Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 25
ara og skemmtilegar sögur.“ Þetta svar lýsir honum mjög vel og þannig munum við minnast afa. Það rifjast upp ótal góðar minn- ingar þegar ég hugsa til afa, en nú er komið að kveðjustund. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorginni og hugur minn er hjá þér. Guðmundur Hrafn Pálsson. Kveðja frá FEBK Gullsmára Nokkrir tugir eldri borgara í Kópavogi stofnuðu Bridsdeild FEBK í Gullsmára fyrir u.þ.b. tíu ár- um síðan. Eftirminnilegasta tvennd- in í tvímenningi fyrstu starfsáranna vóru þeir spilafélagar og grannar Kristinn Guðmundsson og Guð- mundur Pálsson. Báðir vóru þeir spengilegir menn, léttir í lundu og léttir á fæti, háttvísir og hlýir. Þeir höfðu brennandi áhuga á þeirri hugaríþrótt, sem bridsinn er, og metnað til að gera vel, sem þeirra var jafnan vandi. Samt sem áður var ávallt grunnt á gamanseminni og gott gert úr öllu, þótt einhverjum fé- laganum yrðu á mistök í sögnum eða úrspili. Aðalatriðið var að stunda holla hugaríþrótt, hafa gaman af samverunni, gleðja mann og annan. Kristinn Guðmundsson lézt fyrir fáum misserum. Og nú er Guðmund- ur Pálsson allur. Þeirra er sárt sakn- að. Guðmundur Pálsson var ekki að- eins í hópi albeztu spilara deildarinn- ar. Hann var um árabil formaður hennar, skipulagði starfið og stjórn- aði því. Hann var ásinn, sem starf- semin snérist um. Hann var ekki síð- ur hæfur leiðtogi en spilari. Og vinsæll leiðtogi, sem öllum þótti vænt um – og allir báru virðingu fyr- ir. Við félagarnir í Bridsdeild FEBK í Gullsmára þökkum Guðmundi Páls- syni farsæla forystu og ánægjulega samleið. Við árnum honum farar- heilla inn í framtíðarlandið og send- um ástvinum hans innilegar samúð- arkveðjur. Stefán Friðbjarnarson. Hratt flýgur stund. Eftir því sem árunum fjölgar finnst manni tíminn, dagarnir og árin fljúga áfram með ógnar hraða. Hve stutt er ekki síðan við skólasystkinin úr fjórða bekk Verslunarskólans komum saman og áttum ánægjulega stund til að minn- ast 60 ára útskriftarafmælis. Enn hefur skarð verið höggvið í okkar stóra hóp, því að kær skóla- bróðir, Guðmundur Pálsson, er nú látinn. Við vorum alls 60 talsins, sem lukum prófi úr 4. bekk skólans þetta vor en maðurinn með ljáinn hefur verið duglegur við að fækka í hópn- um, því að í dag erum við 29 eftirlif- andi. Guðmundur var grandvar maður og hinn besti drengur. Hann var fé- lagslyndur, glaðvær og vinsæll af bekkjarsystkinunum. Líklega hefur Guðmundur verið einn af fáum úr bekknum, sem í tímans rás stofnuðu sitt eigið iðnfyrirtæki. Það rak hann um árabil. Oft hefur þurft áræði og kjark til að láta að sér kveða á við- skiptasviðinu sérstaklega þegar verslunarhöft og lánsfjárkreppa tor- velduðu rekstur. Guðmundur var félagi í Lions- hreyfingunni og eitt árið var hann formaður í sínum Lionsklúbbi. Við skólasystkinin minnumst góðs félaga með hlýhug og þökkum góðar samverustundir. Við sendum fjöl- skyldunni og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystkina, Þórhallur Arason. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 25 ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR SIGURÐSSON, sem lést á Vífilsstöðum mánudaginn 18. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl.13.00. Katrín Bárðardóttir, Magnús Einarsson, Björgvin Þorleifsson, Jón Gestur Björgvinsson, Natalía Ósk Ríkarðsd. Snædal, Bárður Þór Stefánsson, Jenna Huld Eysteinsdóttir, Pálína Sigurrós Stefánsdóttir, Veigar Grétarsson, Sylvía Kristín Stefánsdóttir, Óskar Sigurðsson og langafabörn. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, ARNÓRA FRIÐRIKKA SALÓME GUÐJÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis að Sléttuvegi 13, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Eiríkur Valdimarsson, Arnfríður H. Valdimarsdóttir, Ólafur Árnason, Magnúsína G. Valdimarsdóttir, Þór G. Þórarinsson, Sigurjóna Valdimarsdóttir, Kristjón Sigurðsson, Arnór V Valdimarsson, Guðlaug Jónsdóttir, Páll G. Valdimarsson, Soffía Gísladóttir, Sigurborg Valdimarsdóttir, Jón Egilsson, Guðjón Valdimarsson, Ólafía G. Einarsdóttir, og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur sonur okkar og bróðir, HRAFNKELL HELGASON, Holtabyggð 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 25. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Helgi Kristjánsson, Edda Guðmundsdóttir, Steinar Helgason, ✝ Ása Pálsdóttirfæddist á Ísa- firði 28. apríl 1920. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 18. febrúar síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Málfríðar Sumarliðadóttur, f. á Skjaldvararfossi í Barðastrand- arhreppi í V.Barð. 14. desember 1888, d. 15. júní 1955, og Páls Kristjánssonar húsasmíðameistara, f. í Stapadal í Auðkúluhreppi í V.Ís. 27. mars 1889, d. 3. júlí 1985. Hjónin Páll og Málfríður eignuðust sjö börn en þrjú þeirra dóu í æsku. Systk- inin fjögur sem upp komust eru Ása Kolbrún, f. 19. apríl 1960, gift Edward O’Hara. Börn þeirra eru Daníel Thor, Natalie Björk og Marc Odin. b) Áslaug Sig- urbjörg, f. 28. mars 1964. Sonur hennar og fyrrum sambýlis- manns, Arnþórs Sigurðssonar, er Elvar Freyr. c) Gústav, f. 10. des. 1965. Maki Hjördís Ingvarsdóttir. Börn þeirra eru Nína María, Andrea Ýr, Alfreð Ingvar og Emelía Sól. Stjúpdætur Gústavs eru Katrín Inga og Elín Fjóla. 2) Páll, f. 5. janúar 1942. Maki Ann- ette Bauder, f. 4. sept. 1943. Börn þeirra eru Ester Þórdís, f. 27. júní 1975, og Gústav Valdi- mar, f. 15. janúar 1982. Stjúpson- ur Páls og sonur Annette af fyrra hjónabandi er Axel Darri Flóka- son, f. 4. júlí 1964. 3) Sigvaldi, f. 30. júní 1945, d. 15. okt. 2005. Útför Ásu fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. nú öll látin, Gunn- laugur arkitekt, f. 1918, d. 1983, Jón húsasmíðameistari, f. 1924, d. 2006, og Haraldur húsa- smíðameistari, f. 1927, d. 2000. Fjöl- skyldan fluttist frá Ísafirði til Reykja- víkur árið 1939. Árið 1940 giftist Ása Gústavi Sig- valdasyni, lengst af skrifstofustjóra hjá Flugmálastjórn, f. á Hrafnabjörgum í Svínadal 12. júlí 1911, d. 6. des. 1986. Þau eign- uðust þrjú börn: 1) Jónína Guð- rún, f. 21. nóv. 1940. Maki Alfreð Guðnason, f. 15. janúar 1934, d. 9. okt. 1983. Börn þeirra eru: a) Hún Ása amma mín hafði marga góða kosti, var hláturmild og létt í lund.Vandfundin er eins góð kona og hún amma. Amma hafði alla tíð mikla unun af ferðalögum og er hún nú farin í sína síðustu ferð. Ég var svo heppin að upplifa margar ferðir til útlanda með ömmu, bæði sem barn og fullorðin kona. Ófáar ferðirnar fór amma með vinkonum sínum til Bretlands og alltaf var hún hrókur alls fagnaðar, ætíð já- kvæð og ráðagóð þótt eitthvað óvænt kæmi upp á. Amma eignaðist fjölmarga vini á ferðum sínum erlendis því hún var félagslynd og fljót að kynnast fólki. Ein af hennar góðu vinkonum var Ana frá Kanaríeyjum. Þær kynnt- ust í skoðunarferð í London og hef- ur þeirra vinskapur staðið í nær hálfa öld. Þær hafa skipst á bréfum og gjöfum í öll þessi ár. Fyrir mörgum árum fórum við amma saman í bændaferð til Noregs. Við gistum á bændabýli meðan á dvöl- inni stóð og hefur amma haldið tryggð við norsku hjónin allar göt- ur síðan. Þegar þau heimsóttu Ís- land gistu þau hjá henni og gat hún þá endurgoldið þeim gestrisnina við okkur þarna um árið. Amma gat alltaf bjargað sér á hinum ýmsu tungumálum og stofnað til vinskapar sem varði ævina út. Til vitnis um það hversu vinmörg amma var má nefna allt jólakorta- flóðið um hver jól og hef ég aldrei séð slíkan haug af kortum sem bár- ust alls staðar að. Amma átti fjöl- marga ættingja í Kanada sem hún hafði samskipti við og fór hún í nokkrar heimsóknir til þeirra enda afar ættrækin. Ættartöluna var hún með á hreinu svo og alla af- mælisdaga sinna nánustu. Minni ömmu var lengst af alveg ótrúlegt og ræktarsemin einstök. Þegar ég hugsa til baka til barn- æsku minnar geri ég mér grein fyrir hversu væntumþykja og ástúð ömmu hefur átt stóran þátt í mótun fullorðinsáranna. Í æsku vildi ég hvergi annars staðar vera en hjá ömmu og afa í Blönduhlíðinni. Þar eignaðist ég mínar æskuvinkonur. Alltaf fengum við leyfi hjá ömmu til að leika okkur að vild. Ég er afar stolt af að heita í höf- uðið á ömmu enda hefur samband okkar alltaf verið mjög náið. Rækt- arsemi hennar við mig