Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Birna Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 20. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru þau Guðrún Sigríð- ur Hallgrímsdóttir, f. 29.4. 1895, d. 27.1. 1992, sem rak veit- ingasölu á Siglu- firði og síðar í Reykjavík og Hall- dór Guðmundsson, f. 23.5. 1889, d. 28.1. 1975, síld- arútgerðarmaður og kaupmaður á Siglufirði. Systkini Birnu voru Gunnar, f. 1921, d. 1973, Hall- grímur Sævar, f. 1923 og hálfsystir, sammæðra, Sigríður Inga Ingvars- dóttir, f. 1933. Hinn 11.4. 1942 giftist Birna Vil- hjálmi Alvari Guðmundssyni efna- verkfræðingi, f. 4.6. 1918, d. 14.12. 1969. Vilhjálmur var lengst af framkvæmdastjóri Síldarverk- f. 1949, maki Þórarinn Þór- arinsson, börn þeirra Þórarinn Al- var, f. 1976, maki Guðrún Margrét Snorradóttir, f. 1972, börn Þóra Laufey og Sigrún Birna; Birna, f. 1979; Vilhjálmur Alvar, f. 1985. Birna ólst upp í Hafnarfirði og á Siglufirði. Hún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og síð- ar við verslunarskóla í Kaup- mannahöfn en hún dvaldist í Dan- mörku árin 1936–1945. Í Kaupmannahöfn kynntist Birna Vilhjálmi eiginmanni sínum sem var þar ytra við verkfræðinám. Að loknu námi bjuggu þau þrjú ár í Hedehusene, úthverfi Hróarskeldu, en fluttust síðan til Íslands 1945 og settust að í Reykjavík. Árið 1948 fluttust þau til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til ársins 1965 er þau sneru aftur til Reykjavíkur. Eftir lát Vilhjálms árið 1969 vann Birna í bókaverslun og síðar hjá Sálar- rannsóknarfélagi Íslands og að lok- um sem gæslumaður á Þjóðminja- safni Íslands. Síðustu sex ár dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Útför Birnu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. smiðja ríkisins á Siglu- firði. Foreldrar hans voru Laufey Vilhjálms- dóttir kennari, f. 1879, d. 1960, og Guð- mundur Finnbogason prófessor og síðar landsbókavörður, f. 1873, d. 1944. Börn Birnu og Vilhjálms eru 1) Laufey, næring- arfræðingur og list- málari, f. 1942, maki Samir Bustany, f. 1938, þeirra börn Paul Nabil, f. 1973, d. 2006, maki Asu Okyay, f. 1976; Kristín Birna, f. 1977; 2) Halldór, viðskiptafræð- ingur, f. 1946, maki Bryndís Helga- dóttir, f. 1946, þeirra börn: Ásta, f. 1967, synir hennar og Kjartans Bjarnasonar, f. 1961: Halldór Alvar og Bjarni Alvar; Vilhjálmur Alvar, f. 1973, maki Katrín Oddsdóttir, f. 1973, börn Orri Alvar og Oddur Al- var; Brynjar, f. 1981, maki Bryndís Sveinbjörnsdóttir, f. 1980; 3) Guð- rún Sigríður þjóðfélagsfræðingur, Í dag kveðjum við tengdamóður mína, Birnu Halldórsdóttur, sem lést tæplega níræð að aldri. Það eru rösk 40 ár síðan ég kom inn í fjölskylduna og mér er vel minnis- stætt er ég kom í fyrsta sinn inn á heimilið. Þá var fjölskyldan nýflutt frá Siglufirði og hafði komið sér vel fyrir að Háaleitisbraut 111 í Reykja- vík. Á móti mér tók glæsileg kona, hárið grátt með eilítið bláleitum blæ, glimt í auga og fallegt bros, ég sé hana ljóslifandi fyrir mér. Það var vissulega eftir Birnu tekið hvar sem hún fór fyrir glæsileika og smekkvísi. Heimilið var að sama skapi glæsilegt, stílhreint, hlýlegt, sérhver hlutur vel valinn og litaskyn húsmóðurinnar óbrigðult. Hún naut þess að hafa fal- lega hluti í kringum sig, hafði dálæti á glaðlegum litum og eiginlega sé ég alltaf fyrir mér blátt, djúpbleikt og fjólublátt þegar ég hugsa til