Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is KATTASINFÓNÍA ÞEIR ERU SJÖ Á HEIMILINU OG SAM- BÚÐIN OFTAST MISFELLULAUS >> 18 Norway today >> 33 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÖSKUDAGURINN var lengi vel nær ein- göngu haldinn hátíðlegur á Akureyri en hin síðari ár hafa börn víðs vegar um land skot- ist á milli verslana og annarra fyrirtækja, skrýdd skrautlegum búningum, og sungið fyrir fólk í skiptum fyrir sælgæti. Og nú er svo komið að viðskipti tengd deginum eru býsna mikil og ekki bara á annan veginn; skv. heimildum er sala í leikfangaverslunum aldrei meiri en fyrir öskudaginn, ef jólamán- uðurinn er undanskilinn. Í dag og á morgun renna sem sagt alls kyns búningar og fylgi- hlutir út eins og heitar lummur. Það er af sem áður var þegar flest var heimatilbúið. Nærri hálf önnur öld er síðan íslensk börn slógu í fyrsta skipti köttinn úr tunnunni. Unga kynslóðin á Akureyri klæddi sig þá í óvenjuleg föt og freistaði þess að ná kett- inum sem var raunar oftast dauður hrafn. Jón Hjaltason, sagnfræðingur og Söguritari Akureyrar, telur Jensen vert þar í bæ hafa kynnt heimamönnum þennan danska sið. Elsta áreiðanlega dæmið um þetta er frá 1867, að sögn Jóns. Starfsmaður í leikfangaverslun á Reykja- víkursvæðinu segir að nornabúningar virðist vinsælastir á meðal „eldri“ stelpna að þessu sinni en prinsessubúningar hjá þeim yngri eins og gjarnan áður. Strákarnir vilji margir hverjir vera samúræja-stríðsmenn „en svo er reyndar rosalega vinsælt að vera trúður núna, bæði hjá strákum og stelpum“. Tískan fer sem sagt í hringi. Sú var tíð á Akureyri að hvert öskudagslið sló gjarnan „köttinn“ úr tunnunni heima við fyrir allar aldir, áður en haldið var af stað út í morguninn. Röð fyrirtækja var svo ákveðin með vísindalegum hætti; í SÍS-verksmiðj- unum og víðar mætti fólk snemma til vinnu og því var fyrst sungið þar. Þegar Akra- karamellur og Lindu-buff voru svo komin í sarpinn og búið að sporðrenna einni með tómatsósu í pylsugerð KEA og sturta í sig einni Valash eða Jolly Cola í Sana var gengið inn í miðbæ. Þá voru kaupmenn þar komnir á fætur og hafa þurfti hraðan á því aldrei var verið að lengur en til hádegis. Fullorðið fólk ku gjarnan hafa brugðið á leik á öskudaginn á árum áður og hestamenn jafnvel slegið köttinn úr tunnunni af fákum sínum við Laxdalshús á Akureyri. Nú leika fæstir fullorðnir annað hlutverk þennan óvenjulega miðvikudag en alla aðra daga: að skutla krökkunum á milli staða. Morgunblaðið/Kristján Hátíð Ungur Akureyringur reynir að slá köttinn úr tunnunni á Ráðhústorginu. Skyldi vera köttur í tunnunni? Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÓLF tilboð bárust í skráningu sjúkraskráa fyrir slysadeild Landspítalans (LSH) á hálfs árs tilraunatímabili. Tilboðsfresturinn rann út fyrir helgi, en að sögn Niels Christians Nielsens, aðstoðarmanns lækningaforstjóra Landspítalans, verður byrjað að fara yfir til- boðin á morgun, þriðjudag. Ákvörðun um hvort einhverju tilboði verður tekið á svo að liggja fyrir hinn 15. febrúar næstkomandi. Hann segir þó að tilboðin hafi flestöll verið á svipuðu róli hvað upphæðir varðar, en eitt þeirra hafi skorið sig rækilega úr með mun hærra verði en hin. Tilboðin voru á bilinu 500-1.450 krónur á hverja sjúkraskrá. Með þeim fyrirvara að ekki er búið að skoða gögnin rækilega segir Niels engin tilboð hafa borist frá lyfjafyrirtækjum eða félögum í gerðu tilboð. Við munum leitast við að fá upp hvers konar fyrirtæki það er sem á lægsta