Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SAMKVÆMT mínum heimildum
mun þorskstofninn hér við land
vera einn fárra þorskstofna í heim-
inum sem ekki er alveg kominn að
fótum fram vegna ofveiði, sem þýð-
ir að það á að vera hægt að koma
honum aftur til eðlilegs þroska
með réttri nýtingu. Á sama tíma og
þessi staðreynd liggur fyrir eru ís-
lensk stjórnvöld sök-
uð um mannréttinda-
brot fyrir það eitt að
hafa ekki heimilað
frjálst aðgengi allra
að fiskimiðunum hér
við land; á tímum
veiðitækni, sem ræður
við að ganga frá þeim
lífverum hafsins sem
við kjósum, á til þess
að gera skömmum
tíma.
Einnig bylur í eyr-
um landsmanna, dag-
langt, næstum dag-
lega, að kvótakerfið, sem tekið var
upp á árinu 1983 hafi engu skilað
samkvæmt þeim mælikvarða að
þorskstofninn sé enn í mikilli lægð
og að staða byggðanna við strönd-
ina sé mjög döpur. Allt er þetta
satt og rétt nema að í frásögnina
vantar kjarnann, þ.e. að kvótakerf-
inu var ætlað að halda utan um
heildaraflann, fyrst og fremst í
þorski, en með því að takmarka
veiðina var það skoðun okkar fær-
ustu vísindamanna að hægt væri að
halda stofninum í æskilegri nýting-
arstærð, þ.e. forsendan var að hafa
stjórn á árlegri heildarveiði úr
stofninum. Hvað sem öðru líður þá
ráðum við ekki enn a.m.k. hvað
sambýlingar þorsksins í sjónum
velja á diskinn sinn hverju sinni.
Þá er næst að spyrja hvernig hefur
til tekist:
Fyrst setti Hafró fram tillögu
um hámarksveiði af þorski á árinu
1976. Fram til ársins 1992 var
a.m.k. þrennskonar veiðistjórnun
beitt hvað varðar þorskinn. Fyrst
var það skrapdagakerfi en frá upp-
töku kvótakerfisins, árið 1983, var
þorskurinn bæði veiddur sam-
kvæmt sóknar- og aflamarki.
Yfir tímabilið 1976 til 1992 lagði
Hafró til að árlegur afli af þorski
yrði 287 þús. tonn. Hann varð í
reynd 349 þús. tonn eða um 62 þús.
tonnum meiri á ári hverju en ráð-
gjöfin kvað á um, sem
nam 22% fram-
úrkeyrslu.
Ef við skoðum síðan
afla þeirra skipa sem
voru á aflamarki, þ.e.
kvótaskipin, yfir ára-
bilið 1992 til og með
2003 þá var kvótaskip-
unum úthlutað
1.878.677 tonnum af
þorski. Veiðin varð
1.892.650 tonn eða
13.973 tonn umfram
úthlutun sem nemur
0,74%.
Yfir sama tímabil fiskuðu smá-
bátarnir, að hluta til, samkvæmt
svokölluðu krókaaflahámarki. Á
fiskveiðiárunum 2001/2002 og 2002/
2003 var þeim úthlutað 3071 tonni
en veiðin varð 48.146 tonn eða
45.075 tonn umfram leyfilegt há-
mark sem nemur 1568%.
Það tók góð 20 ár að koma öllum
aflaheimildum af þorski inn í
kvótakerfið þar sem síðustu leif-
arnar af krókaaflahámarkinu voru
aflagðar seint á árinu 2006.
Í ljósi þeirra staðreynda sem hér
hafa verið raktar hélt kvótakerfið
það vel utan um heildaraflann að
aðeins skeikaði 0,74% sem ég hygg
að sé betri árangur en nokkurt
annað stjórnkerfi hefur skilað. Það
að ekki hefur enn tekist að byggja
þorskstofninn upp eins og að var
stefnt verður ekki fært á reikning
kvótakerfisins því ákvörðun stjórn-
valda um árlegan heildarafla hefur
ekkert með kvótakerfið að gera.
