Morgunblaðið - 04.03.2008, Page 6

Morgunblaðið - 04.03.2008, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JARÐSKJÁLFTAHRINAN sem hófst á sunnudag austnorðaustur af Upptyppingum sýnir að jarðskjálfta- virkni sem hófst á þessum slóðum fyrir um ári er í fullum gangi og sennilega frekar að aukast en hitt, að mati Páls Einarssonar, jarðeðlis- fræðings við Háskóla Íslands. Páll sagði að virknin hefði smám saman færst austar og væri nú undir Álftadalsdyngju, um 8 km ANA af Upptyppingum. Þá hafa upptök jarðskjálftanna færst ofar í jarð- skorpunni. Virknin byrjaði á 15-20 km dýpi undir Upptyppingum en meginþungi jarðskjálftanna nú hef- ur átt upptök á 12-14 km dýpi. Páll sagði ekki hægt segja fyrir hvert framhaldið yrði. Næsta víst þykir að þessir skjálftar stafi af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarð- skorpunnar. Leiti hún upp á yfir- borðið verður eldgos, en hins vegar er vitað að mikill hluti af jarðskorp- unni verður til úr kviku sem ekki nær til yfirborðs. Taldi Páll um helmingslíkur á því að þessi atburða- rás nú leiddi til eldgoss. Það gæti þá orðið svonefnt dyngjugos sem ekki hefði orðið hér á landi frá því skömmu eftir síðustu ísöld. Fá tilvik eru þekkt hér á landi þar sem jarðskjálftar hafa orðið svo djúpt í jarðskorpunni og austur við Upptyppinga. Eitt af þeim er Heimaeyjargosið 1973 þar sem urðu jarðskjálftar á svo miklu dýpi um 30 klst. áður en fór að gjósa. Helmingslíkur á eldgosi                                                         TALSVERT var um óvænt úrslit í fyrstu umferð Reykjavíkur- skákmótsins sem sett var í gær. Þannig vann Björn Þorfinnson, FIDE meistari, Yue Wang stiga- hæsta keppandann á mótinu, en hann er 25 stigahæstui stórmeistari heims. Alls taka 90 keppendur þátt í mótinu, sem er það 23 í röðinni og jafnframt það næstfjölmennasta frá upphafi. Fjölmenni var í Skákhöll- inni í Faxafeni í gær þegar mótið var sett. Yngsti keppandinn er hinn 11 ára gamli Illya Nyzhnyk frá Úkraínu, en aldursforsetinn er Bjarni Magnússon, 86 ára. Meðal annarra úrslita má nefna að Bjarni Jens Kristinsson vann Tatjönu Vasilevich frá Úkraínu og Helgi Brynjarsson vann Jönu Jack- ovu frá Rússlandi, Þær eru báðar sterkir alþjóðlegir meistarar, en þeir eru báðir 17-18 ára. Þá gerði Sneott Bergsson jafntefli við þýska stórmeistarann Meier og Guð- mundur Kjartansson gerði jafntefli við Hannes Hlífa Stefánsson. Björn vann Wang Morgunblaðið/Ómar Byrjunin Borgarstjóri leikur fyrsta leikinn fyrir Björn Þorfinnsson í skák hans gegn stigahæsta manni mótsins, kínverjanum Wang Yue. Fjölmenni var viðstatt þegar mótið var sett í gær, en því lýkur 11. mars næstkomandi. Eitt af því sem gerir Reykjavíkurmótin skemmtileg er óvænt úrslit UNDANFARIÐ hafa orðið breyt- ingar á virkni hverasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Í tilkynn- ingu frá Almannavörnum segir að suða í leirhverum og gufuvirkni á hverasvæðinu hafi aukist og breiðst nokkuð út. Fólk er hvatt til að gæta fyllstu varúðar á leið um svæðið. Í tilkynningunni segir að nokkurt leirgos hafi verið í Gunnuhver und- anfarna daga. Leirsletturnar gangi hátt í loft upp og nokkuð út frá hvernum. „Það er erfitt að reikna út hversu hátt eða langt hverinn eys leirnum svo það er vissara að halda sig fjarri honum. Það er líka þekkt að þegar leirhverir eru í svona ham þá geta orðið í þeim sprengingar sem þeyta sjóðandi eðju tugi og jafn- vel hundruð metra frá hvernum. Vegurinn að bílastæðinu við Gunnu- hver er nú í sundur rétt vestan við bílastæðið við hverasvæðið. Þar hef- ur hver sem lá fast að veginum stækkað og nær nú inn í veginn. Einnig hafa nokkur gufuaugu opn- ast þvert yfir veginn. Af þessu sök- um hefur veginum sem liggur að hverasvæðinu verið lokað.