Morgunblaðið - 04.03.2008, Blaðsíða 18
Mig langar rosalega mikið til að verðalistamaður og kafari þegar ég verðstór. Þá get ég teiknað allt sem égsé í sjónum og náð í alla þá fiska
sem ég vil,“ segir Ari Bergur Gunnarsson, sex
ára gamall gutti, sem býr á Álftanesi ásamt for-
eldrum sínum þeim Anneyju Bæringsdóttur og
Gunnari Júlíussyni og tveimur yngri systkinum,
þeim Ísari Þór, 4 ára, og Birtu Dís, 10 mánaða.
Uppi um alla veggi á heimilinu hanga myndir
eftir Ara Berg, sem teiknar eins og engill svo
undrun sætir. Við fyrstu myndasýn lítur út fyrir
að listamaðurinn sé mun eldri en bara sex ára
leikskólastrákur því mikil hugsun og rýmistil-
finning virðist liggja nú þegar í myndsköpun
unga listamannsins, sem hefur fengið mikla
hvatningu frá sínum nánustu eftir að foreldr-
arnir uppgötvuðu þessa náðargáfu í fari sonar
síns. „Við bjuggum úti í New York þegar Ari
Bergur fæddist og fluttum svo heim með hann
tveggja ára gamlan. Ég tók mjög snemma eftir
því hversu athugull hann var um allt og alla auk
þess sem hann entist tímunum saman til að
teikna og bjó þá gjarnan til heilu ævintýrin eftir
uppáhalds teiknimyndahetjunum sínum,“ segir
mamman Anney. „Það voru hins vegar leik-
skólakennararnir á leikskólanum Laufásborg
sem bentu okkur Gunnari á það í foreldraviðtali
að Ari byggi yfir afburða hæfileikum á þessu
sviði. Þó svo að okkur hafi alltaf fundist mynd-
irnar hans svolítið flottar, gerðum við okkur
ekki grein fyrir því að hann hefði ef til vill meiri
gáfu á þessu sviði en jafnaldrarnir enda höfðum
við ekki samanburð þar sem Ari er frumburð-
urinn okkar,“ segir Anney.
Ætlar að vinna með pabba
En hvaðan hefur strákurinn þennan mikla
teikniáhuga og þessa miklu færni?
„Að hluta til er það líklega vegna vinnu minn-
ar, en ég er ég grafískur hönnuður og mynd-
skreytir og hef verið teiknandi síðan ég man eft-
ir mér. Hann hefur fylgst með mínum störfum
og ég hef sýnt honum ýmislegt er varðar teikn-
ingu og myndbyggingu. Hann grúskar í teikni-
bókum og dregur oft í gegn til að ná línunni í
teikningunum,“ segir pabbinn Gunnar, sem rek-
ur nú ásamt konu sinni sjálfstætt fyrirtæki und-
ir heitinu Dínamít, en hann starfaði áður m.a.
hjá Latabæ. „Nú er ég alfarið kominn með vinn-
una mína heim og við Ari Bergur teiknum
gjarnan saman, sinn í hvoru horninu. Hann er
með sitt eigið teikniborð hér frammi á gangi
með nógum efniviði og ég er hér rétt hjá í for-
stofuherberginu með mína vinnu. Ari er farinn
að stelast af og til í tölvuna mína og er farinn að
ná góðum tökum á tölvuteikningu,“ segir Gunn-
ar og Ari bætir við að hann sé harðákveðinn í
því að vinna með pabba sínum þegar fram líða
stundir,“ segir Gunnar.
Pöddur, skordýr og ævintýri
Ari Bergur, sem nú er í náttúruleikskólanum
Krakkakoti á Álftanesi, byrjar í Álftanesskóla
næsta haust, en auk teikniáhugans á hann sér
margar ævintýraveraldir. Hann þarf helst að
koma hugsunum sínum strax á blað og þá má
helst ekkert trufla einbeitinguna. Að öðrum
kosti getur litli listamaðurinn „fríkað út“ í list-
sköpuninni, eins og sannir listamenn gjarnan
gera, með þeim afleiðingum að teikniblöðin fá
að fljúga út um allar jarðir. Annars er hann
hvers manns hugljúfi. Hann er heimakær, ná-
kvæmur, hefur góða einbeitingu, fínar fínhreyf-
ingar og afar næmt auga fyrir smáatriðum, seg-
ir Anney.
„Sjóræningar, Svarthöfði, Superman og Bat-
man eru uppáhalds ofurhetjurnar mínar og
maríuhæna og engispretta eru uppáhalds pödd-
urnar mínar,“ segir ungi listamaðurinn, sem
hefur nú þegar selt tvær mynda sinna til amer-
ískrar listakonu, sem var gestkomandi á heimili
hans í sumar, á heilar þrjú hundruð krónur.
Auk þess að hafa tekið ástfóstri við frægar of-
urhetjur, hefur Ari Bergur lengi pælt í pöddum,
skordýrum og fiskum enda er ekki langt að
sækja frá heimilinu í fjöruborðið á Álftanesi til
að ná í fjörudót á borð við þara og kuðunga til að
föndra með.
Álftir þiggja brauð í „bílalúgu“
„Fjölskyldan hefur svo mikinn hug á því að
koma sér upp alvöru dýragarði,“ segir húsbónd-
inn á heimilinu sem sjálfur ólst upp við hálf-
gerðan dýragarð á sínu heimili sem hann segir
að hafi verið ómetanlegt. Þrjú fiskabúr með fjöl-
breyttu fiskaúrvali, fimmtíu vatnasniglum og
afrískum vatnafroskum er nú þegar að finna í
herbergi drengjanna og stofuglugginn á húsinu
er farin að virka eins og bílalúga í sjoppu fyrir
svangar villtar Álftanes-álftir, sem eru farnar
að venja komur sínar í lúguna góðu í leit að
brauðbitum úr höndum húsráðenda.
join@mbl.is
Fjölskyldan Hjónin Anney Bæringsdóttir og Gunnar Júlíusson ásamt börnunum Ara Bergi 6
ára, Ísari 4 ára og Birtu Dís 10 mánaða. Blöð og teikniáhöld eru aldrei langt undan.
Erró er í miklu uppáhaldi hjá
hinum sex ára listamanni Ara
Bergi Gunnarssyni, sem sjálf-
ur er ekki í nokkrum vand-
ræðum með að hverfa inn í
ævintýraheima, vopnaður
blöðum og litum.
Jóhanna Ingvarsdóttir fór í
heimsókn til litla listamanns-
ins á Álftanes.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Listamaðurinn Ari Bergur Gunnarsson er harðákveðinn í því að sinna listagyðjunni þegar
hann verður stór, en líka kafari: „Þá get ég teiknað allt sem ég sé í sjónum,“ segir hann.
Sjóræningjar, Svarthöfði, Superman og
Batman eru uppáhalds ofurhetjurnar
„Maríuhæna og engispretta eru
uppáhalds pöddurnar mínar,“
segir ungi listamaðurinn, sem
hefur nú þegar selt tvær mynda
sinna til amerískrar listakonu.
|þriðjudagur|4. 3. 2008| mbl.is
daglegtlíf