hennar. Birna hafði á árum áður dvalið um níu ára skeið í Danmörku, þar kynnt- ist hún Vilhjálmi, manni sínum, og eignaðist frumburðinn Laufeyju. Þessi ár voru mikil hamingjuár, sem Birna talaði oft um. Eftir heimkomu þeirra hjóna komu Halldór og Sigríð- ur í heiminn. Birna var góður kokkur og hafði gaman af að bjóða gestum í mat og það var notalegt að koma á heimilið að Háaleitisbraut og síðar í Dalalandi. Margar mataruppskriftanna voru danskættaðar og halda ennþá velli meðal afkomenda. Birna naut þess að vera innan um fólk, var oft hrókur alls fagnaðar, hélt tækifærisræður nánast fram á síðasta dag, hafði gaman af að spjalla við fólk og gat svo sannarlega bjargað stemn- ingunni ef á þurfti að halda. Hún hafði ákveðnar skoðanir og sagði sína meiningu hreint út á mönnum og mál- efnum. Henni þótti gaman að taka þátt í veislum fram á síðasta dag og nú í árslok var hún með okkur í ára- mótaveislu stórfjölskyldunnar eins og endranær. Hún fylgdist af áhuga með börnum sínum og barnabörnum, vildi vita hvað þau tækju sér fyrir hendur og einnig hvað vinir þeirra hefðu fyrir stafni. Unga fólkið átti fremur hug hennar en hinir eldri. Ég átti því láni að fagna að kynnast einnig Vilhjálmi áður en þau hjónin lentu í alvarlegu bílslysi í ágúst 1969, en Vilhjálmur lést af afleiðingum þess. Þetta var hörmulegt slys, en eft- ir fjögurra mánaða erfiða legu á sjúkrahúsi var verið að undirbúa heimkomu Vilhjálms þegar ógæfan dundi yfir og ekki var hægt að bjarga lifi hans. Áfallið var mikið fyrir alla fjölskylduna, ekki síst Birnu, sem sjálf slasaðist mikið og bar þess aldrei fyllilega bætur. Nú er langri og viðburðaríkri ævi lokið, síðustu árin voru nokkuð erfið og áföllin mörg, en Birna hélt sjálf- stæði sínu, seiglu og reisn til hins síð- asta í góðri umsjón og umönnun starfsfólks hjúkrunarheimilisins að Sóltúni. Sérstaklega mikið og náið samband var á milli þeirra mæðgna, Birnu og Sigríðar, sem sinnti móður sinni af einstakri nærgætni og um- hyggju síðustu árin sem og alla tíð. Ég kveð tengdamóður mína hinstu kveðju með hlýju í hjarta og bið henni blessunar og öllum hennar nánustu. Blessuð sé minning hennar. Bryndís Helgadóttir. Elsku amma Bíbí. Á flugi yfir Atl- antshafið finn ég fyrir aðdráttarafli þínu sem hefur ávallt tengt mig svo sterkt við Ísland, við þig og við fjöl- skylduna sem ég ólst upp fjarri. Stolt þitt yfir Íslandi og fjölskyldunni var algert og smitandi. Þú fórst ekki með veggjum. Þú naust þess að daðra og heilla fólk, slá um þig með bröndurum og gullhömr- um – hvort heldur sem það var yfir kaffibolla eða í stórveislu. Það kom lítið á óvart að heyra frá mömmu að þú værir síðasti gesturinn í áramóta- boði Halldórs þegar langt var komið fram á morgun. Þú lást heldur aldrei á skoðun þinni. Mér er minnisstæð heimsókn þín til okkar í Bandaríkj- unum þegar ég var táningur. Eitt kvöldið þegar ég bauð þér góða nótt leistu kankvís á bakhlutann á mér, slóst létt á hann og sagðir: „Þetta hef- urðu nú erft frá mér.“ Á þinn hátt varstu stolt af þeirri staðreynd. Af íslenskunni minni sömuleiðis, þrátt fyrir villurnar. Ég hafði vart sagt tvö orð þegar þú sagð- ir: „Kristín mín, þú talar svo góða ís- lensku.“ Það var ekki reyndin en ég naut hróssins. Kannski var það liður í hernaðaráætlun þinni um að tryggja föðurlandsást mína. Þú lifðir eftir ákveðnum sannindum og grunnstoð þeirra var sú trú þín að Ísland væri fyrirheitna landið. Rétt áður en ég flaug aftur til Bandaríkjanna sagðir þú reglulega við mig: „Kristín, er Ís- land ekki besta land í heimi?