Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TIL þess að Háskóli Íslands geti
sinnt hlutverki sínu og náð árangri
þarf hann að leggja áherslu á
þrennt. Í fyrsta lagi á sérstöðu sína
og styrk, í öðru lagi á getu til að
skapa þekkingu í samstarfi við leið-
andi einstaklinga, stofnanir og fyr-
irtæki og í þriðja lagi getu til að
virkja mannauð og hæfileika stúd-
enta og starfsfólks. Þetta var meðal
þess sem fram kom í ávarpi Krist-
ínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla
Íslands, við brautskráningu sl.
laugardag.
Í máli Kristínar kom fram að há-
skólaráð hefur samþykkt að setja á
stofn afreks- og hvatningasjóð til
styrktar afburðanemendum, en út-
hlutað verður í fyrsta sinn í haust.
Annars vegar verður um að ræða
styrki til nemenda sem ná afburða-
árangri á stúdentsprófi og innritast
í Háskóla Íslands og hins vegar til
nemenda sem skara fram úr í há-
skólanámi sínu eftir að hafa innrit-
ast. Að sögn Kristínar kemur þessi
nýi sjóður til viðbótar við aðra
styrktarsjóði sem styðja afburða-
nemendur við HÍ.
Mikilvæg tengsl við útlönd
Kristín gerði aukið samstarf og
samstarfssamninga við erlendar
menntastofnanir að undanförnu að
umtalsefni. „Við finnum mikinn og
aukinn áhuga virtra mennta- og vís-
indastofnana og fyrirtækja á sam-
tarfi við Háskóla Íslands,“ sagði
Kristín og minntist í því sambandi
nýjasta samstarfssamningsins.
„Fyrr í þessum mánuði undirritaði
rektor samstarfssamning við Auð-
lindastofnun Indlands. Af hálfu
stofnunarinnar undirritaði samn-
inginn dr. Rachendra Pachauri.
Pachauri tók við friðarverðlaunum
Nóbels nýverið sem formaður vís-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna
um loftslagsbreytingar. Þessi
samningur, sem er gerður að frum-
kvæði Pachauris, felur í sér víðtækt
samstarf í rannsóknum á umhverf-
ismálum og auðlindanýtingu, orku-
og jarðvísindum og sjálfbærri þró-
un,“ sagði Kristín og tók fram að í
vetur hefði einnig verið gengið til
samstarfs við Fudan-háskóla í
Sjanghæ í Kína á sviðum m.a. verk-
fræði og kínverskra fræða.
„Nemendur frá Háskóla Íslands
sækja nú þegar námskeið við há-
skóla í Kína, Indlandi, Japan og
Rússlandi. Með þessu alþjóðlega
vísinda- og fræðasamstarfi verður
Háskólinn sterkari, hann veitir
stúdentum fjölþættari og betri
menntun, mikilvæg tengsl skapast
og grunnur er lagður að vaxandi
framtíðarsamstarfi íslenskra fyr-
irtækja við þessi lönd.“
Aukinn áhugi á samstarfi
HÍ ætlar að
styrkja afburða-
nemendur
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Brautskráning Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, gerði sér-
stöðu Íslands að umtalsefni í ræðu sinni við brautskráningu við HÍ.
Í HNOTSKURN
»Alls voru 336 nemendurburtskráðir frá Háskóla Ís-
lands sl. laugardag.
»Þar af luku 231 grunnnámiog 127 framhalds- og við-
bótarnámi.
HILDUR Berglind Jóhannsdóttir býr sig hér undir
að leika í einni af skákum sínum í úrslitakeppni
stúlkna 12 ára og yngri um sæti á Norðurlandamóti
stúlkna sem brátt fer fram í Noregi. Hildur sem er á
níunda ári sigraði í keppninni og fer hún því til Nor-
egs. Samhliða keppninni tefldu þær Hallgerður
Helga Þorsteinsdóttir og Sigríður Björg Helgadóttir
einvígi um sigurinn í eldri flokki á Íslandsmóti
stúlkna og bar Hallgerður sigur úr býtum og er hún
því Íslandsmeistari.