Hvað byggðirnar við sjóinn
áhrærir þá kemur þar margt fleira
til en minnkun sjávarafla; ekki síst
einhæf störf og sú staðreynd að
margir Íslendingar eru bara ekki
tilbúnir að vinna í fiski sem er
svarað með því að sækja útlend-
inga til þeirra starfa. Það hlýtur að
vera umhugsunarefni í framhaldi
af áliti Mannréttindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna, um ætluð mann-
réttindabrot hér á landi; hvað hefði
gerst ef við hefðum lítið aðhafst til
þess að draga úr veiðinni hér við
land með þeim afleiðingum að
a.m.k. þorskstofninn ætti sér tæp-
ast viðreisnar von. Á hverjum
hefðu þá verið brotin mannrétt-
indi. Kannski nær allt talið um
mannréttindi bara í núið en ekki til
niðja okkar, sem eiga rétt á að
taka við bæði auðlindum lands og
hafs í viðlíka ástandi og við tókum
við þeim.
Þeir ágætu menn sem ætla í
einu og öllu að taka tillit til meiri-
hlutaálits Mannréttindanefnd-
arinnar þurfa að uppfylla a.m.k.
þrjú meginskilyrði: að allir eigi
jafnan rétt til fiskveiða við landið,
að nýting hvers veiðistofns sé
sjálfbær og síðast en ekki síst að
skapa útgerðinni lífvænleg rekstr-
arskilyrði; þannig að áfram, sem
hingað til, verði rekin kraftmikil
sjálfbær útgerð á Íslandi.
Hvenær drepur maður mann?
Helgi Laxdal skrifar um
fiskveiðar og kvóta »Kvótakerfið hélt það
vel utan um heildar-
aflann að aðeins skeik-
aði 0,74% á nefndum
tíma sem er betri árang-
ur en nokkurt annað
stjórnkerfi hefur skil-
að.
Helgi Laxdal
Höfundur er vélfræðingur.
SAMGÖNGUR milli byggða á
Snæfellsnesi, Stykkishólms, Grund-
arfjarðar, Ólafsvíkur, Hellissands
og dreifbýlisbyggðanna, eru orðnar
það góðar að hvert
framfaraspor sem
stigið er í einu sveitar-
félagi á svæðinu virk-
ar til framfara í þeim
öllum. Flestir íbúanna
viðurkenna þetta,
finna fyrir þessu og
njóta þess. Enn er þó
til fólk sem telur ekki
framfarir góðar nema
þær sem verða til á
hlaðinu hjá þeim. Sem
betur fer verða þau
alltaf fleiri og fleiri
sem skynja það að
með samgöngubótum síðustu ára
hefur Snæfellsnesið breyst frá því
að vera fjórar einangraðar þétt-
býlisbyggðir sem þurftu að byggja
sig upp hver fyrir sig með atvinnu-
tæki, menntun og félagsstarfsemi í
það að verða landsvæði með fjóra
byggðakjarna sem geta stóreflt
hver annan með sameiningu í eitt
fjölmennt sveitarfélag og samein-
aðri stjórnsýslu.
Ástandið var ekki burðugt við að-
draganda kosninganna um samein-
ingu sveitarfélaganna á Snæfells-
nesi sumarið 2005.
Kjörnir forystumenn sveitarfé-
laganna höfðu óljósa skoðun á verk-
efninu. Afstaða þeirra margra var
sú að sameining væri ekki tímabær
en fyrirsjáanlegt væri að sameining
yrði samþykkt innan fárra ára.
Aðrir þögðu um málefnið, létu ekk-
ert frá sér heyra. Sumir lögðust
gegn sameiningunni. Með þessu
hugarfari og afstöðu brugðust þess-
ir kjörnu fulltrúar fólkinu í byggð-
unum, kjósendum sínum.