“ Þetta var engin spurning. Þú innrættir mér svo sterka ást á Íslandi að ég fékk áfall í fyrsta sinn sem ég heyrði Ís- lending hallmæla landinu. Ég var 23 ára og búsett í New York. Hann var uppalinn á Íslandi en það var ég sem var föðurlandssinninn. Til hamingju, amma, þetta heppnaðist hjá þér. Þú sagðir svo oft við mig: „Nafna, við skiljum hvor aðra,“ og blikkaðir mig svo með báðum augum. Ég kunni ekki almennilega að meta nafnið (hvaða lítil stúlka vill viðurkenna að nafnið hennar þýði björn?) fyrr en á síðasta ári, þegar líbönsk frænka mín sagði mér sögu úr þorpinu á æsku- slóðum föður míns í Líbanon. Þorpið heitir Debiye sem þýðir birna. For- feður mínir nefndu þorpið eftir birnu einni sem hélt þeim vikum saman frá ákjósanlegu bæjarstæðinu við lækj- aruppsprettu. Birnan gerði tilkall til landsins, verndaði húnana sína og barðist vel. Hvernig get ég annað en verið stolt af Birnu? Elsku amma mín. Þú hélst í lífið af sama ákafa og bláu augun þín skinu. Þú ólst móður mína, frænda og frænku upp til þess að eiga og vera elskandi fjölskylda. Það hélt okkur uppi þegar bróðir minn lést. Elsku amma, nú sem endranær ertu nærri mér þó að fjarlægðin skilji okkur að. Hvíldu í friði. Kristín Birna Bustany. Elsku amma. Takk fyrir þau fjölmörgu ár sem þú varst með okkur, passaðir okkur og skemmtir okkur. Þú varst hrókur alls fagnaðar á mannamótum, umhyggju- söm, hreinskilin og skemmtileg. Frá- fall þitt skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt en minningar um Birna Halldórsdóttir ✝ Inga ÞórunnJónsdóttir fædd- ist á Eskifirði 2. febrúar 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 14. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Maren Jónsdóttir hús- freyja og verka- kona, f. í Vogum í Vopnafirði 7. maí 1901, d. 11.12.1996, og Jón Guðnason söðlasmiður, f. á Randversstöðum í Breiðdal 6.6. 1890, d. 6.6.1939. Inga Þórunn var 5. í röð 9 systkina. Látnir eru bræðurnir Hilmar Eyjólfur, Gunnar, Geir Marinó og Gestur. Eftir lifa Jón, Sjöfn, Vöggur og Óli Kristinn. Inga Þórunn lauk prófi frá Fóstruskólanum 1963 og vann við fóstrustörf til ársins 1970. Inga Þórunn gift- ist árið 1971 Krist- jáni Bjarna Sveins- syni stýrimanni og starfsmanni hjá Landhelgisgæsl- unni, f. 15.11. 1917, d. 18.12. 1991. For- eldrar hans voru Sveinn Sigurðsson og Hólmfríður Sig- ríður Kristjáns- dóttir. Þau bjuggu í Kópavogi í Víði- hvammi 30 til ársins 1986 er þau fluttu í íbúðir fyrir aldraða við Kópavogsbraut 1A og voru þar með fyrstu íbúum. Þar bjó Inga Þórunn áfram eftir lát manns síns þar til hún flutti á Hjúkrunarheimili Sunnuhlíðar sl. sumar. Inga Þórunn verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Í dag kveðjum við ástkæra frænku okkar og fóstru Ingu Þórunni Jóns- dóttur, sem hefur alla tíð verið okkur meira en móðursystir, enda dvaldi hún löngum á æskuheimili okkar á Langholtsvegi 40 og taldist með heimilisfólki þar á bæ. Inga missti föður sinn ung að árum og bjó hjá móður sinni við fremur þröngan kost í hópi margra systkina, fór snemma út á vinnumarkaðinn eins og hin systkinin og vann fyrir sér við ýmis störf. Inga var vel gefin og góður náms- maður en hafði ekki tök á að fara í langskólanám sem unglingur. En á fullorðinsárum lauk hún námi frá fóstruskóla