Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 24
24 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðmundur Jó-hanns Pálsson
fæddist á Suðureyri
við Súgandafjörð 5.
apríl 1926. Hann
lést að heimili sínu,
Gullsmára 7 í Kópa-
vogi, 12. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Páll H. Hall-
björnsson kaup-
maður í Reykjavík,
f. 10.9. 1898, d.
15.10. 1981 og Sól-
veig Jóhannsdóttir,
f. 17.5. 1898, d. 28.9. 1979. Guð-
mundur var þriðji af átta börnum
þeirra.
Guðmundur kvæntist 20.3. 1948
Salbjörgu Matthiasdóttur, f. í
Hrauntúni í Leirársveit 2.12. 1929.
Foreldrar hennar voru Matthias
Eyjólfsson, f. 9.6. 1889, d. 15.8.
1966 og Guðfríður Ólafsdóttir, f.
28.10. 1897, d. 6.3. 1941. Börn
Guðmundar og Salbjargar eru
sex: 1) Páll Hermann, f. 1948.
Börn hans frá fyrra hjónabandi
eru: a) Guðmundur Hrafn, f. 1970.
Hann á þrjú börn, Fannar Daníel,
f. 1993, Sara Ísabella, f. 1999, og
Aron Örn, f. 2005. b) Linda, f.
1977, maki Ólafur Helgi, börn
þeirra eru Maríanna, f. 2004 og
Hörður Ingi, f. 1987, Elvar, f.
1989, Daníel, f. 1993 og Elías, f. d.
2001. 6) Matthías, f. 1962, maki
Ólöf Sveinsdóttir, f. 1962, börn
þeirra eru: Sveinn Björnsson, f.
1980, sambýliskona Rakel Svava,
Guðný Jónsdóttir, f. 1982, sam-
býlismaður Reynir Ari, Salbjörg,
f. 1989 og Björgvin 1992.
Guðmundur útskrifaðist úr
Verslunarskóla Íslands árið 1945.
Hann var sölumaður hjá G.Helga-
syni og Melsted, hjá Eggerti Krist-
jánssyni og Skipholti hf. Hann
stofnaði eigið heildsölufyrirtæki,
G. Pálsson & Co, árið 1967. Fyr-
irtækið rak hann uns hann komst
á eftirlaunaaldur. Guðmundur var
virkur í félagslífi og starfaði í
ýmsum félagasamtökum. Hann
var til dæmis einn af stofnendum
Skylmingafélags Íslands, sem
stofnað var 24. ágúst 1948. Hann
varð Íslandsmeistari í skylm-
ingum. Guðmundur var í stjórn
Lionsklúbbsins Fjölnis. Eitt af
hans aðaláhugamálum var brids
og vann hann til fjölda verðlauna í
bridskeppnum. Hann starfaði fyr-
ir bridsfélög Reykjavíkur, Kópa-
vogs og var í bridsfélaginu
Krummunum um árabil. Síðustu
árin kenndi og stjórnaði Guð-
mundur brids hjá eldri borgurum í
Kópavogi.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Viktor, f. 2005, c)
Hermann Örn, f.
1982, sambýliskona
Rakel Ósk. Seinni
kona Páls er Monica
Guðmundsson, sem
átti fyrir börnin
Tobias, f. 1976 og Te-
rése, f. 1982. 2) Jón,
f. 1950, dóttir hans
frá fyrra hjónabandi
er Salbjörg, f. 1983,
sambýlismaður Guð-
jón Þórunnarson.
Dóttir þeirra er Em-
ilía Rós, f. 2002. Eig-
inkona Jóns er Ágústa Karlss-
dóttir, f. 1957. Börn þeirra eru
Guðbjörg Ásthildur, f. 1985, sam-
býlismaður Ásgeir Guðmundsson
og Íris Edda, f. 1991. 3) Sólfríður,
f. 1951, gift Guðmundi Ingasyni, f.
1951, d. 2007, þau eignuðust fjög-
ur börn: Elín Björg, f. 1973, Pétur
Ingi, f. 1974, dóttir hans er Sóldís
Sara, f. 2000, Erla Dögg, f. 1982,
sonur hennar er Gunnar Ingi, f.
2001 og Eva Maria, f. 1984. 4) Guð-
mundur Þór, f. 1957, maki Stein-
unn Fjóla Ólafsdóttir, f. 1957, þau
eiga þrjú börn: Sæunn Lilja, f. d.
1987, Steinunn Ósk, f. 1990 og
Birgir Þór, f. 1991. 5) Svanhvít, f.
