Morgunblaðið - 04.03.2008, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Liðið hans Villa verður aldeilis að fara að taka sig til í andlitinu og hætta að Gosast
svona. Næsti gjöri svo vel.
VEÐUR
Reykjavíkurskákmótið, sem núer árlegur viðburður, setur
jafnan svip á mannlífið í höf-
uðborginni.
Sú stefna er skynsamleg hjáSkáksambandinu að leiða sam-
an skákmenn með ólíkan bakgrunn
hvaðanæva úr heiminum. Úr verð-
ur fjölbreytt flóra og skemmtilegri
fyrir vikið. Skák-
in er alþjóðlegt
tungumál.
Í ár gefst tæki-
færi til að fylgj-
ast með upp-
rennandi
skáksnillingum
þroska hæfileika
sína á hvítu og
svörtu reitunum.
Auðvitað njóta
ungir skákmenn hér á landi góðs
af því að fylgjast með og etja kappi
við jafnaldra sína erlendis frá.
Kannski mæta einhverjir áhorf-endur með bangsana sína. Það
er ekki ólíklegt miðað við þá skák-
vakningu sem orðið hefur á und-
anförnum árum í grunnskólum
landsins.
Illya Nyzhnyk teflir reyndar ekkilengur með bangsann í fanginu.
„Ég er ekki lengur smábarn held-
ur fullorðinn skákmaður og hef
ekki teflt með bangsann í eitt og
hálft ár.“
Nyzhnik er ellefu ára.
Hefðin er rík fyrir skákiðkun í ís-lensku þjóðlífi. Sá þráður má
ekki tapast, því þetta er þroskandi
og uppbyggileg íþrótt. Öflugt
Reykjavíkurskákmót er liður í því
að byggja upp verðuga skákhöf-
uðborg heimsins árið 2010. Þegar
saman fer slíkur vettvangur
margra af fremstu skákmönnum í
heiminum við metnaðarfullt upp-
byggingarstarf í skólum hlýtur það
að lofa góðu fyrir framtíðina. Þjóð-
in getur ekki tapað slíkri skák.
STAKSTEINAR
Illya Nyzhnyk
Skáklíf í höfuðborginni
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
" ##! $
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
##
%#
%
!&
"##
%#
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
% %
%
%
% % %
% %
% % %
% % % % % %
%
*$BC ##
! "###
$
%
#
&
"#
#!#
*!
$$B *!
'( ) #
#( #
&
*&
<2
<! <2
<! <2
')
! #+
$
,#-!&.
D
<7
'
(#
)"#
#
"#
#*
<
$*
! !
$
#
"#
,#
% )#
&#)
#
-#
"#
/0!!##&11
!&##2 &
&#+
$
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Kári Harðarson | 3. mars
Tímanna tákn
Einu sinni voru skilti á
knæpum sem á stóð
„Ekki hrækja á gólfið“.
Þessi skilti voru ekki
sett upp að ástæðu-
lausu, fólk hlýtur að
hafa hrækt á gólfin.
Sama gildir um skiltin „ekki pissa
framhjá“ og „ekki setja bakpokann á
barborðið“. Öll endurspegla þau kúlt-
úrinn á staðnum.
Mér datt þessi skilti í hug þegar ég
kom á vinnustað þar sem gildi fyr-
irtækisins höfðu verið skrautskrifuð
og innrömmuð svo gestir og gangandi
gætu kynnt sér þau: ...
Meira: kari-hardarson.blog.is
Stefán Friðrik Stefánsson | 3. mars
Hvernig gátu
fjársvikin í TR staðið
í fjögur ár?
Það er eiginlega sláandi
að það hafi getað geng-
ið í fjögur ár að þjón-
ustufulltrúi Trygg-
ingastofnunar hafi
svikið út 75 milljónir frá
TR og lagt inn á reikn-
inga tuttugu einstaklinga. Komið hef-
ur verið upp um svikamylluna í málinu
og greinilegt að innra eftirlit TR var al-
gjörlega í molum og þetta gat gengið
mjög lengi, án þess að nokkur velti
fyrir sér hvernig hægt var...
Meira: stebbifr.blog.is
Helga Sigrún Harðardóttir | 3. mars
Hvað skal segja?
Aldrei hélt ég að ég ætti
eftir að verja lífeyr-
issjóðina, en ég get
ekki orða bundist yfir
umræðu sem átti sér
stað í morgunþætti
Bylgjunnar rétt fyrir níu í
dag. Þar voru þáttastjórnendur að
ræða við hlustendur um almenna líf-
eyriskerfið og voru að hneykslast á
því að það virkaði ekki eins og sér-
eignarsparnaður, þ.e. að fólk gæti
tekið út „inneign“ sína ef það veikist
eða telur sig eiga stutt eftir. Því miður
var bara á boðstólum umræða um
þann enda, en ekki hinn endann ...
