Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 18
|mánudagur|4. 2. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Árvakur/Kristinn
Kattakrakkar Dagbjört með Nóa en Haukur með uppáhaldið Leó sem hann segir mesta gáfnaljósið í hópnum. Borðar spaghettí Freyja er Garfield-köttur, elst og efst að virðingu.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þ
eim virðist semja þokka-
lega vel köttunum sjö
sem búa saman á einu
heimili í útjaðri borg-
arinnar, þótt engir hafi
flutt inn á sama tíma og engir tveir
séu af sömu tegund. Þeim hefur
fjölgað jafnt og þétt frá því fyrir fjór-
um árum þegar læðan Freyja, sú
elsta og virtasta í hópnum, flutti inn á
heimilið, þá sex ára gömul. Fyrri eig-
andi þurfti að láta hana frá sér vegna
barneigna og ofnæmis.
Freyja er af kattategundinni ex-
otic shorthair sem er sama tegund og
hinn heimsfrægi Garfield (Grettir).
Hún er fjarska lík honum í útliti og
hefur sama geðslag, er sérlega mikið
fyrir að láta klappa sér og er algjör
dekurrófa sem borðar spaghettí með
bestu lyst, rétt eins og teiknimynda-
kötturinn tvífari hennar.
Freyja er eina læðan í hópnum en
fresskettirnir sex sýna henni engan
yfirgang. Enda er hún mjög vönd að
virðingu sinni og hætt öllum barna-
skap. Hún horfði til dæmis skilnings-
vana augum á yngsta meðliminn þeg-
ar hann kom sem kettlingur fyrir
tæpu ári og lék sér eins og kettlinga
er háttur. Úr frekar fyrirlitlegu
augnaráði hennar mátti lesa: Hvern-
ig nennirðu þessu, krakkaskratti?
Þetta minnir óneitanlega á viðhorf
Grettis til sér lægra settra dýra.
Gáfnaljósið, töffarinn og
veiðiklóin
Nokkrum mánuðum eftir að
Freyja flutti inn gerðu börnin á
heimilinu, Haukur og Dagbjört,
kröfu um að fá kettling. Því var tæki-
færið gripið þegar auglýstir voru gef-
ins kettlingar og Hrói kom til sög-
unnar, rauðbröndóttur, lítill og smár
og einstaklega matvandur. Freyja
gamla var ekkert rosalega hrifin af
þessum kjána en það gekk nú samt.
Þriðji var Leó, grár, stór og vold-
ugur kafloðinn norskur skóg-
arköttur. Hann kom úr Kattholti og
enginn veit hvað hann er gamall en
hann er í miklu uppáhaldi hjá Hauki,
enda er Leó sérlega skemmtilegur
persónuleiki. „Leó er mjög vitur.
Hann er mesta gáfnaljósið og hann
er eiginlega afinn í hópnum,“ segir
Haukur og bætir við að sér líki vel í
fari Leós hversu mikill veiðiköttur
hann sé og töffari. „Hann er hug-
rakkur og hefur til dæmis ráðist á
schäferhund. Hann kemur líka oft
heim með mýs í kjaftinum. Hann á þó
sínar mjúku hliðar og tók til dæmis
að sér Hróa og Tígra þegar þeir
komu sem litlir kettlingar og passaði
þá mjög vel. Hins vegar gerir hann
kattamun og vildi ekki sjá Litla
skratta þegar hann flutti hingað sem
kettlingur. Freyja tók þá hlutverkið
að sér og varð verndarengill Litla
skratta. Freyja er stundum svolítil
frenja, þótt hún sé kelin. Það er ekki
óhætt að vera í gallabuxum nálægt
henni, þá klórar hún mann í gegn.“
Köttur sólginn í ostapopp
Fjórði kötturinn var Tígri, sem er
rauðbröndóttur eins og Hrói, en
hann kom sem kettlingur af því vin-
kona þurfti að losna við kettlinga og
þau stóðust hann ekki, enda fannst
þeim sig ekkert muna um að fá einn
kött í viðbót. Tígri hefur alla tíð verið
mikill útiköttur og sést ekki oft
heima. Hann gefur minnst af sér og
hefur ekki verið hrifinn af mannfólki
síðan Dagbjört reyndi að baða hann.
Fljótlega fannst fjölskyldu-
meðlimum þurfa að auka fjölbreytn-
Sjö katta sambúð
Vinkonur Dagbjört og Freyja gamla eru hændar hvor að annarri. Nýjastur Bjartur vill vera út af fyrir sig og er að spá í að flytja í hesthúsið.
ina og því var síamskötturinn Mýsla
sóttur í Kattholt. Hún staldraði þó
stutt við, aðlagaðist illa þeim köttum
sem voru fyrir á heimilinu og saknaði
bróður síns sárt. Hún fékk að fara
aftur til hans og enduðu þau systk-
inin saman á öðru góðu heimili.
Mýsla var samt einstaklega
skemmtileg og át til dæmis ostapopp
með krökkunum þegar þau voru að
horfa á sjónvarpið.
Fljótlega var leitað fleiri tegunda
og næsti köttur var bengalköttur frá
Nátthaga, en hann var ekki lengi
frekar en Mýsla því þótt hann væri
mjög mannelskur hataði hann aðra
ketti og slagsmálin voru stöðug.
Hann flutti því á annað heimili hjá
góðum kunningja og unir hag sínum
vel þar, kóngur í ríki sínu. Til að bæta
upp þessa tvo sem ekki festu rætur
flutti persinn Nói næstur inn, en
hann er síðhærð kelirófa sem kann
vel við sig í kattafjörinu.
Eitt sinn voru gæludýrin þrjátíu
Sjötti kötturinn er yngstur í hópn-
um, kolsvartur og snögghærður,
tæplega ársgamall. Hann er ýmist
kallaður Litli skratti, Lakkrís,
Blakkur eða Depill. Sjöunda og nýj-
asta eintakið er Bjartur, sem kom
upphaflega í pössun. Hann er mikil
prímadonna og vill vera út af fyrir
sig. Til stendur að hann flytji í hest-
hús fjölskyldunnar, því honum lyndir
ekki vel við hina kettina.
Kettirnir sjö og hestarnir þrír eru
ekki einu skepnurnar sem hafa verið
hluti af þessari dýrelsku fjölskyldu.
Þar bjó eitt sinn tíkin Táta, nokkrir
naggrísir, tólf dverghamstrar og
fuglar. Þegar dýrin voru flest voru
þau rúmlega þrjátíu. Nú er fjöl-
skyldan að spá í að fá sér nýjan hund
og honum þarf væntanlega að vera
vel við ketti.
Hugrakkur töffari Leó er svalur, ræðast á hunda án
þess að hika og það er mikið veiðieðli í honum.
Persinn Nói Hann er friðsamur og skrokkurinn er lítill
en falinn undir miklum feldi sem getur blekkt augað.
Freyja er stundum svolítil
frenja, þó hún sé kelin.
Það er ekki óhætt að vera í
gallabuxum nálægt henni,
þá klórar hún mann í gegn.