Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 19
fjármál fjölskyldunnar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 19
anum. Fnykurinn var
svo ferlegur að Víkverji
tók til fótanna og rauk
út í dauðans ofboði. Það
tók hann tvo daga að
jafna sig í hálsinum eft-
ir allan mökkinn.
Eftir að bannið tók
gildi hefur Víkverji
notið þess út í ystu æs-
ar að dreypa á rauðvíni
sér til heilsubótar, sál-
argagns og hugsvöl-
unar. Það fór því hroll-
ur um Víkverja þegar
hann frétti að félag
kráareigenda í borg-
inni hefði ákveðið að
mótmæla tóbaks-
varnalögunum með því að leyfa við-
skiptavinum sínum að eitra loftið
fyrir öðrum þegar vetrarkuldinn er
sem mestur úti.
Hann vonar að yfirvöld hafi dug í
sér til að framfylgja lögunum eða
verða við þeirri kröfu kráareigend-
anna að þeir fái að bjóða upp á eyk-
herbergi fyrir þá gesti sem eru
bundnir fjötrum nikótínsins.
Að öðrum kosti væri það sjálfsögð
krafa að þingmenn okkar væru sjálf-
um sér samkvæmir og bönnuðu
reykingar í Alþingishúsinu.
Víkverji dagsins erekki hrifinn af öll-
um boðum og bönnum
en gladdist mjög þegar
reykingar voru bann-
aðar inni á veit-
ingastöðum. Víkverji
skilur þó vel óánægju
sumra reykingamanna
með bannið því hann
reykti sjálfur í mörg ár
þar til hann tileinkaði
sér lífsspeki Hugos
Chavez og kenningar
hans um „hinn nýja
mann“. Chavez hefur
sem kunnugt er hafið
heilaga herferð gegn
hvers kyns ósiðsemi og
óhollustu, allt frá brennivíni til of
mikillar blóðfitu, og fylgt því eftir
með því að hækka skatta á tóbak og
annan óþverra.
Skömmu áður en reykingabannið
tók gildi hætti Víkverji sér í eina af
vínstofum miðborgarinnar til að
dreypa á rauðvínsglasi dagsins.
Hann valdi sæti sem næst dyrum
vínstofunnar í von um fá ferskt loft
þegar þær voru opnar, en öðru nær:
það var eins og allur reykur vínstof-
unnar sogaðist að Víkverja sem varð
náfölur og ætlaði varla að ná and-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
R
ysjótt veðurfar í vetur
er ekki alslæmt. Tíðin
hefur skilið eftir sig
snjó, útivistarfólki til
ánægju og yndisauka,
eftir að minnsta kosti arfaslök tvö
undanfarin skíðaár á Fróni. „Það
hefur verið mikið fjör í skíðadeildinni
og farið að vanta inn í stærðir sem
kemur innkaupamönnum svolítið í
opna skjöldu. Við eigum þó enn allar
græjur, en kannski í minna magni en
áætlað var,“ segir Agnar Bogi
Sturluson, sölumaður hjá Intersport,
og Gísli Páll Hannesson, versl-
unarstjóri hjá Útilífi tekur undir.
15-20% pakkaafslættir veittir
Til að koma barninu sem ódýrast í
skíðabrekkurnar á meðan það prófar
sig áfram í sportinu er auðvitað best
að hringja í vini og kunningja og fá
útbúnað lánaðan eða keyptan ódýrt
því margir búa yfir geymslum með
góðum græjum. Hinn kosturinn er
að fara í næstu verslun og kaupa nýj-
an búnað á ungana sína.
Samkvæmt lauslegri athugun
Daglegs lífs er hagstæðast að kaupa
svokallaða „pakka“, sem innihalda
skíði eða bretti, bindingar og skó og
er þá veittur 15-20% pakkaafsláttur.
Þannig kostar ódýrasti barnaskíða-
pakkinn í Intersport 19.900 krónur
með 20% pakkaafslætti og hjá Útilífi
eru barnaskíðapakkar frá 18.674
krónum með 15% pakkaafslætti,
samkvæmt upplýsingum sölumanna.
Skíðastafir kosta að auki í kringum
1.500 krónur. Brettapakkar fyrir tíu
ára börn eru í kringum 32 þúsund
krónur með 20% pakkaafslætti hjá
báðum verslunum.
Enginn er nú maður með mönnum
öðruvísi en að vera á svokölluðum
Carving-skíðum, sem þurfa að ná að
minnsta kosti upp í hökuhæð og best
er að velja skíðaskó í mýkri kant-
inum fyrir byrjendur svo menn ör-
magnist ekki strax í brekkunum.
„Óvanir skíðamenn verða fljótt
þreyttir í fótunum í of stífum skóm,
en eftir því sem tækninni og hrað-
anum fleytir fram, kallar það á stífari
skó og skíði,“ segir Gísli og bætir við
að mismunandi verð á skíðapökkum
liggi gjarnan í skónum, sem verða
dýrari eftir því sem smellunum fjölg-
ar. Verð á skóm liggi frá tæpum sex
þúsund krónum og upp í ellefu þús-
und, en börnum, sem ekki að skíða af
krafti fyrir keppni, dugi vel einföld-
ustu gerðir af skóm. „Við mælum svo
með að fólk skipti um bindingar á sjö
ára fresti, þyki mönnum vænt um
krossböndin sín því plastið í binding-
unum er ekki eilíft,“ segir Gísli.
