóndadaginn.
Óhætt er að segja að Húsavíkurhákarlinn
hafi fyrir margt löngu „slegið í gegn“ hjá
fastagestum Helga nokkurs Héðinssonar í
Helguskúr, sem er að finna fyrir neðan
bakkann við hlið veitingahússins Gamla
bauks á Húsavík. Kunnugir segja þó að
hróður hákarlsins hafi borist um Þingeyj-
arsýslur þverar og endilangar því margir
hafi fengið beitu hjá Helga í gegnum tíðina.
Hann hefur þó löngum verið talinn lítill sölu-
maður og því mun viljugri til að gefa en
selja.
Helgi, sem verður áttræður á árinu, er
enn að veiða og verka hákarl og fékk ásamt
Óðni Sigurðssyni fimmtán hákarla á síðasta
ári.
Tengdasonurinn Helgi Benediktsson og
sonurinn Maríus Helgason hafa nú unnið að
því að koma þessari afurð Helga á höf-
uðborgarsvæðið svo brottfluttir Þingeyingar
sem og aðrir sunnanmenn fái líka notið
þessa lostætis, sem selt verður sem Húsa-
víkurhákarl í versluninni Fjarðarkaupum í
Hafnarfirði, enda er góður hákarl auðvitað
bráðnauðsynlegur í öllum góðum þorra-
veislum, að sögn Helga.
Árvakur/Ómar
Smakkið Helgi Benediktsson og Maríus Helgason kynntu í tilheyrandi klæðnaði ilmandi
Húsavíkurhákarlinn fyrir sunnanmönnum í Fjarðarkaupum.
Húsavíkurhákarl í útrás
Ilmandi Hákarlinn tilheyrir þorranum.
Hákarlaverkandinn Helgi Héðinsson verður
áttræður á árinu og er enn að.
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
Árvakur/Ómar
Vísindamenn hafa komist að niðurstöðu: Það
borgar sig nánast alltaf að bíða eftir strætó
sem hefur seinkað frekar en að ganga sjálfur
á áfangastað.
Ef þú ert einn af þeim sem átt til að missa
þolinmæðina þegar strætó seinkar og ganga í
staðinn ættir þú að hugsa þig tvisvar um
næst. Það er nefnilega nánast alltaf best að
bíða eftir vagninum.
Vefsíða Berlingske tidende greinir frá því
að hópur stærðfræðinga við Harvard-háskóla
hafi útbúið formúlu fyrir tímann sem borgar
sig að bíða eftir seinum strætó.
Formúlan sem stærðfræðingarnir settu
fram reyndist býsna einföld og sýnir að það
borgar sig nánast alltaf að bíða á fyrstu
stoppustöðinni, óháð því hversu pirrandi bið-
in er. Í örfáum tilfellum virðist jafnan þó ekki
ganga upp, t.d. þegar vagninn gengur sjaldn-
ar en á klukkutíma fresti, eða þegar styttra
en einn kílómetri er á áfangastað.
Ef maður nennir engan veginn að hanga
eftir vagninum og ákveður að ganga er mik-
ilvægt að halda þegar af stað í stað þess að
bíða fyrst í svolitla stund, segja vísindamenn-
irnir. Engu að síður er líklegt að maður komi
seinna á áfangastað en ef maður hefði beðið
eftir næsta vagni. Hins vegar gæti gangan
verið þolanlegri en biðin.
Bíddu eftir
strætó!
Bíddu! Í kulda getur verið freistandi að ganga.
Árvakur/Ómar
-hágæðaheimilistæki
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Magimix
- réttu tækin fyrir eldhúsið
SAfApReSSuR
fyRiR heilSunA
MagiMix matvinnsluvél
Magimix matvinnsluvélin er kraftmikil og endingargóð
vél fyrir alla þá sem kunna að meta gæði og góðan mat.
Vélin er auðveld í notkun og hárbeittir stálhnífar tryggja
fullkominn skurð.
Verð frá kr.: 42.200 stgr.
MagiMix safapressa
Með Magimix safapressunni má útbúa
girnilega og heilsusamlega drykki með
lágmarks fyrirhöfn.
Verð frá kr.: 23.500
MAtVinnSluVélAR
töfRAtæki í eldhúSið
Aðrir söluaðilar: Kokka, laugavegi, Egg, Smáratorgi, Villeroy & Boch, kringlunni,
Líf og list, Smáralind, Maður lifandi, Borgartúni og hæðarsmára