Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is UMFERÐARSTOFA hefur hrint af stað aug- lýsingaherferð gegn slysavaldi sem felst í að sofna undir stýri og nefnist herferðin einfald- lega „15“ en með því er vísað til þess að ekki þarf nema 15 mínútna svefn til að koma í veg fyrir slys af völdum þessa. Sérstök heimasíða www.15.is hefur verið opnuð í tilefni átaksins. Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu urðu 10 banaslys á árunum 1998-2006 af völd- um þess að ökumaður sofnaði undir stýri og í þeim létust 16 manns. Í þessum tilfellum leiddi rannsókn það í ljós að aðalorsök slyssins var sú að ökumaður sofnaði við akstur. Þessu til viðbótar voru 11 banaslys í umferðinni á sama tímabili þar sem svefn og þreyta voru orsaka- valdar ásamt öðrum þáttum. Í þeim slysum létust 11 manns. Kæfisvefninn hrjáir þúsundir manna Á málþingi Umferðarstofu síðastliðinn fimmtudag var fjallað um syfju og akstur en þar hélt Gunnar Guðmundsson lungnalæknir erindi um helstu orsakir syfju og hvernig greina má og meðhöndla sjúkdóma sem valda syfju. Að sögn hans eru ýmsar ástæður fyrir dagsyfju sem getur komið illilega niður á hæfni fólks til að keyra bíl með ófyrirséðum afleiðing- um. Einn þessara sjúkdóma er kæfisvefn sem talið er 3-4 þúsund konur þjáist af og um tvöfalt fleiri karlar. „Það eru einnig fleiri sjúk- dómar sem trufla svefninn, s.s. fótaóeirð sem lýsir sér í því að fólk finnur sig knúið til að hreyfa fæturna. Oft finnur fólk fyrir þessu á kvöldin en einnig á nóttunni og þá finnur sof- andi fólk ekki endilega fyrir óþægindunum, en hins vegar skynjar líkaminn þau með því að grynna svefninn,“ segir hann. Hægt er að taka á þessu með verkjalyfjum en einnig er fyrir hendi lyfjameðferð og þá bendir Gunnar á að hugsanlega gæti járnskortur valdið fótaóeirð. „En að þessu frátöldu er margt í nútíma- þjóðfélagi sem veldur því að fólk hreinlega sef- ur of lítið. Langflestir þurfa 7-8 tíma svefn en svo virðist sem margir gefi sér ekki tíma til þess að unna sér nauðsynlegrar hvíldar. Einn- ig getur hávaði af ýmsum ástæðum truflað svefninn.“ Svefngæðin þurfa að vera nægileg Gunnar segir að verkir af ýmsum toga, eða lyf vegna annarra óskyldra sjúkdóma geti einnig truflað nætursvefn hjá fólki. Hann bendir á að í raun sé ekki nóg að sofa nógu lengi heldur þarf svefninn að vera nægilega góður. „Það þarf að vera rétt uppbygging á öllum svefnskeiðunum til að fólk hvílist rétt. Svefntími er eitt og svefngæði annað.“ Þótt fólk sé illa sofið bitnar það ekki endi- lega á daglegum störfum en dagsyfjan getur hellst yfir fólk þegar það sest undir stýri að sögn Gunnars. „Rannsóknir sýna að tvö tíma- bil sólarhringsins eru hættulegust gagnvart syfju ökumanna; það er á nóttunni og síðan um eftirmiðdaginn þegar fólk er að aka heim úr vinnunni. Gjarnan kemur syfjan fram þegar lítil umferð er því við þær aðstæður er á vissan hátt minni þörf á einbeitingu ökumanna.“ Gunnar segir mikilvægt að fólk tileinki sér reglulegan svefn, fari alltaf að sofa á sama tíma á kvöldin og forðist hávaða og annað sem getur truflað svefninn. Talið er að um þriðjungur fullorðins fólks finni fyrir dagsyfju þegar litið er yfir eina viku í senn og telst kæfisvefninn þar skæður or- sakavaldur. „Tveir þriðju sjúklinga með kæfisvefn eru of þungir og þeim er því ráðlagt að megra sig og auka hreyfingu. Einnig henta sérstakir bit- gómar sumum en þeir eru smíðaðir úr silíkon- efni og gera það að verkum að neðri kjálkinn færist framar og auðveldar öndun. Þá hafa loftdælur reynst góðar en þar er um að ræða rafknúnar dælur sem flytja loft í gegnum nefið og fyrirbyggja að kokið leggist saman. Í sum- um tilvikum getur einnig gagnast að gera að- gerð á nefi ef nefgöngin eru þröng.“ Gunnar ráðleggur ökumönnum sem finna fyrir syfju í akstri að nema staðar og leggja bílnum þar sem hann veldur ekki annarri um- ferð hættu. „Ökumenn ættu því næst að leggja sig í 15 mínútur en það má mæla með ýmsum ráðum eins og þeim að keyra með opinn glugga eða borða undir stýri ef syfjan hellist yfir fólk. En þetta er ekki raunveruleg hvíld. Ef fólk lendir ítrekað í óhöppum eða er nærri óhöppum vegna þreytu undir stýri þarf það að skoða hvað gæti truflað eðlilegan nætursvefn og leita læknis til að fá viðeigandi meðferð.