Eins eru hjálmar bráðnauðsynleg
öryggistæki í skíðabrekkunum. Ung-
ir skíðamenn þurfa líka að sjá vel frá
sér og skíðagleraugu eru talin góð
hjálpartæki gegn endurkasti. Nærri
lætur að skíðahjálmar kosti um sex
þúsund krónur og gleraugu tvö til
þrjú þúsund krónur. Það hefur auk
þess færst í vöxt að menn klæðist
svokölluðum bakbrynjum, sem kosta
frá rúmum fimm þúsund krónum
upp í tæpar tíu þúsund.
Forðast bómullina
Ekki er nóg að leggja af stað í fjall-
ið með nútíma græjur í farteskinu –
það þarf líka að verjast íslensku
nepjunni. Skíðafatnaðurinn fylgir
líklega heldur meiri tískusveiflum en
nauðsynleg skíðatól, að sögn sölu-
manna, þó það sé auðvitað mjög per-
sónubundið hversu flott fólk vill vera
á því. Í stað skíðasamfestinga áður,
þykja tvískiptir skíðagallar nú miklu
smartari og praktískari því þá er
hægt að klæða sig úr efri spjörinni ef
þurfa þykir auk þess sem sumir
skíðastakkar eru þannig úr garði
gerðir að hægt er að renna ermunum
af. Skíðagallar eru á misjöfnu verði
þó algengt verð á tvískiptum barna-
skíðagöllum leggi sig á rúmar tíu
þúsund krónur.
Þá er ótalið það sem mestu máli
skiptir til að verjast kuldabola sem
eru góð nærföt og góðir skíðasokkar.
„Forðast skal bómull eins og heitan
eldinn því hún heldur í sér raka. Hún
drekkur í sig svita með þeim afleið-
ingum að menn snarkólna niður í
kakópásum og ná ekki að hita sig al-
mennilega upp á ný. Næst lík-
amanum þarf því gerviefni eða ekta
ull eða blöndu af hvoru tveggja. Heit-
fengnir ættu, að sögn Agnars, að
velja heldur gerviefnasett en ull-
arblönduna. Skíðasokkarnir þurfa að
vera háir til að stroffið nái upp fyrir
skíðaskóna. Undirfötin, það er síð-
brók og treyju, er hægt að fá úr
gerviefnum á tæpar 2.300 krónur í
Intersport svo dæmi sé tekið og á
sama stað kostar ullarsett, sem er úr
80% ull og 20% gerviefni, tæpar sjö
þúsund krónur. Skíðasokkar kosta
svo á bilinu 800 til 2.000 krónur.
Notað, nýtt og til leigu
Skiptimarkaðir eru fátíðir hér á
landi, en Skíðaþjónustan á Akureyri
selur bæði notaðan og nýjan skíða-
búnað auk þess að vera með viðgerð-
arþjónustu og skíðaleigu. „Notaðir
barnaskíðapakkar, sem innihalda
skíði, skó, bindingar og stafi, kosta 8
til 12 þúsund krónur á meðan nýr
búnaður á börn kostar frá 18 og upp í
24 þúsund krónur,“ segir Viðar Við-
arsson, sölumaður hjá Skíðaþjónust-
unni. Skíðaútbúnað er hægt að fá
leigðan þar fyrir 1.500 kr. fyrir fyrsta
dag og 1.000 kr. fyrir næsta dag. „En
ef leigutakinn vill til dæmis leigja út-
búnaðinn í vikutíma, er leigan þrjú
þúsund fyrir börn og fjögur þúsund
fyrir fullorðna,“ segir Viðar.
Í boði er skíðakennsla um helgar
fyrir börn bæði í Bláfjöllum og í Hlíð-
arfjalli. Kennslan er ókeypis í Blá-
fjöllum milli kl. 11.00 og 15.00 en tek-
ið er gjald vegna skíðakennslunnar í
Hlíðarfjalli. Tveggja tíma kennsla í
einn dag kostar þar 2.000 kr. á barn
og fjögurra tíma kennsla frá 10.00-
14.00 með pitsuhádegisverði er á
3.500 kr. Verði kennsludagarnir fleiri
er veittur afsláttur auk systk-
inaafsláttar.
Þegar reiknivélin er tekin upp læt-
ur nærri að skíðapakkinn með nauð-
synlegum útbúnaði kosti um fimmtíu
þúsund krónur. Þá eru ótalin lyftu-
gjöld skíðasvæðanna, en bæði í Hlíð-
arfjalli og í Bláfjöllum kostar dag-
skort fyrir börn 550 krónur. Svo
verða menn bara að meta það hvort
fjárfesting á borð við þessa verði til
ánægju og yndisauka og svari þannig
kostnaði.
join@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Bláfjöll Með hækkandi sól getur tækifærum til slíkra daga fjölgað, haldi snjónum áfram að kyngja niður.
Pakkaverðið langbest
Skíða- og brettapakkar
hafa selst eins og heitar
lummur að undan-
förnu. En hvað skyldi
það kosta að koma
barninu sínu á byrj-
unarreit í skíðabrekk-
unum? Jóhanna Ingv-
arsdóttir velti fyrir sér
kostnaði við nauðsyn-
legar græjur.
Morgunblaðið/Kristján
Hlíðarfjall Búnaðurinn er misdýr eftir því hvort keypt er nýtt eða notað.