Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 29
endann á eldhúsborðið hennar, uppi
á háum kolli og fá heita skúffuköku
og ískalda mjólk, ísskápurinn hennar
Halldóru var stútfullur af mjólkur-
fernum, maður skildi ekki þetta
magn af fernum. Við hliðina á ís-
skápnum var gat niður í þvotttahús,
Það var sérlega ævintýralegt að
leika sér niðri í kjallara, þar var und-
arleg lykt en okkur þótti hún góð og
þar gátum við falið okkur í draslinu
og óhreina þvottinum. Þar var líka
nægilegt pláss til þess að útbúa okk-
ar eigið prívat, engin að skipta sér af
okkur stelpunum og mér er minnis-
stætt verkstæðið hans Tomma með
verkstæðis- og tóbakslyktinni.
Mamma og Halldóra voru nánar
systur og það var notalegt þegar
mamma var að hjálpa systur sinni
heima fyrir, baka, þvo þvott eða
þrífa, þá gat maður leyft sér að
ímynda sér að maður ætti þar heima,
Steinunn var alveg til í að leyfa mér
að eiga sitt rúm með sér og oft fékk
maður að gista án nokkurs fyrirvara,
var skellt niður í rúm og Halldóra
bauð góða nótt. Svo voru það bað-
ferðirnar, nokkur börn böðuð í einu
og man ég eftir einni slíkri þegar ég
„ruglaðist“ inn í hópinn og var komin
í baðið áður en ég vissi af ... nú nú
segir Halldóra, hún mamma þín þarf
þá ekki að baða þig í kvöld!! Seinna
þegar við vorum komin á unglingsár
þá var það stofan hennar Dóru sem
heillaði okkur vinkonurnar, við vor-
um einar heima og plöturnar frá
Sigga bróður settar á fóninn. Við
krakkarnir fengum úthlutað verk-
um, eitt af þessum verkum var að
ryksuga holið þeirra, mér fannst
þetta alveg jafnmikil skylda mín og
það var líka þá sem mér fannst eins
og ég ætti heima þarna. Mér er ljúft
að minnast þessa tíma, hann kemur
ekki aftur, það eitt er víst.
Í dag kveð ég Halldóru frænku
með hjarta mitt fullt af þakklæti til
þeirra í Hjarðartúni 12 og þar sem
ég er stödd með börnin mín í New
York sendi ég mínar bestu kveðjur.
Ragnheiður
Gísladóttir frá Ólafsvík.
Við krakkarnir sitjum við eldhús-
borðið í Hjarðartúninu með mjólk-
urglas og jólakökusneið. Það er
kaffitími. Þetta er ekkert venjulegt
eldhúsborð og kollarnir sem við sitj-
um á eru himinháir. Hinum megin
við borðið stendur húsmóðirin, hún
Halldóra, móðursystir mín, falleg og
yfir henni er einhver sérstök ró-
semd. Hún er að undirbúa kvöldmat-
inn enda ekki ráð nema í tíma sé tek-
ið, börnin orðin átta og við systkinin
ég og Sigurður bróðir minn, til við-
bótar, leiguliðar ásamt móður okkar,
Jónu Birtu. Eftir kaffitímann sendir
Halldóra okkur Ágústu frænku út í
mjólkurbúið og í Kaupfélagið. Við
förum með tvo brúsa hvor, okkur
finnst gaman að kaupa mjólk og
fylgjast með hvernig mjólkin dælist í
brúsana. Svo förum við í Kaupfélagið
og kaupum það sem stendur á mið-
anum og stelumst svo til að kaupa
tvær lakkrísrúllur sem við hámum í
okkur á leiðinni heim. Halldóra
frænka lætur sem ekkert sé þó að
vanti tvær krónur í budduna,
kannski tók hún ekki eftir neinu. Við
setjum mjólkina í ísskápinn, þar
kemst fátt annað fyrir. Tilveran er
einföld, nýr fiskur og kartöflur í
hvert mál og um helgar er afbragðs-
gott lambalæri. Halldóra er frábær
matselja og vandvirk. Þrátt fyrir að
heimilið sé stórt virðist hún aldrei
þurfa að flýta sér og hefur lag á að
láta okkur krakkana hjálpa sér á
milli þess sem við leikum okkur úti.
Ólafsvík barnæsku okkar er óspillt
af nútímaskipulagi og ævintýrin bíða
í fjörunni, Gilinu og fjallinu.