Sumargjafar. Inga var áræðin og ævintýraþyrst og um tví- tugt fór hún til Noregs þar sem hún dvaldi um tíma hjá ömmusystur sinni og sá sér farborða með verksmiðju- vinnu. Að lokinni Noregsför vann hún við ýmis störf í heimabyggð sinni Eskifirði og í Reykjavík. Árið 1959 bauðst henni starf sem fóstra hjá sendiherra Íslands í Moskvu Pétri Thorsteinssyni, þar sem hún dvaldi í tvö ár. Það var mikið ævintýri hjá ungri konu úr fámennu sjávarplássi að dvelja austan við járntjaldið í upp- hafi kalda stríðsins og geimferða og vakti óskipta athygli okkar systkina þegar hún skrifaði um Júrí Gagarín geimfara og Krústsjov Rússlandsfor- seta. Minjagripir sem hún hafði í far- teski sínu við heimkomu voru og eru jafnvel enn hinir mestu dýrgripir í okkar augum. Eftir að Inga lauk námi í fóstruskólanum vann hún sem fóstra við barnaheimili, fyrst á Akureyri og síðan í Reykjavík. Síðustu starfsárin vann Inga á Kópavogshælinu. Í upphafi árs 1970 kynntist Inga Kristjáni Sveinssyni og fluttist til hans í Víðihvamm í Kópavogi, þar sem þau bjuggu sér saman fallegt heimili. Vorum við systkinin og for- eldrar okkar tíðir gestir á nýja heim- ilinu, þar sem ávallt var tekið á móti manni af mikilli gestrisni og skegg- rætt um garðrækt, berjauppskeru, sultugerð og að sjálfsögðu veiðiskap. Þegar Kristján missti heilsuna ákváðu þau að flytja í þjónustuíbúð í húsi sem Sunnuhlíð hafði þá nýverið reist við Kópavogsbraut. Helgaði Inga sig umönnun hans allt þar til hann lést árið 1991. Inga hafði alla tíð yndi af hannyrð- um og var margt af því sem hún gerði hreinustu listaverk, en varð að leggja þær á hilluna, þegar hún missti sjón- ina á sjötugsaldri. Inga átti við van- heilsu að stríða síðustu árin og síðustu mánuði bjó hún á Hjúkrunarheim- ilinu í Sunnuhlíð þar sem hún naut góðrar umönnunar í hlýjum höndum starfsfólks stofnunarinnar uns yfir lauk. Inga var í augum okkar systkina uppáhaldsfrænka og í reynd eins og stóra systir sem við litum upp til. Hún var alltaf tíguleg kona og glæsilega klædd og fannst okkur alltaf heims- borgarabragur á henni. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fagna með henni áttræðisafmæli hennar fyrir nokkrum dögum, þar sem hún sat til borðs hnarreist og í nýjustu dragtinni sinni, glæsileg sem fyrr og bar aldurinn vel. Við kveðjum þig, kæra frænka, og þökkum þér samfylgdina og allan stuðninginn á lífsleiðinni og minn- umst þín með mikilli hlýju. Kær kveðja, Systkinin af Langholtsveginum. Að heilsast og kveðjast er lífsins lifandi gangur. Hvort leiðin samferða er stutt, eða tíminn langur, er gott að minnast genginna gleðispora og geta þakkað ánægju liðinna vora. (R.S.G.) Hún Inga mín er horfin yfir landa- mærin. Einn af öðrum hverfa æsku- vinirnir frá okkur, það fylgir því að lifa lengi, að þurfa að horfa á eftir þeim með söknuði. Ég kynntist Ingu fyrst þegar ég var 7 ára, en hún var 8 ára. Það var mikil tilhlökkun hjá okkur stelpunum á Arnórsstöðum að fá leikfélaga úr kaupstaðnum því Inga var að koma til okkar í sumardvöl, eins og þá var al- gengt að kaupstaðarbörn voru í sveit á sumrin. Það var ekki laust við að við yrðum fyrir dálitlum vonbrigðum því Inga var feimin og hlédræg og okkur gekk ekki vel að fá hana til að taka þátt í smáprakkarastrikum okkar. Ég hef oft hugsað um það síðan hvað ég lærði margt af Ingu, bæði í framkomu og málfari. Ég blótaði eins og gamall sjóari, ef ég