Það er eðlileg afstaða hvers kjós-
anda að hlusta eftir því sem þeir
fulltrúar er þeir hafa kosið til að
stjórna sveitarfélagi
hafa að segja um mál-
efni eins og það að
sameina það öðru
sveitarfélagi eða fleir-
um. Það er á sama
hátt skylda hvers
sveitarstjórnarmanns
að hafa ákveðna skoð-
un á því málefni og
láta þá skoðun í ljós á
afgerandi hátt.
Niðurstaðan úr
kosningunum sagði því
í raun ekkert um það
hver afstaða íbúanna
var til sameiningar. Niðurstaðan
var aðeins bergmál óbeins skoð-
analeysis og andstöðu sveit-
arstjórnarmanna við sameiningu.
Nokkrir sveitarstjórnarmenn
mæltu með sameiningu en náðu
ekki krafti til að láta að sér kveða.
Sameining sveitarfélaga hefur
verið að eiga sér stað um allt land á
síðustu árum. Snæfellsnes er nú að
verða eina landsvæðið sem eftir er.
Í stað fjögur til fimm þúsund íbúa
öflugs sveitarfélags með samstillta
stjórnsýslu og með afl til að láta
taka eftir sér og heyra frá sér er-
um við með fimm veikburða sveit-
arfélög, fimm sveitarstjórnir sem
erfitt er að manna og fimm bæj-
arstjóra eða oddvita sem allir eru
að gera sömu verkin. Þeir eru auk
þess yfirhlaðnir störfum við þátt-
töku í fundum og ráðstefnum sem
þeir verða að sitja.
Óhagstæðu dæmin eru mikið
fleiri.
Það er erfitt að meta það hve
miklu við erum að tapa með því að
vera þeir litlu í hópi sveitarfélaga.
Það er dýrt að vera fátækur og það
er oft vont að vera sá litli meðal
hinna stóru. Það er brýn þörf fyrir
Snæfellinga að hverfa úr þessari
stöðu og sameinast um eina sveit-
arstjórn fyrir Snæfellsnes allt.
Sveitarstjórn sem væri meðal
þeirra fjölmennustu í Norðvest-
urkjördæmi. Sveitarstjórn sem
gæti skilað og tekið að sér verkefni
sem núverandi sveitarfélög hafa
ekki hæfni eða möguleika til að
sinna sökum takmarkaðs starfsliðs
og mannfæðar.
Ef spurt er um árangur samein-
ingar í Borgarbyggð, Árborg,
Fjarðabyggð eða bara hvar sem er
– er svarið alltaf jákvætt. Er ekki
rétt að Snæfellsnes komi í þennan
hóp sveitarfélaga ? Við erum að
tapa tækifærum til framþróunar
með því að fresta því að sameinast í
öflugt sveitarfélag og verða eitt af
fjölmennustu sveitarfélögum í
Norðvesturkjördæmi.
Til mikils er að vinna. Er nokkur
ástæða til þess að bíða lengur ?
Sameining sveitarfélaga
á Snæfellsnesi
Skúli Alexandersson vill
gera Snæfellsnesið allt að einu
sveitarfélagi
» Það er brýn þörf fyr-
ir Snæfellinga að
hverfa úr þessari stöðu
og sameinast um eina
sveitarstjórn fyrir Snæ-
fellsnes allt.
Skúli Alexandersson
Höfundur er fyrrverandi sveit-
arstjórnar- og alþingismaður.
! "
!
#$
%&
#'
()!
*
!
'
+,
- .
/
/ !
0
/
.
.
1234(
1
1 .
40&35+67&4+2$68 9:; <=>>
! "
#
# $
%
" &
" % ' ?;
?9 ?=
?@
- kemur þér við
Sérblað um bíla
fylgir blaðinu í dag
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
KSÍ vill 400 milljónir
til viðbótar frá borginni
vegna stúkubyggingar
Út af spítala tólf tímum
eftir sjálfsvígstilraun
Efnisþjófar klófestir
með aðstoð tálbeitu?
Merzedes Club túrar
um landið í vor
Höfundur Hallargarðs-
ins óttast eyðileggingu