Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 15 MENNING ANTHONY d’Offay, listaverkasali í Lundúnum, ætlar að láta af hendi listaverkasafn sitt, sem metið er á um 125 milljónir punda, fyrir upp- haflegt verð verkanna, 28 milljónir punda. Listasafn Scotlands (e. National Galleries of Scotland, NGS) og Tate- listasöfnin munu eiga og sjá um safnið í samein- ingu og hefur því verið gefið nafnið Artist Rooms, eða Lista- mannasalirnir. Þessi rausn- arskapur d’Offay er einn sá mesti í breskri listasögu og þykir gjöfin ekki síðri en dán- argjafir Samuel Courtauld og Henry Tate á sínum tíma. Verk d’Offay eru frá eftirstríðsárunum fram til dags- ins í dag. Má þar m.a. finna verk eft- ir marga þekktustu og virtustu myndlistarmenn 20. aldarinnar, t.d. Joseph Beuys og Jeff Koons. Stærð gjafarinnar er slík að verkin gætu hæglega fyllt eina og hálfa hæð Tate Modern listasafnsins við Thames, svo dæmi sé tekið. Verk eftir 25 listamenn verða sýnd í 50 sölum eða herbergjum og er ætlunin að sýna þau um allt Bret- land og Skotland, þ.e. ekki aðeins í stærstu borgum heldur einnig á smærri stöðum eins og Inverness, Bexhill og Cardiff. Forstöðumaður Tate, Nicholas Serota, segir gjöf d’Offay einhverja þá höfðinglegustu sem nokkurn tíma hafi verið gefin breskum söfnum. „Gjöf af þessari stærðargráðu mun gjörbreyta því hvernig nútímamyndlistar verður notið í Bretlandi,“ segir Serota í breska dagblaðinu Guardian. Sjálfur segir d’Offay sjö ára und- irbúning búa að baki Artist Rooms. Lítið sé að finna af stórkostlegri nú- tímalist utan borgarmarka Lundúna og Edinborgar og því hafi hann vilj- að breyta. „Listin er mikilvæg því hún örvar sköpunargáfu ungs fólks. Við það að sjá stórkostlega list vakna spurningar og ef þú spyrð spurninga þá leitarðu svara,“ segir d’Offay. Umfang safnsins er slíkt að tvær stofnanir þurfti til að sjá um það, eins og fyrr segir, en upp- haflega átti d’Offay eingöngu í samningaviðræðum við NGS. Ljóst er að þessi nýju verk munu fylla í eyður í safneignum beggja stofnana. Í þremur sölum eða herbergjum Artist Rooms verða sýndar 69 svart- hvítar ljósmyndir Diane Arbus. Ar- bus er einn merkasti ljósmyndari Bandaríkjanna fyrr og síðar en þó á hvorug stofnunin verk eftir hana. Sömu sögu er að segja um marga aðra merka listamenn, t.d. Jeff Ko- ons og Robert Mapplethorpe. Þá verða í Artist Rooms 136 verk eftir Joseph Beuys og þannig mætti lengi áfram telja. Reiknað er með því að fyrsta sýning Artist Rooms verði haldin á næsta ári. Stórkost- leg gjöf 725 verk seld á upp- haflegu kaupverði Anthony d’Offay FYRSTA þriðjudag hvers mánaðar sýnir Alþjóðahús heimildarmyndir er varða sam- skipti Ísraela og Palest- ínumanna. Í kvöld kl. 20 er komið að næstu mynd en hún heitir á ensku: Goal Dreams – A Team Like No Other. Í myndinni er fylgst með lands- liði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í und- ankeppni fyrir Heimsmeist- aramótið í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. Síð- an heimildarmyndin var gerð hefur einn liðs- maður fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna og hús annars verið lagt í rúst. Kvikmyndir Mynd frá Palestínu sýnd í Alþjóðahúsi Draumur um mark. IMX/ÚTÓN býður íslensku tónlistarfólki til námskeiðs um styrki og sjóði er því standa til boða í