Morgunblaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 29
Í DAG tekur gildi sáttmáli Evr-
ópuráðsins um aðgerðir gegn man-
sali (Council of Europe Convention
on Action against Trafficking in
Human Beings). Sáttmálinn nær til
mansals í öllum sínum myndum og
allra fórnarlamba mansals jafnt
kvenna, karla og barna.
Hlutverk Evrópuráðsins og Evr-
ópuráðsþingsins er að standa vörð
um mannréttindi, lýðræði og rétt-
arríkið og hafa þessar stofnanir um
árabil beitt sér gegn því stórfellda
mannréttindabroti sem mansal er.
Mansal – alþjóðlegt og
ábatasamt
Mansal endurspeglar eina verstu
skuggahlið hnattvæðingar og opinna
landamæra. Mansal stendur oftar en
ekki í beinu sambandi við bága fé-
lagslega stöðu fólks, einkum kvenna
frá löndum Mið- og Austur-Evrópu.
Það á ekki síst við um fyrrum stríðs-
átakasvæði. Þar eiga margar konur
um sárt að binda og standa höllum
fæti vegna atvinnuleysis og fátækt-
ar. Á sama tíma eiga þær í erf-
iðleikum með að komast til landa þar
sem atvinnu er að fá. Þar koma þeir
sem stunda mansal inn í myndina.
Þeir misnota sér viðkvæma stöðu
þeirra og bjóða þeim aðstoð sína við
að koma þeim á atvinnusvæði í Vest-
ur-Evrópu en selja þær síðan í hend-
ur aðila sem neyðar þær oft á tíðum
til kynlífsþjónustu.
Mansal er skipulögð glæpa- og
gróðastarfsemi. Mansal hefur verið
mun áhættuminna í samanburði við
aðra skipulagða glæpastarfsemi eins
og fíkniefnasmygl og vopnasölu eins
og fáar ákærur og sakfellingar hafa
hingað til borið vitni um. Það má
rekja til réttindaleysis fórnarlamb-
anna. Fórnarlömb mansals dvelja
vanalega ólöglega í landinu sem þau
eru seld til. Þau geta því átt von á að
lenda í fangelsi eða vera vísað úr
landi í þeim tilvikum sem þau leita til
yfirvalda eftir aðstoð.
Markmið sáttmálans
Markmið sáttmálans er að koma í
veg fyrir mansal í öllum sínum
myndum, bæta réttarstöðu og vitna-
vernd fórnarlambanna og þar með
auðvelda saksókn gegn þeim sem
stunda mansal. Meginforsenda þess
að mögulegt sé að uppræta mansal
sem glæpa- og gróðastarfsemi er
samstillt átak stjórnvalda um að
samræma löggjöf sína og eiga sam-
vinnu um aðgerðir þar sem mansal
felur vanalega í sér sölu á men-
neskju frá einu landi til annars, frá
upprunalandi til viðtökulands. Það
er markmið sáttmálans en fullgild-
ing hans kallar á lagabreytingar eða
setningu nýrra laga í samræmi við
ákvæði sáttmálans.
Sum ákvæði sáttmálans sem við-
koma mansali er þegar að finna í al-
mennum hegningarlögum hérlendis
og lögum nr. 5 frá árinu 1985 sem
innleiddu samning Sameinuðu þjóð-
anna um afnám allrar mismununar
gagnvart konum. Það sem einkennir
hins vegar sáttmála Evrópuráðsins í
samanburði við fyrri lög er að hann
gengur skrefi lengra í ákvæðum um
verndun fórnarlamba. Sem dæmi má
nefna að sáttmálinn verndar fórn-
arlömb gegn því að samþykki þeirra
í orði um eigin misnotkun eða ánauð
verði til þess að ekki sé litið á stöðu
þeirra sem mannréttindabrot, man-
sal eða glæp. Samkvæmt sáttmál-
anum er mansal óháð „samþykki“
fórnarlambsins.
Annað sem einkennir sáttmálann
eru þær jákvæðu skyldur sem hann
leggur á herðar stjórnvöldum. Sem
dæmi er gerð sú krafa til stjórnvalda
að draga úr eftirspurn eftir fórn-
arlömbum mansals en meirihluti
fórnarlambanna eru stúlkur og kon-
ur sem seldar eru í kynlífsiðnað. Í
þessu samhengi eru ríki hvött til að
íhuga þann möguleika að gera nýt-
ingu á þjónustu fórnarlamba, eins og
t.d. vændiskaup, saknæma.
