Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 25
EIN dapurlegasta
blaðagrein sem ég hef
lengi séð blasir við í
sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins. Þar talar
Ágúst Thorstensen
fjálglega um „gíf-
urlegt hagsmunamál
og lyftistöng fyrir
Skaftfellinga“ sem fel-
ist í því að „virkja
Skaftá heima í héraði“
í staðinn fyrir að
framkvæma þær hug-
myndir Landsvirkj-
unar að veita henni
vestur í Langasjó og
þaðan áfram niður í
virkjanakeðjuna í
Tungnaá og Þjórsá.
Hugmyndir Lands-
virkjunar eru svo sem
nógu slæmar hvað
snertir eyðileggingu
Langasjávar og
ósnortins umhverfis
við Síðujökul, en
steininn tekur úr þeg-
ar menn fara að tala
um virkjun Skaftár í
héraði. Hvergi sér
þess stað í áætlunum um mögu-
legar virkjanir að þessi virkj-
anakostur Ágústs komi til greina,
einfaldlega vegna þess að Skaft-
árveita yfir í Langasjó hefur yf-
irburði hvað snertir hagkvæmni og
það er því sóun á fé og fyrirhöfn að
skoða aðra kosti. Sá
kostur að virkja Skaftá
í farvegi sínum „í hér-
aði“ yrði að byggjast á
mörgum þrepavirkj-
unum með tilheyrandi
stíflum og óheyrilegum
spjöllum á náttúru
þessa svæðis sem er
mesta verðmætið sem
Skaftfellingum hefur
verið falið að varðveita
fyrir komandi kyn-
slóðir og sem heim-
sundur. En þeir sem
stjórna virkjanaæðinu
hafa greinilega fundið
hina fullkomnu leið til
að viðhalda þessu æði
með því að höfða til
blindrar græðgi og
skammtímasjónarmiða
í hverri byggð fyrir sig
og tryggja þannig að
þetta fár verði tak-
markalaust. Virkj-
anafíknin er svo mikil
að krafist er virkjana
sem eru bæði óhag-
kvæmar og valda
ómældum spjöllum á
náttúrunni, mesta
verðmæti lands og þjóðar.
Virkja! virkja! hvað
sem það kostar!
Ómar Ragnarsson fjallar
um virkjanahugmyndir á Suð-
austurlandi
Ómar Ragnarsson
» Virkjana-
fíknin er svo
mikil að krafist
er virkjana sem
eru bæði óhag-
kvæmar og
valda ómældum
spjöllum á nátt-
úrunni, mesta
verðmæti lands
og þjóðar.
Höfundur er formaður Íslandshreyf-
ingarinnar – lifandi lands.
GRUNDVALLARLÖGMÁLIÐ
er það, að sérhver aðstoð við slak-
an banka í nútíð er vísasta leiðin
til að koma í veg fyrir
að góður banki mynd-
ist til framtíðar, sagði
ritstjóri Economist,
Walter Bagehot, f.
1826. Einnig sagði
hann: Sérhver banka-
maður veit, að ef
hann verður að sýna
fram á að hann sé
traustsins verður,
sama hve góðar rök-
semdir hans eru, þá
er traust hans horfið.
Jón Ásgeir Jóhann-
esson dró rétta álykt-
un af hinu ofurháa verði á skulda-
tryggingum bankanna: Þeir eru
álitnir gjaldþrota í útlöndum.
Þetta er vandinn, það er sama hve
góðar röksemdir hluthafar hafa,
traustið erlendis er horfið. Galgop-
ar á einkaþotum með alls lags of-
læti í lífsstíl sínum skapa ekki
traust. Þeim var trúað fyrir bönk-
um þjóðar. Bankar lentu í höndum
manna sem hvorki hafa næga
þekkingu á undirstöðum banka-
starfsemi né hug á að afla sér
hennar. Jón Ásgeir telur vandann
vera þjóðarinnar allrar, en er það
svo?
Bankar miðla fé. Þess vegna
þarf hvert heimili og hvert fyr-
irtæki ekki að hafa öllum stundum
jöfnuð á sparnaði sínum og fjár-
festingum. Ef svo væri hefði hag-
vöxtur og velmegun mannkyns að-
eins orðið brot af því sem nú er.
Bankar skapar engin verðmæti
sjálfir en eru mikilvæg forsenda
sköpunar verðmæta í efnahagslíf-
inu. Því ber að halda
kostnaði við þá í
skefjum og hafa skil-
virkni sem mesta.
