Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 32
Hádramatísk saga
af ást í meinum,
ógæfu og gleðilegum um-
skiptum … 36
»
reykjavíkreykjavík
Þegar Fluga lenti á Keflavík-urflugvelli í bítið á laugardags-morguninn, seiðandi sólbrún ogheit eftir dvölina í Karabíska haf-
inu, frusu vængir hennar umsvifalaust við
búkinn brúna og hrollur settist að í sálinni.
En þótt faðmlag heimaeyjunnar væri ískalt
var það á vissan hátt einnig hlýlegt – því
alltaf er ljúft að koma heim. Smám saman
þiðnaði mesti ísinn af vængjunum og hleypt
var auknum hita í kroppinn með „spæsí“ og
framandi réttum á indverska veitingahúsinu
Shalimar í Austurstræti þar sem ógurlega
stimamjúkur indverskur þjónn dekraði við
flugur og annað fólk. Barflugugervið var
sett upp og þykkum, háum sokkum smeygt
á fætur. Dugðu þó sokkarnir skammt og lá
við að Fluga sæi eftir að hafa ekki fjárfest í
lopavettlingunum sem voru til sölu í Start-
Art fyrir nokkru, á hálfa milljón.
Bragi Ólafsson rithöfundur gramsaði í
gömlum skræðum hjá nafna sínum, Braga
skruddusala Kristjónssyni, líklega í leit að
innblæstri fyrir næstu bók. En nú er versl-
unin Bókin við Klapparstíg ekki jafnspenn-
andi og áður því Fluga og Fischer geta ekki
lengur stungið saman nefjum í rykinu þar
eins og þau gerðu gjarnan þegar meistarinn
var á lífi. Hans er sárt saknað úr bókabúll-
unni og raunar bæjarlífinu öllu.
Íslenska óperan frumflytur La Traviata
eftir Verdi um næstkomandi helgi sem er
Flugu ákaflegt fagnaðarefni en litla kvik-
indið er orðið algjört óperu-fan. Næstu
köldu kvöld munu líða við að sötra heitt lí-
kjörsbætt kakó og hlustun á óperuna sem
er nauðsynlegur undirbúningur. Enginn
varaði Flugu við að fegurð hennar og æska
myndi fölna með aldrinum; hún hélt að húð
sín yrði slétt og stinn að eilífu. Konur tala
jú stundum eitthvað um að verða þroskaðri
og betri með aldrinum, rétt eins og góð vín.
Hvaða ljósku datt þessi samlíking í hug?
Hvað skyldi útlits- og innlitsþroski kvenna
eiga sameiginlegt með þroskuðum vínum?
Kannski það að stundum reynast berin súr.
Tók eftir hári á hökunni nýlega, fyrst var
bara um að ræða eitt, hnoðramjúkt, en svo
jókst því ásmegin og tók vaxtarkippi og
fjölgaði sér.
Þessi ófögnuður var umsvifalaust fjar-
lægður með rakvél að vopni um leið og
hann lét á sér kræla en það beibí-bleika
verkfæri hafði fram til þessa aðeins verið
notað til að útrýma hárvexti á leggjunum.
Og því allra heilagasta, ef árshátíð eða ann-
að sparikvöld var á næstu grösum. En þetta
lífseiga hökuhár efldist bara við mótlætið og
bar fagnaðarerindið út til hársekkjanna,
býst ég við, því nú er svo komið að Fluga
telur sig eiga ættir að rekja til skeggjaðrar
sirkuskonu frá Austur-Evrópu í beinan
kvenlegg. Þarf að eiga orð við afa – undir
fjögur augu …
Árvakur/Eggert
Ornella Kristín Thelmudóttir og
Sigrún Elín Haraldsdóttir.
Margrét Irma Jónsdóttir og
Ásdís Ósk Þórsdóttir.
Arna Elísabet Árnadóttir og Arnar Jónsson.
Peter Alexander
og Gísli Pálmi Sigurðsson.
Sigrún og Tinna M.
Árvakur/G.Rúnar
Felix Bergsson, Borgar Garðarsson
og Baldur Þórhallsson.
Hildur Baldursdóttir og Einar Kárason.
Jóhannes Ögmundsson og
Hjördís Þorsteinsdóttir
Flugan
… Ískalt faðmlag og
indverskur hiti …
… Útlits- og innlitsþroski
kvenna og súr ber …
Silja Jóhannsdóttir og Rannveig Anna.
Árvakur/Ómar
Tim Bronson, Davíð Eldur og Jódís.
» Leikritið Hetjur var frum-sýnt á nýja sviði Borg-
arleikhússins á föstudaginn.
» Benny Benassi hélt uppistuðinu á Broadway á laug-
ardagskvöldið á vetrarhátíð
Techno.is.
» Styrktartónleikar Félags antirasista fóru fram áGauki á Stöng á föstudagskvöldið.
■ Fim. 7. febrúar kl. 19.30
Myrkir músíkdagar
Einstakur viðburður, frumflutningur tveggja íslenskra sinfónía, eftir
Atla Heimi Sveinsson og John Speight. Tónleikar sem enginn
áhugamaður um spennandi nýja tónlist má missa af.
Stjórnandi: Roland Kluttig. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og
Gunnar Guðbjörnsson. Bakraddir: Hulda Björk Garðarsdóttir,
Sesselja Kristjánsdóttir og Hrólfur Sæmundsson.
■ Lau. 16. febrúar kl. 17
Kristallinn – kammertónleikaröð Þjóðmenningarhúsinu
Fransk-rússneskur kammersirkus. Verk fyrir fjölbreytta hljóðfæra-
skipan eftir Debussy, Ravel og Prokofiev.
■ Fim. 21. febrúar kl. 19.30 – Nokkur sæti laus
Sellósnillingur í toppformi
Daniel Müller-Schott, ein skærasta stjarna sellóheimsins í dag,
leikur einleik í byltingarkenndum konsert Haydns. Einnig eru á
dagskrá forleikur eftir Mozart og Sveitasinfónía Beethovens.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is