Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 37

Morgunblaðið - 25.02.2008, Side 37
Á DÖGUNUM fjallaði undirritaður ítarlega um frábæra heildarútgáfu á verkum Hins íslenzka Þursaflokks. Útgáfa sú stóð vægast sagt undir væntingum og hið sama skal hér strax sagt um hljómleika Þursa og Caput-hópsins síðastliðið laug- ardagskvöld. Leikar hófust á flutningi Caput- hópsins á styttri útgáfu af „Þursa- síu“ Ríkarðs Arnar Pálssonar, þar sem ýmsar tónsmíðar af ferli Þursa eru fléttaðar saman. Þursasían er listilega samsett og var bráð- skemmtileg á að hlýða. Ríkarður er einkar hugmyndaríkur útsetjari; hann beitir víða frumlegum takt- brigðum en er jafnframt með ríkt næmi fyrir þekkilegum melódíum og nógu smekkvís til að láta þær ekki týnast í of miklum tækniæfingum og skrauti. Mér kom meira að segja meistari George Martin til hugar og meðferð hans á Eleanor Rigby forð- um, er ljómandi lýrískar og vel stroknar Brúðkaupsvísur hljómuðu í Þursasíunni. Hún var og heilt yfir afar vel leikin af Caput-hópnum. Stöku hnökra var þó að finna í hljóð- færaleik og hátíðni sem myndaðist gegnum hljóðkerfið frá efstu nótum fiðlu skar á stundum í eyru, þótt vís- ast hafi ekki verið við hljóðfæraleik- ara að sakast. Að aflokinni Þursasíu mættu Þursar á svið og marseruðu inn í lokalagið af meistaraverkinu Gæti eins verið, „Ranimosk“. Í kjölfarið fylgdu þrjár smíðar af fyrstu plötu Þursanna; Stóðum tvö í túni, Bún- aðarbálkur og Einsetumaður einu sinni. Flutningur á þeim var með ágætum en hljóðblöndun óskýr. Ágætar útsetningar fyrir svo stóra hljómsveit sem Caput-hópinn hefðu gjarnan mátt taka meira mið af erf- iðum hljómburði Laugardalshallar og á stundum vera svolítið hófstillt- ari gagnvart þeirri hljómstóru sveit sem Þursaflokkurinn er fyrir. Lág- stemmdir kaflar voru einkar vel heppnaðir en hljóðmyndin varð jafn- an heldur undarleg er gefið var í kraftmestu kaflana; blásturshljóð- færi, einkum trompetar, voru þá til að mynda allt of framarlega miðað við söng og sér í lagi trommur. Fyrir vikið var sem allur vindur væri úr annars hörkufínum trommuleik Ás- geirs Óskarssonar. Þetta vandamál átti aftur eftir að láta á sér kræla við flutning á dýnamískum smíðum og útsetningum af hinu prógressíva Þursabiti. Hljóðárekstrar voru til allrar hamingju öngvir í fimmta laginu, Vera máttu góður. Það söng Egill Ólafsson eins og engill, acapella. Hið sama má segja um seiðmagnaða út- gáfu á Guð skóp Adam, þar sem ágætur stjórnandi Caputs, Guðni Franzson, lék undir yndislegum söngnum á ástralska frumbyggja- hjóðfærið didgeridoo. Það tók Þursa og Caput svolítinn tíma að hitna vel og límast almenni- lega saman, ef svo má segja. En um miðbik hljómleikanna tók allt að verða framúrskarandi gott og raun- ar fullkomið á köflum. Skriftagang- ur, Bannfæring og Grafskrift voru í senn frábærlega útsett og flutt. Og þegar lög úr Gretti og af Gæti eins verið tóku að hljóma, hvert af öðru, varð tónlistarveislan fullkomnuð. „Draumsöngur Grettis“ um Harley Davidson og „Vill einhver elska 49- ára gamlan mann“ voru til að mynda hrein unun á að hlýða. Og ekki minnkaði gæsahúðin á undirrituðum er Nú er heima, Læknar hafa tjáð … og Pínulítill karl fylgdu í kjölfarið. Athyglisvert var hvernig hljóm- burður batnaði til muna