Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 20

Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 20
20 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,borgarfulltrúi og oddvitiborgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins, hefur tekið þá skyn- samlegu og réttu ákvörðun að falla frá því ákvæði í samkomulagi Sjálf- stæðisflokksins og F-listans, að hann taki við borgarstjóraembætti að loknum þeim tíma, sem Ólafur F. Magnússon gegnir embættinu. Með því hefur Vilhjálmur axlað þá pólitísku ábyrgð á vandræðagangin- um í kringum Orkuveitu Reykjavíkur og REI-málið, sem krafa hefur verið gerð um. Það er svo í höndum borg- arstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins að taka nýja ákvörðun um hver gegni þessu embætti, þegar nær dregur borgarstjóraskiptum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, einn af borg- arfulltrúum sjálfstæðismanna svo og Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvason hafa öll lýst áhuga á að taka embættið að sér. Nú getur hinn nýi meirihluti í borg- arstjórn Reykjavíkur, sem starfar undir forystu Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra, snúið sér að því verk- efni að stjórna borginni og koma fram sameiginlegum baráttumálum. Hinn nýi borgarstjóri hefur farið vel af stað í embættinu. Hann forðast sýnd- armennsku og er greinilega staðráð- inn í að láta verkin tala. Í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna er ný kynslóð að taka við. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur unnið það afrek að koma Sjálfstæðisflokkn- um til valda á ný í Reykjavíkurborg. Nú verður það hans hlutverk að leiða borgarstjórnarflokkinn til farsællar ákvörðunar um framhaldið. Þá reynir á hina nýju kynslóð. Með ákvörðun um nýjan borgarstjóra að ári liðnu er hún að taka ákvörðun um hver leiði Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosning- um, að tveimur árum liðnum. Það er mikilvæg ákvörðun. Ýmislegt hefur gengið á og þýðingarmikið að kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nái að vinna vel saman og sameinast að lok- um að baki nýjum leiðtoga. Með ákvörðun sinni hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sett flokkshag ofar per- sónulegum hagsmunum. Það skiptir öllu máli. Framundan geta verið erfiðir tímar í Reykjavík. Ef þróunin á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum verð- ur á þann veg, sem verstu spár segja til um, er vá fyrir dyrum. Slík þróun mundi koma niður á atvinnustiginu og þá ekki sízt í Reykjavík. Borgar- stjórn Reykjavíkur gæti staðið frammi fyrir mesta vanda í atvinnu- málum borgarbúa í fjóra áratugi, þegar komið er fram á veturinn 2009. Þess vegna skiptir máli, að núver- andi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur standi þétt saman og búi sig undir það versta, þótt vonandi komi ekki til þess að ástandið verði svo slæmt. Nú er kominn tími til að horfa fram á við í borgarstjórn Reykjavíkur og að meirihlutinn láti hendur standa fram úr ermum í þágu hagsmuna borgarbúa allra. SPILAKASSANA BURT Spilafíkn er alvarlegur vandi oggetur rústað líf einstaklinga og fjölskyldna. Þeim hefur fjölgað, sem leita sér aðstoðar við spilafíkn á Ís- landi, og vandinn er orðinn algengari meðal ungs fólks og kvenna en áður. Spilakassar hafa verið sérstaklega gagnrýndir í þessu sambandi og hlut- verk þeirra í að kynda undir fíkninni. Í Morgunblaðinu á laugardag var greint frá því að þeim, sem þyrftu á hjálp að halda vegna spilafíknar, hefði fækkað mjög í Noregi og það væri mál manna að ástæðan gæti að- eins verið ein. Um mitt liðið ár voru spilakassar bannaðir að undanskild- um svokölluðum bingókössum. Í fréttinni kemur fram að árið 2005 hafi 549 manns byrjað í meðferð vegna spilafíknar, en árið 2007 hafi þeir ver- ið 275. Þeim, sem hringdu í Hjálp- arlínuna vegna þessa vanda, fækkaði næstum því um helming. Spilafíkl- arnir virðast yfirleitt ekki hafa leitað annað þegar spilakassarnir hurfu og kemur fram að margir þeirra hafi sagt að það hafi leyst þá úr viðjum fíknarinnar að þeir voru fjarlægðir. Í fréttinni kemur einnig fram að fá til- felli hafi verið af spilafíkn í Noregi áður en spilakassarnir komu til sög- unnar þar í landi á síðasta áratug. Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands reka spilakassa hér á landi. Að Íslandsspilum standa Rauði kross Íslands, Slysavarnafélagið Lands- björg og SÁÁ. Spilakassar á Íslandi eru í kringum þúsund og árstekjur af þeim munu vera í kringum þrír millj- arðar króna. Upplýsingarnar frá Noregi eru slá- andi. Ef sú einfalda ákvörðun að banna kassana hefur svo afgerandi áhrif hljóta menn að vakna til um- hugsunar hér á landi. Í haust var skipuð nefnd undir forustu Páls Hreinssonar hæstaréttardómara til að vinna að endurskoðun laga um happdrætti. Þegar nefndarstarfið var að hefjast sagði Páll að einn stærsti þátturinn í endurskoðuninni sneri að spilafíkn. Nefndi hann fjölbreyttari meðferðarkosti en nú væru í boði. Norðmenn tóku á málinu með fyrir- byggjandi hætti. Eftir að kassarnir voru bannaðir urðu einfaldlega færri fíklar til, en áður. Fjölda einstaklinga var bjargað frá að verða fíkninni að bráð. Vissulega þarf að bjóða upp á úrræði fyrir fíkla, en þá er skaðinn skeður og einstaklingurinn jafnvel búinn að missa allar sínar eignir, orð- in stórskuldugur og í þokkabót búinn að missa fjölskylduna. Bann Norðmanna var aðeins tíma- bundið og verða nýir kassar settir upp seinna á þessu ári. Þá kemur í ljós hvort fíklum fjölgar á ný. Er hægt að verja það að RKÍ, Lands- björg, SÁÁ og Háskóli Íslands reki starfsemi, sem byggist á ógæfu fólks? Væri ekki ráð að prófa norsku leiðina og athuga hvort það skilaði sama ár- angri á Íslandi að banna spilakassa? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Ísamkomulagi F-listans og Sjálfstæðis-flokksins er gert ráð fyrir því að ég takistól borgarstjóra en því er ekki að leynaað í vetur hefur staðið mikill styr um mig. Sumt af því sem valdið hefur þessu á ég skilið en annað á ég alls ekki skilið og þetta hefur eðlilega verið mjög erfiður tími fyrir alla; flokkinn, mig persónulega og fjölskyldu mína og alla borgarfulltrúana og þeirra fjöl- skyldur. Þetta hefur verið átakatími sem hefur reynt á okkur öll og ég hef stundum undrast það í öllu þessu moldviðri hvað maður hefur mikinn styrk. Ég hef hvorki brotnað né bogn- að en þetta hefur tekið mikið á og ég hef reynt að halda sjó allan þennan tíma,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn, en eins og fram kemur í yfirlýsingu sem Vilhjálmur sendi frá sér í gær hefur hann ákveðið að sitja áfram sem oddviti flokksins og formaður borgarráðs. Ákvörðun um það hver verður borgarstjóri verður að sögn Vilhjálms tekin þegar nær dregur. „Í ljósi alls þessa og þeirrar umræðu sem verið hefur og efasemda fólks um að ég eigi að setjast í stól borgarstjóra finnst mér eðlilegt að borgarstjórnarflokkurinn allur fái tækifæri til þess að ákveða í sameiningu hver verður borgarstjóri fyrir hönd flokksins. Þetta geri ég til að tryggja að allur hópurinn fái að koma að þessari ákvörðun á nýjan leik. Það var búið að ákveða fyrir fjórum vikum hver yrði borg- arstjóri en ég vil að sá einstaklingur sem velst úr hópnum fái skýrt umboð alls borgarstjórn- arflokksins til þess að setjast í stól borg- arstjóra,“ segir Vilhjálmur spurður um ástæð- ur ákvörðunar sinnar. Hann segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að leita út fyrir núver- andi borgarstjórnarflokk að borgarstjóraefni en hefur hann útilokað að taka við embættinu á nýjan leik sjálfur? „Það mun koma í ljós hverjir það eru sem vilja setjast í þetta mikilvæga embætti. Þetta er krefjandi verkefni sem kallar á gríðarlega mikla vinnu. Við höfum á að skipa mörgu hæfi- leikaríku fólki og við ætlum okkur að samein- ast um það, með hagsmuni flokksins að leið- arljósi, að það veljist í þetta hlutverk einstaklingur sem hefur traust og tiltrú og hefur þann áhuga á þessu sem borgarstjóra- efni okkar þarf að hafa. Við munum vinna úr þessu sameiginlega og það er skylda okkar að komast að niðurstöðu sem þjónar hagsmunum borgarbúa sem best. Allir borgarfulltrúar styðja þessa ákvörðun mína auk þess sem borgarstjórnarflokkurinn hefur lýst yfir óskor- uðum stuðningi við mig sem oddvita og tekur undir það með mér að ekki sé ástæða til þess núna að ákveða hver verður borgarstjóri eftir rúmt ár. Við munum þegar nær dregur taka sameiginlega ákvörðun um það hvert verður borgarstjóraefni okkar og gera það með góð- um fyrirvara. Mér er ekki kunnugt um neinn flokk sem velur sér borgarstjóraefni með árs fyrirvara, það er yfirleitt gert í prófkjörum. Þannig var ég valinn í prófkjöri sem haldið var í nóvember 2005 og þá voru u.