Sáttmálinn kallar einnig eftir því
að ríki íhugi leiðir til að auka mögu-
leika fólks til að komast löglega inn á
vinnumarkað Evrópu. Er það í sam-
ræmi við tilmæli Efnahags- og fram-
farastofnunar Evrópu sem hefur
hvatt aðildarríki Evrópuráðsins til
að draga úr hömlum á löglegum
fólksflutningum milli landa. Sam-
kvæmt spám Evrópusambandsins er
talið að eftirspurn á vinnumarkaði
verði um 20 milljónir manns næsta
áratuginn. Í Evrópu er talið að fjöldi
ólöglegra innflytjenda sé um 13,5
milljónir manns. Sá mikli fjöldi rétt-
indalauss fólks á vinnumarkaði er af
mörgum talið vera öfugmæli í ljósi
hinnar miklu eftirspurnar innan
Evrópu og því hvatt til að ríki kanni
með hvaða hætti sé hægt að auka
möguleika fólks á að fá vinnu með
löglegum leiðum. Með þeim hætti er
dregið úr möguleikum þeirra sem
stunda mansal til að misnota sér
veika stöðu og örvæntingu fólks.
Allt er þetta liður í að leiðrétta
það réttindaleysi sem hefðbundið
hefur einkennt hlutskipti fórn-
arlamba mansals.
Staða sáttmálans
Eins og fyrr segir er samstillt
átak forsenda þess að hægt sé að
uppræta mansal. Alls hafa 13 aðild-
arríki Evrópuráðsins af 47 fullgilt
sáttmálann síðan hann var lagður
fram hinn 16. maí 2005. Ríkin sem
fullgilt hafa sáttmálann eru Albanía,
Austurríki, Bosnía og Hersegóvína,
Búlgaría, Frakkland, Króatía, Kýp-
ur, Danmörk, Georgía, Moldóva,
Noregur, Rúmenía og Slóvakía. Ein
24 aðildarríki Evrópuráðsins til við-
bótar eru í hópi þeirra sem hafa á
stefnuskrá sinni að fullgilda sáttmál-
ann. Ísland er þeirra hópi en jafn-
framt hefur Ísland á dagskrá að full-
gilda Palermó-bókunina við samning
Sameinuðu þjóðanna gegn al-
þjóðlegri og skipulagðri glæpastarf-
semi.
Til að vekja máls á alvöru mansals
hefur Evrópuráðið staðið fyrir bar-
áttuherferð gegn mansali síðan árið
2006. Upplýsingar um herferðina og
sáttmálann er að finna á vefsvæði
Evrópuráðsins og Evrópuráðsþings-
ins.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ell-
ert B. Schram og Steingrímur
J. Sigfússon skrifa um Evr-
ópusáttmálann um aðgerðir
gegn mansali.
»Hlutverk Evr-
ópuráðsins og Evr-
ópuráðsþingsins er að
standa vörð um mann-
réttindi, lýðræði og
réttarríkið …
Höfundar skipa Íslandsdeild
Evrópuráðsþingsins.
Gildistaka Evrópusáttmála
um aðgerðir gegn mansali
Ellert B.
Schram
Guðfinna S.
Bjarnadóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
SÓKNARPRESTARNIR Gunn-
ar Jóhannesson og Sighvatur Karls-
son rita hvor sína greinina í Morg-
unblaðið nýlega og
undirstrika báðir, hvor
á sinn hátt, þann mikla
siðferðisvanda sem
kristnin á við að glíma.
Hluti þessa vanda er
nýr af nálinni en að
stærstum hluta er um
alvarlega vankanta á
grundvallarforsendum
kristilegs siðferðis að
ræða.
Hinn gleymdi Guð
Forsenda kristilegs
siðferðis hlýtur að
vera Kristur – trúin á
mannssoninn, á Guð
föðurinn, á upprisuna
og eilíft líf. Án trúar er
enginn grundvöllur
fyrir siðgæði trúar. Án
guðdómsins er „kristið
siðgæði“ bara 2000 ára
gamlar hugvekjur,
endurtekning á hugs-
unum fyrri heimspek-
inga og trúarleiðtoga.
Sá sem ekki trúir á
Krist sem frelsara hef-
ur enga ástæðu til að fylgja siðaboð-
skap Jesú.