Meira: helgasigrun.blog.is
Anna Ólafsdóttir Björnsson | 3. mars
Í gegnum bloggið
er draumsýn um
lítilvægi staðar og
stundar að rætast
Í gegnum bloggið er
draumsýn um lítilvægi
staðar og stundar að
rætast. Ég skal skýra
þetta aðeins. Mér hefur
alltaf þótt það spenn-
andi við netið og mögu-
leika þess að geta haft samskipti við
fólk án teljandi fyrirhafnar óháð bú-
setu og án þess að vera njörvaður við
að samskiptin eigi sér endilega stað
á sama tíma.
Í tölvunarfræðinni lærðum við ým-
islegt skemmtilegt um þetta, meðal
annars að sundurgreina samskipti
eftir því hvort þau væru ,,óháð stað,
háð tíma“ (msn og irkið t.d.) ,,óháð
stað, óháð tíma“ (tölvupóstur) og svo
framvegis. Varð aldrei mjög virk á irk-
inu, nota tölvupóst auðvitað gríð-
arlega í vinnu og einkalífi, msn, fjar-
fundatækni og alls konar dót.
En það er í rauninni á blogginu sem
ég finn mestan muninn. Er kannski
farin að kynnast einhverjum ágætum
bloggara, ýmist með því að vera í
samskiptum eða bara með því að
lesa bloggið hennar/hans reglubund-
ið þegar allt í einu kemur í ljós að hún
er stödd á Hellu (eða vinnur þar alla
vega) og hann er að moka sig út úr
snjóhúsinu sínu í Vestmannaeyjum
einmitt núna í morgun. Og svo eru
það samskiptin við ættingja og vini
nær og fjær, Erna í Ameríkunni og Ólöf
í Borgarfirðinum, eru bara innan seil-
ingar.
Akureyringarnir eru reyndar flestir
vel skilgreindir frá upphafi, það hefur
aldrei farið á milli mála hvar nafna
mín (í bloggfríinu sínu) býr, eða Ing-
ólfur, Hlynur og þau öll, né heldur að
Gurrí býr uppi á Skaga og sækir vinnu
í bænum og jafnvel undirrituð sem
Álftnesingur er nokkuð augljós.
Steina í Danmörku, jú það hefur líka
verið nokkuð ljóst, alla vega þegar
veðráttan berst í tal (til hamingju með
þennan góða vetur í vetur, Steina).
Þegar sms-ið náði þessari gríð-
arlegu útbreiðslu sem raun bar vitni
kom það flestum í opna skjöldu. En
einfaldleikinn og frelsið sem sms
bjóða upp á skýrðu það. Bloggheimar
eru annars eðlis, ég var búin að
blogga í eitt eða tvö ár og hafði reynd-
ar byrjað fyrr, áður en ég datt inn …
Meira: annabjo.blog.is
BLOG.IS
ELFA Björk Gunn-
arsdóttir, fyrrverandi
borgarbókavörður í
Reykjavík og fram-
kvæmdastjóri Ríkisút-
varpsins – hljóðvarps,
lést síðastliðinn laug-
ardag á sextugasta og
fimmta aldursári.
Elfa Björk var fædd
í Reykjavík 29. sept-
ember 1943, dóttir
Gunnars Þóris Hall-
dórssonar, húsasmíða-
meistara frá Vest-
mannaeyjum, og
Sigríðar Halldórsdótt-
ur, saumakonu frá Álfsnesi á Kjal-
arnesi.
Elfa Björk varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1965.
Hún nam bókmenntasögu, ensku og
enskar bókmenntir við Stokk-
hólmsháskóla frá 1966-1971, en lauk
prófi í bókasafnsfræði árið 1973 í
Stokkhólmi.
Elfa Björk starfaði við Borgar-
bókasafn Reykjavíkur frá 1974 og
stýrði undirbúningi að stofnun
Hljóðbókasafns Borgarbókasafns
og Blindrafélagsins. Hún var borg-
arbókavörður í áratug á árunum
1975 til 1985 en þá tók
hún við starfi fram-
kvæmdastjóra Ríkisút-
varpsins – hljóðvarps
og gegndi því starfi
einnig í áratug eða til
ársins 1995.
Elfa Björk hóf þá
aftur störf við Borg-
arbókasafn og gegndi
stöðu safnstjóra Sól-
heimasafns um fimm
og hálfs árs skeið.
Elfa Björk gegndi
fjölda trúnaðarstarfa
um ævina og sat meðal
annars í stjórn
Blindrabókasafns Íslands, Styrktar-
sjóðs Blindrabókasafnsins, Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands og Krabba-
meinsfélags Íslands. Hún var
formaður undirbúningsnefndar
Norræna bókavarðaþingsins 1984, í
CINDI, fulltrúaráði samvinnuáætl-
unar Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar og nokkurra Evrópu-
þjóða um forvarnir gegn
langvinnum sjúkdómum.
Eiginmaður Elfu Bjarkar var Jón
Jónasson tannlæknir en hann lést
árið 2006. Eftirlifandi börn Jóns
eru þrjú.
Andlát
Elfa Björk
Gunnarsdóttir