Morgunblaðið - 25.02.2008, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Hjörðin verður varla fús til að fylgja honum inn um aðaldyrnar, eftir allan feluleikinn und-
anfarnar vikur.
VEÐUR
Hinn ungi og röggsami bæjarstjóriá Seltjarnarnesi, Jónmundur
Guðmarsson, hafði áreiðanlega rétt
fyrir sér í samtali við Morgunblaðið
á sunnudegi fyrir viku, þegar hann
sagði að skipulagsmál bæri nú hæst í
sveitarfélögum.
Jónmundur sagði m.a. í athygl-isverðu samtali við Morgunblaðið
fyrir viku:
Það er enginlaunung á
því, að þetta hafa
verið viðkvæm
mál á Seltjarn-
arnesi mjög lengi
[…] Til að mynda
var mjög harka-
lega tekizt á um
skipulag Hrólfs-
skálamels og Suðurstrandar á síð-
asta kjörtímabili, sem lauk með því
að við efndum til íbúakosningar til
að greiða úr því máli. Ég tel, að sú
aðgerð hafi heppnazt mjög vel og
íbúalýðræði sé tæki, sem megi mjög
auðveldlega grípa til þegar svo ber
undir, þótt það eigi alls ekki alltaf
við.“
Og Jónmundur bætir við:„Ég tel raunar nauðsynlegt
að skipulagslöggjöfin taki
ákveðnum breytingum. Það verða
að vera í lögunum skýr fyrirmæli
um, hvernig unnið er að gerð deili-
eða aðalskipulags í samráði við íbúa
[…] Þarna er löggjöfin að mínu mati
götótt, bæði skortir á skýrara um-
boð skipulagsyfirvalda og þar af
leiðandi bæjaryfirvalda til ákvarð-
ana, en það er á tíðum véfengt.“
Í skipulagsmálum er tekizt á ummikla hagsmuni og stundum rek-
ast almannahagsmunir og sérhags-
munir á.
Sveitarfélög og sveitarstjórnirþurfa að hafa skýra lagavernd,
þegar sérhagsmunir sækja á. Þá
hljóta almannahagsmunir að ráða
ferðinni.
STAKSTEINAR
Jónmundur
Guðmarsson
Varðstaða um almannahagsmuni
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
! !
"#$
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
%#&&
&
'#&&$&%
'#&&$&%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
*$BC
!
"
*!
$$B *!
()"*$)$# '+
<2
<! <2
<! <2
(* $&%, & -.%&/ $
CD8-E
<7
#$
%"
& '
(
"
8
)
*
)"
+(
%
,$& '
'- "
.
62
/
0
'-
(
+)
&
01%%22
$&%'3#', &
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Guðríður Haraldsdóttir | 24. febrúar
2008
Konudagur
og kattahár
Góan hófst í dag og
strax á miðnætti byrj-
uðu kettir himnaríkis að
fara úr hárum. Sólin
hefur skinið grimmd-
arlega í dag og lýst upp
hvern krók og kima þar
sem kattahárin hafa mýkt ásýnd
gólfa, breytt lit húsgagna og komið
sér þægilega fyrir inni í skápum og
skúffum. Konudagurinn hefur al-
gjörlega fallið í skuggann fyrir þessu
Meira: gurrihar.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 24. febrúar
2008
Kuldatíð til
10. mars eða svo ?
Sé rýnt í ýmis spágögn
og spáafurðir til lengri
tíma, en næstu fimm
daga eða svo, má
hæglega draga þá
ályktun að ef úr rætist
verði hér kuldatíð meira og minna til
10. mars eða svo. [...] Hvasst verð-
ur suma dagana einkum undir
næstu helgi. Áfram mun snjóa í
flestum landshlutum, mest norð-
anlands og austan.
Meira: esv.blog.is
Anna Kristinsdóttir | 24. febrúar 2008
Hver verður
vinsælasta stúlkan?
Nú virðast sjálfstæð-
ismenn í borginni hafa
náð saman um hvernig
á að leysa þá stöðu
sem upp er komin í
borgarstjórnarflokkn-
um. [...] Veit ekki hvers konar and-
rúmsloft verður í borgarstjórnarflokki
sjálfstæðismanna næstu mánuði.
Held það verði ekki ólíkt og í fegurð-
arsamkeppnum. Ekki spurning um
málefni heldur menn.
