Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
!
!
"
!
#
$
% $
#
$
&$
$'%( $ $
)
$
** ****+**!** **
** ****+**!** **
!
"
#"
$% &
'(
)
*+'
'(
)
*+'
'(
)
*+'
,
-
-
-
.%
,'%
""
/" 0 1
"0'
"
23
)
.
.
/
/
.
.
.
45
!
"
.%
'% /"
1
+. /
$
".%'%
"
/
% ,'%
"
/
'
** ****+**!** **
%(
%(
%(
,$(
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
FYRIRTÆKIÐ Öxarnúpur á Kópa-
skeri ásamt bátnum séra Jóni er nú
til sölu. Núverandi aðaleigandi, Ein-
ar Garðar Hjaltason, hyggst hætta
starfseminni og snúa sér að öðru. Á
þessum tímapunkti var komin upp
sú staða að annaðhvort var að bæta
við sig eða hætta. Ég kýs að hætta,“
segir Einar Garðar.
Starfsemi Öxarnúps hefur fyrst
og fremst snúizt um rekstur fisk-
markaðs á staðnum en á síðasta ári
fóru þar um 2.000 tonn í gegn. Engin
fisk vinnsla hefur verið á staðnum en
góð aðstaða er til vinnslu á bolfiski
og grásleppu og auk þess er góð að-
staða til slægingar í tengslum við
fiskmarkaðinn. Útgerð frá Kópa-
skeri er smá í sniðum og eru það
fyrst og fremst aðkomubátar sem
landa fiski á markaðinn.
Kópasker hefur yfir að ráða 69
tonna byggðakvóta og segir Einar
Garðar að stór hluti hans komi í hlut
bátsins séra Jóns, bæði kvóti síðasta
fiskveiðiárs og þessa. Annars er bát-
urinn án veiðiheimilda. Báturinn er
ríflega 10 metra langur, yfirbyggður
með beitningavél um borð.
Hann segir að þarna sé sýnt tæki-
færi fyrir unga og hrausta menn.
Byggðastofnun eigi ágætt hús á
staðnum, sem starfsemi Öxarnúps
hafi verið í, en þar var áður rækju-
vinnslan Gefla. Húsið sé mjög vel
búið og hafi öll nauðsynleg leyfi til
fiskvinnslu og starfrækslu fiskmark-
aðar, svo sé húsið með grásleppu-
vinnsluleyfi, en rækjuvinnslu-
búnaðurinn hafi að mestu verið
seldur.
„Hér er einhver bezta aðstaða
sem hægt er að hugsa sér til grá-
sleppuveiða. Þá eru gjöful ýsumið í
næsta nágrenni. Þetta gefur því
nokkuð góða möguleika á því að
koma með aflaheimildir á staðinn og
fá byggðakvótann á móti,“ segir
Einar Garðar, sem hefur rekið fyr-
irtækið frá árinu 2003.
Öxarnúpur á Kópaskeri
til sölu ásamt smábát
Morgunblaðið/Alfons
Bátar Það er ekki sama Jón og séra Jón. Séra Jón er með beitningarvél um
borð og tilbúinn til veiða og hefur auk þess aðgang að byggðakvóta.
ÚR VERINU
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
FRAMFERÐI Ísraelsmanna á
Gaza-svæðinu er óafsakanlegt og
ástandið þar hörmulegt. Þetta kom
fram í máli Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra á Alþingi í gær en Ög-
mundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna, vildi svör frá Geir
um viðbrögð íslenskra stjórnvalda
við atburðunum og taldi grundvall-
aratriði að eindrægnum og hörðum
mótmælum væri komið á framfæri
við ísraelsk stjórnvöld. Jafnvel kæmi
til álita að fara að tillögu Sveins
Rúnars Haukssonar, formanns Ís-
lands-Palestínu, og slíta stjórnmála-
sambandi við Ísrael.
Gamalt vinaríki
Geir var hins vegar ekki á því að
til stjórnmálasambandsslits gæti
komið enda væri það stórt skref að
stíga í samskiptum „við þetta gamla
vinaríki okkar sem því miður hefur
leiðst út í þær ógöngur sem við for-
dæmum“. Hann sagði að hafa þyrfti
í huga að Ísraelsmenn rækju orsakir
ástandsins til eldflaugaárása frá
Gaza-svæðinu. „Málið er auðvitað
flókið eins og við öll þekkjum,“ sagði
Geir en Ögmundur gaf lítið fyrir
þessar skýringar. „Átylla þess
morðæðis sem gripið hefur Ísrael
núna undanfarna daga er dauði eins
Ísraelsmanns á fimmtugsaldri í Sde-
rot, sem varð fyrir heimatilbúinni
eldflaug, og var það fyrsta mann-
fallið af slíkum völdum þar í níu
mánuði,“ sagði Ögmundur.
„Ég hafna því þessum málatilbún-
aði og þessari afsökun ríkisstjórn-
arinnar til að skjóta sér undan
ábyrgð að koma hörðum mótmælum
á framfæri við þessu ofbeldi sem
heimurinn er að verða vitni að,“
sagði hann jafnframt og áréttaði að
Ísraelsmenn hefðu margbrotið
Genfarsáttmálann um vörn almenn-
ings í stríði. Það eitt ætti að nægja
til þess að Íslendingar brygðust við
enda aðilar að sáttmálanum.
