Morgunblaðið - 01.02.2008, Page 36

Morgunblaðið - 01.02.2008, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING ✝ Sigríður fæddist18. sept. 1907, d. 28. ágúst 1988. For- eldrar hennar voru Oddur Jónsson, læknir á Miðhúsum í Reykhólasveit, f. 17. jan. 1859 í Þórorm- stungu í Vatnsdal, d. 14. ágúst 1920 á Miðhúsum og Finn- boga Árnadóttir húsfreyja, f. 14. okt. 1886 á Ósseli við Steingrímsfjörð, d. 4. febr. 1941 í Reykjavík. Guðrún, systir Sigríðar, fæddist 24. nóv. 1909. Maki Sigríðar var Stefán Már Benediktson stórkaupmaður, son- ur Einars Benediktssonar og Val- gerðar Einarsdóttur Zoëga. Börn þeirra eru Einar Benediktsson sendiherra, maki Elsa Péturs- dóttir húsfreyja, Katrín Svala Benediktsson Daly viðskiptafræð- ingur, maki Fredrich R. Daly her- maður, Valgerður Þóra Benedikts- son bókasafnsfræðingur, maki Örn Helgason sálfræðingur, Oddur Benediktsson prófessor, maki Auður Hildur Hákonardóttir vef- ari, núverandi maki Hólmfríður Rósinkranz Árnadóttir loft- skeytamaður og Ragnheiður Kristín Benediktsson kennari, maki Haukur Filippusson, tann- læknir og sjúkranuddari. Æskuheimili Sigríðar hefur verið mjög sérstakt. Aðdragandi hjúskapar og annríki á heimilinu var samofið hjúkrun og aðstoð við fátæka. Oddur læknir, faðir þeirra systra, Sigríðar og Guðrúnar, átti sýn til tveggja heima. Oddur sat á Smáhömrum við Stein- grímsfjörð 1897-1900. Eitt sinn á þeim árum kom hann suður að Kollabúðum við Þorskafjörð. Þá greindi hann sam- ferðamanni sínum frá hugboði sínu er hann leit yfir barnahóp Árna Gunn- laugssonar bónda, og Kristínar Hall- varðsdóttur húsfreyju, sem bjuggu á Kollabúðum: „Þarna sérðu konuefnið mitt“ og átti við Finnbogu. Oddur fluttist til Flateyjar árið 1900, síðan til Reykhóla í Reykhólasveit árið 1902, en árið 1903 settist hann að á Mið- húsum í Reykhólasveit og bjó þar til æviloka. Fyrri kona Odds var Hall- dóra Eyjólfsdóttir, matsölukona í Reykjavík, þau skildu seinna. Síðar kom til Odds sem ráðskona Jóhanna Samsonardóttir. Nokkru síðar veikt- ist Jóhanna. Þá gerði Oddur sér ferð að Hofsstöðum, en þar bjuggu for- eldrar Finnbogu síðustu fjögur árin. Erindið var að leita eftir stúlku sem gæti annast sjúkling og tekið jafn- framt að sér forstöðu á heimili hans. Erindi læknis var ljúflega tekið. Anna, elsta systirin, var sú sem Oddur taldi helst koma til greina en vegna lasleika Árna föður hennar var erfitt að missa hana af heimilinu. Var því er- indið borið upp við Finnbogu. Finn- boga tók verkefnið að sér. Finnboga hóf nú nýtt líf en það var að hjúkra og annast um sjúklinga, jafnframt því að veita forystu á einu fremsta menning- arheimili sveitarinnar. Jóhanna dó 26. mars 1906 eftir alllanga legu. Finn- boga og Oddur gengu í hjónaband 25. maí 1907. Þar kom fram hugboð Odds með konuefnið. Árni, faðir Finnbogu, lést 24. jan. 1905. Vorið 1906 fluttist Kristín, móð- ir hennar, ásamt Brandísi yngstu dóttur sinni að Miðhúsum. Síðar komu fleiri systkini Finnbogu. Þórar- inn, bróðir hennar, var ráðsmaður hjá Oddi öll síðustu árin sem Finnboga og Oddur bjuggu á Miðhúsum. Finnboga náði að sameina