Meira: annakr.blog.is
Gestur Guðjónsson | 24. febrúar
2008
Rangfærslur utanrík-
isráðuneytisins
um viðbúnað við
mengunarslysum
Í gær var haldið mál-
þing um hugsanlega ol-
íuhreinsistöð á Vest-
fjörðum. Var þar gefin
yfirlýsing sem fjöl-
miðlum hefur greini-
lega þótt merkileg, sbr
umfjöllun RÚV um málið:
„Fram kom í máli Ragnars Bald-
urssonar hjá utanríkisráðuneytinu á
málþinginu í dag að illa sé hægt að
bregðast við verði meiriháttar olíu-
slys verða hér við land. Í lok júlí
2006 steytti rússneskt olíuskip á ís-
jaka fyrir norðan landið sumarið
2006.
Íslendingar eru varnarlausir gegn
meiriháttar mengunarslysum segir
embættismaður í utanríkisráðuneyt-
inu.“
Á hverju byggir embættismaðurinn
yfirlýsingu sína?
Utanríkisráðuneytið sér ekki um
þennan málaflokk í stjórnsýslunni
og virðist fulltrúa ráðuneytisins ekki
vera kunnugt um hvernig bráða-
mengunarmálum er sinnt hérlendis.
Viðbrögð við mengunaróhöppum
er á ábyrgð Umhverfisstofnunnar,
sem vinnur með Landhelgisgæsl-
unni og fleiri aðilum, þ.á m. okkur í
Olíudreifingu, og hefur komið sér
upp búnaði og skipulagi til að bregð-
ast við mengunaróhöppum. Auk
þess er í gildi samningur sem skuld-
bindur Norðurlöndin um gagnkvæma
skyldu til að koma til aðstoðar, verði
meiriháttar mengunaróhapp.
Um er að ræða aðgengi að mikl-
um búnaði og mannskap, meðal
annars búnaði Norðmanna, einnar
mestu olíuvinnsluþjóðar heims.
Eins virðist honum ekki vera
kunnugt um að í Southampton á
Englandi sé ein stærsta viðbragðs-
miðstöð gegn olíumengun staðsett
og hafa tryggingafélög flestra ef ekki
allra olíuskipa aðgengi að þeim bún-
aði.
Fulltrúa Umhverfisstofnunar hefur
líklegast ekki verið boðið á ráðstefn-
una, amk er ekkert innlegg frá
stofnuninni á dagskrá hennar, svo
ég er hræddur um að þessi fullyrð-
ing embættismannsins hafi ekki ver-
ið leiðrétt á fundinum.
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
BLOG.IS
„ÞETTA er gríð-
arlega mikil
framför frá því
sem verið hefur.
Við erum með
stærsta þjónustu-
svæðið í gsm á Ís-
landi. Það þýðir
að viðskiptavinur
okkar, sem er
með símkort frá
Vodafone, nær sambandi víðar á
landi og raunar út á miðin líka, held-
ur en ef hann væri í viðskiptum við
keppinaut okkar. En þeir sem ekki
eru í viðskiptum við okkur ná ekki
inn á þetta kerfi okkar,“ sagði Árni
Pétur Jónsson, forstjóra Vodafone, á
blaðamannafundi sem félagið stóð
fyrir um helgina til þess að kynna
þær breytingar sem þegar hafa orðið
og væntanlegar eru á stærð þjón-
ustusvæðis og farsímakerfis fyrir-
tækisins.
Að sögn Árna hefur Vodafone á sl.
tveimur árum einbeitt sér að því að
efla farsímakerfið annars vegar á
höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á
Akureyri en nú sé komið að lands-
byggðinni. Bendir hann á að þegar
sé búið að koma upp 14 af tæplega 50
langdrægum sendum sem lokið verði
við að setja upp næsta sumar. Að
sögn Árna hafa forsvarsmenn Voda-
fone þegar fengið fjölda símtala frá
ánægðum íbúum sveitabæja sem
ekki hafa verið í gsm-sambandi áður
fyrr en sendum Vodafone var komið
upp sem og frá ferðafólki og sjó-
mönnum sem nú geti notað gsm-
síma sína á miðunum. Segir hann
stækkun þjónustusvæðisins Voda-
fone þannig munu auka öryggi veg-
feranda á þjóðvegum landsins sem
og allra þeirra sem stundi útivist.
„Gríðarlega
mikil framför“
Forstjóri Vodafone segir fyrirtækið með
stærsta gsm-þjónustusvæðið á Íslandi
Í HNOTSKURN
»Frá og með 1. desember 2008verða rúmlega 90% Íslands
með gsm-samband.
»Vodafone hefur á síðustumánuðum komið upp 14 af
tæplega 50 langdrægum sendum
sínum en restinni verður komið
upp í sumar.
»Allir farsímanotendur getahringt í neyðarnúmerið 112 í
gegnum þjónustusvæði Voda-
fone hvort sem þeir eru í við-
skiptum við fyrirtækið eða ekki.
Árni Pétur Jónsson