Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 19

Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 19 UMRÆÐAN Hinn frábæri og kraftmikli pallbíll L200 skilar þér 163 hestöflum og frábærum aksturseiginleikum. Þessi vel búni bíll heldur því áfram að setja ný viðmið í þessum flokki bíla. Hann fékk til dæmis hæstu einkunn í flokki pallbíla í nýlegu elgsprófi í Svíþjóð. Komdu og prófaðu kraftmeiri L200. STÖÐUGLEIKASTÝRING – SPÓLVÖRN – SUPER SELECT® 4X4 DRIFBÚNAÐUR LOFTKÆLING – HITI Í SÆTUM – FULLKOMIN AKSTURSTÖLVA KLÁRLEGA BETRI KAUP L200 –163 HESTÖFL OG 2.700 KG DRÁTTARGETA Verð frá 3.150.000 kr. BEINskIPTUR HEITKLÆÐNING Á PALLI 32 TOMMU DEKK DRÁTTARBEISLI 220.000 KR. AUKAHLUTA- PAKKI FYLGIR ÞAÐ var hátíðleg stund þegar ritað var undir samkomulag um stofnun og byggingu framhaldsskóla í Mos- fellsbæ þriðjudaginn 19. febrúar. Með nýjum framhaldsskóla rætist langþráður draumur Mosfellinga. Vöxtur þessa öfluga sveitarfélags hefur ver- ið ævintýri líkastur og er Mosfellsbær nú sjö- unda stærsta sveitarfé- lag landsins með vel á áttunda þúsund íbúa. Þessi mikla upp- bygging og fjölgun íbúa kallar á aukna þjón- ustu. Það segir mikla sögu að síðasti fram- haldsskóli sem reistur var frá grunni á höf- uðborgarsvæðinu var Borgarholtsskóli þar sem starfsemi hófst haustið 1996. Honum var ætlað að þjóna íbúum Mosfellsbæjar jafnt sem íbúum í austurhverfum Reykjavíkur. Um nokkurra ára skeið hefur blasað við að þetta dugði ekki til og að nauðsyn- legt væri að koma til móts við þörfina á auknu kennslurými með nýjum framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Að undirbúningi þess hefur verið unnið um nokkurt skeið í góðu sam- starfi menntamálaráðuneytis og bæj- aryfirvalda. Stefnt er að því að kennsla hefjist í bóklegum greinum í nýjum skóla haustið 2009 og að fyrsti áfangi nýbyggingarinnar rúmi 4-500 nemendur. Við hönnun og undirbún- ing verður gert ráð fyrir að skólin geti vaxið í takt við áframhaldandi uppbyggingu bæjarfélagsins. Það hefur verið ánægjulegt að vinna með Mosfellingum að þessu verkefni og kynn- ast þeim metnaði og þeirri framsýni sem þar er að finna í skóla- málum. Brátt verður hafist handa við að reisa glæsilega nýbyggingu fyrir skólann í miðborg Mosfellsbæjar. Mik- ilvægasta uppbygging- arstarfið felst hins veg- ar í mótun hins innra starfs skólans og áherslna í kennslu og náms- framboði. Skólameistari við skólann verður ráðinn þegar næsta haust og fær þar með tækifæri til að móta ytra umhverfi skólans, sem innra starf hans, frá byrjun. Nýs framhaldsskóla bíða fjölmörg tækifæri. Það frumvarp sem nú ligg- ur fyrir Alþingi um ný lög um fram- haldsskóla mun veita honum frelsi og svigrúm til mótunar framsækinnar skólastefnu er gefur skólanum tæki- færi til að marka sér sérstöðu frá fyrsta degi. Aukin sérstaða skóla eyk- ur fjölbreytni í skólakerfinu og lík- urnar á því að ungmenni finni sér nám við hæfi. Framhaldsskóli í Mosfellsbæ Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir skrifar um nýjan framhaldsskóla í Mosfellsbæ »Ný lög um fram- haldsskóla munu veita frelsi til mótunar framsækinnar skóla- stefnu er gefur tækifæri til að marka skólanum sérstöðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er menntamálaráðherra. NÚ í ár er útlit fyrir að útflutn- ingsverðmæti áls verði meira en út- flutningsverðmæti sjávarfangs. Þetta eru bæði góðar fréttir og vondar. Góðar fréttir að því leyti að áliðnaðurinn er að sanna sig sem mikilvæg útflutnings- atvinnugrein en slæmar fréttir vegna þess að þetta segir okkur að verðmæti sjávarútvegsins fer minnkandi, ekki síst vegna niðurskurðar