Hluthafar
Stórir hluthafar
banka höfðu miklar
væntingar um hækk-
un bréfa sinna og
hugsuðu sér að selja á
réttu augnabliki. Þeir
nefna sig kjölfestu-
fjárfesta. Í skilningi
hagfræðinnar eru
fjárfestar þeir sem
leggja fé í framleiðslutæki í at-
vinnulífi. Þá sem kaupa hlutabréf
með gróða til skamms tíma í huga
ber hins vegar að nefna spákaup-
menn. Þeir vaka yfir skekkjum
hins ófullkomna markaðar eins og
hrægammar yfir vígvelli. Þeir gera
sama gagn og njóta sama trausts.
Bankaráð
Einn banki sker sig úr, hinir er-
lendu bankar skynja það og ætla
honum lægra áhættuálag. Hann
lítur til samfélagsins með nokkru
víðara sjónarhorni en aðrir bank-
ar. Sé litið í aðrar áttir blasir
auðnin við: Að mestu lítt kunnir
einstaklingar, lítil þekking á efna-
hagsmálum og atvinnulífi, óljós
stefna um samfélagslega ábyrgð
og um varúð í útlánum. Útrás
laustengd íslensku atvinnulífi, en
stundum undanskoti skatta. Ofur-
áhersla á skyndigróða á örsmáum
fákeppnismarkaði hér heima. Til
að bankastjórar hugsi einkum um
slíkt hafa bankaráð gert samninga
við þá um himinháa kauprétti.
Skelfilegasta dæmið er fjórir millj-
arðar króna. Auðvelt er að afla
upplýsinga um kostnað kauprétt-
arsamninga með því að biðja
banka um tilboð. Uppistaðan er
vextir, séu bréfin hækkandi á
markaði, því bankinn kaupir þá
bréf á móti kaupréttinum og ligg-
ur með þau á samningstímanum til
að verja sig áhættu. Vextir eru nú
um 15% og vaxtakostnaður bank-
ans í þessu dæmi þannig um 600
m.kr. á hverjum 12 mánuðum sem
hann á bréfin. Kostnaður þessi er
starfstengd greiðsla, hlunnindi, og
ætti að koma til tekjuskatts hjá
þeim sem nýtur, eins og t.d. afnot
af bifreið. Svo er þó ekki.
Bankastjórar
Hvergi annars staðar á Vest-
urlöndum kemur neinn til greina
sem æðsti daglegur stjórnandi
banka sem ekki hefur langa
reynslu af bankastarfsemi. Lág-
markskrafan er að hafa þraukað í
gegnum alvöru efnahagslægð, með
öllum sínum útlánatöpum og erf-
iðleikum. Þannig var þetta líka hér
á landi. Nú telst reynsla og þekk-
ing íþyngja mönnum, hún dregur
úr hugmyndaauðgi og áhættuvilja.
Vaxi stjórnendur ekki upp innan
banka þekkja þeir ekki undirstöð-
urnar og í hverju traust banka
felst. Fé er einkum sótt til er-
lendra banka, traust þeirra er því
ómissandi. Allir vita að íslenskir
bankar taka meiri áhættu en er-
lendir. Er líklegt að erlendir bank-
ar sýni þeim traust sem fara óvar-
legar en þeir sjálfir? Varla á
tímum þegar þröngt er um fé.
Góðir bílstjórar, skipstjórar og
flugstjórar fara varlega. Það ættu
góðir bankastjórar líka að gera.
Almannafé
Ekki er á gömmunum að skilja
að þeim hafi orðið á nein mistök.
Það eru vondir blaðamenn í út-
löndum, vondir hagfræðingar í
greiningardeildum erlendra banka
og vond alþjóðleg matsfyrirtæki
sem bera sökina. Fyrir tveimur ár-
um lýstu matsfyrirtækin áhyggj-
um, þá var gert átak í að snúa
þeim. Nú eru það erlendir bankar
sem þarf að snúa. Ríkisstjórnin
fundar skilningsrík með bönkum
um ástandið. Nýkjörinn formaður
bankaráðs biður lífeyrissjóði um
60 milljarða. Nú þegar bankar fara
bónarveginn að þeim sem með al-
mannafé fara, stjórnvöldum og líf-
eyrissjóðum, er mikilvægt að
muna einfaldar reglur: Sjálfs er
höndin hollust. Hver er sinnar
gæfu smiður.