1960, maki Kjartan Harðarson, f.
1953, þau eiga þau fjóra syni:
Elsku pabbi, ég vil senda þér síð-
ustu kveðju og þakka þér fyrir allt
gamalt og gott.
Minningarnar fara hratt í gegn
um hugann og staðnæmast við þann
tíma er ég var ungur sem sendill hjá
þér í Skipholti, alltaf mikið að gera
og ég hjólaði út um allt með pakka
eða að rukka og þegar maður kom
inn á skrifstofuna, sast þú við skrif-
borðið með síma á báðum eyrum og
varst að selja, sennilega beiðstu eftir
einhverjum í einum símanum, meðan
þú talaðir í hinn, ég gat aldrei skilið
hvernig þú gast talað við tvo í einu.
Þú skrifaðir hratt í pappírsblokkina,
alveg óskiljanlega skrift, alveg eins
og læknar gera, en ég lærði mörgum
árum síðar skriftina, er ég byrjaði að
taka saman vörur í pantanir, brún-
kökukrydd, negul, kókósmjöl o.fl.
Þú hafðir dálæti á svokölluðum
„pocket“-bókum, reyfurum, og ég
man sérstaklega eftir einni bók sem
þú varst að lesa og á forsíðunni var
litmynd af mönnuðu geimfari ný-
lentu á tunglinu og þú sagðir við mig,
„Palli, það verða ekki mörg ár þar til
einhver lendir á tunglinu.“ Einnig
get ég ekki komist hjá að minnast
þess er það voru bridskvöld heima og
vinirnir komu saman og spiluðu allt
kvöldið inni í stofu, hlógu og
skemmtu sér. Vindlalyktin smaug
með hurðinni inn í svefnherbergið til
okkar systkinanna og ég hét því að
læra aldrei brids, áður en ég sofnaði.
Önnur sterk minning mín er þegar
fjölskyldan var uppi í sumarbústað
við Álftavatn í Þrastarskógi og von
var á þér úr vinnunni á föstudags-
kvöldi, þá fórum við eldri systkinin
niður að Stórahóli, lágum þar og
horfðum á bílana undir Ingólfsfjalli,
reykinn frá þeim, vegurinn var ekki
malbikaður á þeim tíma. Biðin var
oft löng, en þegar þú komst á Harð-
fisksölubílnum fullum af timbri og
stoppaðir til að taka okkur upp í, var
gleðin í hámarki.
Þegar ég var um það bil 16 ára, var
ég byrjaður að selja vörur fyrir þig,
hafði ekki bílpróf, en þá vildirðu að
ég færi í sölutúr um landið með öðr-
um sölumanni, Skarphéðni, sem átti
stóran Willisjeppa, hann seldi vefn-
aðarvöru og ég átti að selja krydd og
búsáhöld, á þeim tíma var áríðandi
að vera fyrstur á firðina eftir vet-
urinn, strax og snjóa leysti.Mér er
svo minnisstætt að allir könnuðust
strax við þig.
„Hvað, ert þú sonur Munda í
kryddinu?“ þetta gerði að það var
miklu léttara að selja, þó að mér
fyndist að sumir nenntu ekki að tala
við svona ungan snáða. Hringdi ég
inn allar pantanir og var ég stundum
stoltur er vel gekk. Var þetta mikil
lífsreynsla fyrir mig. Þótti mér gam-
an að þú varst svo vel liðinn og hafði
ég á tilfinningunni að þetta væru all-
ir stórvinir þínir.
Síðar er þú hafðir stofnað G. Páls-
son & Co. og ég orðinn auglýsinga-
teiknari vann ég mikið með pakkn-
ingar, auglýsingar fyrir þig og fann
að það var sami hraðinn og kraft-
urinn í þér.
Í gegn um lífið hef ég fundið þessa
gleði, góðvild og bjartsýni sem hefur
fylgt þér alla tíð og hefði ég gjarnan
viljað hafa erft meira af. Ég vil með
þessum orðum þakka þér fyrir allt,
ég og konan mín kveðjum þig og
munum minnast þín með hlýhug um
alla framtíð.
Páll Guðmundsson.
Föðurminning mín er ljúf og ég
get ekki hugsað mér að hægt væri að
eignast betri föður. Hann var svo
þolinmóður og skilningsríkur, fróð-
ur, jákvæður, duglegur og traustur.