í þorskveiðum. Fréttir berast af uppsögnum í fisk- vinnslu og nú má telja í hundruðum þá sem misst hafa vinnuna af fyrrgreindum orsök- um, annaðhvort til frambúðar eða tímabundið. Þarna kemur þó fleira til en niðurskurður í þorskveiðum. Aukin tæknivæðing í greininni hefur gert það að verk- um að fólki fækkar við störf. Óhætt er að tala um fækkun um tugi pró- senta á tiltölulega fáum árum vegna þessa. Þetta er þróun sem ekki verður barist gegn og er hluti af því að reka hér arðbæran sjáv- arútveg. Flestir þeir sem þekkja til að- stæðna á Íslandi vilja að landið sé allt í byggð. Það er einfaldlega hluti af menningu okkar og ímynd að svo sé. En það gerist ekki af sjálfu sér. Stjórnvöld hafa skyldur í þeim efnum. Sú viðleitni rík- isstjórnarinnar að leggja fram til- lögur til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar í þorskveiðum er góðra gjalda verð en að sjálfsögðu eru þær tillögur ekki hafnar yfir gagnrýni. Norðausturland Ástandið á Norðausturlandi er ekki gott. Störfum hefur fækkað verulega á síðustu 15-20 árum og það sama er að segja um íbúaþró- unina sem er í átt til fækkunar. Margt hefur verið reynt til að gera atvinnulífið fjölbreyttara og vinna þar með á móti þessari þróun en margt hefur líka mistekist. Frum- kvöðlakraftur heima- manna hefur skipt miklu máli eins og t.d. í sambandi við hvala- skoðun og hvalasafn á Húsavík en þetta dugir ekki til. Það er gríð- arleg þörf fyrir öfluga innspýtingu í atvinnu- lífið á allra næstu ár- um. Norðlendingar hafa lengi haft uppi áform um að nýta þá orku sem býr í iðr- um jarðar í Þingeyjarsýslum til uppbyggingar atvinnulífs í héraði. Þar er enginn að tala um að nýta kraftinn í Jökulsá á Fjöllum. Það er jarðvarminn sem bíður þess að vera virkjaður til framfara og efl- ingar samfélagsins. Mikilvægar rannsóknir hafa farið fram á síðustu árum af hálfu fyr- irtækisins Þeistareykir hf. og í lok þessa árs mun fyrirtækið geta svarað því að nokkru leyti hversu mikla orku er að finna á svæðinu. Vísbendingar sem þegar liggja fyr- ir eru jákvæðar. Endurtökum fyrir norðan það sem gerðist fyrir austan Það var mikil þörf fyrir upp- byggingu álvers á Austurlandi. Með fumlausum vinnubrögðum og samstöðu stjórnvalda og heima- manna tókst að koma stór- iðjuframkvæmdum þar í höfn. Hjól- in á Austurlandi eru fyrir vikið heldur betur farin að snúast og fólkið sér fyrir sér meiri stöð- ugleika og bjartari tíma fram- undan. Nú þarf það sama að gerast fyrir norðan. Ég vil hvetja Alcoa til þess að hraða undirbúningsframkvæmdum vegna álvers fyrir norðan. Mik- ilvæg vinna sem farið hefur fram síðustu misseri kemur að góðum notum og léttir þá vinnu sem fram- undan er. Hvort sem við tölum um sams konar álver og í Reyðarfirði eða 250 þúsund tonna álver megum við engan tíma missa. Álverið þarf að komast í gagnið ekki seinna en árið 2015. Áhrif slíkra framkvæmda verða gríðarleg á Norðurlandi – allt frá Eyjafirði, með göngum undir Vaðlaheiði, austur í Þistilfjörð með nýjum vegi þvert yfir Melrakka- sléttu, með tengingu við Rauf- arhöfn. Málið snýst um að nýta hreina orku til atvinnusköpunar á Norður- landi og gjaldeyrisöflunar fyrir land og þjóð. Umhverfisáhrif eru í lágmarki og í raun er um aft- urkræfar virkjanaframkvæmdir að ræða. Ég hvet stjórnvöld til aðgerða. Þetta er tækifæri sem við megum ekki glutra niður. Álver á Bakka Valgerður Sverrisdóttir hvetur til að undirbúningsfram- kvæmdum vegna álvers fyrir norðan verði hraðað » Áhrif slíkra fram- kvæmda verða gríð- arleg á Norðurlandi Valgerður Sverrisdóttir Höfundur er þingmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.