Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 28
28 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Heilsa
OPJ ORKUPUNKTAJÖFNUN
OPJ er ótrúlega beinskeytt og
árangursrík tækni þar sem árangur
kemur strax eða í það minnsta mjög
fljótlega í ljós eftir að meðferð hefur
verið beitt. Við tökum á móti fólki og
beitum þessari meðferð í Liljuhúsi
Stóraholti 2, við Arkarlæk.
Mikið úrval fæðubótarefna
Prótein - Kreatín - Glútamín - Gainer
Ármúla 32. Sími 544 8000
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18.
Lr-kúrinn er fyrir allar konur og
karla. Langar þig að vita hvernig ég
léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuð-
um? www.dietkur.is - Dóra 869 2024.
Djúpslökun
Hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson,
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is, www.theta.is.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu að Dugguvogi 6, Rvk.
Skrifstofuhúsnæði ca 60 fm, 2. hæð.
Í húsnæðinu er núna leigumiðlun.
Góð bílastæði og góð aðkoma.
Uppl. í s. 693 7815.
Meðferðarherbergi til leigu
Glæsileg aðstæða í heilsuverndar-
stöðinni, ýmsir leigumöguleikar.
Nálastungur Íslands ehf.
s. 458-9400 og 863-0180
Sumarhús
Sumarhús til sölu í Grímsnesi
Nýtt 125fm heilsárshús ásamt 25fm
bílskúr (aukahús) til sölu á fallegum
stað í landi Ásgarðs. Frá húsinu er
fallegt útsýni. Nánari upplýsingar
gefur Steinar í s:893 3733.
Heilsárshús ehf., Fiskislóð 22
Tökum að okkur að smíða sumarhús í
öllum stærðum og gerðum. Eigum til
nokkrar teikningar, gott verð.
Uppl. í síma 893 4180 og 893 1712,
fax 552 5815
Gott efni í sumar eða veiði
bústað, 25 ferm+ milli loft. Tilboð
óskast. Er staðsettur á Rvk. svæði.
Get sent myndir. S. 868 7177 og 567
9642. Netf.professor@simnet.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Fallegar útsýnislóðir
Til sölu ca. 8000 fm lóðir í landi
Ásgarðs í Grímsnesi. Rafmagn og
heitt vatn að lóðarmörkum. Fallegt
útsýni. Nánari upplýsingar gefur
Steinar í s: 893 3733.
Iðnaðarmenn
Pípulagningameistari
getur bætt við sig verkefnum stórum
sem smáum.
Upplýsingar í síma 892 8720.
Námskeið
HANDVERKSNÁMSKEIÐ
prjónanámskeið o.m.fl.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Nethyl 2E - 110 Reykjavík.
s. 551-7800, 895-0780.
www.heimilisidnadur.is
skoli@heimilisidnadur.is
Til sölu
Tékkneskar og slóvenskar
handslípaðar kristal- ljósakrónur.
Mikið úrval og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Þjónusta
Hreingerningaþjónusta
Erum sérfræðingar í bónun gólfa, tök-
um að okkur stærri og smærri verk.
En fremur öll önnur hreingerninga-
verkefni. Hreingerningaþjónusta Suð-
urlands. Hreint um allt, sími 8978444.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Ýmislegt
Páskaeggjamót
Verð frá kr. 550
5 stærðir
Klappastíg 44
Sími 562 3614
580 7820
Mynda-
standar
standar
BANNER
580 7820
Úrval af fallegum dömuskóm
úr leðri, skinnfóðruðum.
Stærðir: 36 - 41
Verð: frá 6.970.- til 8.300.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Opið mán.-föst. 10-18,
og laugardaga 10-14
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Saumlaus og hlýralaus í BC
skálum kr. 2.350, buxur í stíl kr. 1.250.
Mjúkur og þægilegur í BC skálum
á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,
Gott aðhald í CDE skálum á kr.
2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán-fös 10-18, lau 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is.
Bílar
OPEL CORSA 1.2 COMFORT
Skráður 2001. Ekinn 115 þús. km.
Nýskoðaður, beinskiptur. Verð kr. 320
þúsund. Upplýsingar í síma 848 2146.
Hjólbarðar
Til sölu fjögur nagladekk, stærð
31*10,5 R15. Verð 55 þús.
Uppl. í síma 863 6040.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza 2006, 4 wd. Öruggur
í vetraraksturinn. Akstursmat og
endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042.
Bílaskóli.is
Bókleg námskeið - ökukennsl -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '06.
696 0042/566 6442.
Sigurður Jónasson
Toyota Rav4 ‘06.
822 4166.
Snorri Bjarnason
Nýr BMW 116i ´07.
Bifhjólakennsla.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '06 .
892 4449/557 2940.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
863 7493/557 2493.
HJÖRVAR Steinn Grétarsson
hefði áreiðanlega styrkt gott lið Ís-
lands sem tefldi á NM grunnnskóla
um síðustu helgi. Hann ákvað að
taka sér frí frá því ágæta móti og
taka þess í stað þátt í virtasta opna
móti ársins, Aeroflot open sem lauk
í Moskvu í gær. Sá sem þessar lín-
ur ritar var honum til halds og
trausts jafnframt því að tefla í í
efsta stórmeistaraflokknum en þar
eru stigalágmörk miðuð við 2550
stig.
Hjörvar tefldi í B–flokki sem
liggur á bilinu 2200 – 2400 Elo-stig
og lauk keppni á fimmtudaginn
með 4 vinninga af 9 mögulegum.