reiddist. Inga blótaði ekki eða brúkaði munn og smátt og smátt fór ég að verða hógværari í máli, þótt það hafi kannski ekki enst sem skyldi. Inga var alltaf sérlega snyrtileg og vel til fara, án þess að kallast pjöttuð og það entist henni ævina út. Á því sviði lærði ég mikið af henni. Snyrti- mennska hennar og öll umgengni var til fyrirmyndar og dugnaður að hverju sem hún gekk, þótt hljóðlega væri farið. Inga var nokkur sumur hjá okkur í sveitinni og alltaf hélst vinátta með okkar fólki. Ég var einn vetur hjá móður hennar, sem þá var orðin ekkja og bjó með börnum sínum. Ég var þó í unglingaskóla á Eskifirði og minnist ég þeirra tíma með mikilli ánægju. Inga var ekki allra, en ákaflega vin- föst og traust. Við töpuðum sambandi í nokkur ár, því Inga vann erlendis, en ég giftist og fór í heimilishald, en eftir að hún giftist og fór að búa í Kópavogi endurnýjuðum við okkar vinskap og höfðum eftir það mikið og gott sam- band sem ég er þakklát fyrir. Eftir að Inga missti sinn ágæta mann bjó hún í nokkur ár ein en varð fyrir því óláni að tapa sjóninni og var nærri alblind, síðar bilaði heilsa hennar og dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð síðustu mánuðina og naut þar um- hyggju góðs fólks sem þakka ber. Inga bar tryggð til átthaganna og heimsótti þá þegar tækifæri gafst. Á síðasta fundi okkar fann ég að Inga var mjög sátt við að fara að kveðja. Inga eignaðist ekki afkomendur, en systkinabörnum sínum reyndist hún eins og þau væru hennar eigin börn og ég veit að það var ríkulega end- urgoldið. Ég votta stórfjölskyldunni hennar Ingu innilega samúð. Guð blessi þig, Inga mín, og þökk fyrir allt. Ragna S. Gunnarsdóttir. Það var mér mikil og góð lífs- reynsla að kynnast Ingu Þórunni Jónsdóttur. Kynni okkar hófust fljót- lega eftir að hún flutti á heimili frænda míns og síðar eiginmanns hennar, Kristjáns Sveinssonar stýri- manns, að Víðihvammi 30 í Kópavogi. Kristján hafði þá búið í Víðihvamm- inum allt frá árinu 1957. Fyrst með foreldrum sínum, þeim Sveini Sig- urðssyni útvegsbónda og Hólmfríði Kristjánsdóttur eiginkonu hans. Að þeim gengnum flutti Inga Þórunn til frænda míns. Fyrst sem ráðskona, en varð síðan eiginkona hans, eins og fyrr segir. Í fyrstu kom ég til þeirra í Víði- hvamminn, sem unglingur með for- eldrum mínum, en síðar þegar Krist- ján frændi minn hafði gengið í gegnum nokkur veikindi endurnýjuð- um við samband okkar og tókst þá vinátta með fjölskyldu minni og þeim hjónunum, sem hélt áfram eftir and- lát Kristjáns frænda míns 1991. Þau hjónin eignuðust engin börn en voru sérstaklega barngóð og naut dóttir mín þess ríkulega í barnæsku sinni. Mig grunar að Inga hafi ekki verið allra, þótt ég hafi ekki kynnst því sjálfur, en börn áttu ávallt greiða leið að henni. Þeir sem náðu því þó að kynnast Ingu Þórunni að einhverju marki, eins og ég tel að mér hafi auðnast, reyndist hún mjög tryggur vinur. Hún var óspör á hvatningar og heilræði, þegar ég ræddi við hana um málefni fjölskyldu minnar og fann ég fyrir mikilli væntumþykju hennar í garð alls frændfólks Kristáns heitins og ávallt lagði hún gott til allra, sem við ræddum um í samtölum okkar. Ég votta öllum aðstandendum Ingu Þórunnar samúð vegna fráfalls hennar, en minning þeirra hjóna, Ingu og Kristjáns er í huga mínum tengd þakklæti og virðingu. Einar S. Ingólfsson. Inga Þórunn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.