“ Gunnar er ekki þeirrar skoðunar að taka eigi ökuskírteini af þeim sem eru með kæfi- svefn. Ráðlegra væri að gera ráðstafanir til að stytta biðlista eftir tækjum en 150 manns eru nú á biðlista. Ennfremur varpar hann þeirri hugmynd fram hvort við endurnýjun ökuskír- teinis ætti að hafa spurningalista um kæfi- svefn og jafnframt telur hann að gagnlegt væri að atvinnubílstjórar færu í svefnrann- sóknir. Dauðans alvara að sofna undir stýri Gunnar Guðmundsson. STYTTAN af Gísla Halldórssyni, fyrrverandi forseta Íþrótta- sambands Íslands, verður færð til í Laugardalnum og sett við hliðina á Laugardalshöllinni. Stefán S. Konráðsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að málið hafi verið lengi í deiglunni og ánægjulegt sé að heyra að borg- arráð hafi samþykkt breytinguna. Gísli Halldórsson hafi byggt upp Laugardalinn, en staðsetning stytt- unnar geri það að verkum að fáir sjái hana. Á nýjum stað verði hún hins vegar fyrir allra augum. Gísli Halldórsson þakkar Stefáni fyrir að hafa beitt sér í málinu og er ánægður með ákvörðun borg- arráðs. „Það er ágætt að heyra þetta,“ segir hann. Ávakur/Ómar Dalurinn Styttan af Gísla Halldórssyni er skammt frá þjóðarleikvanginum í Laugardal. Styttan af Gísla Hall- dórssyni færð til Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UNGLINGAFERÐIR og ömmu- og afaferð eru meðal þeirra nýjunga sem má finna í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands (FÍ) fyrir árið 2008 sem kom út fyrir skemmstu. Jafnframt er aukin áhersla lögð á dagsferðir og boðið er upp á girnilegar matar-, sögu- og menningarferðir. Þar að auki mun FÍ bjóða upp á fjallgöngur á brattari og tor- sóttari tinda en oftast áður. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir að til- gangurinn með ömmu- og afaferðinni sé að gefa ömmum og öfum tækifæri til að njóta náttúrunnar með barna- börnunum. Gengið er eftir Laugaveginum, milli Land- mannalauga og Þórsmerkur, á fjórum dögum og farang- urinn ferjaður á milli skála. Meðal annarra nýjunga eru unglingaferðirnar en FÍ hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til unglinga, m.a. með því að kynna fjallamennsku í skólum. Að sögn Páls njóta börn og unglingar sérkjara við inngöngu í FÍ (árgjaldið er 1.500 krónur) og boðið er upp á sérstaka dagskrá og ferðir fyrir þau. Þá hefur FÍ staðið að ung- lingaferðum í samvinnu við skóla og auk þess lagt til bún- að og útvegað unglingunum afslátt af útivistarfatnaði. Meðal þeirra tinda sem ferðafélagsmenn ætla að klífa á árinu eru Kirkjufell, Helgrindur og Hrútsfjallstindar en þetta eru brattari fjöll en eru alla jafna í ferðaáætlun félagsins. Páll segir að FÍ hafi fundið fyrir auknum áhuga félagsmanna á krefjandi fjallgöngum og við því sé verið að bregðast. Hann tekur þó fram að ekki sé um klif- urleiðangra að ræða og þeim sem hafa áhuga á slíku sé m.a. bent á Íslenska alpaklúbbinn. Mikil áhersla er lögð á öryggi í ferðum FÍ og í ferð- unum er algjör óþarfi að láta óttann ná tökum á sér. Það er þó ekki ólíklegt að einhverjir verði æði smeykir í draugaferð sem farin verður í Hvítárnes í september. Í Hvítarnesi stendur elsti skáli FÍ og að sögn Páls hafa margir sem þar hafa gist orðið varir við reimleika. Draugagangurinn mun stafa af konu sem þar bjó fyrir margt löngu. „Maðurinn hennar yfirgaf hana og hún fyr- irfór sér í bæjarlæknum sem rennur þarna við skálann. Skáli Ferðafélagsins var byggður mitt á milli rústanna af bæjarhúsunum og gönguleiðar hennar í lækinn. Og það er talið að hún sé að ganga þarna um á leið sinni í lækinn og hún sé meira eða minna í skálanum. Það hafa mjög margir orðið varir við hana og hún heldur til í sérstakri koju sem er kölluð draugakoja,“ segir Páll. Kynslóðabilið brúað í gönguferðum um landið Árvakur/RAX Lokkandi Kirkjufell er ekki hátt en lögun þess og stað- setning gerir það ómótstæðilegt fyrir fjallgöngumenn. EFTIR mikið kuldakast síðustu daga hlýnaði í veðri á sunnanverðu landinu í gær og margir landsmenn notfærðu sér bjart og fallegt veðrið til að ganga sér til heilsubótar. Útlit er fyrir áframhaldandi bjartviðri á Suðurlandi og suðvesturhorninu í dag. Veðurstofan spáir norðanátt, 10- 15 metrum á sekúndu, á höfuðborg- arsvæðinu í dag og líkur eru á snjó- komu öðru hverju síðdegis. Spáð er 0-5 stiga frosti. Lítilsháttar snjó- koma verður norðan- og austantil í dag. Suðvestanáttir verða ríkjandi næstu daga með éljum vestantil á landinu, en á föstudag er útlit fyrir skammvinna, hvassa sunnanátt með rigningu víða um land og hlýindum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bjartur sunnudagur Ragnhildur Jónsdóttir fylgist með hundinum Fókus elta snjóbolta á Fagradalsheiði í Mýrdal í björtu og fallegu veðri í gær. Útlit fyrir hlýindi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.