Hann bætti sig örlítið stigalega séð
og er reynslunni ríkari. Rússar eru
erfiðir heim að sækja eins og dæm-
in sanna og eitt það sem sem ungir
menn reka sig fljótt á er að það er
erfiðara að innbyrða vinninga þar í
landi en annars staðar.
Þegar ein umferð er eftir í A1
flokkum var undirritaður með þrjá
vinninga úr átta skákum sem getur
varla talist góð frammistaða. Ekki
náðu sigurvænlegar stöður í ann-
arri, þriðju og sjöttu umferð að
skila vinningum í hús.
Stóra fréttin í sambandi við þetta
mót er án efa frammistaða hins tví-
tuga Rússa Jans Nepomniachtchi
sem fyrir lokaumferðina var einn
efstur með 1/2 vinnings forskot á
efstu menn í stórmeistaraflokki A1.
Hann hefur unnið hverja skákina á
fætur annarri með miklum tilþrif-
um þ.á m. gegn hinum öfluga stór-
meistara Alexey Dreev.
Í 2. – 4. sæti komu Alexey Dreev,
Maxim Rodstein og Alexander
Motylev allir með 6 vinninga. Kepp-
endur eru 66 talsins í efsta flokkn-
um. Mikið er í húfi því að auk verð-
launa hlýtur efsti maður keppnis-
rétt á einu sterkasta móti árs sem
fram fer í Dortmund á þessu ári.
Sá sem þessar línur ritar tefldi
við Nepomniachtchi í 2. umferð og
var hóflega bjartsýnn fyrir fram
eftir sigur yfir Pavel Smironov í
fyrstu umferð. Í þessari hörðu bar-
áttuskák sem hér fylgir var kannski
tímaskorti um að kenna að mér
tókst ekki að færa mér umfram-
peðið í nyt. Þó var staðan í miðtafl-
inu afar athyglisverð. Svartur leik-
ur snemma sjaldséðum leik, 12. …
Bxc5 og eftir 17. Bxd5 tekur hvítur
vissa áhættu áhætta vegna yfirráða
svarts yfir hornalínunni a8–h1. Eft-
ir 21. Dd2 er frumkvæðið kirfilega í
höndum hvíts. Beinast lá við að
hirða peðið á b4 strax en einnig
kom til greina að leika 23. a4. 28.
leikur hvíts, b4 var sennilega slakur
þótt hann liti vel út. Betra var ein-
faldlega 28. Hc4 ásamt – Kf2 og
Ha2 og hvíta staðan er vitaskuld
betri. Svartur náði gagnsókn með
hinum öfluga leik 29. .. a5! Í miklu
tímahraki tókst mér ekki að finna
viðunandi framhald og svartur
hrifsaði til sín frumkvæðið og vann
skákina á sannfærandi hátt.
Aeroflot open 2008; Moskva
Helgi Ólafsson – Jan Nepomni-
achtchi
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4.
Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7.
bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. e4 b4 10.
Ra4 c5 11. e5 Rd5 12. dxc5 Bxc5
13. Rxc5 Rxc5 14. Bb5+ Kf8 15.
O–O Db6 16. Bc4 h6 17. Bxd5
Bxd5 18. Be3 Da5 19. d4 Rd7 20.
f4 g6 21. Dd2 Rb6 22. b3 Be4 23.
a3 Rd5 24. axb4 Db6 25. b5 Rxe3
26. Dxe3 Bb7 27. Hhc1 Kg7 28. b4
Hhd8 29. Hc5
29. … a5 30. bxa6 Hxa6 31.
Hxa6 Dxa6 32. Hc1 Da2 33. Rf3
Db2 34. Hf1 Ba6 35. He1 Dxb4 36.
h3 Hd3 37. Dc1 Bb7 38. Hf1 Db6+
39. Kh2 Bxf3 40. gxf3 Dd4 41. Kg3
Hd2 42. De1 g5 43. fxg5 hxg5 44.
De4 Db2 45. f4 He2 46. Df3 Dd2
47. Hf2 gxf4+ 48. Dxf4 Hxf2 49.
dxf2 Dxf2+ 50. kxf2 Kg6 51. g3
Kg5
 
Það læddist að mér sá grunur
eftir þessa skák að hinn ungi and-
stæðingur ætti eftir að ná langt í
mótinu. Að öllum líkindum nafn
sem vert er að hafa í huga í fram-
tíðinni.
Anand efstur
í Morelia/Linares
Heimsmeistarinn Wisvanathan
Anand hefur tekið forystu á sterk-
asta lokaða móti ársins sem fram
fer þessa dagana í Morelia í
Mexíkó. Um nokkurra ára skeið
hefur mótshaldinu verið skipt milli
Morelia og Linares þar sem mótið
var haldið um langt árabil. Sem
endranær tefla átta skákmenn tvö-
falda umferð. Afar hart hefur verið
barist í fyrri helmingnum og er
jafnteflishlutfallið undir 50%. Stað-
an: 1. Anand (Indland) 3 1/2 v. 2.
Aronjan (Armenía) 3 v. 3. – 5. Shi-
rov (Spánn) , Topalov (Búlgaría) og
Carlsen (Noregur) 3 v. 6. – 8. Leko
(Ungverjaland), Ivanchuk (Úkra-
ína) og Radjabov (Azerbadsjan) 2 v.
Ný stjarna Rússa komin fram
SKÁK
Moskva, Rússland
Aeroflot open 2008
14.– 22. febrúar
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is