Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 15 ERLENT Belgrad. AP. | Bor- is Tadic var end- urkjörinn forseti Serbíu í gær með naumum sigri á þjóðernissinnan- um Tomislav Nikolic. Yfirkjörstjórn Serbíu og óháðir eftirlitsmenn sögðu að Tadic hefði fengið 51% atkvæðanna og Nikolic 47%. Nikolic játaði sig sigraðan. Stuðn- ingsmenn Tadic fögnuðu úrslitunum í miðborg Belgrad og héldu á fánum Serbíu og Evrópusambandsins. Tadic er hlynntur því að Serbía gangi í Evrópusambandið en Nikolic vill nánara samstarf við Rússland. Báðir eru þeir andvígir því að Kos- ovo fái sjálfstæði. Tadic hefur þó sagt að ekki komi til greina að beita hervaldi vegna deilunnar og líklegt er að hann reyni að halda nánum tengslum við Evrópusambandið þótt það styðji sjálfstæði Kosovo. Tadic sigr- aði í Serbíu Boris Tadic Randi Mohr skrifar frá Færeyjum FÆREYJAR stefna nú aftur að aukinni sjálfstjórn eftir að þrír flokkar – Jafnaðarflokkurinn, Þjóð- veldisflokkurinn og Miðflokkurinn – náðu samkomulagi á laugardag um myndun nýrrar landstjórnar. Þessir þrír flokkar hafa aldrei áð- ur myndað stjórn saman og eru allir vinstrisinnaðri en þeir flokkar sem fara nú úr landstjórninni eftir kosn- ingar til lögþingsins fyrir rúmum hálfum mánuði. Auk sjálfstjórn- armálanna verður því meiri áhersla lögð á félagsmál en áður. Nýja landstjórnin verður undir forystu Jóannes Eidesgaard, leið- toga jafnaðarmanna. Fjárframlög Dana minnki Það var einkum Þjóðveldisflokk- urinn, undir forystu Høgna Hoydal, sem beitti sér fyrir því að stefnt yrði að aukinni sjálf- stjórn. Flokk- arnir náðu sam- komulagi um að árlegt fjár- framlag Dan- merkur til Fær- eyja, sem nemur nú 615 milljónum danskra króna, tæpum átta millj- örðum íslenskra, yrði lækkað á næstu fjórum árum um 117 milljónir danskra króna, 1,5 milljarða íslenskra. Til lengri tíma litið er síðan stefnt að því að efnahagur Færeyja verði sjálfbær. Gert er ráð fyrir því að fjárframlag Danmerkur minnki um 50 milljónir danskra króna (650 millj. ísl.) til viðbótar með því að færa fleiri málaflokka frá dönsku stjórninni til færeysku landstjórn- arinnar. „Þegar allt er lagt saman eiga fjárframlögin frá Danmörku að minnka um 160 milljónir króna næstu fjögur árin,“ sagði Hoydal. Í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að tillaga um færeyska stjórnarskrá verði borin undir þjóð- aratkvæði í Færeyjum árið 2010. Ennfremur er stefnt að því að stofna færeyskt utanríkisráðuneyti og bú- ist er við að Hoydal verði fyrsti „ut- anríkisráðherra“ Færeyja. Hoydal segir að landstjórnin stefni að því að Færeyjar fái aðild að EFTA og Evrópska efnahagssvæð- inu (EES). Stjórnarskrá leiðir ekki sjálfkrafa til sjálfstæðis Fulltrúar allra stjórnmálaflokka Færeyja hafa nú þegar lagt mikla vinnu í færeyska stjórnarskrá og í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir því að viðræðunum verði haldið áfram. Gert er ráð fyrir því að stjórnarskrártillagan verði borin undir þjóðaratkvæði eftir að fær- eyska lögþingið samþykkir hana. Høgni Hoydal segir að verði stjórnarskráin samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni leiði það ekki sjálfkrafa til sjálfstæðis Færeyja og aðskilnaðar frá Danmörku. Stefnt að aukinni sjálfstjórn Ný landstjórn Færeyja boðar þjóðaratkvæðagreiðslu um færeyska stjórnarskrá og gert er ráð fyrir því að Hoydal verði fyrsti „utanríkisráðherra“ eyjanna Í HNOTSKURN » Nýja landstjórnin hyggstleggja meiri áherslu á um- hverfismál en fyrri stjórn. » Í stjórnarsáttmálanum segirað ekki verði hægt að kaupa og selja réttinn til að nýta sjáv- arauðlindir Færeyja. » Stjórnin boðar aukna aðstoðvið einstæða foreldra og elli- lífeyrisþega sem eiga ekki rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum. Fé- lagslegum íbúðum verður fjölg- að, en þær eru nú mjög fáar. Høgni Hoydal Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is NÝJAR skoðanakannanir benda til þess að Barack Obama hafi saxað á forskot Hillary Clinton og ekki sé marktækur munur á fylgi þeirra fyr- ir forkosningar demókrata í 22 sam- bandsríkjum Bandaríkjanna á morg- un. John McCain hefur hins vegar náð miklu forskoti á helsta keppinaut sinn, Mitt Romney, í forkosningum repúblikana. Kosið verður í 21 ríki á morgun í forkosningum repúblikana og McCain vonast til þess að tryggja sér þá nógu marga kjörmenn til að verða fyrir valinu sem forsetaefni flokksins. Washington Post og ABC-sjón- varpið birtu í gær skoðanakönnun sem bendir til þess að Clinton sé með fjögurra prósentustiga forskot á Obama