tilboðið. Við munum fylgjast með því,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sem er stéttarfélag læknaritara. Árni hefur ásamt Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, gagn- rýnt fyrirhugaða útvistun á gerð sjúkra- skráa. Funda með forstjóra Landspítalans Forsvarsmenn SFR eiga bókaðan fund með forstjóra Landspítalans í þessari viku þar sem þeir ætla að fylgja málinu eftir og fara yfir hvað stjórnendur LSH ætla sér í framhaldinu. Einnig funduðu þeir með um 50 læknariturum í síðustu viku. „Þar voru nán- ast allir mjög vantrúaðir á þetta mál. Fólk óttast líka að hagræðingin leiði af sér að störfin verði miklu einhæfari en þau eru í dag,“ segir Árni Stefán. eigu lyfjafyrirtækja. Læknaritarar sem starfi á LSH séu í forsvari fyrir nokkur tilboð enda hafi það verið skilyrði að löggiltur læknarit- ari væri í forsvari. „Það eru greinilega alls kyns fyrirtæki bakhjarlar tilboðanna, en ég get ekki sagt til um það núna hvort ein- hverjir fjárfestar sem eru á bak við tilboðin tengjast lyfjafyrirtækjum,“ segir Niels. „Það verður athyglisvert að sjá hverjir Tólf tilboð bárust LSH  Læknaritarar spítalans í forsvari fyrir sum tilboðin  Bjóða 500-1.450 kr. á hverja sjúkraskrá  Starfsfólk óttast einhæfari störf, segir formaður SFR Í HNOTSKURN »Læknaritari er lögverndað starfsheiti. »Stjórnendur LSH hafa viðrað þær hug-myndir að ekki þurfi læknaritara til að sinna gerð sjúkraskráa heldur sé nóg að þeir hafi yfirumsjón með henni. Það líst læknariturum að sögn ekki vel á. KOLBRÚN Arna Sigurðardóttir nýtti góða skíðafærið í Bláfjöllum til hins ýtrasta um helgina. Hún var ekki ein á ferð, enda hund- urinn hennar, hann Blanco, ekki síður áhugasamur um skíðaíþrótt- ina. Blanco er svonefndur síber- ískur Husky, en tegundin er upp- runnin á freðmýrum og í skógum austanverðrar Síberíu. Blanco státar af afar kuldaþoln- um feldi og vílar ekki fyrir sér að sofa úti í frosti eins og var um helgina, ef þannig liggur á honum. Husky-hundar eru orkumiklir og vinnusamir, þykja almennt skap- góðir en geta gert prakkarastrik ef þeim fer að leiðast um of. Athæfi þeirra Kolbrúnar og Blancos gefur hundaeigendum án efa hugmynd að skemmtilegri dægradvöl. Þetta hentar samt ekki öllum, enda óvíst að mexí- kóskir smáhundar láti hafa sig út í slík átök. Árvakur/Ómar Vetrarfjör Blanco þarf mikla hreyfingu. Hann hefur lítið fyrir því að draga eigandann, Kolbrúnu, á skíðum. Dregur vagninn „SKULDSETNING er mikil í greininni og fjár- magnskostnaður á einstökum búum hár. Forsendur sem menn höfðu fyrir uppbyggingu sinna búa fyrir þremur árum eru þannig, að það stendur ekki steinn yfir steini vegna breyttra ytri aðstæðna á fjármagns- markaði.“ Kom þetta m.a. fram hjá Runólfi Sigursveinssyni ráðunaut á málþingi, sem Landssamband kúabænda hélt um mjólkurframleiðsluna og framtíð hennar. Í máli ýmissa bænda, t.d. Elvars Einarssonar á Skíðbakka í Landeyjum, kom fram, að nauðsynlegt væri að sækja á erlenda markaði enda eftirspurn eftir mjólk og mjólkurafurðum mjög vaxandi. Það yrði hins vegar ekki gert nema með því að stækka búin og vera með betra kúakyn. Laufey Bjarnadóttir, bóndi á Stakkhamri á Snæfellsnesi, nefndi sem dæmi um stöðuna, að bændur á Íslandi væru að greiða 51 kr. fyr- ir kg af kjarnfóðri en kollegar þeirra norskir 30 kr. Þá væri fjár- magnskostnaður svo hár hér á landi, að bændur væru að gefast upp á því að taka lán í íslenskum krónum. | 8 Skuldsettir kúabændur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.