Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 21 ég fylgt öllum stöðlum, vitað allt og hugsað skýrt, þá hefði ég ekki átt að fara alla leið.“ Eitt einkenni háfallaveiki sem ekki hefur verið nefnt hingað til er að dómgreindin slævist og hugsanlega hefur það átt sinn þátt í að Engilbert áttaði sig ekki á hinum yfirvofandi veik- indum. Þá verður að horfa til þess að leiðsögumennirnir tóku heldur ekki í taumana, þrátt fyrir að vera vel þjálf- aðir við að meta ástand fjallgöngu- manna. „Ef til vill. treystu þeir okkur fullmikið sjálfum þar sem margir læknar voru í hópnum,“ segir hann. Ekið niður í hjólavagni Það var ekki fyrr en hópurinn komst á tindinn, í 5.895 metra hæð, sem þau áttuðu sig á því að þrír voru orðnir tölu- vert veikir af háfjallaveiki. Tómas Guð- bjartsson kastaði talsvert upp á tind- inum og var máttfarinn en ástand þeirra Engilberts og Magnúsar var töluvert alvarlegra; Engilbert var með lungnabjúg og líklega heilabjúg, þar sem hann var einnig kominn með jafn- vægistruflanir, og Magnús með vaxandi jafnvægisleysi. Eina ráðið sem dugar við þessum veikindum er að fara hratt niður af fjallinu og það gerðu þeir en þurftu báðir fylgdarmann til að styðja við sig, bæði til að auka hraðann og til að koma í veg fyrir að þeir féllu um koll á leiðinni niður brekkur og skriður. Þegar komið var niður í 4.700 metra hæð tók Magnús bólgueyðandi stera og lagði sig og við það batnaði ástand hans skjótt. Hins vegar var ákveðið að fara með Engilbert neðar í fjallið, í 3.600 metra hæð. Þegar þangað var komið taldi hann að ástand sitt hefði lítt skán- að og ákváðu fararstjórarnir þá að hann skyldi fara niður í 1.700 metra hæð. „Þegar ég var búinn að ganga 500 metra af þessum átta kílómetrum sem voru eftir niður í næstu búðir fann ég að ég gæti ekki gengið alla þessa leið,“ segir Engilbert. Hann var því settur á e.k. hjólavagn og þannig var honum ekið niður fjallið úr 4.700 m í 1.700 m. Átta burðarmenn voru með vagninum, einn bar bakpoka og fleira dót en sjö skiptust á að ýta og styðja við vagninn meðan hinir hvíldust. Engilbert hrósar fylgdarmönnunum mjög og segir þá augljóslega hafa lagt sig alla fram. Reynslan situr í þeim Það tók Engilbert um tvær vikur að ná fyrri styrk en bati Magnúsar var sneggri. Aðrir voru sömuleiðis fljótir að ná sér. Þeir Andrés og Engilbert segja báðir að það hafi komið þeim verulega á óvart hversu alvarleg veikindin urðu. „Við áttum von á því að finna fyrir há- fjallaveiki en við áttum ekki von á því að menn fengju heilabjúg og lungna- bjúg,“ segir Engilbert. Þá sé athygl- isvert að þeir sem veiktust mest voru ekki síst þeir sem voru í besta forminu, þ.e. Magnús, Engilbert og Tómas. Reynsla þeirra sýni að það borgi sig að taka lengri tíma til að fara upp fjallið og fá þannig lengri tíma til að aðlagast hæðinni og þar með draga úr líkunum á háfjallaveiki, heilabjúg og lungnabjúg. Lausnin sé í raun ekki sú að taka sem mest af lyfjum með á fjallið, þótt nauð- synlegt sé að hafa þau með, lendi menn í vandræðum. Íslendingum hafi raunar mörgum gengið vel að ná tindinum á hefðbundn- um tíma, um 4½ sólarhring en þeim finnst líklegt að margir þurfi að harka verulega af sér. „Bara með því að bæta við einum til tveimur dögum verður ferðin bæði öruggari og menn njóta hennar betur,“ segir Andrés. Reynsla félaganna í FÍFL gerði það að verkum að þeir fengu enn meiri áhuga á háfjallaveiki og rannsóknum á henni. Í kjölfarið stóð Tómas að því ásamt Gunnari Guðmundssyni lungna- lækni að fá tvo erlenda sérfræðinga í háfjallaveiki til að halda fyrirlestra á Læknadögum sem lauk í síðustu viku. Andrés og Engilbert segja mikilvægt fyrir íslenska lækna að kynna sér or- sakir og afleiðingar