Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 4
vandræðagangur- inn er orðinn svona viðvarandi finnst mér komið að því að forystan sýni hvers hún er megnug.“ Óskar Bergs- son, borgar- fulltrúi Fram- sóknaflokks, segir ákvörðun Vil- hjálms Þ. ekki koma sér á óvart. Hann telur niðurstöðu Vilhjálms byggjast á því að sjálfstæðismenn geti ekki komið sér saman um eft- irmann. Spurður hvort minnihlutinn ætli að beita sér í málinu segir Óskar að sjálfstæðismenn verði krafðir svara. „Óvissa er aldrei góð í stjórnmálum og Vilhjálmur viðheldur henni með þessari niðurstöðu. Ég er ekki viss um að það gangi til lengdar. Al- menningur, starfsmenn borgarinnar og aðrir munu krefjast þess að vita hvað taki við að ári, þegar Ólafur F. [Magnússon] lætur af embætti borg- arstjóra. Það er ekki hægt að búa við þetta áfram og ég reikna með að við [í minnihlutanum] tökum málið upp á næsta fundi borgarráðs eða borg- arstjórnar og krefjumst frekari skýringa,“ segir Óskar. Eftir Silju Björk Huldudóttur og Andra Karl „MÉR finnst ekki traustvekjandi og í raun óábyrgt að ýta augljósum inn- anbúðarvanda á undan sér,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Segir hann blasa við að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son njóti ekki trausts í sínum hópi til að verða næsti borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst megi einnig vera að enginn innan borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna njóti nægj- anlegs trausts innan hópsins til að leiða hópinn. „Þannig að þessi eyði- merkurganga virðist bara ætla að halda áfram,“ segir Dagur og óttast um neikvæð áhrif þessarar forystu- kreppu fyrir borgina. „Frá því nýr meirihluti var mynd- aður hefur verið viðvarandi stjórn- arkreppa vegna innri átaka í Sjálf- stæðisflokknum og það bitnar auðvitað á öllum sem eiga eitthvað undir borginni. Þess vegna hefði, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hrundi saman innan frá í haust, verið miklu heilbrigðara fyrir þennan hóp að vinna úr sínum innri ágreiningi og ná einhvers konar jarðtengingu í minnihluta frekar en að mynda þennan fordæmalausa meirihluta á mjög svo hæpinn hátt,“ segir Dagur. „Mér finnst þessi framganga und- anfarnar vikur vandræðalegur og Sjálfstæðisflokknum til skammar,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna. Aðspurð segist hún óttast að innri átökin í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna muni hafa neikvæð áhrif á borgina. „Þegar borgarfulltrúar meirihlutans eru allir uppteknir við annað en að stjórna borginni gefur það auga leið að það er mjög alvar- legt ástand. Flokkur sem svona er ástatt um á ekki að bjóða fólki upp á það að vera í meirihluta,“ segir Svandís og tekur fram að ábyrgð forystumanna flokksins við þessar aðstæður sé afar mikil. Segir hún sjónarspil undanfarnar vikur hafa orðið til að afhjúpa hvað Sjálfstæð- isflokkurinn sé í raun getulítill að takast á við sín innri mál. „Þegar Viðvarandi stjórnar- kreppa vegna átaka Dagur B. Eggertsson Svandís Svavarsdóttir Óskar Bergsson 4 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante um páskana. Flogið er í beinu morgunflugi. Njóttu vorsólarinnar við Alicante um páskana. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti - tak- markaður fjöldi sæta í boði á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Alicante um páskana 16.-29.mars frá kr. 40.690 Frábært verð á flugsætum í páskaferð! Verð kr. 40.690 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. GÍSLI Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins, segir umræðuna um það hverjir sæk- ist eftir að verða borgarstjóri að ári ekki tíma- bæra. „Við höf- um lýst því yfir að við ætlum að leysa þetta innan borgarstjórnarflokksins og mér finnst ótímabært að ræða þetta í fjölmiðlum núna,“ segir Gísli Mar- teinn. „Hitt er annað mál að ég hef sóst eftir þessu áður, eins og allir vita, og áhugi minn á að leiða Sjálf- stæðisflokkinn í borginni hefur ekkert breyst. Þannig að þegar þar að kemur mun ég leita eftir því að taka við því hlutverki.“ Gísli Marteinn bendir á að hann hafi í síðasta prófkjöri fengið yfir 5.000 atkvæði í embættið. Gísli Marteinn segir ekkert hafa verið rætt um tímasetningu á því hvenær nýr maður verður valinn. „Það er ekkert endilega strax.