Ung kynntist Halldóra Tómasi,
eiginmanni sínum. Þau settust að í
Ólafsvík og áður en varði var heimili
þeirra orðið fullt af myndarlegum
börnum. Þau voru falleg hjón og
Halldóra var einstök kona. Hún
hafði mikinn áhuga fyrir listum og á
hippatímanum féll hún vel inn í tíð-
arandann. Heimilislífið var frjálslegt
og Halldóra hafði yndi af að spjalla
um alla heima og geima. Henni
fannst gaman að segja sögur frá
æskuárunum í Þykkvabænum, frá
skólaárunum á Akranesi og öllu
frændfólkinu sem hún virti og henni
þótti svo vænt um. Erfið veikindi og
mikill missir mörkuðu djúp spor í líf
Halldóru en þrátt fyrir það var stutt
í húmorinn og einstaklega sjarmer-
andi glettnisglampa í augum hennar.
Ég minnist margra góðra sam-
verustunda með Halldóru og
Tomma. Ég og mín fjölskylda vorum
ávallt aufúsugestir á heimili þeirra
og samgangurinn mikill. Hjarðar-
túnið var heimur út af fyrir sig. Við
krakkarnir vorum nógu mörg til að
vera sjálfum okkur næg. Konurnar í
götunni heimavinnandi, sóttu fé-
lagsskap hver til annarrar. Stund-
irnar yfir morgunsopanum í eldhús-
inu hjá Halldóru vildu stundum
dragast á langinn en samt ekki hægt
að hætta, við krakkarnir sendir heim
í snatri að setja upp kartöflur til að
maturinn yrði til á réttum tíma. Hall-
dóra var ein af þessum konum sem
var alla tíð heimavinnandi enda
verkefnið óvenjustórt, að koma ell-
efu barna hópi til manns. Þessi kyn-
slóð safnast nú óðum til feðra sinna.
Halldóru kveður nú stór hópur af-
komenda, ættingjar og vinir. Við eig-
um henni margt gott að þakka og
kveðjum hana með virðingu og sökn-
uði. Ég votta fjölskyldunni innilega
samúð mína.
Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.
Nú er hún Halldóra vinkona okkar
og nágranni í Hjarðartúninu öll.
Þess vegna langar mig að stinga nið-
ur penna og minnast hennar nokkr-
um orðum. Látum hugann reika
u.þ.b. hálfa öld aftur í tímann. Það
var upp úr 1950 að hún birtist hér í
Ólafsvík með honum Tomma sínum
til að freista gæfunnar og reisa bú
sitt á nýjum slóðum. Þau komu að
sunnan, yfir heiði, á hagamúsinni
með frumburðinn með sér. Hér
bjuggu þau lengst af þar til yfir lauk
hjá honum. Hennar hlutskipti varð
að vera sá er eftir sat við fráfall mak-
ans, alvarlega sjúk og farin að kröft-
um.
Ég komst í kynni við þau Halldóru
og Tomma síðla árs 1956 þegar ég
gerðist lærlingur hans í rafvirkjun
og varð heimagangur hjá þeim í
Hjarðartúni 12. Þó ég sé orðinn
sjálfs mín herra fyrir margt löngu þá
héldust okkar kynni allt til enda að
heita má. Það var oft líf og fjör í göt-
unni hjá okkur þegar barnahópurinn
fór að stækka og ærinn starfi mun
það hafa verið að halda öllu gangandi
sem lenti mjög á henni því oft var
unnið myrkra á milli við stækkandi
flota og húsbyggingar. Ellefu urðu
börnin hjá þeim að lokum og lifa níu
þeirra foreldra sína, öll hið mætasta
fólk. Það mun hafa þurft ómælda
þolinmæði og þrautseigju til að koma
svona stórum hópi til manns. Og þar
mun hennar hlutur ekki hafa verið
minnstur.
Halldóra var bæði ljóðelsk og list-
feng og ekki mér grunlaust um að
hún hefði gjarnan viljað sinna slíkum
hlutum meir en brauðstritið gaf til-
efni til. Margt var skrafað yfir kaffi-
tári í eldhúsi hennar þegar stundir
urðu á milli stríða. Nú heyrir þessi
kafli lífsins sögunni til og þá er að
minnast og sakna. 50 ár eru nokkuð
langur tími í einni mannsævi og
þökkum við Palla mín fyrir hin góðu
nágrannakynni öll þessi ár. Kærustu
kveðjur sendum við til allra krakk-
anna og biðjum þess að þau megi vel
úr vinna söknuði sínum og þá munu
lifa góðar minningar um mæta konu
og móður. Blessuð sé hennar minn-
ing.