háfjallveiki enda fari mikill fjöldi Íslendinga í fjallgöngur á há fjöll erlendis og séu því í hættu á að veikjast. „Ég gat ekki gengið uppréttur vegna svima heldur varð að ganga boginn í baki. Ef ég rétti úr mér varð sviminn of mikill,“ segir hann. Öndunin var auk þess of hröð og Andrés gerði sér grein fyrir því að ef eitthvað kæmi upp á hefði hann ekkert upp á að hlaupa enda bæði búinn að taka Diamox og sterana. „Ég var búinn með varatankinn,“ segir hann. Þrír til viðbótar sneru við áður en komið var upp á fjallsbrún, að Gilman’s point sem er í 5.685 metra hæð. Í Gilman’s Point var Magnús Gott- freðsson farinn að finna fyrir jafnvæg- istruflunum sem geta verið fyrsta ein- kenni heilabjúgs. Leiðsögumennirnir létu Magnús þá þreyta jafnvægispróf og skáru síðan upp úr um að honum væri óhætt að halda áfram. Engilbert taldi sig vera í ágætum málum þótt honum þætti svolítið undarlegt hversu þyrstur hann var, þrátt fyrir að hann hafði drukkið mun meira af vatni en ferðafélagarnir um nóttina. Hann áttaði sig seinna á því að ástæðan fyrir þorstanum var að hann var kominn með lungnabjúg sem lýsir sér þannig að vatn safnast saman í lungunum og dregur úr getu þeirra til að taka upp súrefni og losa út koltvísýr- ing. Verulegur hluti af vatninu sem Engilbert drakk fór því út í lungun. Engilbert var hins vegar alls ekki þrek- laus og þrátt fyrir einkennin sem hann fann til áttaði hann sig ekki á því að hann væri að veikjast af háfjallaveiki. „Ég hélt að maður gæti ekki orðið al- varlega veikur af lungnabjúg eða heila- bjúg nema að fá fyrst höfuðverk, ógleði eða svima. En ég fékk ekkert af þessu. Líklega hef ég ekki lesið mér nægilega vel til áður en ég fór en ég las um það eftir á að þetta er þekkt atburðarrás. Menn fá svefntruflanir, blóð í hráka og byrjandi hryglu og þetta eru alltaf hættumerki fyrir yfirvofandi lungna- bjúg. Þannig að strangt til tekið, hefði hætta á því að aukaverk- m, örlyndið og bjartsýn- verkum að dómgreindin n haldi lengur áfram upp er hollt og stefni sér og Tekið er fram að þetta á lfelli Andrésar. uðleitur hráki var komið, í 4.300 metra lbert enn ágætlega. Fyr- aveiki voru þó voru þó sér kræla þótt Engilbert grein fyrir því. Hann gat sofið nema í 4-5 klukku- u og andaði mun örar en r hann lagðist til svefns. r farið að hrygla svolítið í kinn var orðinn rauðleit- ði nú bara með mér að ra smá bronkítis. Maður iklu og fíngerðu eldjall- aldrei séð jafnfíngert ryk fjalli,“ segir hann. eiðin áður en haldið er tindinn er um 11 kíló- engið er yfir sléttu og á menn sig úr 4.300 metr- tra. Á þessari leið voru pnum byrjaðir að finna um einkennum hæðar- n Engilberts. Fólk var og ambögur hrundu út fólki. Einföld verk, eins egghlífum utan á göngu- mum erfið og flókin. Allir n voru þó ákveðnir í að um miðnættið upp síðasta dinum, þótt sumir hafi ð með hálfum hug. rnar heita Kibo Hut og tra hæð. Þá eru eftir um á tindinn en til saman- nisskífan á Þverfellshorni 720 metra hæð. Fljótlega t úr hópnum. Andrés var æð þegar hann hætti við. ir á Kilimanjaro arar og landsliðsmaður í skvassi, fengu alvarlegustu einkennin lið, helst einn til tvo aukadaga umfram það sem oftast er gert inn með hæðartruflanir og áhrifa lungnabjúgs tekið að gæta hjá þá. Á myndinni sjást Engilbert, Magnús Karl Magnússon, Dagný ns og sá sem Engilbert var fluttur á, reyrður í svefnpoka. SORG, vonbrigði og tilfallandi geð- sveiflur eða geðbrigði eru hluti af eðlilegri líðan mannsins. Langvinn vanlíðan með viðvarandi depurð, vonleysi og þeirri hugsun að flest eða allt sé tilgangslaust eru hins vegar einkenni um sjúklegt þunglyndi. Sé vanlíðanin svo alvarleg að hún skerði námsgetu eða vinnuþrek og valdi truflun á einkalífi