Morgunblaðið - 01.02.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ER ÚTRÁSIN AÐ STÖÐVAST?
Ákvörðun Kaupþings um aðhverfa frá kaupum á hol-lenzka bankanum vekur
óhjákvæmilega spurningar um það
hvort hin svonefnda íslenzka útrás í
viðskiptum til annarra landa sé að
stöðvast. Hin fyrirhuguðu kaup á
hollenzka bankanum voru stærsta
verkefni, sem íslenzkt fyrirtæki
hafði á þeim tíma sem samningar
voru gerðir lagt út í.
Útrás íslenzkra fyrirtækja til ann-
arra landa hefur byggzt á auðveldu
aðgengi að ódýru lánsfé á undan-
förnum árum. Fyrir nokkrum árum
spurðu bæði Íslendingar og útlend-
ingar sömu spurningar um kaup Ís-
lendinga á fyrirtækjum í útlöndum.
Spurningin var: hvaðan koma pen-
ingarnir?
Svarið kom, þegar greiningadeild-
ir erlendra fjármálafyrirtækja hófu
að gera athugasemdir við stöðu ís-
lenzku bankanna undir lok árs 2005
og fram eftir ári 2006 kom í ljós að
íslenzku bankarnir höfðu um skeið
fjármagnað útlánastarfsemi sína í
töluverðum mæli með töku skamm-
tímalána á erlendum lánsfjármörk-
uðum. Fróðum mönnum kom að vísu
á óvart hve langt þeir höfðu gengið í
töku skammtímalána til þess að
fjármagna lánveitingar til lengri
tíma. Landsbankanum hefur hins
vegar gengið afar vel í innlánum í
Bretlandi og hinir bankarnir fylgja
nú í kjölfarið.
Í Morgunblaðinu í gær birtust
svör nokkurra forystumanna í fjár-
mála- og viðskiptalífi við þeirri
spurningu hvort íslenzka útrásin
væri að stöðvast. Halldór J. Krist-
jánsson, bankastjóri Landsbankans,
svaraði þeirri spurningu á þann veg
að útrásin væri ekki að stöðvast en
það mundi hægja mjög á henni.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis,
leggur áherzlu á að menn fari sér
hægt og einbeiti sér frekar að sínum
grunnrekstri.
Róbert Wessman telur ekki að um
mikið bakslag sé að ræða í útrásinni
og í sama streng tekur Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóri Geysir Green
Energy.
Þótt viðmælendur Morgunblaðs-
ins vilji ekki fallast á að útrásin sé
að stöðvast er þó ljóst að hún hefur
byggzt á auðveldu aðgengi að ódýru
fé. Það fé er horfið af hinum al-
þjóðlegu fjármálamörkuðum, alla
vega um skeið. Þess vegna verður að
telja líklegt að lítið verði um yf-
irtökur íslenzkra fyrirtækja á er-
lendum fyrirtækjum á næstunni.
Jafnvel er líklegra að íslenzk fyr-
irtæki dragi frekar saman seglin í
öðrum löndum eins og Baugur
Group hefur gert í sambandi við út-
gáfu Nyhedsavisen í Danmörku, svo
að dæmi sé nefnt.
Þess vegna má telja líklegt að ís-
lenzku útrásarfyrirtækin einbeiti
sér að því að treysta rekstur þeirra
fyrirtækja sem þau hafa keypt á
undanförnum árum eins og Lárus
Welding segir og safni kröftum til
nýrra átaka þegar betur árar.
Það er áreiðanlega skynsamleg og
árangursrík leið.
EINRÆÐI DULBÚIÐ SEM LÝÐRÆÐI
Samtökin Human Rights Watchgagnrýna Bandaríkin, ríki Evr-
ópusambandsins og önnur lýðræðis-
ríki harkalega í skýrslu sem kom út í
gær fyrir að leyfa einræðisherrum að
sveipa sig ljóma lýðræðis án þess að
tryggja borgaraleg og pólitísk rétt-
indi. Segja samtökin að með þessu sé
verið að grafa undan mannréttindum
um allan heim.