Árvakur/Frikki
Þungt hugsi yfir reitunum 64
FRAMLEIÐSLA á kjöti í janúar
var 7,8% meiri en í sama mánuði í
fyrra. Framleiðsla jókst á alifugla-
kjöti um 10,7%, nautgripakjöti um
16,1% og hrossakjöti um 61,2%.
Síðastliðna 12 mánuði hefur kjöt-
framleiðslan aukist um 6,3%. Sala
á kjöti var með besta móti í janúar
eða 15,9% meiri en í sama mánuði í
fyrra. Á vef Bændablaðsins segir
að þessi mikla aukning kunni að
hluta til að eiga sér skýringu í hve
snemma sprengidagur var í ár,
enda tæplega 50% aukning í sölu á
kindakjöti. Á sama hátt var febr-
úar í fyrra mikill kjötsölumánuður.
Kjötsala sl. 12 mánuði er 7,8%
meiri en næstu tólf mánuði á und-
an. Alifuglakjöt eykur enn hlut-
deild sína í heildar kjötmarkaðnum
og er nú komið yfir 30%.
Framleiðsla mjólkur er enn vax-
andi og nemur nú tæplega 125
millj. lítrum á 12 mánaða tímabili
miðað við lok janúar sl. Sala á pró-
teingrunni í janúar var 3% meiri en
í sama mánuði í fyrra en 6,9%
aukning á fitugrunni.
Mikil aukn-
ing á sölu á
kjötvörum
Sprengidagurinn
eykur kjötsölu mikið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
A-LANDSLIÐ karla í hand-
knattleik hefur tekið þátt í tíu af
síðustu ellefu stórmótum sem hald-
in hafa verið frá árinu 2000. Liðið
missti aðeins af ólympíuleikunum í
Sydney árið 2000. Markmið Hand-
knattleikssambands Íslands (HSÍ)
eru skýr í þessum efnum. Þau eru
að vera með á öllum stórmótum,
þ.e. Evrópu- og heimsmeistara-
mótum og Ólympíuleikum og halda
landsliðinu þar með í hópi 10 til 15
bestu landsliða heims eins og það
hefur verið á þessari öld.
A-landslið karla er flaggskip
HSÍ og um leið langstærsta og
besta söluvaran. Því má í raun
segja að rekstur HSÍ standi og falli
að stórum hluta með þeirra stað-
reynd að það sé í fremstu röð. Að
minnsta kosti er ljóst að án þess
yrði rekstur HSÍ mun smærri í
sniðum og þyngri en nú er raunin.
Áætluð velta HSÍ fyrir yfirstand-
andi fjárhagsár nemur rúmum 100
milljónum kr. Ráðning nýs lands-
liðsþjálfara er því stórmál.
Dagana 30. og 31. maí og 1. júní
nk. tekur landsliðið þátt í for-
keppni fyrir Ólympíuleikana sem
fara fram í Peking í ágúst í sumar.
Forkeppnin fer fram í Wroclaw í
Póllandi og auk heimamanna og Ís-
lendinga taka Svíar og Argentí-
unumenn þátt. Allir leika við alla
og þær tvær þjóðir sem hljóta flest
stig út úr leikjunum tryggja sér
keppnisrétt á Ólympíuleikunum.
Hinar tvær sitja. Hvernig sem allt
verkast í Póllandi þá taka við ekki
síður mikilvægir leikir við 8. og 15.
júní. Þá mætir landsliðið Makedón-
íu í tveimur leikjum sem skera úr
um hvor þjóðanna kemst á heims-
meistaramótið sem fram fer í Kró-
atíu 16.- 31. janúar á næsta ári.
Fyrri leikurinn verður ytra en sá
síðari í Laugardalshöll og gilda
samtals úrslit leikjanna tveggja.
Hagstæð úrslit í viðureignunum
við Makedóníu skipta HSÍ miklu
máli fjárhagslega.
Þátttaka á Ólympíuleikum yrði
síðan ákveðinn happdrættisvinn-
ingur sem hefði ekki aðeins mikil
áhrif á sambandið heldur einnig
alla þátttöku íslensku íþróttahreyf-
ingarinnar á leikunum í Peking.
Um leið styrktist íslenska lands-
liðsins verulega og það skyti vænt-
anlega traustari stoðum undir
rekstur HSÍ. Þátttaka á HM í Kró-
atíu og á ólympíuleikunum gæti
fært HSÍ a.m.k. vel á þriðja tug
milljóna í tekjur.