er um að ræða alvarlegt þung- lyndi. Margir eiga erfitt með að horfast í augu við að þeir séu veikir með þessum hætti sem er slæmt því þeir leita þá síður meðferðar og verða af stuðningi ættingja, vina og starfsfélaga. Fordómar eru því miður enn til staðar í samfélaginu og hindra eðli- lega umræðu um þessi mál. Þótt þunglyndi sé algengt er það því miður oft falið. Talið er að ekki greinist nema um það bil helmingur þeirra sem veikjast af sjúklegu þunglyndi. Það er slæmt að fólk þjáist án þess að leita sér aðstoðar þar sem áhrifarík meðferð er til. Læknisfræðilega er þung- lyndi flokkað sem sjúkdómur sem veldur ekki eingöngu sálrænum einkennum, held- ur margvíslegum áhrifum á mörg líffærakerfi líkamans. Orsaka er að leita í flóknu samspili arf- gengra áhættuþátta, áfalla og viðvarandi álags sem móta viðbrögð einstaklingsins gegn streitu og áföllum og auka líkur á sjúklegu þunglyndi. Allir geta orðið fyrir því að veikjast af þunglyndi. Þunglyndi er algengur sjúkdómur Talið er að á hverjum tíma séu um 4-6% þjóðarinnar með sjúklegt þunglyndi, þ.e. 12-18 þúsund manns. Samkvæmt rann- sóknum er margt sem bendir til þess að algengi sjúklegs þunglyndis hafi aukist undanfarna áratugi. Vísindaleg skýring á þessu liggur ekki fyrir en erfitt er að skýra þetta eingöngu með líffræðilegum þáttum og því er talið að félagslegir þætt- ir skipti miklu máli. Aukningin er þó fyrst og fremst í mildum og meðaldjúpum teg- undum þunglyndis en alvarlegt þunglyndi virðist lítið hafa aukist undanfarin ár og áratugi. Áhættan á að fá þunglyndi ein- hvern tíma á ævinni er um einn á móti tíu hjá körlum en um einn á móti fimm hjá konum. Margar tegundir þunglyndis Til eru margskonar tegundir þung- lyndis þótt megineinkennin séu alltaf hin sömu. Stundum hefst þunglyndið í kjölfar augljósra ástæðna, svo sem áfalla. Það getur þó einnig komið hægt og sígandi með minna áberandi hætti svo erfiðara er að átta sig á því hvenær það hófst og hvaða tengsl eru við einstaka atburði. Í læknisfræðinni er þunglyndið flokkað fyrst og fremst eftir tveimur leiðum; í fyrsta lagi eftir orsökum og í öðru lagi eft- ir sjúkdómsferli. Dæmi um hinar ýmsu tegundir þunglyndis eru: Skammdeg- isþunglyndi, þunglyndi á meðgöngu, fæð- ingarþunglyndi, álagsdepurð tengd streitu, áfalladepurð í kjölfar áfalls, þung- lyndi tengt geðhvörfum og óyndi. Algeng- ast er að þunglyndi standi í nokkra mán- uði en sumar tegundir þunglyndis hafa tilhneigingu til að verða langvinnar og endurtaka sig. Helstu einkenni þunglyndis 1. Tilfinningafátækt og vonleysi – dep- urð eða lækkað geðslag – kvíði og órói – lágt sjálfsmat og sjálfsásakanir – hugs- anlegar ranghugmyndir – tilgangsleysi, lífsleiði og sjálfsvígshugsanir 2. Hömlun – minnkuð virkni – tregða í hugsun – einbeitingarskerðing – minn- istruflun – áhugaleysi – framtaksleysi – óákveðni 3. Líkamleg einkenni – þreyta – minnk- uð eða aukin matarlyst – munnþurrkur – hægðatregða – svefntruflanir, sér- staklega árvökur – stirðleiki og verkir. 4. Breyting á hegðun og samskiptum – pirringur – neikvæðni – óþolinmæði – aukin áfengisnotkun. Sjúkdómsgreining Sjúkdómsgreiningin er framkvæmd af lækni. Tekin er sjúkrasaga, gerð líkams- skoðun og stundum blóðrannsókn til að útiloka aðra sjúkdóma en engin blóðpróf eru til sem greina þunglyndi sérstaklega. Oft eru notaðir spurningalistar sem sjúk- lingurinn svarar sjálfur og læknirinn notar til að meta einkenni. Geðlæknir fram- kvæmir nánari greiningu með viðtali og geðskoðun ef þörf er á. Meðferð Markmið meðferðarinnar er ekki ein- ungis að draga úr sjúkdómseinkennum, heldur einnig að aðstoða einstaklinginn við að vinna úr áföllum, vonbrigðum, óörygg- iskennd og annarri innri vanlíðan