Reuters
Framferði Ísraela
á Gaza óafsakanlegt
Á að slíta stjórnmálasambandi við ísraelsk stjórnvöld?
Í HNOTSKURN
» Ísraelar hafa haldið úti hörð-um árásum í lofti og á landi á
Gaza og segja markmiðið vera að
hefna fyrir eldflaugaárásir.
» Talið er að um 120 mannshafi fallið á nokkrum dögum
en Ísraelar hafa nú sagst ætla að
draga herlið sitt til baka.
» Utanríkisráðherra hefursent utanríkisráðherra Ísr-
aels bréf þar sem fram kom að
Ísrael yrði að fara að al-
þjóðalögum og tryggja öryggi
óbreyttra borgara.
Eyðilegging Geir og Ögmundur voru á einu máli um að ástandið á Gaza væri hræðilegt en eyðileggingin þar er mikil.
Hækkanir skila sér
Verðhækkun á fóðri og áburði mun
koma niður á landsmönnum fyrr eða
síðar hvort sem það verður beint í
formi hærra vöruverðs eða óbeint
vegna einhvers konar þátttöku rík-
issjóðs. Þetta sagði Geir H. Haarde
forsætisráðherra í svari til Guðna
Ágústssonar, Framsókn, sem hafði
þungar áhyggjur af verðhækkunum og
áhrifum þeirra á landbúnað. „Vandinn
er tiltölulega nýtilkominn,“ sagði Geir
og bætti við að rannsaka þyrfti hann
betur áður en ákvarðanir yrðu teknar
um aðkomu ríkisins.
Lífeyrissjóðir
að borðinu
Guðni vildi líka vita
álit Geirs á því
hvort kalla ætti líf-
eyrissjóðina að
samræðuborðinu
ásamt bönkunum
og atvinnulífinu til
að takast á við
efnahagsvandann,
enda væru þeir
stórir og öflugir.
Geir sagði það ekki hafa verið rætt en
lífeyrissjóðirnir ættu þó óbeina aðild í
gegnum aðila vinnumarkaðarins,
vinnuveitendur og launþega, sem
stjórnuðu lífeyrissjóðunum.
15 manna þróunar-
samvinnunefnd
Stjórn Þróunar-
samvinnustofn-
unar (ÞSSÍ) verður
lögð niður ef frum-
varp sem utanrík-
isráðherra mælti
fyrir í síðustu viku
verður að lögum.
Nýtt fimmtán
manna samstarfs-
ráð á að taka verk-
efni stjórnarinnar
yfir en það á einnig að vera ráðgefandi
fyrir stefnumarkandi ákvarðanir utan-
ríkisráðherra, m.a. varðandi forgangs-
röðun í þróunarsamvinnu og skiptingu
fjármagns milli tvíhliða og marghliða
samvinnu. Alþingi mun kjósa fimm
nefndarmanna en aðrir verða til-
nefndir af ráðherra í samráði við fé-
lagasamtök, háskóla og vinnumark-
aðinn.
Dagskrá þingsins
Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag með
umræðum um störf þingsins og svo
mun umhverfisráðherra mæla fyrir
frumvarpi um efni og efnablöndur.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Guðni Ágústsson
ÞETTA HELST …
ÞRETTÁN þingmenn úr öllum
flokkum hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu á Alþingi þess efnis að á
Íslandi verði reist stofnun um mál-
efni smáríkja á vegum Sameinuðu
þjóðanna. Lagt er til að utanríkis-
ráðherra, í samráði við utanríkis-
málanefnd Alþingis, kanni grund-
völl þess að Ísland hafi forustu um
að byggja upp og hýsa slíka stofn-
un. „Fyrir utan að sinna hags-
munum smáríkja ætti smáríkja-
stofnun að vera vettvangur til að
efla samstarf smáríkja sín á milli.
Slíkt samstarf væri ekki aðeins
æskilegt vegna þess að smáríki í
svipaðri stöðu geta margt lært
hvert af öðru, heldur líka vegna
þess að í samskiptum smárra ríkja
og stærri er hættan alltaf sú að
sambandið einkennist af ójafnvægi
þar sem hinn stóri nær fram vilja
sínum á kostnað þess sem minni
er,“ segir í greinargerð með tillög-
unni og bent er á að smáríkin yrðu
þá sterkari í samskiptum út á við.
Smáríkja-
stofnun
SÞ á Íslandi?
KOMUFÓLK til
landsins greiddi
rúmlega 27 millj-
ónir króna í sekt-
ir fyrir að vera
stöðvað í toll-
inum með of mik-
inn varning eða
með ólöglega
vöru á árinu
2007. Þetta kem-
ur fram í skrif-
legu svari fjármálaráðherra við
fyrirspurn Rósu Guðbjartsdóttur,
Sjálfstæðisflokki.
Auk sektanna greiddi komufólk
til landsins tæpar fimm milljónir í
aðflutningsgjöld en ferðamenn sem
eru búsettir á Íslandi mega hafa
með sér tollfrjálsan varning fyrir
allt að 46 þúsund krónum og verð-
mæti hvers hlutar má ekki vera
meira en 23 þúsund.
Í svarinu kemur einnig fram að
tæplega 2.500 Íslendingar hafi ver-
ið stöðvaðir við komu til landsins í
Keflavík, á Akureyri og Seyðisfirði
með ólöglega vöru eða varning um-
fram tollfrjálsar heimildir.
27 milljónir
króna í sektir
Rósa
Guðbjartsdóttir