Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
50-70% afsláttur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
Nýjar skyrtur
Verðhrun á útsölu
Safaríkt og meyrt saltkjöt á sprengidaginn
– meðhöndlað af matreiðslumeisturum Múlakaffis.
Valdar íslenskar rófur, kartöflur og
dásamleg baunasúpa.
Borðað á staðnum,
sent eða sótt
Þú getur komið og borðað
hjá okkur í Múlakaffi eða tekið
matinn með þér heim. Þú getur
einnig hringt og pantað fyrir
fjölskylduna eða vinnufélagana
– við sendum ykkur góðgætið
heim eða í fyrirtækið.
Hallarmúla 8 • 108 Reykjavík • Sími 553 7737 og 553 6737 • mulakaffi@mulakaffi.is • www.mulakaffi.is
TBWA\REYKJAVÍK \ SÍA 9080206
ÚTSALAN er hafin!
Fjölbreytt úrval tréleikfanga, spila, púsluspila og margt fleira.
Góður afsláttur af völdum vörum
og 10% af öllum öðrum vörum.
Laugavegi 116 • 105 Reykjavík • www.völuskrín.is
Fréttir á SMS
KENNARASAMBAND Íslands
(KÍ) gerir athugasemdir við ýmis
atriði frumvarps til grunnskólalaga
en telur þó að í því felist ýmis mik-
ilvæg nýmæli sem stuðlað geti að
skilvirkara og árangursríkara
skólastarfi.
Kennarasambandið fagnar því að
frumvarpið er skrifað út frá hags-
munum nemenda og leitast við að
skilgreina skyldur og réttindi nem-
enda. Telur KÍ að það feli í sér
ígildi vinnuverndarlaga fyrir nem-
endur en að ganga eigi lengra í því
að vernda nemendur fyrir of miklu
vinnuálagi. Því leggur KÍ til að
ákvæði um lengd vinnulotna og
ákvæðum um lengd jóla- og páska-
leyfa í núgildandi lögum verði bætt
inn í frumvarpið.
KÍ segir að í frumvarpinu sjáist
glöggt að aðkoma hins almenna
kennara að stjórnun og stjórnkerfi
skólanna sé skert, miðað við ákvæði
núgildandi grunnskólalaga, og legg-
ur KÍ áherslu á að frumvarpið
verði lagfært hvað varðar þátttöku
kennara í stjórnun og skipulagn-
ingu á innra starfi skóla.
Alvarleg athugasemd
Þá gerir KÍ alvarlega athuga-
semd við að skólaárið sé lengt úr
170 dögum í 180 með þeim hætti
sem gert er ráð fyrir í frumvarp-
inu.
Ný lög eiga að mati KÍ að skylda
sveitarfélög til að sinna lágmarks-
þjónustu og tryggja jafnrétti til
náms. KÍ leggur áherslu á að
ákvæði nýrra laga séu afdráttarlaus
og skýrt orðuð svo enginn vafi leiki
á því hverjar séu skyldur sveitarfé-
laganna og hvað lögin þýði fyrir
nemendur, forráðamenn þeirra og
starfsmenn skóla, skipulag skóla-
starfs, skólamannvirki og rekstur,
fjármögnun grunnskóla, gæði
skólastarfs og jafnrétti til náms.
KÍ gerir at-
hugasemd
við lengingu
skólaársins
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs-
ing: „Í ljósi umfjöllunar Morgun-
blaðsins um könnun á aðgengi fatl-
aðra við
Háskóla Íslands vill Röskva,
samtök félagshyggjufólks við HÍ,
benda á eftirfarandi:
Ráð um málefni fatlaðra í Há-
skóla Íslands mun ráða fagaðila til
að gera úttekt á aðgengi hreyfi-
hamlaðra í nýbyggingum Háskóla
Íslands í febrúar. Þetta var ákveð-
ið á fundi ráðsins í desember en
fulltrúi stúdenta þar er Finnborg
Salome Steinþórsdóttir, sem situr
fyrir hönd Röskvu. Hún er jafn-
framt formaður jafnréttisnefndar
stúdentaráðs en Röskva hefur ver-
ið með meirihluta í stúdentaráði
undanfarið ár. Röskva hefur haldið
utan um jafnréttisnefnd stúdenta-
ráðs undanfarin þrjú ár og meðal
annars blindraletursmerkt allar
háskólabyggingarnar. Í samstarfi
við bygginganefnd HÍ verða nýju
byggingarnar, Háskólatorg, Gimli
og Tröð, blindraletursmerktar á
vorönn.
Það er því í hæsta máta und-
arlegt að Fjóla Einarsdóttir,
fulltrúi Vöku, skuli ráðast í úttekt
á aðgengi fatlaðra upp á eigin
spýtur, vitandi það að Háskólinn
sjálfur muni kosta slíka úttekt að-
eins mánuði seinna. Jafnframt
vakna spurningar um hæfni henn-
ar til að gera slíka úttekt á vís-
indalegan og gagnlegan hátt. Hlýt-
ur þetta því að skrifast sem ódýr
brella, viku fyrir stúdentaráðs-
kosningar.“
Úttekt á
aðgengi
fatlaðra
♦♦♦