Kenneth Roth, framkvæmdastjóri
Human Rights Watch, segir í skýrsl-
unni að sjaldan hafi lýðræði verið
hampað jafn mikið og á okkar dögum
og sjaldan hafi verið jafn mikið brotið
gegn því. „Fáar ríkisstjórnir vilja að
þær séu taldar ólýðræðislegar,“
skrifar Roth. „Afrekaskrá hinna yf-
irlýsingaglöðu er ekki í samræmi við
vaxandi vinsældir lýðræðis. Nú reyna
jafnvel yfirlýstir einræðisherrar að
komast á stallinn sem fylgir lýðræð-
isstimplinum. Staðráðnir í að láta
ekki lítilfjörlegar staðreyndir standa
í veginum hafa þessir ráðamenn til-
einkað sér list lýðræðislegs málflutn-
ings sem er í litlum tengslum við
stjórnarhætti þeirra.“
Samtökin saka síðan lýðræðisríkin
um pólitíska hentisemi. Þau krefjist
þess að fram fari kosningar en láti
það nægja. „Svo virðist sem Wash-
ington og ríkisstjórnir í Evrópu sætti
sig við jafnvel vafasömustu kosning-
ar svo fremi að „sigurvegarinn“ sé
hernaðarlegur eða viðskiptalegur
bandamaður,“ segir Roth.
Lýðræði er annað og meira en
kosningar. Í lýðræði felst að fólkið
ráði. Það er því ekki nóg að ganga til
kosninga reglulega ef aðrar grund-
vallarstofnanir lýðræðisríkisins eru
ekki til staðar til þess að veita vald-
höfunum aðhald, hvort sem um er að
ræða málfrelsi, frjálsa fjölmiðla,
fundafrelsi eða virkt réttarríki.
Lýðræði á víða undir högg að
sækja í heiminum í dag, meira að
segja í þeim ríkjum þar sem það er
rótgrónast. Baráttan gegn hryðju-
verkum hefur skapað andrúmsloft
þar sem borgaralegum réttindum er
stefnt í hættu. Ráðamenn í lýðræð-
isríkjum eiga ekki að umgangast ein-
ræðisherra með þeim hætti að það
jafnist á við viðurkenningu stjórnar-
hátta þeirra.
Þegar Serbar hófu þjóðernis-
hreinsanir í Kósóvó skarst Nató
réttilega í leikinn. Þegar Rússar réð-
ust inn í Tétsníu með miklu grimmi-
legri hætti og jöfnuðu Grosní við
jörðu fengu þeir skömm í hattinn og
svo héldu viðskiptin áfram eins og
ekkert hefði í skorist. Áratugum sam-
an hafa staðið yfir árangurslausar
viðskiptaþvinganir gegn Kúbu en
Kínverjar fá að halda ólympíuleika og
spígspora með leiðtogum lýðræðis-
ríkja á rauðum dreglum eins og ekk-
ert sé athugavert við stjórnarhætti
þeirra. Lýðræðisstimpillinn er eftir-
sóttur og auðfenginn ef afstaðan er
rétt eða mátturinn nægur.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Miðað við þær aðgerðir,sem HB Grandi er aðgrípa til, er fiskvinnslanánast aflögð á Akra-
nesi,“ segir Gísli S. Einarsson, bæj-
arstjóri á Akranesi. „Við munum nú
tímana tvenna og þrenna þegar hér
voru fjögur frystihús, sem unnu
fisk, og mjög öflug vertíðarbátaút-
gerð.“
Gísli S. Einarsson bendir á að á
blómatímanum eftir 1950 hafi milli
30 og 40 vertíðarbátar stundað út-
gerð á Akranesi, en eftir að kvóta-
kerfinu hafi verið komið á hafi afla-
heimildir verið fluttar á færri skip
og síðan hafi allt gengið á afturfót-
unum. Reynt hafi verið að hagræða
og sameina og niðurstaðan væri nú
öllum ljós. Nú væri búið að hagræða
þeim aflaheimildum, sem Haraldur
Böðvarsson hf. hafi haft yfirráð yfir,
í HB Granda í Reykjavík. „Það sem
eftir stendur er ekki neitt hér. Ekk-
ert stendur eftir.“
Einn helsti útgerðarbærinn
Akranes hefur verið fiskveiðibær
frá landnámi og alltaf verið með
mestu útgerðarbæjum landsins. Síð-
an Brynjólfur Skálholtsbiskup
Sveinsson hóf útgerð frá Steinsvör á
Akranesi um miðja 17. öld til styrkt-
ar Skálholtsskóla hefur útgerð verið
ein helsta stoð atvinnulífsins á Skag-
anum.
Haraldur Böðvarsson, kaup-
maður og útgerðarmaður, hóf eigin
útgerð 17. nóvember 1906, þegar
hann keypti sexæringinn Helgu
Maríu. Hann gerði hana út frá
vörum í Garði. Síðan gerði hann út
frá Vogum frá 1909 eins og Loftur
Loftsson og Þórður Ásmundsson, en
1914 færðu þeir sig til Sandgerðis.