Góð fyrirmynd og kunni að örva
mann til dáða. Hann sýndi mér fram
á eigin ábyrgð og veitti mér stuðning
í þeim ákvörðunum sem ég tók svo
að ég vildi alls ekki bregðast trausti
hans. Ég sá hvað hann elskaði og
virti konuna sína en þau hefðu átt 60
ára hjúskaparafmæli í næsta mán-
uði. Foreldrar okkar voru samstiga í
uppeldishlutverkinu og þegar ég var
komin í foreldrahlutverkið hugsaði
ég oft út í hvernig þau hefðu eig-
inlega farið að þessu. Þau eiga 6 upp-
komin börn sem eru reglufólk og
hafa lokið því námi sem hugurinn
stefndi til og eignast sína maka og
börn. Við vorum lánsöm að eiga góða
foreldra og fá sterkan grunn til að
byggja líf okkar á, viðhalda heil-
brigði okkar og verða hamingjusam-
ir þjóðfélagsþegnar.
Elsku pabbi, fjölskyldusamveran,
fjölskyldumótin okkar og öll ferða-
lögin með þér lifa í minningunni um
ókomin ár. Ein fyrsta bernskuminn-
ingin er frá því þegar ég fékk að fara
með þér í söluferð á eldgömlum Will-
is-jeppa fyrirtækisins austur fyrir
fjall og þú kenndir mér svo mikið um
náttúruna og kennileitin. Þar sem
við komum voru allir svo glaðir að sjá
þig og þú þekktir alla og vissir allt.
Þú gafst þér tíma til að svara spurn-
ingum mínum, t.d. til að útskýra fyr-
ir mér alla skrýtnu hlutina sem voru
inni í Baugstaðabúinu. Við systkinin
eigum yndislegar minningar frá öll-
um samverustundunum uppi í bú-
stað í gegnum árin og svo bættust við
makar okkar, börn og barnabörn og
alltaf var nóg pláss fyrir alla. Ótal
ferðalög um landið okkar í gegnum
árin eru ógleymanleg. Við fórum líka
saman á eigin vegum akandi í gegn-
um Evrópu, Kanada og Bandaríkin.
Þá varstu alltaf búinn að huga að því
hvað þig langaði að skoða og þú sagð-
ir okkur frá sögu staðanna og þjóð-
anna. Þú varst hrókur alls fagnaðar
með brandara á takteinum á milli
þess sem þú leitaðir að símaklefum
til að hringja heim úr og sjá hvernig
bræðrunum gengi með fyrirtækið.
Til marks um dugnað þinn og áræði
léstu ekki veikindin aftra því að þið
hjónin kæmuð út til okkar í tilefni af
80 ára afmælinu þínu, þótt þú þyrftir
að leggja á þig um 6 tíma flug til
Baltimore og þú værir nýlega kom-
inn úr stórum uppskurði. Það eru
ekki margir dagar síðan við sátum
inni í stofu og áttum innhaldsríkt
samtal og þú gafst mér yndislegt
minningarkort sem þú hafðir hand-
skrifað á frumsamda vísu til minn-
ingar um minn mann sem lést fyrir
ári. Vísan sagði að hann kynni vel við
sig hjá Guði umvafinn björtum ljós-
um og rósum og svo varst þú sjálfur
farinn þangað fimm dögum seinna.
Nú kvelst þú ekki lengur, Guð blessi
þig og hvíl þú í friði, minning þín lifir.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
Heimahlynningar fyrir ómetanlega
aðstoð og faglega hjúkrun.
Sólfríður og fjölskylda.
Elsku afi okkar.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum þig.
Það er samt gott að vita að núna
líður þér vel. Þú skilur eftir þig svo
góðar minningar. Allar góðu sam-
verustundirnar í Hrauntungu, í Gull-
smára, uppi í sumarbústað og á fjöl-
skyldumótunum.
Þú varst svo skemmtilegur. Þú
varst alltaf að segja okkur brandara
og skemmtilegar sögur. Þú komst
okkur til að hlæja.
Við munum þegar við fjölskyldan
fórum hringinn í kringum landið með
ykkur ömmu. Þú varst svo fróður og
gast alltaf sagt okkur eitthvað snið-
ugt um alla staðina sem við sáum.
Þú fórst með okkur í bíó. Þú hafðir
gaman af að horfa á góðar myndir
eins og við.
Við lánuðum þér diska með bíó-
myndum, hasarmyndum. Þú náðir
ekki að horfa á síðasta diskinn. Við
fundum ekki fyrir að þú varst svona
veikur, af því þú barst þig svo vel.
Guð geymi þig, elsku afi.