þegar lögin af þessum mínimalíska svanasöng Þursanna voru flutt. Í þeim var spilamennska hins ágæta Caput- hóps í lágmarki og þá heyrðist raun- ar gleggst hversu góðir Þursarnir eru. Þetta er þó ekki sagt til að lasta á nokkurn hátt framlag Caputs, heldur einungis til að undirstrika fyrri athugasemd um vandann sem við er að eiga þegar glímt er við flók- ið samspil tónlistar og hljóðmyndar, hvar tónlistarleg blæbrigði eru svo ótalmörg og húsakynnin hand- boltasalur. Við slíkar aðstæður er minna einfaldlega meira og betra. Það skal þó tekið fram að hljómur var langtum skárri en undirritaður heyrir jafnan í þessu annars afleita húsi. Auglýst lokalag hljómleikanna var Gegnum holt og hæðir. Ragnheiður Gröndal kom þá inn sem gesta- söngkona og söng svo sem ágætlega. En útsetningin var óspennandi og útkoman hálfgerður andklímax eftir alla snilldina. Þursar bættu þó ræki- lega úr því með nokkrum frábærum uppklappslögum hvar hæst bar mun betri útgáfu af fyrrnefndu lagi. Rúsínan í pylsuendanum var svo óborganlegur performans Tómasar M. Tómassonar í Jón var kræfur karl og hraustur. Sá flutningur verð- ur lengi í minnum hafður sem og hljómleikar þessir í heild sinni. Hinn íslenzki Þursaflokkur lék í vel- flestum lögum á als oddi þar sem flokksformaðurinn Egill Ólafsson var einatt fremstur meðal jafningja. Aðrir flokksfélagar leiftruðu sömu- leiðis af spilagleði og almennu mús- íkaliteti. Þá skilaði Caput-hópurinn erfiðu hlutverki sínu vel. Hafið þökk fyrir, Þursar. Þökk fyrir frábæran feril, ógleymanlega tónlist og eftirminnilegt kvöld. Hafið þökk fyrir, Þursar Árvakur/Eggert Egill Ólafsson og Tómas Tómasson „Um miðbik hljómleikanna tók allt að verða framúrskarandi gott…“ Brennivín Gestum var boðið upp á brennivín og hákarl og ef ein- hverjum líkaði ekki tónlistin gat hann kastað eggjum í flytjendur. Caput-hópurinn Lék Þursa- síuna á heildina litið vel. TÓNLIST Hljómleikar Hinn íslenzki Þursaflokkur 1/2 Laugardalshöll, 23. febrúar 2008 Orri Harðarson / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI STEP UP 2 kl. 8 B.i. 7 ára RAMBO kl. 8 B.i.16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10 B.i. 16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 10:10 B.i. 12 ára STEP UP 2 kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára JUMPER kl. 8 B.i. 16 ára NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:10 B.i. 16 ára BRÚÐGUMINN Sýnd lau. og sun B.i. 7 ára STEP UP 2 kl. 8 - 10 B.i. 7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ UNTRACEABLE kl. 10:30 B.i.16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSI O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI eeee „...EIN SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA...“ „...HENTAR FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI - FRÁBÆR SKEMMTUN!“ HULDA G. GEIRSDÓTTIR – RÚV/RÁS2 "VEL SPUNNINN FARSI" "...HIN BESTA SKEMMTUN." HEIÐA JÓHANNSDÓTTIR eee SÝND Í ÁLFABAKKA eeee „ Charlie Wilson’s War er stórskemmtileg og vönduð kvikmynd - V.J.V., TOPP5.IS „Myndin er meinfyndin“ „Philip Seymour Hoffman fer á kostum í frábærri mynd“ - T.S.K. 24 STUNDIR eeee „Sérlega vel heppnað og meinfyndið bandarískt sjálfsháð...“ Ó.H.T., RÚV/Rás 2 SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.