Enginn afsökunarmaður kirkju
og kristni sem skrifað hefur í blöð
undanfarin misseri hefur mér vit-
anlega bent á trúarlegar forsendur
kristilegs siðaboðskapar, ekki held-
ur sérarnir tveir.
Séra Gunnar skrifar þann 22. jan-
úar síðastliðinn um fyrirhugaðar
breytingar á grunnskólalögum.
Hann vill halda „kristilegu siðgæði“
í lögunum og notar hefðarrökin máli
sínu til stuðnings, án þessarar
klausu verði höggvið á viðjar kirkju
og þjóðar. Þjóð, menning, hefðir eru
hugtök sem Gunnari eru töm – en
enginn Guð, enginn Jesú, engar
trúarlegar forsendur.
Séra Sighvatur skrifar þann 15.
janúar um nauðsyn þess fyrir sið-
ferði mannsins að lúta vilja hand-
boltaþjálfarans sem einkum birtist á
jólum (!) og má leiða líkur að því að
hér eigi hann við drottin Guð sinn.
En ekki stígur hann
skrefið til fulls, enginn
er Jesú á vellinum og
krossfesting og upp-
risa langt undan.
Afsakendur kirkju
og kristni vita auðvitað
sem er að þeir tala til
þjóðar sem er ekki
nema í besta falli að
hálfu kristin. Gunnar
veit þetta þótt hann
slysist til að telja 90%
þjóðarinnar kristin.
Aðeins annar hver
maður telur sig krist-
inn, mun færri taka
kristnar kennisetn-
ingar trúanlegar sam-
kvæmt skoðanakönnun
sem Þjóðkirkjan hefur
sjálf staðið að og
Gunnari er vel kunn-
ugt um.
Þegar stór (og vax-
andi) hluti þjóðarinnar
telur sig ekkert hafa
með kristni að gera er
„kristið siðgæði“ orðið
marklaust í samfélags-
legu samhengi. Án trúarinnar hefur
siðgæði trúar ekkert gildi nema þar
sem það fellur saman við algilt sið-
ferði eins og það birtist í mannrétt-
indasáttmálum, ritum heimspek-
inga, lögum og siðareglum hvers
konar.
Maðurinn í öðru sæti
Siðferðisboðskapur kristninnar er
ekki aðalboðskapur hennar. Guð er
aðalboðskapurinn, allt annað lýtur í
lægra haldi. Fyrstu sex af boðorð-
unum tíu snúast um Guð. Kærleiks-
boðskapurinn er að elska Guð um-
fram allt, af öllu hjarta, sálu og
líkama. Síðan má elska náungann
eins og sjálfan sig.
Hvort sem okkur hugnast Guð
kristninnar eða ekki (honum hefur
vonandi farið fram í mann-
úðarmálum á síðustu 3000 árum eða
svo) þá er ljóst að siðaboðskapur
kristninnar byggist á Guði – ekki
manninum. Kennsluefni í kristni-
fræðikennslu, sem séra Sigurður
Pálsson hefur skrifað, gerir þetta
ljóst og sama gera þeir Gunnar og
Sighvatur í greinum sínum.
Fylgifiskur kristilegs siðgæðis er
að maðurinn sé á einhvern hátt lé-
legur, maðurinn hefur „beðið skip-
brot“ segir séra Sighvatur og telur
að hann þurfi að leita sér hjálpar.
Séra Gunnar tekur ekki eins djúpt í
árinni en þó kemur skýrt fram hjá
honum sama mannfyrirlitning.
Kristið siðferði kennir að mað-
urinn sé ómerkilegur og að Guð hafi
forgang. Skammt undan er sú hugs-
un að orð Guðs hafi forgang yfir
manninn, að hagsmunir mannsins
víki þegar Guð (eða embættismenn
hans) eru annars vegar. Skýrt dæmi
um þetta er ósiðleg innkoma kirkj-
unnar í leik- og grunnskóla lands-
ins.
Eins og sagan sýnir
Kristileg siðgæðiskenning er ekki
góð. Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá sagði einhver og ef saga
kristinna þjóða síðustu 2000 ára
sýnir eitthvað þá er það vanmáttur
kristilegs siðaboðskapar. Kristnar
þjóðir hafa síst látið sitt eftir liggja í
drápum og gripdeildum, grimmd og
kúgun – gott ef þær hafa ekki slegið
öllum öðrum þjóðum við í eyðilegg-
ingu manna jafnt sem menningar-
heima.