A-landslið karla er flaggskip HSÍ og reksturinn stendur og fellur með því
Mikilvægt vor hjá HSÍ
Árvakur/Golli
Mark Enn er óljóst hver verður
næsti landsliðsþjálfari.
„MIÐAÐ við það sem
ég hef lesið um þetta
finnst mér þetta ekki
sannfærandi rök hjá
ríkinu, því það hlýtur
að vita nákvæmlega
hverjir þessir 53 ein-
staklingar eru sem
hugsanlega eiga rétt á
skaðabótum vegna
skerðingar á lífeyr-
isréttindum,“ segir
Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild
Háskólans í Reykjavík, vegna frétta þess
efnis að íslensk stjórnvöld hafi ekki enn
orðið við tilmælum ráðherranefndar Evr-
ópuráðsins varðandi fullnustu dóms
Mannréttindadómstóls Evrópu frá haust-
inu 2004. Að mati Guðrúnar væri það
álitshnekkir fyrir íslensk stjórnvöld ef
þau þráuðust við að verða við tilmælum
ráðherranefndarinnar, enda hafi íslensk
stjórnvöld skuldbundið sig til þess að
hlíta dómum Mannréttindadómstólsins
og ráðherranefndin hefur eftirlitsskyldu
með því að ríki standi við þá skuldbind-
ingu sína.
Ósannfærandi
rök hjá ríkinu
Guðrún
Gauksdóttir
FYLGI Sjálfstæðisflokksins mælist 40,1% í
nýrri skoðanakönnun, sem Fréttablaðið
birtir í gær. Hefur fylgi flokksins aukist
um þrjú prósentustig frá könnun, sem
blaðið birti fyrir mánuði. Fylgi Samfylk-
ingarinnar mælist 35,2% sem er svipað og
flokkurinn fékk í síðustu könnun blaðsins.
Fylgi VG mælist 14,2% sem er rúmlega
prósentustigi minna en fyrir mánuði.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist 5,9%
en var 8,9% fyrir mánuði. 3,8% sögðust
myndu kjósa Frjálslynda flokkinn sem er
svipað og fyrir mánuði. 71,9% aðspurðra
sögðust styðja ríkisstjórnina en fyrir mán-
uði var þetta hlutfall 68,5%.
Hringt var í 800 manns sl. laugardag og
tóku 63,3% afstöðu til spurningar um
flokka og 87,3% afstöðu til spurningar um
ríkisstjórnina.
Fylgi Sjálfstæð-
isflokks eykst
44% umsækjenda
fengu veiðileyfi
Leyfi Mikil stemning var þegar dregið
var úr umsóknum um hreindýra-
veiðileyfi á Egilsstöðum.
DREGIÐ var úr umsóknum um hreindýra-
veiðileyfi á Egilsstöðum á laugardag. Fullt
var út úr dyrum og menn spenntir að sjá
hvort heppnin yrði með þeim, enda bárust
3.137 umsóknir um 1.333 dýr. Af umsókn-
unum voru 99 úrskurðaðar ógildar vegna
skorts á upplýsingum um B-skotvopna-
réttindi viðkomandi umsækjenda. 50 gild-
ar umsóknir komu frá erlendum veiði-
mönnum. 3.038 umsóknir eru því gildar.
Unnt var að fylgjast með útdrættinum
hjá Umhverfisstofnun í Reykjavík og á Ak-
ureyri gegnum fjarfundabúnað. Bjarni
Pálsson hjá Umhverfisstofnun stjórnaði
útdrættinum.
Veiðitímabil á hreindýr stendur frá 1.
ágúst til 15. september. Kvótinn var auk-
inn um tæp tvö hundruð dýr frá fyrra ári.
Talið er að hreindýrastofninn sé nú um
6.500 dýr.
HAFÍSINN er kominn nálægt landi og er
um 16 sjómílur frá Vestfjörðum þar sem
hann er næst. Samkvæmt upplýsingum frá
Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er lík-
legt að ísinn færist nær á næstunni og gæti
truflað siglingar fyrir Horn. Eru sjófar-
endur hvattir til að hafa varann á.
Hafísinn nálgast
land fyrir vestan