Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 4

Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LOÐNUKVÓTINN hefur verið aukinn um 50.000 tonn í kjölfar þess að Hafrannsóknastofnunin mældi ríflega 50.000 tonn af loðnu suð- austur af landinu. Heildarkvóti á vertíðinni verður þá 207.000 tonn. Hlutur Íslands úr því magni verður 152.390 tonn. Miðað við þessa úthlutun og að kvótinn verði ekki aukinn enn frek- ar, má gera ráð fyrir því að útflutn- ingsverðmætið geti orðið um 6,5 milljarðar króna. Í þeim útreikningi er gert ráð fyrir að fryst verði 5.000 til 6.000 tonn af iðnaðarhrognum, hrognum fyrir markaðinn í Japan um 6.000 tonn, 25.000 tonn af heil- frystri loðnu fyrir Rússland og um 4.000 tonn af loðnu fyrir markaðinn í Japan. Á svæðinu austan við Ingólfshöfða mældist loðna einkum í Lónsdjúpi, Litladýpi og á Papagrunni. Samtals mældust um 56 þús. tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða, þar af kyn- þroska loðna rúm 50.000 tonn. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur nú lokið loðnuleit og mælingum fyrir Suðaustur- og Aust- urlandi og mun halda vestur um og sinna rannsóknum vestast á veiði- svæðinu sem nú er út af Krísuvík- urbjargi. Í framhaldi af því mun skipið sinna rannsóknum á botn- fiskum en jafnframt kanna svæðið fyrir sunnanverðum Vestfjörðum. Fagnaðarefni „Þetta er auðvitað fagnaðarefni, sérstaklega vegna þess að við erum að nýta þessa loðnu til þess að skapa mikil verðmæti með frystingu á loðnu og loðnuhrognum. Í ljósi þess að við erum með svona takmarkað magn skiptir það mjög miklu máli,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra. En hefði verið hægt að auka kvótann fyrr? „Það var allt reynt sem menn gátu til þess að slá máli á loðnustofninn og stærð hans. Það hefði verið al- gjörlega óábyrgt af mér að gefa út aflaheimildir nema fyrir lægi stað- fest mæling á stærð loðnustofnsins. Við höfum fylgt þeirri reglu áratug- um saman. Hún hefur gefizt vel og engin ástæða til að breyta út frá því,“ segir ráðherrann. Mikil hrognafrysting „Nú spýtum við í lófana. Vest- angangan á eftir að koma inn í þetta og svo eiga þeir eftir að finna meira í fjörunni á leiðinni til baka. Ef litið er til þess hvað kvótinn er búinn að aukast síðasta hálfa mánuðinn mætti ætla að meira kæmi til. Ætli það verði ekki 25.000 tonn,“ segir Gunnþór Ingvason, forstjóri Síld- arvinnslunnar. „Nú er hrognafrysting fram- undan, bæði í Helguvík og Neskaup- stað. Nú þurfum við að fjölga skip- um til að flytja loðnuna austur og mikil skipulagning í gangi. Við ger- um ráð fyrir að frysta um 300 tonn á sólarhring í Neskaupstað en þar frystum við líka fyrir Eskfirðinga. Í Helguvík gætum við fryst allt að 190 tonnum á sólarhring.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, er líka ánægður með aukninguna. Hann segir hana skipta sköpum og nú einbeiti menn sér að því að gera sem mest verð- mæti úr þessu. Þetta er reyndar enn þá lítið en litlu verður Vöggur feg- inn.“ Loðnukvótinn enn auk- inn, nú um 50.000 tonn Útflutningsverðmæti gæti verið um 6,5 milljarðar króna en allt kapp er lagt á frystingu á loðnu og hrognum Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Veiðar Strákarnir á Jóni Kjartanssyni SU dæla loðnunni um borð. Í HNOTSKURN »Við gerum ráð fyrir aðfrysta um 300 tonn á sólar- hring í Neskaupstað. Í Helgu- vík gætum við fryst allt að 190 tonnum á sólarhring. »Samtals mældust um 56þús. tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða, þar af kyn- þroska loðna rúm 50.000 tonn. »Þetta er auðvitað fagnaðar-efni, sérstaklega vegna þess að við erum að nýta þessa loðnu til þess að skapa mikil verðmæti með frystingu á loðnu og loðnuhrognum. EKKERT verður af því að Skipti, móðurfélag Símans, kaupi 49% hlut í slóvenska símafélaginu Tele- kom Slovenije. Einkavæðingar- nefnd Slóveníu tilkynnti í gær að tilboðum í félagið hefði verið hafn- að og ekkert yrði af sölunni. For- ráðamenn Skipta segjast virða þessa ákvörðun Slóvena en ætla ekki að láta af áformum sínum um frekari ytri vöxt. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er þegar verið að skoða aðra möguleika á er- lendum fjárfestingum á fjarskipta- markaðnum. Til marks um það var haft eftir forstjóra Sirius IT, dótt- urfélags Skipta, í Børsen í gær að félagið stefndi að frekari stækkun á Norðurlöndunum. Stjórnvöld í Slóveníu gefa þá ástæðu fyrir ákvörðun sinni að til- boð í félagið hefðu ekki verið nægj- anlega hag- stæð. Einkavæðing- arnefndin ákvað í janúar sl. að ganga til viðræðna við tvo tilboðs- gjafa, annars vegar Skipti og hins vegar fjár- festingasjóðina Bain Capital og Axos Capital, sem buðu sameiginlega. Móðurfélag Símans hafði trygga fjármögnun alþjóðlegra banka við tilboðið en samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hljóðaði það upp á 400 evr- ur á hlut, sem þýðir að Skipti hefðu greitt um 120 millarða króna fyrir meirihlutann í Telekom Slovenije, m.a. með bréfum í Skiptum. Þess má geta að heildareignir samstæðu Skipta námu tæpum 100 milljörð- um króna í árslok 2007, þannig að kaupin á slóvenska félaginu hefðu haft töluverð áhrif á efnahags- reikning Skipta. Fyrirhuguð skráning í kauphöll hér miðaðist hins vegar við Skipti án slóvenska félagsins. Haft er eftir Brynjólfi Bjarnasyni, forstjóra Skipta, í til- kynningu frá félaginu að kaupin á Telekom Slovenije og samstarf þess við Skipti hefðu getað orðið báðum félögum til hagsbóta og skapað verðmæti fyrir hluthafa. Þrátt fyrir að viðræðum um kaupin í Slóveníu sé lokið væri ljóst að Skipti væru vel í stakk búin fyrir vöxt utan Íslands. „Við höfum á undanförnum misserum keypt fé- lög með starfsemi í Bretlandi, Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð og innan fyrirtækisins býr mikil þekking sem við munum nýta til frekari vaxtar á komandi misserum. Framundan eru spennandi tímar, skráning Skipta í Kauphöll er vel á veg komin og stefnt er að skrán- ingu nú í mars,“ segir Brynjólfur. Allt tilbúið fyrir skráningu Skipta á íslenskan hlutabréfamarkað í lok mars Skipti skoða aðra kosti þó að Slóvenía hætti við sölu Í HNOTSKURN »Skipti lögðu inn óformlegttilboð í Telekom Slovenije í október sl. og formlegt tilboð núna í janúar. »Ekki liggur fyrir end-anlegur kostnaður við til- boðsgerðina en ljóst er að hann er töluverður. »Skipti verða skráð í kaup-höll í lok mánaðarins. Brynjólfur Bjarnason EINSTÆÐ tveggja barna móðir datt í lukkupottinn sl. laugardag og vann fjórfaldan pott í lottóinu. Hún fær tæpa 21 milljón í sinn hlut. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri getspá. „Konan er búin að vera áskrifandi að tveimur röðum í lotto í mörg ár, en tölurnar eru afmælisdagar fjöl- skyldunnar. Konan fylgdist með útdrætt- inum í sjónvarpi og trúði vart sínum eigin augum. Helgin var svo frekar erfið þar sem hún beið eftir að skrifstofur Íslenskrar get- spár yrðu opnaðar til að kanna hvort það gæti virkilega verið að hún hefði unnið þennan stóra pott. Það var því mikil gleði í morgun þegar konan fékk það staðfest í síma að það væri hún sem hefði unnið og væri nú 21 milljón króna ríkari heldur en í síðustu viku,“ segir í fréttatilkynningunni. Þar kemur einnig fram að þessum heppna vinningshafa, líkt og öllum öðrum lottó- vinningshöfum sem vinna meira en eina milljón í lottó, er boðið upp á fjár- málaráðgjöf hjá KPMG. Einstæð móðir vann 21 milljón UMSÓKNARFRESTUR á leikarabraut og dansbraut leiklistardeildar Listaháskóla Íslands rann út 25. febrúar sl. Að venju bárust fjölmargar umsóknir, en um nám á leikarabraut sóttu 125 manns og verða að hámarki teknir inn 10. Á dansbraut sóttu 17 um og fá að hámarki átta umsækjendur inni. Ragnheiður Skúladóttir, deild- arforseti leiklist- ardeildar, segir fjöldann svipaðan og umliðin ár. Spurð hvort skortur sé á umsækjendum á dansbraut, ef miðað er við fjölda umsókna á leikarabraut, segir Ragnheiður svo ekki vera. „Málið er að þar eru í raun einungis hæfir ein- staklingar að sækja um, fólk sem hefur langan undirbúning að baki. Það er engin námskrá fyrir leiklist á grunn- eða fram- haldsskólastigi þannig að þangað kemur fólk með mjög mismunandi bakgrunn.“ Nám í leiklistardeild skiptist í þrjár brautir og rennur umsóknarfrestur í Fræði og framkvæmd út 28. mars nk. 125 umsækjend- ur um tíu stöður Dans Mikla æfingu þarf til að ná árangri. EFNAHAGS- og framfarastofnunin, OECD, telur möguleika á að nýta betur það fjármagn sem varið er til menntunar hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um efnahagsmál á Íslandi sem kynnt var í síðustu viku. Þar segir: „Í ljósi þess að Ísland eyðir meira fé í hvern námsmann en nokkurt annað land innan OECD eru niðurstöður PISA-rannsókn- arinnar um námsárangur vonbrigði. Auk þess hafa niðurstöðurnar orðið lakari með tímanum miðað við OECD. Eins og fram kom í síðustu skýrslu þarf að beina menntastefnu frekar í áttina að gæðum kennara en magni.“ Ekkert kemur nánar fram í skýrslunni um hvaða leiðir séu færar til þess að bæta stöðu mála í menntakerfinu en eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag hefur OECD lagt til einkaframkvæmd í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður PISA vonbrigði að mati OECD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.