þ.b. sex mánuðir til kosninga. Það er því ekki verið að skapa neina óvissu nema síður sé.“ Vilhjálmur segir formann Sjálfstæðisflokks- ins hafa lýst yfir fullum stuðningi við þessa ákvörðun. „Ég held að það sé mjög gott að gera þetta með þessum hætti. Ég er ekki viss um að einhver önnur leið hefði verið heppi- legri. Við erum alveg ákveðin í því að vinna samkvæmt þessu.“ Í pólitík til að hafa áhrif Nú þegar ljóst er að opið er hver verður borg- arstjóraefni flokksins, eins og það er orðað í yfirlýsingu Vilhjálms, er eðlilegt að spyrja hvenær ákvörðun verði tekin með tilliti til þess að viðkomandi þarf væntanlega einhvern tíma til undirbúnings. Vilhjálmur ítrekar að það muni borgarstjórnarflokkurinn gera á eigin forsendum og með góðum fyrirvara. „Sá aðili sem velst í það hlutverk fær góðan tíma til að sýna sig og sanna,“ segir hann en aðspurður um hvernig staðið verði að valinu vill hann ekkert segja annað en að það verði sameig- inleg ákvörðun borgarstjórnarflokksins. En á hann von á að margir muni gera tilkall til stólsins? „Fólk er í pólitík til að hafa áhrif og þetta er mjög áhrifamikið embætti og skemmtilegt en um leið vandasamt. Ég er viss um að okkur mun ekki skorta áhuga á embættinu en við er- um alveg sammála um það að hópurinn mun taka þessa ákvörðun saman og það er alveg sama hver verður fyrir valinu, viðkomandi verður að njóta stuðnings til þess. Það verða viðhafðar lýðræðislegar reglur þannig að allir séu sáttir þegar þar að kemur. Andstæðingar v f f 1 h u 1 t a h t a s M V b h t a v s g h g h h h a e h M v s s i k v s þ u f v h þ u h s o okkar munu eflaust fara að atast í okkur og reyna að pressa á okkur að ákveða einhver tímamörk en það er ljóst að við munum ákveða tímann sjálf og á okkar forsendum og engir aðrir.“ Aðspurður hvort hann vilji sjá einhvern um- fram annan í stóli borgarstjóra segir Vil- hjálmur: „Ég á eftir að fara yfir þessi mál með mínu fólki en ég mun fyrst og fremst hafa hagsmuni borgarbúa og Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi. Þetta er mjög öflugur og duglegur hópur og þessir einstaklingar hafa verið að sýna sig og sanna í verkefnum frá því að við tók um við meirihluta í borginni árið 2006.“ Peningahyggjan má ekki ráða Þegar Vilhjálmur er spurður um sýn sína á megináherslur hins nýja meirihluta segir hann mjög góðan málefnasamning í gildi á milli þeirra lista sem að meirihlutasamstarfinu standa. „Málefnasamningurinn byggist mikið á velferð og öryggi og í honum eru verkefni sem lúta að því að tryggja þeim sem eiga erfiðara um í samfélaginu meiri réttindi og þjónustu þannig að þessir einstaklingar geti lifað betra lífi. Einnig viljum við kappkosta að bæta kjör þeirra og aðstæður eins og borgaryfirvöldum er framast unnt að gera. Ég vil sjá borg- arumhverfi sem leggur áherslu á að hjálpa þeim sem eiga erfitt og gera þeim kleift að hjálpa sér sjálfir. Mér finnst að við verðum að horfa á þann vanda sem svo margir eiga við að stríða og megum alls ekki gleyma okkur í pen- ingahyggju og gullæði,“ segir Vilhjálmur og nefnir sérstaklega húsnæðismál og málefni eldri borgara. Hann bendir á að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi í samstarfi sínu við Fram- sóknarflokkinn í fyrsta meirihluta þessa kjör- tímabils komið mörgum góðum málum af stað og muni hann leggja áherslu á að haldi verði áfram þar sem frá var horfið. „Meðal annars var tekin sú ákvörðun að reyna að mæta þörfinni á félagslegu leigu- húsnæði enda hefur mikill skortur verið á slík- um úrræðum og þörfin brýn. Uppi voru áætl- anir um að kaupa 50 íbúðir á ári í fimm ár og fjölga þeim því um 250 en við ákváðum að tvö- falda þá tölu, kaupa 100 íbúðir á ári og fjölga þeim um 500. Vandinn er mikill, biðlistar eru langir og þótt okkur takist ekki að útrýma „Hef hvorki br Situr áfram Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir undan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.