Þínir
Hörður, Elvar og Daníel.
Elskulegi afi.
Það var alltaf svo gott að koma til
ykkar ömmu í Hrauntunguna, fá
saltstangir í glas og horfa á Pónýhes-
taspóluna og Heiðu, fara svo öll sam-
an niður að tjörninni og gefa önd-
unum brauð. Svo vorum við líka
stundum úti að vinna í garðinum
ykkar, að skafa mosa meðfram hell-
unum í stéttinni og klippa tré. Við
fórum á róló og spiluðum.
Okkur leiddist aldrei hjá ykkur og
leið alltaf svo vel, þið áttuð svo rosa-
lega mikið af skemmtilegu dóti,
tölvuspil, dúkkur, bláu plastgadda-
boltana og svo var alltaf svakalegt
sport að klifra í rimlunum.
Við tókum líka stundum bíltúr í
sumarbústaðinn, og þá var alltaf
komið við í bakaríinu í leiðinni og
keyptir snúðar, vínarbrauð og fleira
gott. En eitt það fyrsta sem var gert
var að brytja brauð og fara með í
fuglahúsið handa smáfuglunum og
horfa á fuglana baða sig í fuglabaðs-
kálinni. Og ekki var nú leikfangaúr-
valið síðra þar! Svo varst þú svo
sannarlegt skáld! Þú gast alltaf rím-
að, sama hvað var sagt, þú fannst
alltaf eitthvað sem rímaði, og við
munum alltaf geyma ljóðin sem þú
ortir til okkar á fermingardaginn og
skrifaðir inn í minningabókina sem
þið amma gáfuð okkur.
Salbjörg vill ætíð vera í sveit,
og sinna lömbum og hestum.
Hún veit að ferming er heilagt heit,
og helgar sig málefnum bestum.
Við amma metum þinn dug og mátt,
megi Guð þig styðja í hverri þraut.
Nú skaltu setja þér markmið hátt,
og skaparinn leiði þig rétta braut.
Steinunn Ósk hún er bæði blíð og góð,
ber höfuðið hátt á vanga rjóð.
Útivera, lærdómur, föndur og fleira,
en framkoman lofar miklu meira.
Þessi fermda, saklausa, milda mær
mun ætíð vera ömmu og afa kær.
Guð blessi hana og geri hamingjusama,
gæti hennar og veiti frama.
Íris Edda er svo fim og létt,
alltaf broshýr er svo nett.
Magadansinn mærin kann,
mikinn fróðleik á tölvu fann.
Framundan er frami og vinna,
fermingu er lokið og mörgu að sinna.
Dugleg í námi, barngóð og blíð,
blessun Guðs fylgi henni alla tíð.
(Guðmundur Pálsson.)
Svo munum við nú öll eftir Trukka
Trukk málara, sögunum sem þú
sagðir okkur á fjölskyldumótunum
og þegar við vorum að fara að sofa,
um málarann sem var svo agalega
klár og náði að snúa á margann
manninn. T.d. þegar hann málaði
svefnherbergisglugganna hjá bæj-
arbúum svarta með stjörnum, og þá
sváfu þeir dögunum saman og þá gat
hann fengið frið við sín verk.
Við vorum svo heppin að síðasta
fjölskyldumót var núna í sumar í
sveitinni. Þú stóðst upp og talaðir til
okkar allra þar og það var ótrúlega
gott að þú skyldir geta komið svona
miklu til skila til okkar áður en þú
fórst. Þú varst svo hress og sterkur
að koma alla þessa leið norður, þrátt
fyrir að hafa verið svona veikur.
Þú vildir alltaf allt fyrir okkur
gera. Alltaf var svo stutt í grín og
glens þegar þú varst nálægt. Sög-
urnar og brandararnir, þú lagðir svo
ótrúlega mikið upp úr að allir væru
glaðir og ánægðir og varst fljótur að
hugga okkur og gleðja þegar þannig
lá við. Þannig eigum við eftir að
minnast þín elsku afi okkar.
Salbjörg, Íris Edda
og Steinunn Ósk.
Elsku besti afi minn. Það er sárt
að kveðja þig. Ég er samt svo óend-
anlega þakklát fyrir að hafa átt þig
að og allar minningar mínar um þig
eru gleðilegar því að þannig varst þú.
Alltaf glaður og áttir kímin svör við
öllu. Líka þegar veikindin sóttu hart
að þér.
