Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 11

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF A T V I N N U L Í F O G U M H V E R F I F U N D A R Ö Ð S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S 2 0 0 8 8:00 Morgunverður og skráning 8:30 Fundur hefst Áhrif Balí-vegvísisins á íslensk fyrirtæki Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA Leiðin til Kyoto – sérstaða Íslands viðurkennd Jón Ingimarsson, verkfræðingur Umræður og fyrirspurnir 10:00 Fundarlok Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA Allir velkomnir - skráning á www.sa.is Þátttakendur fá ritið: NORDIC POSITION ON CLIMATE CHANGE          Föstudaginn 8. febrúar kl. 8:00 -10:00 Grand Hótel Reykjavík - Gullteig H A G S M U N I R Í S L A N D S Í L O F T S L A G S M Á L U M F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni. FJALLAÐ er um íslensku bankana í Lex-dálki breska viðskipta- dagblaðsins Financial Times sl. föstudag og spurt hvort það sé nóg að hætta við ein viðskipti til þess að forðast fjármálakreppu. Er þar vísað til þess að Kaupþing hætti í síðustu viku við að kaupa hollenska bankann NIBC en eins og fram kemur í dálkinum lækkaði skulda- tryggingaálag Kaupþings um 14% í kjölfarið. „Íslenska blóðskamm- arhagkerfið varpaði öndinni léttar og verð á skiptasamningum með skuldabréf Landsbanka og Glitnis lækkaði. Þrátt fyrir það tvístíga fjárfestar. Skuldatryggingaálag flestra evrópskra banka með svip- aða lánshæfiseinkunn er 60. Álagið á Kaupþing var 480 á miðvikudag,“ segir Lex. Tekið er fram að óneitanlega verðskuldi íslensku bankarnir áhættuálag enda séu þeir háðir lánsfjármagni, sem sé vandamál. „Moody’s dregur réttilega í efa hvort féð sem bankarnir hafa feng- ið í gegnum netreikningana muni draga úr þörf þeirra fyrir láns- fjármagn. Erfiðara verður að skila hagnaði á þessu ári þar sem tekjur vegna markaðsviðskipta, fjárfest- inga og fyrirtækjaráðgjafar lækka. Og þegar skuldatryggingaálagið er svona hátt getur útgáfa skulda- bréfa eða hlutafjár reynst erfið.“ Má ekki ýkja Að öllu þessu sögðu tekur Lex fram að ekki megi ýkja kerf- isbundna viðkvæmni íslenska fjár- málakerfisins. Allir helstu bank- arnir eigi erlendar eignir umfram skuldir og hlutfalli þeirra af eigin fé sé stýrt með reglum Seðlabank- ans. Afkomutölur stóru bankanna þriggja á fjórða ársfjórðungi sýni heilbrigðar vaxtatekjur og eig- infjárhlutföll virðist traust. „Spurningin er hvort markaðir verða eðlilegir áður en handbært fé bankanna þverr. Kaupþing og Landsbanki segjast hafa nægt lausafé til að minnsta kosti árs til viðbótar. Þangað til virðist gáfu- legasti kosturinn vera að sitja á hækjum sér og eltast við innlán,“ segir Lex. Í annarri grein á föstudag nefnir Lex eignir nokkurra félaga í Evr- ópu sem gæti á næstunni þurft að selja þvingaðri sölu vegna geng- islækkunar hlutabréfa. Þar á með- al eru hlutir Exista í trygginga- félögunum Sampo og Storebrand auk þess sem minnst er á hlut Gnúps í Kaupþingi. Þá er bent á hlut fjárfestisins Robert Tchenguiz í tveimur breskum fyrirtækjum – Sainsbury og Mitchells & Butler – en Tchenguiz á sem kunnugt er sæti í stjórn Exista. Árvakur/Brynjar Gauti Kaupþing Ákvörðun bankans þess efnis að hætta við yfirtökuna á NIBC létti á þrýstingnum á íslenska fjármálakerfinu. Er nóg að hætta við ein viðskipti? MÝFLUG hf. tekur að sér rekstur flugvélar Flugstoða (TF-FMS) og framkvæmd flugverkefna sem henni fylgja samkvæmt samningi á milli fyrirtækjanna sem undirritað- ur var nýlega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en þar segir að um sé að ræða flugmælingar þar sem Mýflug leggur til áhöfn en mælingar eru framkvæmdar af sér- fræðingum Flugstoða. Jafnframt muni Mýflug nýta vél Flugstoða sem varavél í sjúkraflugi félagsins sem og í leiguflug en vélin er sömu gerðar og sérútbúin sjúkraflugvél Mýflugs. Í tilkynningunni segir að flug- mælingar séu nauðsynlegur þáttur í að reka flugleiðsögukerfi landsins, þar sem prófa verður allan flugleið- sögubúnað með mælingum, sem framkvæmdar eru reglubundið með sérstökum mælibúnaði. Auk Íslands annist Flugstoðir slíkar mælingar í Færeyjum og á Grænlandi. „Við hjá Flugstoðum teljum þennan samning við Mýflug um rekstur flugvélar fyrirtækisins afar mikilvægan til að treysta flugprófanirnar í sessi og gefa kost á að leita nýrra verkefna á þessu sviði,“ er haft eftir Þorgeiri Pálssyni, forstjóra Flugstoða. Mýflug tekur að sér rekst- ur flugvélar Flugstoða ERFIÐARI markaðsaðstæður en gert hafði verið ráð fyrir neyða sænska fjarskiptarisann Ericsson til þess að skera niður kostnað. Með það að markmiði hefur fyr- irtækið ákveðið að segja upp um það bil 4 þúsund starfsmönnum, þar af 1 þúsundi í Svíþjóð. Frá þessu greindi sænska fréttastofan TT á föstudag og hafði eftir Carl-Henrik Svanberg, forstjóra Ericsson, að allar starfsstöðvar félagsins í Svíþjóð mundu finna fyrir niðurskurð- arhnífnum. „Við munum reyna að hrófla sem minnst við rann- sóknar- og þróunardeildum,“ seg- ir Svanberg. Alls starfa um 19 þúsund manns hjá Ericsson í Svíþjóð en skv. upplýsingum Svanberg verð- ur reynt til hins ýtrasta að segja sem fæstum upp, þess í stað verði ekki ráðið í stað þeirra er hætta. Ericsson segir upp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.