Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 30
30 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SJÁÐU HVAÐ ÍKORNARNIR
Í INNKEYRSLUNNI
ERU SÆTIR
HVAÐ ÆTLI ÞEIR
SÉU AÐ GERA?
MÉR SÝNIST
ÞEIR VERA
AÐ RÆNA
HNETUM ÚR
BÍLNUM ÞÍNUM
HEYRÐU
NÚ MIG!
KANNSKI HEFUR HRÆÐSLA
MÍN, HATUR OG FORDÓMAR
KOMIÐ Í VEG FYRIR AÐ
ÉG GETI ELSKAÐ EITT
AF SKEMMTILEGUSTU
DÝRUM Í HEIMI
ÉG HATA
KETTI ÞVÍ ÉG
ER HRÆDDUR
VIÐ ÞÁ
ÞAÐ GÆTI VEL
VERIÐ SATT..
...EN ÉG
EFA ÞAÐ
KALVIN, DRÍFÐU ÞIG Á
FÆTUR! KLUKKAN ER
ORÐIN HÁLF SEX
FARÐU
BURT!
ÞAÐ ER FALLEGUR MORGUN!
SÓLIN ER VARLA KOMIN
UPP OG VATNIÐ ER ALVEG
KYRRT. ÞAÐ ER EKKI SÁLA
KOMIN Á FÆTUR! LANGAR
ÞIG EKKI TIL
AÐ SJÁ ÞETTA?
MM
SAGÐIST ÞÚ EKKI VILJA
FARA AÐ VEIÐA? EF
MAÐUR ÆTLAR AÐ VEIÐA
ÞÁ VERÐUR MAÐUR AÐ
FARA SNEMMA Á FÆTUR!
DRÍFÐU ÞIG! KANÓINN
ER TILBÚINN
ÞAÐ SEM MÉR FINNST LÍKA
FRÁBÆRT VIÐ ÞESSI FRÍ ER
AÐ FJÖLSKYLDAN NÝTUR
AUGNABLIKSINS SAMAN
MAMMA,
SEGÐU
PABBA AÐ
FARA!
VIÐ ÆTTUM AÐ
KOMA OKKUR HEIM
NEI, NEI... EIGUM
VIÐ EKKI AÐ FÁ
OKKUR DRYKK FYRIR
MORGUNMATINN?
ÁTTU EKKI VIÐ AÐ
FÁ OKKUR DRYKK
FYRIR SVEFNINN?
NEI, ÞAÐ ER KOMIÐ LANGT
UNDIR MORGUN... VIÐ FÖRUM
EKKERT AÐ SOFA ÚR ÞESSU
AF HVERJU
GETUM VIÐ EKKI
KEYPT EINA
VENJULEGA
LANDSLAGSMYND?
FRÚ RORSCHACH
FYRST ÞÚ ERT
KOMIN HINGAÐ,
HVAR LANGAR ÞIG
AÐ BÚA?
MIG LANGAR
AÐ BÚA MEÐ
FÓLKI EINS
OG MÉR
ÉG FENGI AÐ VERA Í FRIÐI MEST
MEGNIS EN VIÐ MUNDUM BORÐA
SAMAN OG ANNAÐ SLÍKT
ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI EKKI
VERIÐ KOMMÚNA HÉR FRÁ
ÞVÍ 1973
ERTU AÐ HUGSA
UM AÐ FARA Á
SAMBÝLI FYRIR
ELDRI BORGARA?
ÉG VAR MEIRA AÐ
HUGSA UM AÐ FLYTJA
INN Í KOMMÚNU
ÆTLAR ÞÚ AÐ
VERA MEÐ
HÁRKOLLU ÞEGAR
VIÐ FÖRUM ÚT?
JÁ, ÞÚ
SAGÐIR AÐ ÉG
ÞYRFTI AÐ
DULBÚA MIG
ÚT AF LJÓS-
MYNDURUNUM
HELDUR ÞÚ AÐ FÓLK EIGI
EFTIR AÐ ÞEKKJA MIG MEÐ
ÞESSA HÁRKOLLU?
HVER ERT ÞÚ? OG
HVAÐ GERÐIR ÞÚ VIÐ
KONUNA MÍNA?