Þú kenndir mér svo margt sem
hefur nýst mér vel um ævina og þá
man ég helst eftir því að hafa verið
níu ára feimin stelpa í heimsókn hjá
ömmu og afa í Hrauntungunni. Þú
bauðst mér kók og ég varð afskap-
lega glöð þar sem gos var sjaldgæfur
munaður á þeim tíma sem maður
fékk þá helst hjá ömmu og afa. „Ég
veit það ekki“ svaraði ég feimin en þá
settirðu kókið aftur inn í ísskáp og
sagðir mér að maður ætti að svara já
eða nei þegar manni væri boðið eitt-
hvað. Ég hef síðan þá gefið skýr
svör.
Fyrsta starfið mitt um ævina var
hjá þér í G. Pálson og co. og þar lærði
ég líka ýmislegt um lífið. Stundvísi er
það sem mér dettur fyrst í hug. Ég
var sjálfsagt ekki besti starfskraftur
sem völ var á á þeim árum en þú
varst alltaf þolinmóður.
Manna bestur varstu í að yrkja
ljóð og hefur glatt marga fjölskyldu-
meðlimi með fallegum stökum á sér-
stökum stundum í lífi okkar.
Elsku afi, ég geymi allar fallegu
minningarnar um þig í hjarta mínu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig, afi minn.
Hvíl í friði.
Elín Björg Guðmundsdóttir.
Nú er afi farinn frá okkur og í
sorginni sem ég upplifi get ég ekki
annað en brosað yfir þeim minning-
um sem ég á um afa – mikið rosalega
var þetta skemmtilegur karl.
Afi kallaði mig alltaf nafna og hef
ég alltaf verið mjög stoltur að heita í
höfuðið á afa. Hvernig getur maður
annað þar sem afi var alltaf jákvæð-
ur og hress. Það var alveg sama hve-
nær við hittumst, í veislum eða uppi í
sumarbústað, alltaf var afi með
brandarana á færibandi.
Í síðasta sinn sem ég hitti afa var
þegar við systkinin fórum upp á spít-
ala. Hann sagðist hafa verið svo
slappur síðustu tvo daga að hann
hefði ekki getað sagt brandara.
Hann var greinilega miklu hressari
þegar við komum því hann sagði
okkur nokkra brandara á þeim tíma
sem við vorum hjá honum. Flestir
brandararnir voru um Dani, því
hann og amma höfðu nýverið farið í
ferð til Danmerkur.
Fyrir um 20 árum, þegar ég var á
leið til Austurríkis að læra þýsku eitt
sumarið, hitti ég afa daginn fyrir
brottför. Ég hafði nokkrar áhyggjur
af ferðinni og náminu, en afi var með
ráð við því. Hann sagði mér bara að
segja við þá þarna úti: „Ich spreche
Deutche wie eingeborene“ og þá yrði
þetta ekkert mál. Þarna var fyrsta
setningin á þýsku komin og allar
leiðir færar eftir það. Svona var afi,
alltaf jákvæður og ekkert vandamál
til sem ekki var hægt að leysa. Síðan
var afi líka mikill tungumálasérfræð-
ingur og virtist kunna þó nokkuð í
flestum tungumálum, allavega
hljómaði hann þannig.
Afi hafði líka áhrif á það hvaða liði
ég held með í ensku knattspyrnunni.
Þegar ég var sex ára gaf hann mér
Arsenal-treyju. Hann sagði mér að
þetta væri besta liðið í ensku knatt-
spyrnunni og að Íslendingur að nafni
Albert Guðmundsson hefði leikið
með Arsenal. Upp frá þessari stundu
hef ég haldið með Arsenal og missi
helst ekki af leik með mínum mönn-
um. Þessa sögu segi ég stoltur öllum
þeim sem spyrja mig af hverju í
ósköpunum ég haldi með Arsenal.
Mín fyrsta vinna var hjá afa við
það að pakka kryddi þegar ég var um
tíu ára. Þó svo að ég hafi verið ungur
að vinna hjá afa fór það ekki á milli
mála hversu mikill sölumaður afi var.
Hann var alltaf hress þegar hann tal-
aði við innkaupamennina og seldi
þeim alveg helling af kryddi, alla-
vega í augum tíu ára drengs.
Ég er líka mjög feginn því að
Fannar sonur minn skyldi kynnast
langafa sínum vel þegar hann fór í
heimsókn til pabba í Svíþjóð á sama
tíma og amma og afi voru þar. Ég
spurði Fannar út í hvað honum fynd-
ist um afa sinn og þá sagði hann:
„Frábær gaur, alltaf að segja brand-
Guðmundur J. Pálsson