Pálína og Jón, Hjarðartúni 10.
✝
Hjartkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
REYNIR KRISTINSSON
bifreiðastjóri,
Þórðarsveig 6,
sem lést mánudaginn 25. febrúar á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Lágafellskirkju í Mosfellsbæ á morgun miðviku-
daginn 5. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Björg Stefánsdóttir,
Elín Reynisdóttir, Bárður Smárason,
Vilborg Reynisdóttir, Jónas Karl Harðarson,
Kristín Reynisdóttir, Jakob Hólm,
Erna Reynisdóttir, Herbert Pedersen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
J. SIGURÐUR GUNNSTEINSSON
fyrrverandi starfsmaður
Loftleiða/Flugleiða,
lést á heimili sínu Vogatungu 45, Kópavogi,
laugardaginn 1. mars.
Margrét Anna Jónsdóttir,
Gunnsteinn Sigurðsson, Dýrleif Egilsdóttir,
Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Einar Ólafsson,
Jón Grétar Sigurðsson, Sveinbjörg Eggertsdóttir,
Anna Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
JÓN ALFREÐ ÓLAFSSON,
sem andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund miðvikudaginn 27. febrúar, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn
7. mars kl. 15.00.
Kjartan Ólafsson, Elín Ósk Óskarsdóttir,
Elísabet Ólafsdóttir, Björn Aðalsteinsson,
Þorbjörg Ólafsdóttir, Ingibjörn Kristinsson,
Eyjólfur Ólafsson, Vilma Brazaite,
og fjölskyldur þeirra.
✝
Elskuleg stjúpmóðir, tengdamóðir, amma,
mágkona og svilkona,
ELFA-BJÖRK GUNNARSDÓTTIR
fyrrverandi framkvæmdastjóri
og borgarbókavörður,
lést laugardaginn 1. mars.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. mars
kl. 13.00.
Helena Jónsdóttir,
Tómas Jónsson og Ýrr Ásbjörg Mörch, Sindri og Bjarki,
Sara Jónsdóttir og Ásbjörn Stefánsson,
Erla Kristín Jónasdóttir og Birgir Sveinbergsson.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
ÁGÚSTA HELGA JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Aðalgötu 5,
Keflavík,
lést föstudaginn 29. febrúar að Garðvangi, Garði.
Jarðað verður frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
12. mars. kl. 14.00.
Elísabet Lúðvíksdóttir,
Ragnar Eðvaldsson, Ásdís G. Þorsteinsdóttir,
Eðvald J. Lúðvíksson, Sigríður Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
RÖGNVALDUR Ó. JOHNSEN
Háteigsvegi 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn
26. febrúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
6. mars kl. 15.00.
Dóra Johnsen,
Ástríður Johnsen,
Gunnar V. Johnsen, Bergþóra Sigmundsdóttir,
Guðni Ingi Johnsen, Helga Sæmundsdóttir,
Inga Dóra Sigvaldadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma,
systir, frænka og fyrrum eiginkona,
HAFDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR
sjúkraliði,
Akureyri,
er látin.
Útförin verður auglýst síðar.
Þórdís Brynjólfsdóttir,
Þórarinn Jakob Þórisson, Maren Óla Hjaltadóttir,
Hanna Bryndís Þórisdóttir, Gunnar Jón Eysteinsson,
Brynjar Davíðsson, Gréta Björk Halldórsdóttir,
Sigurður Heiðar Davíðsson, Sylvía Dögg Tómasdóttir,
Dröfn Þórarinsdóttir,
barnabörn og aðrir aðstandendur,
Davíð Hauksson.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og langafi,
STURLA HALLDÓRSSON
fyrrverandi hafnarvörður,
Hlíf II,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
1. mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Rebekka Stígsdóttir,
Frímann Aðalbjörn Sturluson,Auður Harðardóttir,
Jónína Sturludóttir, Helgi Jónsson,
Stígur Haraldur Sturluson, Ásgerður Ingvadóttir,
Guðjón Elí Sturluson, Hrefna Rósenbergsdóttir,
Friðgerður Ebba Sturludóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.