Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 32
„Þeir drekktu mér ekkert í brúnkukremi,“ segir Örlygur og hlær … 36 » reykjavíkreykjavík Fluga er litblind þegar kemur aðhúðgerð mannfólksins og var þvímjög brugðið yfir nýstofnuðumflokki tíu lítilla nasista á Íslandi. En eftir að hafa skoðað heimasíðu þeirra viku áhyggjurnar fyrir hlátri; hún er auðvit- að stútfull af stafsetningar- og málfarsvillum og skýringuna á því er auðvitað ekki að finna í að þessir tíu nasistar séu af erlendu bergi brotnir … Nei, þetta er bara lítið sem ekkert menntað íslenskt, hvítt hjólahýsa- hyski. Okkur stafar engin ógn af slíkum hálfvitum. Sveitta borgarabúllan Vitabar dregur jafnan að sér svanga og menningarlega góð- borgara í frjálslegri kantinum eins og Krumma og Mínusmenn, sem sátu þar á prikum fyrr í vikunni. Krummi enn í pels, þótt hiti og rigning héngi yfir borginni. Ann- ars er Fluga nýbúin að uppgötva annað ,,hang out“ sem er Pizzaverksmiðjan í Lækj- argötu. Frábær flatbökufantasía fyrir flugur og fýra. Kokkakeppnin í Listasafninu á laugardag- inn, æi – hún er orðin eitthvað þreytt þessi hátíð munnvatnskirtlanna. Þar gengur mað- ur að vísum Sigga elskunni Hall og Nönnu Rögnvaldar ár eftir ár. Tilbreyting var fólg- in í að hitta þar Hildi Petersen athafnakonu. Andrúmsloftið í Listasafninu var þó snöggt- um skárra en í Eurovisionpartíinu sem mætt var í um kvöldið – Leiðindalögin í Sjónvarp- inu voru partí-killer par excellance. Rak nefið inn á einhvers konar bókakaffi í gamla Miðbæjarmarkaðinum í Aðalstræti á laugardaginn en þar er greinilega hægt að fá sér kaffisopa og fjárfesta í bókum, að- allega tengdum Guði. Aðeins einn gestur sat í salnum, hélt einmitt við fyrstu sýn að það væri Guð sjálfur en svo kom í ljós að á bak við gráa síða skeggið og spekingssvipinn leyndist hann Jörmundur allsherjargoði. Close enough. Engin stemning þarna og því flúið á Borg- arbókasafn Reykjavíkur á Tryggvagötu í leit að góðum bókum og bíómyndum – en akk- úrat þegar fluga var að komast í ham, hnippti vingjarnlegur bókavörður í hana og sagði að verið væri að loka safninu. Klukkan 4 á laugardegi. Sko, það verður að poppa upp bókasafnið með tilliti til þarfa bókaorma. Mála veggina dimmrauða, hengja þung flauelstjöld fyrir gluggana, setja persneska renninga á gólfin, stórar, grænar plöntur í hvert horn og djúp- ir notaðir sófar eiga að vera hist og her. Ind- verskir púðar og kertastjakar og frítt kaffi. Opið til miðnættis eða lengur. Þetta yrði þvílík viðbót við næturlífið í Reykjavík; hvar bókhneigðar tátur gætu hreiðrað um sig á þokkafullum púðum, spek- úlerað í strákunum yfir bókarkjölinn og ef einn slíkur lofar góðu er hægt að bjóða hon- um upp á latte og ljóðaljóðin … Morgunblaðið/Jón Svavars Gunnleifur, Ásgerður, Jóna og Hildur létu sín atkvæði ekki eftir liggja, eins og sjá má. Lára Sveinbergsdóttir og Jónatan Örlygsson létu sig ekki vanta í úrslit Laugardagslaga. Sigurrós Guðmundsdóttir og Gísli Björn Rún- arsson fylgdust með Selmu, móður Gísla. Dóri DNA og Guðný Halldórsdóttir hlýddu á Þursaflokkinn og Caput-hópinn. Páll Pálsson, Sigrún Haraldsdóttir og Sæv- ar Guðmundsson í Laugardalshöll. Árvakur/Frikki Þorsteinn Ásmundsson, Elsa Ásmundsdóttir, Þórólfur Árnason og Margrét Baldursdóttir. Gísli Marteinn Baldursson og Selma Björnsdóttir. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Inga Jóna Þórðardóttir og Hafdís Jónsdóttir. Flugan … Hvítt hjólhýsahyski og tíu litlir nasistar … … Guð á bókakaffinu, latte og ljóðaljóð … Þórólfur Árnason og Margrét Baldursdóttir. Sigurður Árni Sigurðsson og Guðrún Hálfdánardóttir. Árvakur/Eggert » Leikritið Kommúnan varfrumsýnt á Nýja sviði Borg- arleikhússins fimmtudags- kvöldið síðastliðið. »Úrslitaþáttur Laugardags-laganna var æsispennandi, átta lög í úrslitum og mikið um dýrðir í Smáralindinni. » Stórtónleikar Hins Íslenzka Þursaflokks og Caput voruhaldnir fyrir fullri Laugardalshöll í fyrrakvöld. ■ Fim. 28. febrúar kl. 19.30 Liszt og Bruckner Tveir stórmeistarar hvor á sínu sviði. Annar einn mesti píanó- snillingur sögunnar, hinn einn af jöfrum sínfóníunnar. Fluttur verður píanókonsert nr. 2 eftir Lizt og sinfónía nor. 3 eftir Bruckner. Hljómsveitarstjóri: Arvo Volmer. Einleikari: Ewa Kupiec. ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.