Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 30
30 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG VIL AÐ ÞAÐ SÉ GÓÐ LYKT AF MÉR ÞEGAR ÉG HITTI LÍSU „MIÐNÆTUR MÖMMU STRÁKUR“ HVAÐA ILMVATN ÆTTI ÉG AÐ NOTA? „ÁST Í FLÖSKU“ HVAÐ SEGIR ÞÚ UM, „BEINT ÚR HREINSUN“? VILTU EKKI BARA FARA MEÐ ODDA OG VELTA ÞÉR UPP ÚR EIN- HVERJU MEÐ HONUM? ÞETTA ER ÞAÐ HEIMSKULEGASTA SEM ÉG HEF Á ÆVINNI HEYRT! ÞÚ VARST AÐ ENDA VIÐ AÐ MÓÐGA ÞAÐ SEM SKIPTIR MIG MESTU MÁLI! HÆTTU AÐ TALA UM ÞETTA GRASKER! ER ÞAÐ SKILIÐ? ÞAÐ ER ALLT OF HEITT ÚTI VIÐ GETUM FARIÐ AÐ VAÐA Í LÆKNUM ÞESSI LÆKUR ER ALLT OF KALDUR ÞÚ GETUR SEST Í SKUGGANN ÞAÐ ER ALLT OF DIMMT HÉRNA VILTU EKKI BARA SITJA INNI MEÐ LOKAÐA GLUGGA OG KVEIKT Á VIFTUNNI? ÉG VAR AÐ ÞVÍ, ÞANGAÐ TIL MAMMA HENTI MÉR HINGAÐ ÚT! ÉG VAR AÐ GRÍNAST ÞETTA ERU OLSEN TVÍBURARNIR... HÚN ER AÐ FARA Á TVÖFALT STEFNUMÓT HVAÐA TVEIR STRÁKAR ERU ÞETTA SEM VORU AÐ FARA MEÐ DÓTTUR OKKAR? VILTU BLESSA ÞESSA MÁLTIÐ. ÉG ÞAKKA ÞÉR FYRIR AÐ HAFA BLESSAÐ MIG MEÐ ÞEIRRI HAMINGJU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ ÞURFA EKKI AÐ FARA SVANGUR Í RÚMIÐ... HÆTTU ÞESSU OG BÍTTU MIG BARA Í FÓTINN! ÉG VIL EKKI ÞURFA AÐ KVÍÐA ÞESSU Í ALLAN DAG MIKIÐ ER GOTT AÐ ÞÚ FANNST HÖGNA! HANN VAR EKKI AÐ SLÁST VIÐ AÐRA KETTI. HANN FESTIST BARA INNI Í SKÚRNUM OG HVAÐ LÆRÐUM VIÐ AF ÞESSU? AÐ VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR? NEI... AÐ VIÐ ÆTTUM EKKI AÐ HLEYPA HONUM ÚT AFTUR ÞÚ ERT KANNSKI NÓGU STERKUR TIL AÐ BRJÓTA KEÐJURNAR, EN ÞÚ ERT EKKI SKOTHELDUR ÉG GÆTI STOKKIÐ FRÁ ÁÐUR EN HANN TEKUR Í GIKKINN, EN... NARNA STENDUR FYRIR AFTAN MIG! dagbók|velvakandi Frelsun Reykjavíkur - og mannhelgi Ólafs ÞAÐ hefur verið þung byrði að vera Íslendingur á erlendri grund í þeim frónska stjórnmálafarsa er rekja má til loka „Kalda stríðsins“ þá er ör- væntingafullir kommúnistar reyndu að umbreyta sér í borgaralega og lýðræðislega stjórnmálamenn. Í þeim pólitíska loddaraleik hafa kommúnistar komist til valda í gjörvöllu íslenska stjórnkerfinu frá forseta, til vinstri slagsíðu núverandi ríkistjórnar, í sveitarstjórnum og til metorða í borgarstjórn Reykjavíkur. En skyndilega er þessum pólitíska látbragðsleik íslenskra kommúnista lokið og æstur anarkismaskríll sam- eignarsinna æðir um götur, torg og fundarsali Ráðhúss Reykjavíkur - í sjálfri höfuðborg hins (ennþá) full- valda lýðveldis Íslands. Bréfritara er nú mikill léttir að eiga ekki það sameiginlegt með þjáðum íbúum Norður-Kóreu, Kína og Kúbu að borgarstjórar höf- uðborga þessara kommúnistaríkja eru allir kommúnistar en Reykjavík ein er nú frjáls – Ólafur F. Magn- ússon, borgarstjóri, hefur frelsað höfuðstað Íslands. Það er ekki nýtt að íslenskir fjöl- miðlar, hliðhollir kommúnistum, æsi almenning gegn lýðræðislega kjörn- um meirihluta - en nýlunda er að hin