og stuðla að því að hann nái fyrri getu og virkni. Samkvæmt árangursmæl- ingum og reynslu er þetta raunhæft markmið ef beitt er þeim meðferðarúrræðum sem til eru í dag. Helstu þættir meðferðar gegn þunglyndi eru lyfjameðferð og samtalsmeðferð en fleiri atriði geta skipt miklu máli og um þau er fjallað hér á eftir. Margar rannsóknir benda til að samtalsmeðferð sé jafngóð lyfjameðferð gegn mildu þunglyndi en báðar aðferðirnar eru vel virkar. Við alvarlegu þung- lyndi er lyfjameðferð hins vegar öflugasta úrræðið og oftast algjörlega nauðsyn- leg. Henni er þá beitt strax samtímis samtalsmeðferð. Yfirleitt hafa lyfin skjótari áhrif en samtalsmeðferð. Venjulega stendur þung- lyndi í nokkra mánuði en ef meðferð er ekki farin að skila árangri eftir 3-6 mánuði er þörf á frekari athugun og sérhæfari meðferð. Ef langan tíma hefur tekið að ná bata eða ef tilhneiging er til að þunglyndi endurtaki sig er lyfjameðferð og beitt í langan tíma í forvarnaskyni. Líkamsþjálfun hefur góð áhrif á milt og meðaldjúpt þunglyndi en hefur því miður lítil eða engin áhrif á djúpt þunglyndi. Hollt mataræði og reglusemi skiptir miklu. Reynsla lækna er að umræða og fræðsla sé afgerandi þáttur í meðferð þunglyndis. Mikilvægt er að sjúklingur þekki til sjúk- dómseinkenna, hafi skilning á eðli og or- sökum veikindanna og fræðist um horfur. Þetta eflir forvarnargildi meðferðarinnar og dregur úr hættu á endurtekningu sjúk- dómanna og stuðlar að varanlegri bata. Kvíðastillandi lyf og svefnlyf eru oft nauðsynleg, sérstaklega í dýpri tegundum þunglyndis. Við langtímanotkun slíkra lyfja ber að gæta mikillar varkárni þar sem þau geta haft í för með sér ávanahættu. Þeir sem átt hafa í erfiðleikum vegna fíkn- isjúkdóma ættu að forðast notkun slíkra lyfja. Náttúruefni sem unnið er úr Jóhann- esarjurt/runna (Hypericum Perforatum) er talsvert rannsakað. Vitað er að efnið hefur virk áhrif á milt þunglyndi og veldur minni aukaverkunum en hefðbundin þung- lyndislyf. Efnið hefur hins vegar engin áhrif á djúpt þunglyndi. Verkun efnisins er þó ekki nægilega ítarlega könnuð með vís- indalegum hætti svo standist samanburð við rannsóknir á verkun lyfja. Önnur nátt- úruefni eru lítið eða ekkert rannsökuð vís- indalega gegn þunglyndi. Ljósameðferð hefur verið talsvert notuð við árstíðabundnu þunglyndi. Skiptar skoð- anir eru um gagnsemi slíkrar meðferðar og ljóst að hún er mjög einstaklingsbundin. Afleiðingar þunglyndis Afleiðingar þunglyndis fyrir samfélagið eru umtalsverðar vegna tekjutaps ein- staklinga og fyrirtækja enda er þunglyndi meðal algengustu ástæðna fjarveru frá vinnu. Að auki er mikill kostnaður vegna örorku í kjölfar alvarlegustu veikindanna og vinnutaps ættingja. Afleiðingar sjúklegs þunglyndis geta verið margvíslegar og alvarlegar fyrir sjúklinginn og aðstandendur hans ef með- ferð er ekki beitt. Vanlíðanin getur haft áhrif á námsgetu og starfsþrek vegna skerðingar á einbeitingu og úthaldi og margir eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Daglegt líf er raskað, fjárhagslegt sjálf- stæði getur verið í hættu og viðkomandi tapar hæfileikanum til að viðhalda per- sónutengslum sem getur leitt til einangr- unar. Vonleysi getur náð yfirhöndinni og hætta er á uppgjöf. Slíkt ástand veldur að sjálfsögðu hugarangri hjá ættingjum og vinum. En flestum batnar sem betur fer og margir ná sér að fullu. Sjúklegt þunglyndi Eftir Ólaf Þór Ævarsson » Fordómar eru því mið- ur enn til staðar í samfélaginu og hindra eðlilega umræðu um þessi mál. Höfundur er geðlæknir. Ólafur Þ. Ævarsson TENGLAR .................................................... www.heilsuverndarstodin.is www.doktor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.