Norræna húsinu í kvöld kl. 19.30. Kynntir verða helstu sjóðir sem styrkja tónlistarfólk og hvernig þeir starfa; hvaða kröfur þeir gera og hvernig best er að sækja til þeirra fé í verðug verkefni. Gerð umsókna, raunhæfra fjárhagsáætlana og fleira þess háttar verður og kynnt á námskeiðinu, auk fleiri þátta sem geta skipt sköpum þegar sóst er eftir fjárstyrkjum. Einnig munu fulltrúar nokkurra sjóða - bæði úr einkageiranum og hinum opinbera - mæta og svara spurningum um sjóði sína. Tónlist Námskeið um sjóði fyrir tónlistarfólk Norræna húsið. NÆSTU tónleikar Tóna við hafið verða í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, annað kvöld. Þar leikur Kammersveit Reykja- víkur verk eftir Ludwig van Beethoven, Þorkel Sig- urbjörnsson og Wolfgang Amadeus Mozart. Kamm- ersveitina skipar úrval tónlist- armanna, en það eru þau Jósef Ognibene og Emil H. Frið- finnsson á horn, Einar Jóhann- esson á klarínett, Rut Ingólfsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlu, Sarah Buckley og Herdís Anna Jónsdóttir á víólu og Sigurgeir Agnarsson og Hrafnkell Orri Egilsson á selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Tónlist Mozart, Beethoven og Þorkell við hafið Þorkell Sigurbjörnsson Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Á HÁDEGI á morgun opnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sýninguna Gunnar Gunnarsson og Danmörk í Þjóð- arbókhlöðunni. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á það ótrú- lega ævintýri sem líf skáldsins Gunnars Gunn- arssonar var. Hún var fyrst sett upp á Skriðu- klaustri í sumar þegar þess var minnst að öld var liðin frá því að fátæki sveitastrákurinn Gunnar Gunnarsson hélt utan. Á sýningunni eru sex árum á ferli Gunnars gerð ítarleg skil í máli og myndum, æviárum sem ýmist mörkuðu skil í lífi hans eða voru ein- staklega viðburðarík. Í sýningarborðum getur að líta ýmis gögn og muni úr fórum skáldsins, svo sem handrit að skáldsögum, minnisbækur, sendi- bréf og fleira sem varpar ljósi á líf hans þessi ár. Við opnunina flytur Jón Yngvi Jóhannsson bók- menntafræðingur, sem nú vinnur að ritun ævi- sögu Gunnars, stutt erindi um óbirta sögulega skáldsögu. Jón Yngvi segir að ekki sé um heila sögu að ræða heldur upphaf og nokkra kafla sögulegrar skáldsögu sem Gunnar vann að árið 1935. Sverðseldur um Staðarmálin „Á fjórða áratugnum var Gunnar að skrifa flokk sögulegra skáldsagna sem hann kallaði Landnám, og byrjaði með Fóstbræðrum sem kom út á dönsku 1918. Þá komu Jón Arason, Jörð, Hvíti Kristur og Grámann. Vorið 1935 og fram á sumarið var hann að skrifa um Staðarmálin, Jón Loftsson og Þorlák biskup. Sagan hét á dönsku Sværd-Ilden, eða Sverðseldur. Ég fann upphafið að þessari sögu, í bréfasafni Gunnars, og hann hefur hætt við hana einhvern tíma í ágúst 1935.“ Jón Yngvi kveðst ekki vita hvers vegna Gunnar lagði Sverðseldinn frá sér, nema ef vera skyldi vegna anna við önnur skrif. „Hann var um sama leyti að skrifa aðra bók sem hét Sögueyjan og var fræðslurit um Ísland sem kom út á dönsku. Það verk var pantað hjá honum og ég hef grun um að það hafi ýtt Sverðseldi til hliðar. Hann fór að skrifa Grámann eftir að hann lauk Sögueyjunni – frekar en að halda áfram með Sverðseld. Ein ástæðan er ef til vill sú að hann var með tvær að- alpersónur, Jón Loftsson og Þorlák biskup, og það gæti verið að hann hafi átt erfitt með að gera upp við sig hvor þeirra yrði aðalpersóna.