SVAKA
FYNDIÐ!
dagbók|velvakandi
Asnaleg skoðanakönnun um
fylgi meirihluta í borgarstjórn
ÞAÐ er alveg furðulegt hvað frétta-
miðlar hafa velt sér upp úr frétt um
skoðanakönnun sem tekin var í jan-
úar af Gallup. Það geta allir sagt sér
að lítið er að marka þær skoð-
anakannanir sem teknar eru á þeim
tíma þegar svona stendur á, og bók-
staflega hlægilegt þegar fjölmiðlar
þykjast ekki vita af hverju svona út-
koma kemur ofan í slíkt þras sem
borgarstjóri og hans fólk þurfti að
ganga í gegnum akkúrat á þessari
stundu.
Við skulum sjá í næstu könnun
hvort ekki breytast tölurnar í
Reykjavík sem hefur verið aðalvígi
sjálfstæðismanna.
Ef menn ættu að taka mark á
þessari könnun, hvernig skýra menn
þá útkomu flokksins í dreifbýlinu?
Þar er ekki meðalhækkun á fylgi
flokksins heldur bætir flokkurinn
við sig þar og meira að segja bætir
við sig manni á landsvísu.
Nei, það er alltaf sama sagan,
andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
nota hvert tækifæri til að reyna að
hafa áhrif á fylgi hans, hversu asna-
legar sem aðferðirnar sem þeir nota
eru.
Síðan skrílslætin voru á pöllum
ráðhússins um daginn hef ég ekki
hitt einn einasta aðila sem hefur
mælt þessu bót, fjölmiðlar hafa klif-
að á þessu stöðugt og þar með komið
þessu til fólksins til að þrátta um.
Það sem ég hef heyrt um Ólaf
Magnússon er að hann sé dreng-
skaparmaður.
Að vísu þekkti ég hann meira áður
en hann yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn
og það fannst mér afar sorglegt, að
hann skyldi yfirgefa okkur. Og ég
hef það á tilfinningunni að hann hafi
séð mikið eftir þeirri ákvörðun. En
ég er ekki í vafa um að hann mun
standa sig með prýði sem borg-
arstjóri. Ég þekkti föður Ólafs,
Magnús Ólafsson lækni, ef hann er
eitthvað líkur honum þurfum við
ekki að hafa áhyggjur, það er sagt að
eplið falli ekki langt frá eikinni.
Karl Jóhann Ormsson,
rafvirkjameistari.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Á Árbæjarsafni er ævintýralegt um að litast þegar snjórinn hefur klætt
þetta litla þorp. Flest húsin eru flutt úr miðbæ Reykjavíkur og gefa hug-
myndir um lifnaðarhætti og byggingalist frá upphafi byggðar.
Morgunblaðið/Ómar
Þorpið í Árbænum
Einbýlishús - Perlan
240 fm glæsilegt einbýlishús
í Fossvogi til leigu,
langtímaleiga,
leigist fjölskyldu. Laust strax.
Upplýsingar í nada@centrum.is
eða í 846-0408 eftir 14:30
FRÉTTIR
FIMM arkitektastofur tóku þátt í
tillögugerð að hönnun leikskóla í
Úlfarsárdal. Matsnefnd taldi þrjár
tillögur framúrskarandi og borg-
inni í hag að nota þær. Tillaga Ark-
þing svaraði að mati nefndarinnar
best þeim áhersluatriðum sem lögð
voru til grundvallar matinu og
mælti því með útfærslu hennar fyr-
ir lóðina Úlfarsbraut 118-120. Til-
lögur frá Á stofunni og VA arki-
tektum voru valdar til útfærslu
síðar.
Óskar Bergsson, formaður mats-
nefndarinnar, segir í tilkynningu
að það hafi verið mjög ánægjulegt
að fá fram svo áhugaverðar tillögur
og það segði sína sögu að þrjár til-
lögur skyldu hafa verið valdar til
nánari útfærslu. Tillaga Arkþings
félli hins vegar best að aðstæðum á
þeirri lóð sem fyrst verður byggt á.
Fimm arkitektastofur tóku þátt
Í ágúst 2007 óskaði Fram-
kvæmdasvið Reykjavíkurborgar
eftir samanburðartillögum að leik-
skólabyggingu í Úlfarsárdal frá
fimm arkitektastofum. Tillögur
bárust frá öllum þátttakendum.
Eftirfarandi aðilum var boðin
þátttaka vegna reynslu þeirra á
sviði leikskólahönnunar fyrir
Reykjavíkurborg: Arkþing ehf., Á
stofunni arkitektar, Teiknistofan
Víðihlíð 45, Albína Thordarson
arkitekt, VA arkitektar, (Manfreð
Vilhjálmsson) og Teiknistofa Ingi-
mundar Sveinssonar.
Tillaga Arkþings
valin fyrir leikskóla
í Úlfarsárdal