Haraldur stofnaði útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækið HB & Co með
fimm Norðmönnum í Bergen 1915
og seldi allar eignirnar í Sandgerði
inn í það félag. Um 1920 voru um
700 manns víðs vegar að af landinu
á vegum HB & Co, Lofts og Þórðar í
útgerð og fiskverkun í Sandgerði,
þar á meðal karlmenn frá Akranesi,
en í vertíðarlok á vorin breiddu
Skagakonur fisk út til þurrkunar á
Akranesi.
Haraldur keypti öll hlutabréfin í
HB & Co af norskum banka 1924.
Um 1926 fundust svokölluð Ak-
urnesingamið. Upp úr því hættu
Skagamenn að gera út frá Suð-
urnesjum og hófu mikla útgerð frá
Akranesi. Haraldur Böðvarsson
seldi Sandgerðingum 50% í félagi
sínu í Sandgerði 1933 og afganginn
1941 og þá var Miðnes stofnað. Það
sameinaðist HB síðan aftur 56 árum
seinna eða 1997.
Á markað 1991
HB & Co var gert að hlutafélagi
1969. 1991 var öll fiskvinnsla og út-
gerð á Akranesi sameinuð undir
hatti Haraldar Böðvarssonar. Það
voru Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Akraness, eitt af fyrstu al-
menningshlutafélögum landsins
sem stofnað var 1937 að frumkvæði
bæjarins, Heimaskagi hf. og Sig-
urður hf. Þá fór félagið á almennan
hlutabréfamarkað og hætti í raun
og veru að vera fjölskyldufyr-
irtæki. 1996 rann Krossvík hf., sem
var í eigu Svans Guðmundssonar
frá Grundarfirði, inn í HB og Mið-
nes ári síðar. 2001 voru Burðarás
og Eimskip langstærstu hluthaf-
arnir með um 50% hlut í félaginu.
2002 áttu forráðamenn Eimskips
og Granda viðræður um að sameina
HB og Granda en ekki náðist sam-
komulag um það og varð það til
þess að HB fór inn í sjávarútvegs-
stoð Eimskips, Brim, þar sem
Skagstrendingur og ÚA voru fyrir.
2003 kom Landsbankinn inn í Eim-
skip og 2004 keypti Grandi HB út
úr Eimskip. Á Akranesi var ályktað
að það væri besti kosturinn í stöð-
unni, því þá héldust aflaheimild-
irnar við Faxaflóann. Á þessum
tíma var HB með tvo frystitogara,
tvö loðnuskip og tvo ísfisktogara.
Kvótahæsta félagið
Miklar framfarir og tækni
hafa átt sér stað í fiskvinns
gerð og hafa Skagamenn æ
fljótir að tileinka sér þær.
HB & Co hóf frystingu á
útflutnings 1950, fyrst ísle
fyrirtækja, og í tvö ár sat f
irtækið eitt að þessari vinn
landi, en sagt var að karfin
verið bjargvættur íslensku
araútgerðarinnar.
Í janúar 1953 byrjuðu 15
og 25 handlangarar að setj
trönur við Jaðarsbakka, þa
eru fótboltavellir. Mikið fis
þennan vetur og stanslaus
og var fiskurinn að mestu h
á trönurnar, sem fylltust ja
Alls voru sett upp um 4.500
blautfiski sem gerðu sig se
tonn af þurri skreið fyrir Ít
Nígeríumarkað. Þetta er s
magn og þorskkvóti HB Gr
nú.
Upp úr 1970 leystu skutt
vertíðarbátana af hólmi en
skuttogarinn kom til Akra
1972. Segja má að vertíðar
hafi að mestu verið lokið u
Akranes var stærsta síld
arverstöð landsins um 196
og fiskimjölsverksmiðjan á
nesi var endurnýjuð og end
Akranes var lengi
vel einn helsti
útgerðarbær
landsins
Skreiðarhjallar við Jaðarsbakka Mikið fiskirí var 1953 og fylltu
óðum en alls voru sett upp 4.500 tonn af blautfiski. Handan hjalla
Athafnasvæði Yfirlitsmynd yfir hafnarsvæðið á Akranesi.
Bjargvættur HB & Co hóf frystingu á karfa til útflutnings 1950, fyrst íslenskra fyrirtækja, og í tvö ár sa
„Ekkert stendur