systkinahóp sinn með móður sinni. Guðrún og Sigríður, dæt- ur hennar, kynntust móðursystkinum sínum mjög náið og ólust upp með þeim. Húsfreyjan á Miðhúsum. Auk al- mennra húsmóður- og heimilisstarfa aðstoðaði Finnboga Odd lækni eftir þörfum. Námsmenn dvöldu á heim- ilinu og lásu undir skóla hjá Oddi. Má þar nefna Sigurkarl Stefánsson stærðfræðikennara, og Lárus Þórðar- son kennara. Rangheiður, systir Finnbogu, fór til náms í Ljósmæðra- skólann vegna hvatningar frá Oddi lækni. Finnboga nýtti sér einnig þess- ar aðstæður. Hún fékk þarna kunn- áttu og traust á eigin getu og verð- leikum og nýtti sér það síðar, þegar hún sat ein uppi með dætur sínar tvær og kom þeim áfram til mennta. Tvisv- ar veitti hún forstöðu sjúkraskýli hjá lækninum á Reykjarfirði á Ströndum. Sigríður var 13 ára og Guðrún 11 ára þegar faðir þeirra dó. Árið eftir leigði móðir þeirra jörðina Miðhús og þær mæðgur fluttu burt af jörðinni vorið 1921. Við fráfall Odds var Jón Foss settur héraðslæknir. Hann kynntist Sigríði á unga aldri og hvatti til þess að hún kæmist til náms og á hann að hafa sagt: „Mér þætti svo gaman að hún yrði mikið að manni vegna gáfna hennar. Ósk Odds læknis var alltaf sú að Sigríður dóttir hans yrði læknir eins og hann. Sigríður út- skrifaðist sem gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1925. Því miður fór Sigríður ekki í Menntaskólann í Reykjavík vegna þess að hún þurfti að vinna með móð- ur sinni Finnbogu á matsölustað í Reykjavík. Sigríður vann síðar ásamt Guðrúnu systur sinni á símstöðinni á Borðeyri en þaðan fór Sigríður til Ak- ureyrar og vann á símstöðinni þar frá 1927 til 1930. Sigríður hafði mikið yndi af útivist og mikla ánægju af hestum og hesta- mennsku. Hún var kaupakona hjá Þórarni, móðurbróður sínum, á Hól- um í Hjaltadal þar sem hann var ráðs- maður. Þar hafði hún tækifæri til að stunda hestamennsku. Seinna var hún einnig hjá Þórarni, frænda sínum, á Reykhólum í Reykhólasveit eftir að hann fluttist þangað. Meðan Sigríður vann á símstöðinni á Akureyri kynntist hún manni sínum, Stefáni Má Benediktssyni. Þau giftust 17. janúar 1931 og settust að í Reykja- vík. Þá hófst nýr kafli í lífi Sigríðar. Nú munu systurnar Valgerður Þóra, Katrín Svala og Ragnheiður Kristín rifja upp lífið með móður sinni og leiða lesandann til nánari kynna af frænku minni Sigríði. Hjörtur Þórarinsson. Oddur, afi minn, var mjög kær dætrum sínum og talaði mikið við þær. Hann fræddi þær um náttúruna, blómin og steinana og gekk með þeim upp á Reykjanesfjallið fyrir ofan Mið- hús. Oddur vildi að Sigríður færi í læknisfræðinám. Hún fylgdist grannt með föður sínum og hjálpaði honum er hann vann við læknisstörfin því Oddur framkvæmdi uppskurði á sjúklingum á eldhúsborðinu á Miðhúsum og sagði mamma að hún hefði oft aðstoðað hann. Vorið 1921 þreytti Sigríður inn- tökupróf við Menntaskólann í Reykja- vík. Það er haft eftir skólabræðrum hennar að hún hafi verið einn besti nemandinn með góða fyrstu einkunn. Hún hafði ekki efni á að hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík því hún fór að hjálpa móður sinni við matsölu- störf í Reykjavík. Mamma og pabbi kynntust á Akureyri. Þau giftu sig í Reykjavík 17. janúar 1931 og bjuggu þar. Foreldrar mínir áttu hesta í Reykjavík og fóru oft á hestbak áður en pabbi fór í vinnuna í verslunina Brynju við Laugaveg. Við bjuggum á Hringbraut 75 og síðar á Marargötu 3. Þetta var á stríðsárunum og enski herinn æfði stundum á götunni fyrir framan húsið okkar á Hringbraut 75. Einu sinni þegar þeir voru að æfa fór pabbi út á tröppur og fór að gefa þeim heræfingaskipanir á ensku og þeir hlýddu og gerðu eins og pabbi hróp- aði, hann hafði séð heræfingar í Eng- landi. Fjölskyldan átti líka hús í Árdal í Borgarfirði. Pabbi keypti bóndabæ í Andakílsárhreppi í Borgarfirði sem ekki var í notkun af því að búið var að byggja nýjan bóndabæ. Pabbi hafði alist upp í Englandi og sagði að ef það kæmi stríð þá væri betra að búa úti á landsbyggðinni. Gamli bærinn var endurbyggður í enskum stíl með arin hlaðinn úr rauðum múrsteinum í stof- unni. Lóðin í kringum húsið var með sléttum grasflötum þar sem við gátum spilað meðal annars krikket. Svala, ég, Oddur og Ragnheiður hjálpuðum bændafólkinu í Árdal með heyskapinn og í fjósinu. Mér fannst mest gaman að vera á rakstrarvélinni og raka dreifar. Einar, bróðir okkar, fór í sveit á sumrin að Ferjubakka lengra uppi í Borgarfirði hjá Hvítá. Seinna fór Ein- ar í vegavinnu í Borgarfirði. Þegar hann kom í bæinn á haustin skipti hann laununum sínum milli okkar systkinanna. Í Árdal vakti mamma Odd bróður alltaf klukkan sex hvern morgun til að sækja kýrnar í fjósið fyrir mjaltirnar í Árdal. Einu sinni vaknaði ég við að Oddur spurði mömmu: „Af hverju er ég alltaf vak- inn en stelpurnar fá að sofa?“ Ég fór að hugsa af hverju hann væri vakinn en ekki við. Foreldar okkar áttu reið- hesta sem hétu Jarpur, Faxi og Blesi. Hestarnir voru í Borgarfirði allt árið. Faxi var skeiðhestur og tók þátt í og vann alltaf í spretthlaupum á hesta- mannamótunum sem haldin voru á Hvítárbökkum á sumrin. Bjartur hét hestamaðurinn á Hvanneyri sem þjálfaði Faxa og reið Faxa á kappreið- unum og sá Bjartur alveg um Faxa. Enginn fór á bak Faxa nema pabbi og Bjartur. Á bænum í Árdal voru líka vagnhestar og reiðhestar. Oft var margt um manninn hjá pabba og mömmu í Árdal og fór fólk í útreiðar- túra og stundum fór bóndinn í Árdal, Jón Jónsson, með á Brún, reiðhest- inum sínum. Ragnheiður Kristín, systir mín, var sú einasta okkar systk- inanna sem fékk að fara á Brún. Var það Jón sjálfur sem hafði sett Ragn- heiði á Brún og sagði að hún sæti Brún best af því hún væri svo létt. Ragnheiður fór í leitirnar með bænd- unum í Andakílsárhreppnum á haust- in. Stríðið, sem hann faðir okkar hafði talað um að gæti komið kom svo sann- arlega. Þá vorum við Svala, ég, Oddur og Ragnheiður uppi í Árdal nær tvö ár og mamma, pabbi og Einar, sem var elstur, voru í Reykjavík. Þá var ekki búið að rafvæða Borgarfjörð en verið var að virkja í Andakílsá. Fyrri vet- urinn kom rafmagnið og þá var kátt í kotinu! Við gátum haft ljós á útidyra- tröppunum þegar við vorum að ganga upp túnið frá Neðri Árdal og upp í Efri Árdal. Við lærðum að draga til stafs og sauma út hjá Halldóru Hjart- ardóttur, húsfreyju í Árdal. Við saum- uðum út nöfnin okkar og blóm í koddaver og lærðum og sungum mik- ið af kvæðum. Jón bóndi var járnsmið- ur og var með smiðju og smíðaði skeif- ur á steðja. Gaman var að vera í smiðjunni hjá honum og horfa á gló- andi skeifurnar þegar hann var að lemja þær til. Við renndum okkur á tunnustöfum í snjónum niður háan hól fyrir ofan túnið. Við þvoðum stundum þvott á þvottabretti í Árdal og bárum svo þvottinn út að ánni og skoluðum hann í ískaldri ánni. Halldóra hús- freyja fór á skauta á ánni og það voru skautar sem beygðust upp að framan og okkur fannst þeir svo fallegir! Og svo var beðið eftir því að pabbi, mamma og Einar kæmu í Árdal til að vera hjá okkur á jólunum. Þá var erf- itt að keyra Hvalfjörðinn að vetrarlagi þegar hálka var og myrkur. Jón og Halldóra voru með lítið alisvín sem við áttum að borða á jólunum. Hann var kallaður Chamberlain eftir forsætis- ráðherra Breta. Chamberlain var leikfélagi okkar og vinur. Og einn dag í kolsvarta myrkri kom bíll akandi upp vegarslóðann upp að Efri Árdal. Við þutum upp til handa og fóta og hlupum upp túnið því mamma, pabbi og Einar voru komin! Þvílík gleði! Og það var búið að slátra Chamberlain. Á aðfangadagskvöld var lagt á borðið og ein sneið af Chamberlain á hverjum diski. En enginn snerti kjötið, síst af öllu pabbi. Eftir að pabbi dó fór ég mikið með mömmu á hestbak til dæmis að heim- sækja vinafólk á Grjóteyri, Ytri- Skeljabrekku og í Skorradal. Ég átti því láni að fagna að dvelja mest minna systkina hjá mömmu á sumrin í Ár- dal, bæði í heyskapnum og hjá mömmu og aðstoða hana við að taka á móti sumargestum í Árdal og tína krækiber og bláber og það var oft glatt á hjalla. Mamma lét okkur hafa mjólkurkönnur úr járni og þá ætluð- um við að tína fulla könnu af berjum. Og mamma kom út í gluggann á eld- húsinu í kjallaranum, þegar við kom- um úr berjamónum og var svo glöð þegar við sýndum henni könnurnar, og svo fengum við ber á djúpan disk með sykri og mjólk. Einu sinni að hausti til vorum við að koma á hest- vögnum með heybagga af engjunum og það var farið að dimma. Þá kom mamma ríðandi á móti okkur á Jarpi, hestinum sínum, og sagði okkur að við ættum að fara til Reykjavíkur þá um kvöldið. Hún hafði komið í Árdal með- an við vorum á engjunum. Ég lærði af mömmu hvernig átti að ganga frá uppi í Árdal þegar við fórum til Reykjavíkur. Það var meðal annars að hreinsa arininn og fara með öskuna og fleira niður að Árdalsá og grafa niður í grjótið. Mamma var kyrrlát við hússtörfin sín alla tíð og ég lærði hennar einföldu íslensku matargerð; að sjóða saltkjöt og baunir og líka kjötsúpu, steikja hrygg eða læri með brúnuðum kart- öflum, grænum baunum og brúnni sósu, steikja kótelettur, að leggja þurrkaða ávexti í bleyti og sjóða morguninn eftir og hafa rjómabland út á grautinn, þeyta rjóma og setja í Libbys blandaða ávexti og hafa sem desert. Sjóða fisk í mjög litlu vatni, elda hrísgrjónagraut, sagógraut, baka brúna tertu, svamptertu með ávöxtum, búðing, flórsykri og rjóma og jólaköku