Efnahagslægð er að hefjast,
dregið hefur úr lánveitingum,
lendingin verður líklega hörð. Van-
skil myndast, verð húsnæðis kann
að falla, ef svo fer munu útlán
banka og eigið fé tapast. Tvö til
fjögur ár tekur að komast til botns
í því. Brýnt er að efla starfhæfa og
ábyrga banka, hagur þjóðar er í
húfi. Það gerist ekki ef gammarnir
eru fóðraðir með góðu fé sem
kastað er á eftir slæmu. Óhjá-
kvæmilegt kann því að reynast að
færa núverandi hlutafé banka nið-
ur áður en almannafé er lagt fram.
Vandinn nú er hluthafa, rík-
isábyrgð á bönkum er liðin tíð.
Neyðaraðstoð við banka?
Ragnar Önundarson skrifar um
íslensku bankana og stjórn-
endur þeirra
» Allir vita að íslenskir
bankar taka meiri
áhættu en erlendir. Er
líklegt að erlendir bank-
ar sýni þeim traust sem
fara óvarlegar en þeir
sjálfir?
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur,
bankamaður og fjármálaráðgjafi
Á NÝJU ári hefur Hrafn Svein-
bjarnarson, héraðsskjalavörður í
Kópavogi, látið gamminn geisa á op-
inberum vettvangi um skjalamál.
Skoðunum sínum hefur hann komið á
framfæri í útvarpi, dagblöðum og á
almennum póstlistum á netinu.
Margt af því sem fram
kemur í máli Hrafns er
sannarlega orð í tíma
töluð og af hinu góða.
Alvarlegur ljóður er
þó á umfjöllun héraðs-
skjalavarðarins þegar
hann fer ítrekað fram
með sömu rangfærsl-
urnar um fræðigrein
sem kennd er í bóka-
safns- og upplýs-
ingafræði við Háskóla
Íslands, upplýsinga- og
skjalastjórn. Hrafni
hefur margoft, einkum
á almennum póstlistum
á netinu, verið bent á að hann fari
með rangt mál varðandi kennsluna.
Þó heldur hann aftur og aftur fram
sömu rangfærslunum.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins
2. mars sl. birtist viðtal við Hrafn þar
sem hann fer niðrandi orðum um
kennslu í upplýsingafræðum í Há-
skólanum. Hann fer auk þess með
ósannindi um kennsluna. Þá vitnar
Morgunblaðið í viðtalið við Hrafn í
leiðara mánudagsblaðsins og í þann
hluta viðtalsins þar sem Hrafn fjallar
um kennsluna í Háskólanum. Af þess-
um sökum vildi ég koma á framfæri
leiðréttingu hvað varðar kennsluna í
Háskóla Íslands.
Á einum stað í viðtalinu við Morg-
unblaðið segir Hrafn: „Og í Háskóla
Íslands fer kennsla í upplýsingafræði
á svig við fyrirmæli Þjóðskjalasafns-
ins.“ Varðandi þessa fullyrðingu
Hrafns tel ég að rétt sé að eftirfar-
andi komi fram: Hluti kennslunnar í
upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipu-
lagsheildum fjallar um skjalahald hjá
opinberum aðilum. Þar eru lögum,
reglugerðum og reglum er varða upp-
lýsingar, skjöl, skjalasöfn og skjala-
hald hjá opinberum aðilum á Íslandi
gerð rækileg skil. Á lestrarlistum
námskeiðanna er að finna útgefið
efni um Þjóðskjalasafn Íslands, m.a.
handbækur og leiðbeiningarit safns-
ins, og nemendum er gert að skoða
heimasíðu Þjóðskjalasafns og bent á
að þar sé að finna mikilvægar
skýrslur og leiðbeiningar varðandi
skjalahald. Þá fara nemendur í
heimsókn á Þjóðskjalasafn og
hlusta á fyrirlestra starfsfólksins
um hlutverk og starfsemi safnsins.
Þar hefur ávallt verið
vel tekið á móti þeim.
Nemendur heimsækja
ennfremur eitt hérðas-
skjalasafnanna í nám-
inu, Borgarskjalasafn
Reykjavíkur.
Ekki veit ég hvað
Hrafni gengur til þeg-
ar að hann segir að í
kennslunni sé farið á
svig við fyrirmæli
Þjóðskjalasafnsins.
Hann setur fram þá
fullyrðingu í viðtalinu
án rökstuðnings.
Hrafn hefur haldið því
fram að í náminu sé ekki kennd sú
aðferð við flokkun skjala sem Þjóð-
skjalasafn telur heppilegasta. Það
er ekki rétt. Sú aðferð er kennd, þ.e.
notkun svonefnds tugstafakerfis, en
nemendum eru einnig kenndar aðr-
ar aðferðir við flokkun skjala sem
hafa fengið alþjóðlega viðurkenn-
ingu. Þá hefur Hrafn stundum
byggt umfjöllun sína á þeim mis-
skilningi að ekki sé farið í hina virtu
og viðurkenndu reglu, upprunaregl-
una, í kennslunni. Það er heldur
ekki rétt hjá Hrafni. Heimildir sem
fjalla um reglu þessa eru skyldu-
lesning í náminu.