og mína er ómetanleg. Ég og fjölskylda mín höfum verið búsett í Danmörku um árabil og eru ófá símtölin frá ömmu í gegnum tíðina. Allar heimsóknir ömmu til Danmerkur eru mér og mínum minnisstæðar og okkur afar mikils virði. Við áttum sannarlega góðar stundir saman. Þá má nefna að amma var með afbrigðum gjaf- mild og hafði unun af að gleðja aðra. Ég gæti endalaust haldið áfram að skrifa um ömmu mína því af nógu er að taka. Hún var einstök kona sem öllum þótti vænt um sem henni kynntust og aldrei talaði hún illa um nokkurn mann. Hún var alltaf jákvæð og sá það besta í hverjum og einum. Hún studdi ætíð vel við bakið á sínum nánustu og hvatti þá til dáða. Amma var mér eitt og allt og mun ég sakna hennar alla mína ævi, en það er huggun harmi gegn að hafa verið svo lánsöm að eiga bestu ömmu í heimi og börnin mín eru mjög stolt af að hafa átt alveg einstaka langömmu. Guð veri með þér elsku amma mín. Ása K. Alfreðsdóttir O’Hara og fjölskylda. Nú hefur Ása amma mín elsku- leg kvatt þetta jarðlíf. Alltaf er jafnsárt að sjá á eftir kærum ástvini enda þótt vitað sé að hverju stefnir. Amma hefur alla tíð verið sérlega stór þáttur í lífi mínu. Hún var mér svo miklu meira en bara amma, var eins og besta mamma og vinur sem alltaf var hægt að leita til ef eitthvað bjátaði á. Amma var jákvæð kona og fordómalaus og man ég ekki til þess að hún hafi hallmælt nokkrum manni. Þá var hún skemmtileg og afar hláturmild og því var oft líf og fjör í kringum hana. Við sonur minn bjuggum í kjall- aranum hjá ömmu í nær 10 ár svo samband okkar var óvenjumikið. Varla leið svo dagur að við hitt- umst ekki nema þá ef önnur okkar var stödd erlendis. Ef svo stóð á með mig hringdi ég strax í ömmu því ég vissi að hún biði spennt eftir að heyra hvernig ferðalagið hefði gengið. Móðir mín fór líka tíðar ferðir í Blönduhlíðina til ömmu þannig að samgangur var mikill á milli okkar mæðgnanna. Sonur minn fékk líka að njóta umhyggju langömmu sinnar og fylgdist hún vel með því hvernig honum gekk í skólanum og íþróttunum. Hún gladdist innilega yfir góðum ár- angri hans í öllu því er hann tók sér fyrir hendur. Það var einkenn- andi fyrir ömmu hvað hún hafði mikinn áhuga á að fylgjast með ástvinum sínum og nánustu skyld- mennum nær og fjær. Þess fengu t.d. systir mín og nafna hennar að njóta, en hún hefur búið langdvöl- um í Danmörku, og Páll, móður- bróðir minn, sem einnig hefur búið um langt árabil í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Amma var dugleg að hringja í þau bæði og spyrja frétta. Einnig var mikið og hlýtt samband á milli ömmu og bræðra hennar þriggja og þeirra fjöl- skyldna. Ferðalög höfðuðu mjög til ömmu og hefur hún víða farið, m.a. til fjarlægra landa. Á ferðum sín- um kynntist hún mörgu góðu fólki sem hún hefur ætíð haldið tryggð við. Amma var mjög gjafmild og fengum við systkin oft marga pakka hvert frá ömmu og afa á jólum. Hún pakkaði oft jólagjöfunum inn löngu fyrir jól og geymdi þær uppi á háa- lofti. Komið gat fyrir að við systkin klöngruðumst upp á loft til að horfa á pakkana. Amma hefur alltaf haft mikinn áhuga á að taka myndir og eru albúmin hennar orðin fjölmörg. Þá var amma ótrúlega minnug á af- mælisdaga og var alltaf fyrst til að hringja og óska manni til hamingju. Einnig mundi hún vel ýmsa gamla viðburði og var gaman og fróðlegt að hlusta á frásagnir hennar. Líf ömmu var ekki alltaf dans á rósum því Sigvaldi, yngsta barn hennar, var þroskaheftur og lengst- um bundinn við hjólastól. Amma annaðist hann af mikilli alúð og ósérhlífni þar til hann fluttist 26 ára gamall á Vistheimilið Tjaldanes í Mosfellsbæ. Sigvaldi andaðist árið 2005 en amma var þá fyrir rúmu ári orðin vistmaður á Skjóli. Ég vil að endingu þakka ömmu fyrir alla hennar elskusemi og um- hyggju við okkur Elvar Frey í gegnum árin. Hún auðgaði líf okkar með sinni góðu nærveru og um- hyggjusemi. Hún fær nú að hitta á ný Sigvalda sinn og afa sem munu eflaust taka vel á móti henni, svo og hina fjöl- mörgu ástvini sem hún hefur þurft að sjá á bak á umliðnum árum. Sigurbjörg Alfreðsdóttir. Ása Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.