“ En það er fleira sem Jón Yngvi ætlar að tæpa á í erindi sínu um Gunnar Gunnarsson í Þjóð- arbókhlöðunni í hádeginu á morgun. „Það eru drög og uppköst að fleiri sögum í bréfasafni Gunnars, sem aldrei urðu til, meðal annars framhald af Fjallkirkjunni sem hann vann að á stríðsárunum. Það er fyrsti kaflinn að sjötta bindi verksins, hann nefnist Evrópa brennur og lýsir stríðsárunum fyrri. Flest þeirra ókláruðu handrita sem eru í safni Gunnars eru sögur sem standa í tengslum við önnur verk hans. Hann hugsaði verk sín í stórum flokkum, og það ókláraða tengist þeim stóru sagnabálkum.“ Jón Yngvi segir að það komi ýmislegt á óvart þegar farið sé að skoða sögu Gunnars Gunn- arssonar í þaula og að lesendur geti átt von á óvæntum fróðleik sem snerti bæði einkalíf hans og ritstörf. En Jón Yngvi er þögull sem gröfin og gefur ekkert upp, enda ekki nærri komið að sögu- lokum. „Það er hjátrú sumra rithöfunda að finna aldrei titla á verk og nefna aldrei verklok fyr- irfram. Það er sameiginlegt með þeim sögum Gunnars sem aldrei urðu til að það eru til af þeim mjög fín titilblöð og forsíður, en stundum lítið meira. Ætli það sé ekki víti til varnaðar.“ Við opnun sýningarinnar á morgun munu erf- ingjar skáldsins afhenda Landsbókasafni síðustu gögn frá fjölskyldunni til varðveislu í hand- ritadeild safnsins. Brot úr kvikmyndinni Sögu Borgarættarinnar, sem tekin var upp á Íslandi árið 1919 af Nordisk Film, í leikstjórn Gunnars Sommerfeldt, munu rúlla á skjá meðan á athöfn- inni stendur, en henni lýkur um kl. 13.15. Fjallkirkjan var ekki öll  Sýning um ævi Gunnars Gunnarssonar opnuð í Þjóðarbókhlöðu á morgun  Jón Yngvi Jóhannsson segir frá bók sem Gunnar hætti við um Staðarmálin Skáldið Gunnar Gunnarsson rithöfundur í Danmörku, en þar varði hann bróðurparti ævi sinnar. KVIKHLJÓÐ er yfirskrift tónleika í Salnum í kvöld þar sem hljóðfæra- leikarar leika með sjálfum sér og hljóðfærin hljóma með sjálfum sér, í nýju verki eftir Þuríði Jónsdóttur flautuleikara og tónskáld. Verkið vinnur hún með myndlistarkonunni Mireyu Samper sem býr því leik- mynd. „Hún gerði áhrifamikla inn- setningu kringum verkið, sem mér finnst gaman að kalla leikmynd. Hljóðfærin eru studd rafhljóðum; upptökum af þeim sjálfum. Hljóð- færin spila við sig sjálf og hljóðfæra- leikararnir á móti sjálfum sér,“ segir Þuríður. Tvö eldri verk eftir Þuríði verða einnig flutt á tónleikunum, verk sem Björk Viggósdóttir og Ás- dís Sif Gunnarsdóttir gerðu vídeó við. Þá verða einnig leikin þrjú ein- leiksverk eftir eitt kunnasta tón- skáld Ítala í dag, Salvatore Sciarr- ino. Þuríður leikur flautuverk, Una Sveinbjarnardóttir verk fyrir fiðlu og Borgar Magnason verk fyrir bassa. Tónlistin og myndlistin skapa með sér samtal byggt á einleik, hljóðlist og myndlist. Þuríður Jónsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og við Konservatórið í Bologna á Ítalíu, en þaðan lauk hún diplómu í flautu- leik árið 1994 og tónsmíðum og raf- tónlist árið 2000. Kvikhljóð í Salnum Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Tónvís Tónskáldið og flautuleikarinn Þuríður Jónsdóttir. vissir þú að...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.