Og Hrafn heldur áfram í beinu
framhaldi um kennsluna í Háskól-
anum: „Endurteknum athugasemd-
um Þjóðskjalasafnsins virðist ekki
sinnt! „ Ég hef aldrei vitað til þess
að Þjóðskjalasafn hafi gert at-
hugasemdir við kennsluna. Mér
hafa aldrei borist athugasemdir
þess efnis. Þegar ég leitaði til safns-
ins í framhaldi af birtingu Morg-
unblaðsins á viðtalinu við Hrafn
kannaðist enginn við að slíkar at-
hugasemdir hefðu nokkru sinni ver-
ið gerðar. Ég vildi aftur á móti
nefna að ég hef átt ágætis samstarf
við safnið og átt í viðræðum við
starfsfólk þar um skjalamál. Þá höf-
um við rætt okkar á milli að auka
samstarfið og að því verður stefnt.
Þó svo að Þjóðskjalasafn Íslands
hafi ekki boðvald yfir Háskólanum,
hvað kennsluna varðar, er að sjálf-
sögðu leitast við að kenna það sem
safnið leggur til um skjalahald hjá
opinberum aðilum enda er þar um
vandaða leiðsögn að ræða. Og þegar
kennt er um skjalamál hjá einkafyr-
irtækjum er einnig lagt til að þar sé
farið eftir leiðbeiningum og reglum
Þjóðskjalasafns um aðgangs- og
varðveislumál upplýsinga eftir því
sem við á.
Á einum stað í viðtalinu er haft eft-
ir Hrafni: „Svo eru fylgiskjöl bók-
halds kölluð „eyðingarskjöl“ í
kennslu í upplýsingafræði við Há-
skólann, það er undarleg hugmynd!“
Í þessu sambandi vildi ég benda á að
fjallað er um bókhaldslögin í kennsl-
unni. Í íslenskum lögum um bókhald
er tekið fram að heimilt sé að eyða
fylgiskjölum bókhalds að tilteknum
tíma liðnum. Þetta gildir um einka-
fyrirtæki. Lögum samkvæmt þurfa
opinberir aðilar þó að öðlast sam-
þykki Þjóðskjalasafns varðandi eyð-
ingu og geymslutíma allra skjala eins
og fjallað er um í náminu.
Skjalamál, skjalavarsla og skjala-
stjórn eru stórmál á upplýsingaöld.
Ekki getur starfsemi vinnustaðar
gengið hnökralaust án vandaðra
vinnubragða í skjalahaldi. Við Hrafn
getum verið sammála um það. Það er
því mikilvægt að starfsstéttir á þessu
sviði vinni saman og forðist að
skemma fyrir góðum málstað með
ósannindum og ragnfærslum.
Rangfærslur skjalavarðar
Jóhanna Gunnlaugsdóttir gerir
athugasemdir við ummæli
Hrafns Sveinbjarnarsonar um
skjalastjórnun
Jóhanna
Gunnlaugsdóttir
» Alvarlegur ljóður er
þó á umfjöllun hér-
aðsskjalavarðarins þeg-
ar hann fer ítrekað fram
með sömu rangfærsl-
urnar...
Höfundur er dósent við Háskóla Ís-
lands og hefur umsjón með kennslu í
upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipu-
lagsheildum.
Langholtsvegur 116B – Aukaíbúð
Opið hús í dag milli kl. 18 og 19:30
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Einstakt tækifæri. Til sölu vegna flutninga erlendis stórt endaraðhús með suður-
garði á þremur hæðum ásamt bískúr samt. 220,5 fm með möguleika á aukaíbúð.
Stórt eldhús, 2 stofur, borðstofa, verönd með potti og skjólgirðingu, stór suður-
garður, 3 herbergi (möguleiki á 4), baðherbergi og gestasnyrting. Þvottahús og
geymsla ásamt bískúr sem hægt er að breyta í íbúð með sérinngangi. Góð verönd
með heitum potti, stórar svalir sem hægt er að byggja yfir og stækka húsið,
hellulagt upphitað bílaplan. Eignin býður upp á mikla möguleika og
getur verið laus 1. apríl n.k. Verð 43,9 millj.
Fjalar og Helga taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum.
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI