Morgunblaðið - 01.02.2008, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 37
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Barnavörur
Nú er frost á Fróni
Hlý, undurmjúk ullarnærföt fyrir kalda
kroppa. Barna- og fullorðinsstærðir.
Þumalína,
efst á Skólavörðustígnum.
Sími 551 2136. www.thumalina.is
Ferðalög
Vertu þín eigin ferðaskrifstofa
Spennandi námskeið: Vertu þín
eigin ferðaskrifstofa, 13. febrúar n.k.
Lærðu að nota netið til að skipu-
leggja ferðalagið og spara.
Uppl. á www.ferdalangur.net.
Gisting
Þú gistir og færð allt sem þú
þarfnast!
Lítil íb. m/öllum húsgögnum og
húsbúnaði. Uppbúið rúm, sjónvarp,
útv., og internet, eldhús, baðh., hrein
handkl. Kr. 6000 nóttin fyrir 1-2.
Uppl.í síma 568 0021 og 869 3079.
Þú gistir og færð allt sem þú
þarfnast!
3ja herb. íbúð m/öllum húsg.og
húsbúnaði. Uppbúin rúm, sjónvarp,
útv., eldh., baðh., hrein handkl.
6500 kr. nóttin fyrir 2,1000 kr. auka-
lega fyrir hvern umfram það.
Sími 568 0021 og 869 3079.
Húsnæði í boði
Til leigu í Hveragerði
Ný glæsileg 100 fermetra íbúð á ann-
arri hæð til leigu.Tvö svefnherbergi,
borðstofa, stofa, bað, þvottahús og
geymsla. Sex fm geymsla ásamt
hjólageymslu. Sérinngangur af ann-
arri hæð. Langtímaleiga. Uppl. í síma
891 7565.
Glæsileg 3ja herb íbúð í Hafnar-
firði. Til leigu glæsileg 3ja herb. 98
fm íbúð á góðum stað í Hf. Nýlega
standsett. Búnaður og húsgögn inni-
falin ef vill. Langtímaleiga. Laus mjög
fljótlega. Sjá nánar á Kassi.is
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús .
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Vertu þín eigin ferðaskrifstofa
Spennandi námskeið: Vertu þín
eigin ferðaskrifstofa, 13. febrúar n.k.
Lærðu að nota netið til að skipu-
leggja ferðalagið og spara.
Uppl. á www.ferdalangur.net.
PMC Silfursmíði.
Grunnnámskeið helgina 2 og 3
febrúar.Uppl. www.listnam.is
skráning sími 6950495
Tómstundir
Plastmódel í miklu úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Stórir skór.is hætta
30% afsláttur af öllum dömuskóm í
stærðum 42-44 og herraskóm í
stærðum 47-50.
Opið þriðjudaga til föstudaga kl.16-
18,30, laugardaga 11-14.
Ásta skósali,
Súðarvogi 7,
sími 553 60 60.
Þjónusta
Raflagnir og
dyrasímaþjónusta
Setjum upp dyrasímakerfi
og gerum við eldri kerfi
Nýlagnir og
endurnýjun raflagna.
Gerum verðtilboð
Rafneisti
sími 896 6025
lögg. rafverktaki • www.rafneisti.is
SMIÐUR
Vantar þig smið til ýmissa verka?
úti sem inni, í parket, flísalagnir,
eldhúsinnréttingar o.m.fl.
Upplýsingar í síma 895 6007.
Helgi pípari
Viðgerðir - Nýlagnir - Breytingar - Lítil
sem stór verk, hitamál o.fl.
Hafið samband í síma 820 8604.
Helgi pípari.
Byggingavörur
HALOGEN LJÓSKASTARAR,
mikið úrval.
KASTARAR Á GRIND MEÐ
SNÚRU OG PERU,
150W: 1,095 kr.,
500W: 1,370 kr.,
1000W: 2,299 kr.
VERKFÆRALAGERINN ehf.,
Skeifunni 8.
Sími 588 6090. vl@simnet.is
Ýmislegt
Vandaðir kuldaskór úr mjúku leðri,
flísfóðraðir. Margar gerðir.
Stærðir: 36 - 41 Verð: 9.500.-
Úrval af fóðruðum vetrar-
stígvélum. Breið og góð.
Stærðir frá 37 - 42.
Verð frá: 6.850.- til 7.985.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Úrval af herrakuldaskóm úr leðri
með gæruskinnsfóðri.
Verð frá 6.885.- til 12.500.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Rafsuðutæki + hjálmur
Frábærar pinnasuðuvélar á 45.000 kr.
Rafsuðuhjálmur auto -dark (1/25.000
úr sek.) á 12.450 kr. Tilboð: Rafsuða
og hjálmur kr. 50.000. S. 895 6662.
www.holt1.net
Nettur og flottur í CDE skálum á
kr. 3.990,-
Ungt og smart snið í D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 5.990,-
Mjúkur og styður samt vel í
D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á
kr. 5.990,
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Bílar
Til sölu Opel vectra ‘98
mjög góður bíll, sjálfsk, station, 1600
vél, sparneytin, sumar og vetradekk,
sk ‘09.Listaverð 350þ selst á 250 þús
st. Uppl í síma 847-7088.
Jeppar
MMC Pajero, Dakar, árg 2005,
ekinn 98.000. Verð 3.900.000 kr.
Glæsilegur, vel búinn jeppi.
Sími 861 7414 og 867 3563.
Húsbílar
Vantar þig nýjan húsbíl eða
hjólhýsi?
Innflutningur beint frá Þýskalandi.
Allar tegundir og árgerðir. Góð
þjónusta og áralöng reynsla.
Uppl. í síma 517 9350 eða
tom@husbilagalleri.is
Fréttir
á SMS
Það er svo yndislegt að hafa átt
móður eins og hana mömmu. Hún var
alveg einstök. Hún var dugleg og
kjarkmikil þegar hún stóð alein uppi
með fimm börn á öllum aldri þegar
pabbi dó. Þegar ég fór að heiman rétt
19 ára gömul var gífurlega erfitt fyrir
mig að slíta mig frá fjölskyldu og vin-
um. En eftir nokkurn tíma í Ameríku
eignaðist ég vini og svo seinna eig-
inmann. Mamma kom í brúðkaupið
hlaðin gjöfum frá vinum og vanda-
mönnum. Þegar ég sá hana koma út
úr flugvélinni í New York fannst mér
hún vera sú fallegasta kona sem ég
hefði nokkru sinni séð. Hún hafði
gaman af að ferðast og kynna sér land
og þjóð. En auðvitað þurfti hún svo að
fara aftur heim og ég saknaði hennar
ofboðslega.
Átjándi september er alltaf sér-
stakur dagur í mínu lífi hvar sem ég
er á hnettinum. Ég hugsa um mömmu
þann dag og fer í huganum yfir stund-
ir okkar saman. Sem betur fer var
hún svo dugleg að ferðast, þessi elska,
og ég fékk hana til mín eins oft og við
gátum báðar komið því við. Ég man
eftir því þegar hún var hjá mér í Kali-
forníu, þegar Fred var sendur til Ví-
etnams í fyrsta skipti. Þá bjuggum við
saman í fallegu, litlu húsi beint á móti
skólanum sem krakkarnir gengu í og
ekki mjög langt frá Díu Daly frænku.
Börnin nutu þess að hafa ömmu hjá
sér og það var ómetanlegt fyrir okkur
öll. Við fluttum oft frá einum stað til
annars og alltaf gat ég treyst því að
mamma kæmi til okkar í nokkrar vik-
ur að minnsta kosti. Það sem var svo
sérstakt við hana móður mína var
hvernig hún gat samlagast fólki og
kringumstæðum hvar sem hún kom.
Hún hafði gaman af að kynnast vinum
okkar, var frábær bridgespilari. Mér
er sérstaklega minnisstætt það sem
gerðist eitt sinn þegar hún var hjá
mér í Kaliforníu. Ég var meðlimur í
bridgehópi kvenna sem spilaði einu
sinni í viku og þegar mamma kom til
mín var hún tekin með í spilahópinn.
Eitt spilakvöldið gat ég ekki fengið
neinn til að hugsa um börnin og þá
varð önnur hvor okkar að vera heima
og gæta barnanna. Ég hringdi í kon-
una sem við áttum að vera hjá og lét
hana vita. Konan sagði: „Oh, if one of
you can make it make sure it’s your
Mom, we love to talk with your
Mom.“ Og svona var það alltaf. Eins
fór hún oft og tefldi við eiginmann
frænku minnar og stóð sig eins og
hetja í taflinu. Hún var dama fram í
fingurgómana, hún laðaði fólk að sér
og allir höfðu ánægju af því að vera í
návist hennar. Mamma elskaði að
fara á meðal fólks og kynnast því og
læra um líf þess. Hún kvartaði aldrei
og brosti alltaf sínu milda, yndislega
brosi á hverju sem gekk. Mamma fór
oft til Sigmars hjónanna í Kaliforníu,
þau höfðu beðið eftir því að fá hana til
sín þegar hún kæmi til Bandaríkj-
anna til að endurgjalda á einhvern
hátt alla góðsemina og gestrisnina
sem hún hafði sýnt þeim hjónunum
þegar þau bjuggu í Reykjavík. Svo
skruppum við stundum til Kristínar
frænku sem þá átti heima í Oakland
rétt fyrir utan San Francisco.
Einnig var yndislegt að fá hana í
heimsókn til Þýskalands, þá kom hún
venjulega á sumrin og var hjá okkur í
nokkrar vikur í senn. Þá hafði fjöl-
skyldan stækkað og börnin orðin
þrjú. Já, það var svo gaman að ferðast
með henni mömmu, hún naut þess að
ferðast og var þar af leiðandi mjög
góður ferðafélagi.
Svo man ég líka eftir því þegar
mamma var hjá okkur í Oklahoma.
Og einnig í New York, bæði þegar ég
gifti mig og svo nokkrum árum
seinna, þegar við Fred bjuggum á Go-
vernors Island í New York-höfn.
Það er svo margt annað gott og
yndislegt sem fer í gegnum huga
minn frá bernskunni. Hún mamma
gaf mér mjög sterka fyrirmynd til að
fara eftir sem hefur fylgt mér alla ævi
og alla tíð er ég henni mjög þakklát
fyrir allt og allt. En því miður kemst
ég ekki í afmælið hennar. Á afmæl-
isdeginum hennar 18. september eins
og alla aðra daga ársins þá hugsa ég
til hennar og þakka henni fyrir nestið
sem hún gaf mér fyrir lífið. Eitt veit
ég og það er að hinn 18. september
verð ég með mömmu, Gunnu móður-
systur og Hrefnu föðursystur í huga
og hjarta á einhverjum fallegum og
notalegum stað að fá okkur kaffi og
með því. Og ég bið svo sannarlega að
heilsa ykkur systkinum mínum,
frændfólki og vinum.
Katrín Svala Benediktsson Daly.
Innilegar þakkir, Hjörtur frændi,
Þóra og Svala fyrir ykkar dásamlegu
skrif um minningarnar þegar við vor-
um með okkar ástkæru móður.
Ragnheiður Kristín
Benediktsson.
Góð þátttaka í Gullsmáranum
Úrslit mánudaginn 28. janúar. 14
borð. Meðalskor 268.
N/S
Elís Kristjánss. - Páll Ólason 346
Sigtryggur Ellertss. - Tómas Sigurðss. 345
A/V
Haukur Guðbjartss. - Jón Jóhannss. 320
Einar Markúss. - Steindór Árnason 313
Spilað var á 9 borðum 24. janúar
og urðu úrslitin þessi í N/S:
Eysteinn Einarss. – Jón Stefánsson 204
Magnús Halldórss. – Þorsteinn Laufdal 203
A/V:
Heiður Gestsd. – Dóra Friðleifsd. 189
Oddur Jónsson – Jón Hannesson 188
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bridsdeild Hreyfils
Annað kvöldið af fjórum var spilað
sl. mánudag í tvímenningnum. Ey-
vindur Magnússon og Þorsteinn
Kristinsson skoruðu 139 sem var
langbesta skor kvöldsins.
Næstu pör:
Eiður Gunnlaugsson – Rúnar 119
Sigurrós Gissurard. – Helgi Geir 112
Björn Stefánsson – Rúnar Gunnarsson 112
3. umferð verður spiluð nk. mánud.
kl. 19.30 í sal Sendibílastöðvarinnar.