og smákökur fyrir jólin. Og vaska upp strax eftir elda- mennsku og ef enginn kom þegar hún bað um hjálp í eldhúsinu þá gera hlut- ina sjálf þegjandi og hljóðalaust. Við Svala fórum oft með pabba í sunnu- dagsmessu í Dómkirkjuna kl. 11. Ég man að ég átti svo erfitt með að fylgj- ast með ræðu prestsins af því að ég var alltaf að hugsa um matinn sem við fengjum heima eftir guðsþjónustuna, hrygg eða læri með brúnuðum kart- öflum, brúnni sósu, grænum baunum og sultutaui! Pabbi dó 12. febrúar 1945 einmitt þegar stríðið var að hætta. Við systk- inin vorum þá 13, 10, 9, 7 og 5 ára gömul. Mamma hugsaði alltaf mjög vel um okkur og hætti að spila bridge við vinkonur sínar sem bjuggu áður á Akureyri, til þess að þurfa sem minnst að fara frá okkur. Mér fannst það svo leiðinlegt vegna mömmu. Hún gekk stundum á kvöldin til vin- konu sinnar Ernu Ellingsen sem bjó á Víðimel. Við Svala systir fórum í Kvenna- skólann í Reykjavík úr 12 ára bekk í Landakoti því þá var 13 ára bekkur lagður niður í barnaskólum. Við kom- um heim úr skólanum milli klukkan eitt til tvö og þá var alltaf heitur mat- ur til handa okkur á eldhúsborðinu. Á kvöldin drukkum við te og borðuðum brauð með áleggi. Vinir og vanda- menn streymdu inn og út allan daginn á Marargötu 3. Afþreying okkar krakkanna var að fara í bíó á sunnu- dögum kl. 3 í Gamla- eða Nýjabíó, fara á skauta og lesa lexíur og skáld- sögur og á kvöldin að vera úti með öll- um krökkunum í nágrenninu og fara í kýlubolta, stórfiskaleik eða bófahas- ar, þá voru göturnar í bardaga á móti hver annarri og húsagarðar notaðir til að fela sig í. Mamma var alltaf hljóðlát og kær- leiksrík. Hún hafði mikla kímnigáfu. Stundum þegar allt var komið í háa- loft hjá okkur krökkunum út af ein- hverju sem auðvelt var að leysa reyndi hún oft að fela hláturinn! Hún blótaði aldrei og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Ef við töluðum um að þessi eða hin væru ljót sagði hún allt- af: „Það er ekkert ljótt sem Guð hefur skapað. Hún sat á stól við rúmið mitt og bað með mér kvöldbænina: „Ó Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líkn- armildum föðurörmum þínum, og svo strauk hún mér um kollinn, ég bið þessa bæn ennþá alltaf á kvöldin. Mér finnst það ljúfasta og besta sem ég geri að biðja þessa bæn með barna- börnunum mínum fyrir svefninn. Pabbi gaf mömmu sína sterku trú og á náttborðinu hans voru Biblían og Shakespeare. Þegar við systkinin urð- um stór og vorum flutt að heiman fór mamma alltaf í kirkju kl. 11 á sunnu- dögum. Barnabörnum ömmu Siggu, eins og þau kalla hana, fannst svo gott að koma til hennar. Hún átti alltaf eitt- hvað að borða handa öllum. Hún kast- aði aldrei mat en var afar hreinlát og gætti þessi að vera ekki með of gaml- an mat. Eitt sinn er yngri dóttir mín var í barnaskóla og var boðin í afmæli til skólasystur sinnar vantaði hana eitthvað annað en hún átti til að klæða sig í. Þá sagði hún: „Amma Sigga á eitthvað fyrir mig að fara í. Mamma átti mikið af flíkum af börnum, barna- börnum og því sem fólk var hætt að nota. Hún hélt öllu til haga og gætti þess að fötin væru hrein og komið vel fyrir í skápum og hillum. Gamla fal- lega klukkan hennar tifaði inni í stof- unni hennar, fallega buffið með mál- verkinu fyrir ofan og lampinn voru á sínum stað og svefnbekkir voru fyrir alla sem þurftu að hvíla sig eða gista hjá henni. Fólk með umhyggju og gæsku í fyrirrúmi hefur alltaf nóg húsrými, hversu margir sem fermetr- arnir annars eru. Barnabörn móður minnar eru nítján og barnabarna- börnin þrjátíu og eitt. Móðir mín vann um nokkurt skeið hjá Happdrætti Háskóla Íslands. Síð- ar var hún læknaritari hjá Jóni Árna- syni lækni og undi sér vel við að að- stoða sjúklinga. Ég man hvað hún var ánægð með að ganga Hringbrautina í vinnuna og þaðan yfir Tjarnarbrú upp á Laufásveg þar sem læknastofan var. Seinna vann hún fjölda ára sem læknaritari hjá læknunum á Elliheim- ilinu Grund sem var beint á móti heimili hennar á Hringbraut 41. Móðir mín átti því láni að fagna að dvelja á efri árum sínum á Dagvistun aldraðra á Dalbraut 27. Þá var for- stöðukonan fyrir dagvistinni Margrét Hróbjartsdóttir, hjúkrunarkona og kristniboði. Margrét er gædd þeim einstöku hæfileikum að geta alltaf glatt fólk, hún söng og hló með fólkinu hjá sér. Konurnar fengu reglulega hárgreiðslu, allir voru mjög vel til fara og var það til þess að fólki leið vel og var ánægt. Vefnaðurinn og handa- vinnan sem var unnin á Dalbraut 27 var framúrskarandi falleg undir góðri kennslu hjá handavinnukonunni. Ég á enn þá motturnar sem mamma óf í dagvistinni á Dalbraut 27. Ég hugsa oft um það á fullorðins- árum mínum hversu mikinn kærleika foreldrar eigi að sýna börnum sínum, hvort kærleikurinn eigi að vera mjög mikill eða eitthvað sem er kallað mátulegur. Mjög mikill kærleikur er það besta sem foreldrar gefa börnum sínum. Þegar allt er fyrirgefið og aldr- ei skammast við börnin. Mikil ástúð með ákveðnum skoðunum án nokkurs æsings og allt umvafið endalausri um- hyggju var hún móðir okkar. Við Svala systir mín höfum verið eins og tvíburasystur. Hún fluttist til Bandaríkjanna 19 ára gömul. Hún bjó þá í Albany, höfuðborg New York-rík- is. Fredrich Daly vann þar í skóbúð og Svala var alltaf að kaupa fulla pappa- kassa af skóm í skóbúðinni sem Fred vann í og senda til Íslands með ís- lenskum fraktskipun af því að það fengust engir skór á Íslandi í þá daga. Þannig kynntist hún Fred og þau urðu kærustupar og seinna hjón. Þau eignuðust þrjú börn. Fredrich gekk í herinn og þau ferðuðust til margra landa. Fredrich, maður Svölu, andað- ist heima hjá sér eftir að Víetnam- stríðinu lauk. Okkur systkinin langaði að fá Svölu til okkar til Reykjavíkur til að halda upp á aldarafmæli móður okkar. Svala tók þeirri hugmynd fagnandi að við hittumst á Hótel Borg og fengjum okkur kaffi og rjómatertu. Á þeim slóðum sem við höfðum svo oft verið með mömmu. Valgerður Þóra Benediktsson. Sigríður Oddsdóttir Benediktsson Sigríður Oddsdóttir Benediktsson og börn hennar og eiginmanns hennar, Stefáns Más Benedikts- sonar: Efri röð frá vinstri. Þóra, Oddur, Ragnheið- ur. Neðri röð: Einar, Sigríður og Svala.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.