nýendurglæddu laissez-faire- efnhagsöfl sjái sér hag í því að beita sér gegn núverandi lýðræðislega kjörnum meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Þung eru nú „oturs- gjöldin“. Það eru einkenni heildarhyggju kommúnista að fórna persónuhags- munum einstaklinga fyrir markmið alræðishyggju sameignarstefnu þannig að einstaklingurinn hverfur og verður að æstum múg sem auð- veldara er að kúga. Þessi einkenni alræðishyggju má glögg marka á illri slægðarmælgi kommúnista er beinist nú gegn persónu Ólafs F. Magnússonar - og virða sameign- arsinnar þar ekki mannhelgi borg- arstjóra eða hans nánustu. Hinn mikli þögli meirihluti lýð- ræðissinnaðra Reykvíkinga á nú að slá upp skaldborg um borgarstjóra sinn – lýðræði gegn bolsjevisma – lýðræði gegn alræði. Ólafs F. Magnússonar, borg- arstjóra, verður minnst í sögu Reykjavíkur sem karlmennis er steig fram og frelsaði höfuðborg Ís- lands úr krumlu myrkramarbendils íslenskra kommúnista – og er það vel. Halldór Eiríkur S. Jónhildarson. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is NÚ fer að verða hart í ári hjá hinum litlu fiðruðu vinum okkar. Þeim finnst gott að fá feitmeti í bland við fuglafóður. Þeir sem fóðra fuglana verða að gæta þess að gefa þeim á stöðum þar sem kettir ná ekki til þeirra. Árvakur/Árni Sæberg Þröngt í búi hjá smáfuglunum FRÉTTIR HAGKAUP og Kópavogsdeild Rauða krossins hafa gert með sér samning um að Hagkaup styrki verkefnið „Föt sem framlag“ árlega í þrjú ár. Styrk- ur Hagkaupa nemur um helmingi af kostnaði Kópavogsdeildar við verk- efnið og gerir deildinni kleift að standa að verkefninu af þeim krafti og metnaði sem hugur stendur til. Í fréttatilkynningu segir að sjálf- boðaliðar á öllum aldri saumi og prjóni fatnað fyrir verkefnið og útbúi ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar víðs vegar um heim, mest til Malaví og Gambíu. Sjálf- boðaliðar Kópavogsdeildar hafa frá árinu 2002 útbúið tæplega 3.000 ung- barnapakka en um 50 sjálfboðaliðar starfa við verkefnið. Síðasta miðviku- dag hvers mánaðar kl. 16-18 mæta að jafnaði um 35 konur í sjálfboðamið- stöð deildarinnar til að vinna að verk- efninu. Pökkunum hefur verið dreift til barnaheimila fyrir HIV-smituð börn, til barnafjölskyldna sem heimsókna- vinir malavíska Rauða krossins heim- sækja í tengslum við alnæmisverk- efni, til þurfandi mæðra, til fórnarlamba bruna og nátt- úruhamfara og til flóttamannafjöl- skyldna. Stuðningur Linda Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kópavogs- deildar, Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, og Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, undirrituðu samninginn í dag. Þau eru hér í hópi sjálfboðaliða sem starfa að verkefninu Föt sem framlag. Hagkaup styrkja verkefni í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.