“ Gunnuhver hættulegur í hundraða metra fjarlægð ÚTÞRÁ 2008 verður haldin í dag þriðjudaginn 4. mars nk. í upplýs- ingamiðstöð Hins hússins kl. 16-18. Á Útþrá gefst ungu fólki á aldr- inum 16-25 ára kostur á því að kynna sér nám, starf og sjálfboða- vinnu erlendis, segir í frétta- tilkynningu. Þau samtök sem taka þátt í ár eru: AFS – Alþjóðleg fræðsla og samskipti, Alþjóðaskrifstofa há- skólastigsins, AUS – Alþjóðleg ung- mennaskipti, EURES – EES vinnu- miðlunin, Europass, Evrópa unga fólksins, Leonardo-starfs- mannaáætlunin Nordjobb, Snorri West, SEEDS – SEE beyonD bor- derS. Kynna nám og störf í útlöndum Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ALLTAF er gott að fá gagnrýni en ég held að málefni Þjóðskjalasafnsins séu núna í betri far- vegi en oft áður,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra um viðtal við Hrafn Sveinbjarnarson, héraðsskjalavörð Kópavogs, sem birtist í sunnudagsútgáfu Morg- unblaðsins. Þar er meðal annars haft eftir Hrafni að hann telji menntamálaráðuneytið hafa reynst ófært um að sjá til þess að Þjóð- skjalasafnið geti sinnt eftirlitshlutverki sínu og forgangsmál sé að koma því undir Alþingi. Hvorki Þorgerður Katrín né Ólafur Ásgeirs- son þjóðskjalavörður geta tekið undir orð Hrafns. „Mér finnst þetta eiginlega fráleitt. Það er einhver skrítinn skilningur á stöðu stofnana í stjórnsýslunni, og ég hygg að til að geta haft rétt til íhlutunar í opinberri stjórnsýslu þurfi stofn- unin að vera undir stjórnarráðinu, það er ljóst. Þetta er alla vega einhver allt önnur stjórnsýslu- hugsun, að setja þetta beint undir löggjafarvald- ið, og ég get ekki komið því heim og saman við það sem við erum að gera,“ segir Ólafur. Bæði telja þau Þorgerður og Ólafur tímasetn- ingu gagnrýninnar undarlega enda hafi mikið verið gert að undanförnu og margt á döfinni. Þá sé mikilvægt að horfa á heildarmynd verkefna sem sum hver séu afar viðamikil. Þorgerður fer t.a.m. ekki í launkofa með að helsti vandi Þjóð- skjalasafnsins tengist húsnæðismálum. „Ekki síst í ljósi þess lét ég gera úttekt á geymslu- málum menningarstofnana. Sú skýrsla liggur fyrir og það þarf að ráðast í húsnæðismál Þjóð- skjalasafnsins og einnig annarra menningar- stofnana. Þetta er eitthvað sem ríkisstjórnin þarf að setja niður fyrir sér og forgangsraða því þetta eru stórar upphæðir.“ Ekki haldin eyðingaráráttu Hrafn segir aðspurður að undanfarin ár hafi verið lögð ofuráhersla á grisjun opinberra skjala og telur hann það hafa farið út í öfgar. „Opinber skjöl hafa verið brennd og þeim eytt að geðþótta embættismanna og skjöl hafa horfið án skýr- inga. Eftir standa tilgátur um heimsku og vangá! En þegar opinber skjöl hverfa þegjandi og hljóðalaust hlýtur að vakna grunur um mis- ferli,“ er haft eftir Hrafni. Þessu er Ólafur ekki sammála. „Það er auð- vitað fjarstæða að halda því fram að við séum haldin einhverri eyðingaráráttu hér á Þjóð- skjalasafninu, þvert á móti. Þau eru tekin af- skaplega alvarlega, skilaboð um að eyða ekki gögnum. Þeim er ekki eytt nema það sé í raun vandræðalaust,“ segir Ólafur og bætir við: „Ég kann ekkert dæmi um að embættismenn eyði gögnum vísvitandi, það hef ég ekki séð. Auðvitað kann það að vera en einhver dæmi um það ættu nú að hafa ratað hingað inn á borð á jafn löngum tíma.