Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 34
34 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Hasarmyndaleikstjórinn John
Woo umbreytti vestrænum
spennumyndum þegar myndir á
borð við A better tomorrow, The
Killer og Hard boiled bárust hing-
að frá heimalandi hans Hong
Kong fyrir um 20 árum. Síðan
hafa nánast allir kvikmyndagerð-
armenn í spennumyndageiranum
fengið eitthvað að láni frá honum
og því ekki skrítið að nú sé farið
að gæta áhrifa hans í tölvu-
leikjum.
Fyrsti leikurinn sem var með
beina vísun í stílfærða ofbeldið
hans Woo var finnski smellurinn
Max Payne. Þess vegna er svolítið
skrítið að Stranglehold hafi verið
svona lengi á leiðinni. Leikurinn
sem kom út á síðasta ári er beint
framhald myndarinnar Hard Boi-
led þar sem kempan Chow Yun
Fat leikur lögreglumanninn Te-
quila sem berst við glæpalýð með
tvær byssur í hönd og fram-
kvæmir alls kyns kúnstir í „slow
mo“.
Woo er einn af framleiðendum
leiksins og fékk hann Fat til að ljá
persónu sinni rödd sína til að gera
leikinn betur tengdan frummynd-
inni.
Söguþráðurinn er afskaplega
þunnur, glæpagengi myrðir lög-
reglumann í Hong Kong en fyrr-
verandi eiginkonu Tequila og dótt-
ur hans er um leið rænt í Banda-
ríkjunum. Það er bara þá eitt til
ráða. Að skjóta allt og alla til hel-
vítis.
Leikurinn gengur eiginlega bara
út á það, að hlaupa um og skjóta
alla þá sem vilja þér illt og gera
það á eins töff hátt og þú getur.
Leikmaðurinn getur stokkið yfir
borð og palla, upp og niður hand-
rið og getur hann einnig notfært
sér hluti í umhverfinu til þess að
klekkja á óvininum. Að sjálfsögðu
gerist þetta allt hægt ef Tequila
er með einhvern í sigtinu og fær
maður stig eftir því hvernig mað-
ur drepur óvininn og með hverju.
En hæfileiki Tequila er ekki
bara tengdur því að geta stokkið
yfir borð í „slow mo“ heldur þegar
líður á leikinn getur maður valið
úr enn betri aðferðum til þess að
stúta andstæðingum. Einn
skemmtilegasti hæfileikinn er að
miða mjög nákvæmlega á and-
stæðinginn og svo fylgja byssukúl-
unni úr hlaupinu og í þann líkams-
part sem miðað var á.
Leikurinn er mjög hraður og
maður gerir því lítið annað en
skjóta og skjóta. Það gerir leikinn
helst til einhæfan og satt að segja
er hann ekkert sérlega erfiður.
Stjórnun getur verið einhæf og á
endanum er þetta lítið annað en
takkahjakk.
Grafíkin er allt í lagi, atriðin á
milli borða líta síst út því að per-
sónurnar eru stífar og klunnalegar
í hreyfingum. Umhverfið er ein-
hæft og oft frekar þröngt sem
gerir manni erfitt fyrir að fram-
kvæma allt sem leikurinn hefur
upp á að bjóða.
Hljóðmyndin er fín, umhverf-
ishljóð eru ágætlega gerð þótt þau
drukkni nú fljótt þegar skotbar-
daginn hefst. Leiklestur er einnig
hinn fínasti þó það sé frekar
slappt að allir tali ensku. Það
hefði verið betra að láta Fat og fé-
laga tala kínversku eins og í
myndinni til að ná enn betra and-
rúmslofti.
Það að maður kemst ekki hjá
því að líkja leiknum við Max
Payne og í þeim samanburði hefur
Payne vinninginn. Hins vegar
ættu skotglaðir tölvuleikjaspilarar
að fá sinn skammt og vel það.
Framhaldsmynd í leikjaformi
TÖLVULEIKIR
Xbox 360
Midway
Stranglehold
Grafík Stjórnun Hljóð Ómar Örn Hauksson
ASSASSIN’S Creed var einn af stóru
leikjunum rétt fyrir síðustu áramót
og ekki að ástæðulausu. Leikurinn
fjallar um Altair, meðlim í leynireglu
launmorðingja á tímum krossferð-
anna. Eftir að hafa klúðrað mik-
ilvægu máli er hann sendur til þess að
ráða af dögum nokkra af helstu óvin-
um leynireglunnar sem leynast í
nokkrum borgum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Vandamálið er að borg-
irnar eru gífurlega stórar, fullar af
hliðargötum og morandi af fólki sem
ýmist eru bandamenn þínir eða
verstu óvinir. Inn í þetta blandast svo
hugmyndir um erfðaefni og erfða-
minni sem fara svolítið fyrir ofan garð
eða neðan en það kemur eiginlega
ekki að sök. Grunnsagan stendur fyr-
ir sínu. Grafíkin í Assassin’s Creed er
alveg stórkostleg. Maður getur auð-
veldlega athafnað sig um gríðarstórt
svæði sem mikið hefur verið lagt í og
greinilegt er að miklu hefur verið
kostað til við framköllun á ótrúlega
raunverulegu andrúmslofti. Stjórn-
unin er góð en bardagatæknin var
svolítið pirrandi í byrjun. Hún batn-
aði hins vegar þegar fram í sótti og
mikilvægt er að vanda fingrahreyf-
ingarnar á stýripinnanum. Hljóð-
vinnslan er svo í toppstandi, umhverf-
ishljóðin lífga borgirnar við og skapa
mjög skemmtilega upplifun. Leik-
lestur er góður og flestir leikarar
standa sig vel. Ef menn gera ein-
hverntímann leik upp úr myndinni
Bourne Ultimatum þá er þetta tækn-
in sem þeir ættu að nota.
Sem sagt, toppleikur sem allir eig-
endur PS3 og Xbox 360 verða að eiga.
Þá skal eigendum Nintendo DS bent
á það að þeir geta keypt sér sér-
stakan formála sem ber heitið Altair’s
Chronicles og kemur út næstu dög-
um.
Morðingjar á miðöldum
TÖLVULEIKIR
PS3
Ubi Soft
Assassin’s Creed
Ómar Örn Hauksson
Spilun Grafík Hljóð TÖLVULEIKIR»