“ Júlíus Vífill Ingvarsson sagðist velta því fyrir sér hvort umræðan væri tímabær. Hann hafði þó þetta um málið að segja: „Allir alþing- ismenn hljóta að hafa metnað til að vera ráðherrar og á sama hátt hljóta allir borgarfulltrúar að hafa áhuga á því að vera borgarstjóri. Hafi menn ekki metnað til slíks er betra að finna sér annan vettvang. Eftir atburði dagsins hafa ýmsir sett sig í samband við mig og hvatt mig til dáða. Komi sú staða upp að velja verði nýtt borgarstjóraefni úr okkar röðum mun ég að sjálfsögðu gefa kost á mér,“ sagði Júlíus Vífill. Inntur eftir því hvort svarið væri þannig já, svaraði hann: „Þetta er svarið.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir seg- ist þegar hafa svarað þessu mjög skýrt. „Ég var í öðru sæti listans og fékk mjög góða kosningu í það sæti á sínum tíma. Að sjálfsögðu sækist ég eftir því að verða borgarstjóri, já, verði niðurstaðan sú að Vil- hjálmur taki ekki við því embætti,“ sagði Hanna Birna. Sækjast eftir starfi borgarstjóra Júlíus Vífill Ingvarsson Sýna öll borgarstjórastarfinu áhuga Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir KVEIKT var í bíl, sem farið hafði út- af á Flugvallarvegi á Suðurnesjum fyrir nokkrum dögum. Að sögn lög- reglu komu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja á staðinn og slökktu eldinn í bílnum sem er ónýtur eftir. Vitni sá til tveggja bíla, sem voru við bílinn skömmu fyrir brunann og er þeirra nú leitað. Málið er í rann- sókna. Brunavarnakerfið bilaði Fjölmargar kvartanir bárust til lögreglu frá íbúum nærri Akurskóla vegna brunaviðvörunarkerfis skól- ans. Bilun varð í kerfinu og fór það í gang í tíma og ótíma í fyrravöld og fram á nótt með miklum hávaða. Íbú- ar höfðu mikinn ama af þessum há- vaða. Kveikt í yfirgefinni bifreið Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur ALLT of mikið er um að tekin séu stroksýni vegna gruns um streptó- kokkasýkingu og segja má að hálf- gerð móðursýki hafi gripið um sig vegna þessa. Þetta segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir á heilsugæslu Árbæjar. Hann segir starfsmenn leikskóla og dagmæður hvetja for- eldra til að láta taka stroksýni. Ástæða sé til að landlæknir fræði leikskóla og dagmæður um streptó- kokka. Tilmæli frá leikskólum Gunnar Ingi segir að það viðhorf hafi skapast að öll fjölskyldan þurfi að láta taka strok úr sér ef einn fjöl- skyldumeðlimurinn fái hálsbólgu. Virðist þetta vera komið frá leikskól- um og dagmæðrum sem mælast til þess að strok sé tekið úr barninu, jafnvel þótt það sé algerlega ein- kennalaust. Hefur hann jafnvel feng- ið beiðni um að útiloka að viðkomandi sé smitberi. Ekki sé vitað hvers vegna þessi viðhorfsbreyting hafi átt sér stað hjá leikskólum og dagmæðrum en þetta kalli augljóslega á fræðslu frá Landlækni um streptókokkasýk- ingar. Þessi aukni fjöldi stroksýna sé mikill kostnaðarauki sem ekki var gert ráð fyrir. Segir Gunnar ennfrem- ur að síðan reglugerð breyttist sl. haust, sem gerir komur barna kostn- aðarlausar fyrir foreldra, hafi fjöldi heimsókna margfaldast og farið langt fram úr því sem búist var við. Staðfestum tilfellum streptókokka- sýkingar hefur mögulega fjölgað en það liggur í hlutarins eðli að það ger- ist þegar strokum fjölgar svo gríðar- lega eins og raun ber vitni, segir Gunnar. Hins vegar sé yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem fá hálsbólgu með vírussýkingu en ekki streptó- kokka. Það sé því engin ástæða til að rjúka upp til handa og fóta og láta taka strok þegar hálsbólgu verður vart. Enda fái fólk sýkingar og nái sér án þess að það kalli á lyfjameðferð. Ef fólk nær hins vegar ekki bata eða verður mjög veikt þá er ástæða til þess að leita læknis og fá ráðgjöf um hvort ástæða sé til þess að taka strok. „Strok á hins vegar bara að fram- kvæma í völdum tilvikum og þá vegna ákvarðana fagfólks. Það ætti að vera reglan. Annars er þetta orðið eins og þjónusta bensínstöðvanna, þetta er nú þegar komið út fyrir öll velsæm- ismörk.“ Of sterk viðbrögð við streptókokkasýkingu Þörf á meiri fræðslu á leikskólum um streptókokkasýkingar KRISTJÁN Már Unnarsson, frétta- maður Stöðvar 2, hlaut Blaða- mannaverðlaun ársins 2007, fyrir fréttir úr hversdagslífi á lands- byggðinni sem vörpuðu ljósi á þjóð- félagsbreytingar. Verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2007 fengu þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson, Stöð 2, fyrir umfjöllun í Kompási. Sameiginlega fengu ritstjórn DV og Sigmar Guðmundsson og Þóra Tómasdóttir verðlaun fyrir rann- sóknarblaðamennsku ársins, vegna umfjöllunar þeirra um Breiðavík- urmálið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ára sögu verðlaunanna að að- ilar af tveimur ritstjórnum deila með sér verðlaunum. Kristján Már hlaut Blaðamanna- verðlaunin Árvakur/Frikki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.