í landinu öllu. Um 47% að- spurðra sögðust ætla að kjósa Clin- ton en 43% Obama. Skekkjumörkin voru fjögur prósentustig þannig að munurinn telst ekki marktækur. Könnunin var gerð 30. janúar til 1. febrúar. Tvísýn barátta í Kaliforníu Baráttan í Kaliforníu er mjög tví- sýn og tvær kannanir þar benda til þess að Clinton fái mest fylgi en Obama er með naumt forskot ef marka má þriðju könnunina. Clinton er með naumt forskot í nokkrum öðrum mikilvægum ríkjum en svo virðist sem Obama hafi sótt í sig veðrið eftir að hafa sigrað í Suð- ur-Karólínu og tryggt sér stuðning Teds Kennedys öldungadeildarþing- manns og fleiri atkvæðamikilla demókrata. Könnun Washington Post og ABC bendir til þess að 48% líklegra kjós- enda repúblikana styðji McCain en 24% Romney. Mike Huckabee, fyrr- verandi ríkisstjóri Arkansas, er í þriðja sæti með 16% fylgi og 7% sögðust styðja Ron Paul, fulltrúa- deildarþingmann frá Texas. McCain virðist hafa notið góðs af því að Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, ákvað að draga sig í hlé og styðja hann. Clinton og Obama jöfn í könnunum McCain með mikið forskot á Romney fyrir kosningar í 21 ríki ÞÁTTTAKENDUR í kjötkveðjuhátíð í spænska þorp- inu Laza eru hér í búningum fornra skattheimtumanna sem nefnast „peliqueiros“ á spænsku. Mennirnir voru meðal annars með kúabjöllur þegar þeir eltu vegfar- endur á götum þorpsins í gær. Þeir notuðu prik til að dangla í þá, sem komust ekki undan, en aðrir þátttak- endur í hátíðinni máttu ekki hefna sín. Á hátíðinni í dag fer fram slagur í þorpinu og beitt verður þá hveiti, vatni og lifandi maurum. Hátíðinni í Laza lýkur síðan á morgun þegar „erfðaskrá asnans“ verður lesin upp. Reuters Með leyfi til að lemja ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna hélt skyndi- fund í gærkvöldi um átök sem geis- uðu í Afríkuríkinu Tsjad um helgina. Stjórnarher landsins barðist við hundruð upp- reisnarmanna í höfuðborginni Ndjamena en uppreisnarliðið kvaðst í gærkvöldi hafa farið út fyrir borg- ina til að gefa íbúunum færi á að flýja áður en það hæfi nýja sókn til að steypa Idriss Deby forseta af stóli. Franski herinn kvaðst hafa flutt 580 útlendinga frá Ndjamena með flugvélum. Flytja á 320 útlendinga til viðbótar í dag. Hörð átök í Ndjamena Idriss Deby, forseti Tsjad. NIKOLAS Sarkozy Frakklands- forseti og Carla Bruni, fyrrv. fyr- irsæta, gengu í hjónaband í forseta- höllinni í París á laugardag. Um 20 ættingjar og vinir þeirra voru við- staddir. Þetta er þriðja hjónaband Sarkozy sem skildi við aðra konu sína fyrir fjórum mánuðum. Orðin hjón Reuters Ástfangin Carla og Nicolas Sar- kozy á kaffihúsi í París í gær. LÖGREGLAN í Chicago í Banda- ríkjunum leitaði í gær manns sem er grunaður um að hafa skotið fimm konur til bana í fataverslun í úthverfi Chicago. Konurnar voru á aldrinum 22-37 ára. Talið er að maðurinn hafi ætlað að ræna versl- unina. Lögreglan notaði m.a. þyrl- ur við leitina. Morðingja leitað LÍBANSKUR maður beið bana og annar særðist þegar ísraelskir her- menn hófu skothríð nálægt landa- mæraþorpinu Ghajar í gær, að sögn lækna og líbanskra embættismanna. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna í Líbanon rannsakaði málið. Rannsaka árás JACK Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað rann- sókn á ásökunum um að lögreglan hafi tvisvar sinnum hlerað samtöl bresks þingmanns, Sadiq Khan, sem er múslími, við fanga sem grunaður er um að hafa safnað fé handa talibönum á netinu. Samtöl hleruð? AÐ minnsta kosti 34 biðu bana í Rú- anda og sex í Kongó í tveimur snörp- um jarðskjálftum í gær. Hundruð manna slösuðust í skjálftunum. Upptök skjálftanna voru á mis- gengi í Sigdalnum. Hús hrundu og stórar sprungur mynduðust á byggingum í bænum Bukavu í Kongó, nálægt upptökum fyrri skjálftans sem mældist 6 stig á Richters-kvarða. Hinn skjálftinn var um 5 stig. Fólk hljóp út úr kirkjum sem voru troðfullar þegar fyrri skjálftinn reið yfir. Tíu manns létu lífið í kirkju sem hrundi í Rúanda, að sögn þarlendra fjölmiðla. Tugir létu lífið í skjálftum EGYPSKIR landamæraverðir og liðsmenn Hamas-hreyfingarinnar lokuðu landamærum Egyptalands og Gaza-svæðisins að nýju í gær. Áður hafði verið skýrt frá því að Egyptar hefðu náð samkomulagi um landamæraeftirlit tæpum hálf- um mánuði eftir að vopnaðir Pal- estínumenn eyðilögðu um tvo þriðju hluta tólf kílómetra langs múrs á landamærunum. Egypskir hermenn loka hér gati á múrnum með gaddavír. AP Landamær- um lokað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.