“ Húsakosturinn er helsta vandamálið Gagnrýni á Þjóðskjalasafnið undarlega tímasett  Rangfærslur | 25 NÍU menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sakfelldir fyrir brot gegn höfundalögum með því að hafa gert ólögmæt eintök af höf- undaréttarvernduðu efni sem þeir vistuðu á net- tengdum tölvum sínum og birtu meðlimum Di- rect Connect jafningjanets, DC++. Einn hinna ákærðu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi en ákvörðun refsingar hinna átta frestað og skal hún falla niður að liðn- um 2 árum. Tölvubúnaður mannanna var gerður upptæk- ur til Samtaka myndefnisútgefenda á Íslandi, Framleiðendafélagsins SÍK, Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar, Sambands hljómplötuframleiðenda og Business Software Alliance. Einn mannanna hafði á sínum tíma veg og vanda af því að setja á laggirnar nettengipunkt- inn Ásgarð á vefsvæðinu dci.is. Hýsti ákærði vefinn með þeim hætti að einungis var unnt að gera breytingar á nettengipunktinum úr tölvu ákærða frá heimili hans í Reykjavík. Nettengi- punkturinn var einungis aðgengilegur meðlim- um Direct Connect-jafningjanets sem í voru kringum 100 einstaklingar. Ákærðu höfðu flest- ir verið inni á nettengipunktinum Valhöll er þeim var boðið að koma inn á nettengipunktinn Ásgarð í ljósi þess magns efnis er ákærðu höfðu í tölvum sínum. Í gegnum DC++-forritið veittu ákærðu öðrum meðlimum þessa jafningjahóps aðgang að tölvum sínum þannig að aðrir gátu óhindrað nálgast efni úr tölvum ákærðu. Höfðu ákærðu gengið þannig frá efni á tölvum sínum að forritið DC++ veitti einungis aðgang að því efni er ákærðu höfðu tekið ákvörðun um að þeir væru reiðubúnir að veita öðrum aðgang að. Það efni er um ræðir voru kvikmyndir, sjónvarps- þættir, tónlist, tónlistarmyndbönd og forrit. Umfangsmikil brotastarfsemi Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brotastarfsemin stóð yfir í talsvert langan tíma, eða á árunum 2003 og 2004, og var umfangs- mikil. Ákærðu eru hins vegar ungir að árum, fæddir á tímabilinu 1971-1985. Þrír höfðu brotið lítillega af sér en hinir höfðu aldrei áður komist í kast við lögin. Nokkuð var um liðið síðan rann- sókn málsins hófst með húsleit lögreglu 28. sept- ember 2004. Rannsóknin var þó viðamikil en lögregla þurfti að flokka og rannsaka gríðarlegt magn gagna. Virðist þó sem hlé hafi orðið á rannsókn málsins sem dró hana á langinn. Með hliðsjón af öllu þessu þótti rétt að fresta skil- orðsbundið ákvörðun refsingar annarra ákærðu en þess sem dæmdur var í 30 daga fangelsi. Brutu höfundarétt með DC++ forritinu Í HNOTSKURN » Varnir mannanna lutu m.a. að því aðtiltekinn maður hafi verið tálbeita. » Kærendur gerðu samkomulag viðhann um að komast í samband við ein- staklinga sem notuðu DC++. » Dómurinn taldi að hann hefði ekkistuðlað sérstaklega að mennirnir brytu gegn höfundarréttarlögum. » Símon Sigvaldason héraðsdómaridæmdi málið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.