Siðaboðskapur kristninnar hefur
ekki staðið í stykkinu og nú er tíma-
bært að setja hann til hliðar. Skiptir
þá engu þótt afsakendur kristninnar
komi og bendi á þann árangur í
mannúðar- og mannréttindamálum
sem orðið hefur á síðustu öld og
áratugum og reyni að halda því
fram að allt sé þetta kristninni að
þakka. Hvar var þá kristnin hinar
19 aldirnar?
Siðferðisvandi kristninnar
Brynjólfur Þorvarðarson
skrifar um trúmál
»Kristið sið-
gæði hefur
enga merkingu í
trúlitlu sam-
félagi en er um
leið meingallað
eins og sagan
sýnir.
Brynjólfur
Þorvarðarson
Höfundur stundar nám við KHÍ.
ÞAÐ er erfitt að komast í gegn-
um lífið án þess að skapa sér þum-
alputtareglur. Ein þeirra er að
flokka fólk í hópa eft-
ir einkennum t.a.m.
fjölmiðlafólk, pólitík-
usa, heilbrigðisstarfs-
fólk, útlendinga, öfga-
sinna o.s.frv. Þessi
flokkun einfaldar
okkur lífið en jafn-
framt getur hún
stuðlað að því að við-
halda fáfræði. Þessu
fylgir einn stór galli.
Við höfum nefnilega
tilhneigingu til að ótt-
ast það sem við
þekkjum ekki. Þar af
leiðandi miklum við
fyrir okkur galla þá
er við teljum að ein-
kenni það sem við
þekkjum ekki. Ef við
erum nógu dugleg við
að mikla þessa galla
fyrir okkur endum
við uppi með for-
dóma. Fordóma, sem
oft eru byggðir á af-
skaplega veikum
grunni, en hafa hins
vegar gríðarlega mik-
il áhrif.
Eitt af því sem við höfum til-
hneigingu til að hafa fordóma
gagnvart eru geðsjúkdómar. Það
er svo sem skiljanlegt að þeir veki
okkur ugg í brjósti. Það er óhugn-
anleg tilhugsun að einhver heyri
raddir, sjái það sem ekki er, ein-
angri sig í vanlíðan eða brjóti af
sér allar hömlur siðmenntaðs sam-
félags. Það er enn óhugnanlegra
að velta þeirri staðreynd upp að
slíkt gæti komið fyrir mann sjálf-
an. Staðreyndin er hins vegar sú
að líkur eru á að flest okkar muni
upplifa sveiflur í geðheilbrigði, al-
veg eins og við upplifum sveiflur í
líkamlegu heilbrigði. Við megum
búast við því að upplifa geðlægð,
depurð eða jafnvel þunglyndi. Slíkt
getur gerst við fráfall náins ætt-
ingja, atvinnumissi,
fjárhagslegt áfall eða
af óskilgreindum or-
sökum. Það skiptir
ekki máli hver for-
sendan er, niðurstaðan
er sú sama: breyting á
geðheilbrigði.
Þegar við upplifum
sveiflur á líkamlegu
heilbrigði þykir okkur
sjálfsagt að leita lækn-
is. Annað mál er oft
upp á teningnum þeg-
ar geðheilbrigði okkar
bíður hnekki. For-
sendur þess geta verið
margar en ekki er
laust við, í ljósi um-
ræðu sl. viku, að það
hvarfli að mér að for-
dómar sem þrífast
meðal okkar hafi þar
áhrif. Þessi stimplun
að vera „gúgú“ „gal-
inn“ „klikk-haus“ eða
eitthvað þaðan af
verra er hamlandi
þegar kemur að því að
leita sér aðstoðar.
Ágæta fjölmiðlafólk. Gangið nú í
lið með okkur hinum og styðjið
okkur í því að draga úr fordómum
með því að halda á lofti mál-
efnalegri umfjöllun um geðheil-
brigði. Drögum úr fordómum og
léttum þeim skrefin sem þurfa að
leita sér aðstoðar vegna bresta í
geðheilbrigði.
Munum: Aðgát skal höfð í nær-
veru sálar.
Geðheilbrigði
hið óþekkta
Hannes Jónas Eðvarðsson
skrifar um heilbrigðismál
og fordóma
Hannes Jónas
Eðvarðsson
» Léttum þeim
skrefin sem
búa við bresti í
geðheilbrigði,
höldum um-
ræðunni mál-
efnalegri og
fræðandi.
Höfundur er sálfræðingur og
félagsráðgjafi.