Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Raðauglýsingar 569 1100
Félagsstarf
Félagsfundur í kvöld
Félagsfundur Lífssýnar verður haldinn að Bol-
holti 4 (4. hæð) í kvöld, þriðjudaginn 4. mars,
kl. 20.30. Haukur Ingi Jónasson Ph.D. fjallar um
mystík í kristinni trú.
Kaffiveitingar. Aðgangseyrir 500 kr.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Kennsla
Réttindanámskeið
fyrir bílstjóra um flutninga á
hættulegum farmi
Fyrirhugað er að halda eftirtalin námskeið í
Reykjavík fyrir stjórnendur ökutækja sem vilja
öðlast réttindi (ADR-skírteini) til að flytja tiltek-
inn, hættulegan farm á vegum á Íslandi og
annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.
Grunnnámskeið
Flutningur á stykkjavöru (fyrir utan
sprengifim og geislavirk efni): 10. -12.
mars 2008.
Flutningur í tönkum: 13. - 14. mars 2008.
Flutningur á sprengifimum farmi:
15. mars 2008.
Skilyrði fyrir þátttöku í námskeiði fyrir flutning
í tönkum og sprengifimum farmi er að
viðkomandi hafi setið grunnnámskeið (stykkja-
vöruflutningar) og staðist próf í lok þess.
Skrá skal þátttöku og greiða námskeiðsgjald í
síðasta lagi fimmtudaginn 6. mars 2008.
Skráning og nánari upplýsingar hjá skrifstofu
Vinnueftirlitsins í Reykjavík, Bíldshöfða 16, sími
550 4600.
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnar-
stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi
eignum:
Afi Aggi EA-399 skipaskr. 0399, þingl. eig. Þrb. Snuddi ehf/skiptastj.
Hreinn Pálsson hrl., gerðarbeiðandi Þrb. Snuddi ehf, föstudaginn 7.
mars 2008 kl. 10:00.
Ásgarður, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0122), þingl. eig. Haukur Lax-
dal Baldvinsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf,
föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Gránufélagsgata 31, Akureyri (226-3389), þingl. eig. Freygerður A.
Baldursdóttir og Lárus Hinriksson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður
og nb.is-sparisjóður hf, föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Gránufélagsgata 41, íb. 01-0301, Akureyri (214-6636), þingl. eig. Ægir
Örn Björnsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf og N1 hf,
föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Hafnarstræti 23B, 01-0201, Akureyri (222-5904), þingl. eig. Þórir Ágúst
Sigurðsson, gerðarbeiðendur Avant hf, Borgun hf, Húsasmiðjan hf,
Íbúðalánasjóður, Síminn hf og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 7.
mars 2008 kl. 10:00.
Hafnarstræti 77, íb. 01-0301, Akureyri (214-6926), þingl. eig. Rolf Jonny
Ingvar Svard, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf og Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Hafnarstræti 99-101, íb. 03-0401, Akureyri (223-3642), þingl. eig.
Hólmfríður Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður,
föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Hjallavegur 10, iðnaður C, 01-0103, Hrísey, Akureyri (224-4998), þingl.
eig. Laugakambur ehf, gerðarbeiðendur Samkaup hf og Vélatorg ehf,
föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Huldugil 40, Akureyri (214-7942), þingl. eig. Guðmundur Örn
Guðjónsson, gerðarbeiðandi Hjördís Helga Birgisdóttir, föstudaginn 7.
mars 2008 kl. 10:00.
Hvammur, Hrísey, Akureyri (215-6376), þingl. eig. Kristján Ingimar
Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. mars
2008 kl. 10:00.
Karlsbraut 17, Dalvíkurbyggð (215-4988), þingl. eig. Sæunn Harpa
Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Gildi -lífeyrissjóður, föstudaginn 7.
mars 2008 kl. 10:00.
Kjalarsíða 16f, Akureyri (214-8281), þingl. eig. Enikö Reynisson og
Pétur Ingimar Reynisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður,
Ríkisútvarpið ohf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, föstudaginn 7.
mars 2008 kl. 10:00.
Melasíða 2f, Akureyri (214-9054), þingl. eig. Árni Þórhallur Leósson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Skarðshlíð 26D, Akureyri (215-0329), þingl. eig. Jörundur H.
Þorgeirsson og Edda Björk Þórarinsdóttir, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Skíðabraut 3, 01-0102, Dalvíkurbyggð (215-5175), þingl. eig. Róbert Ar-
narson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á
Blönduósi, föstudaginn 7. mars 2008 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
3. mars 2008.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Til sölu
Veitingahús/bar til sölu
í miðbænum. Útiveitingaleyfi. Miklir
möguleikar. Verð 11 millj. Ath skipti.
Upplýsingar í síma 864 4949 eða 663 5901.
Félagslíf
HLÍN 6008030419 VI I.O.O.F. Rb. 4 157348
FJÖLNIR 6008030419 I EDDA 6008030419 IlI
TAFLFÉLAG Reykjavíkur er Ís-
landsmeistari taflfélaga eftir naum-
an sigur yfir Helli í lokaumferð Ís-
landsmóts taflfélaga sem fram fór i
Rimaskóla um helgina. Fyrir síðustu
umferð átti Hellir raunhæfa mögu-
leika á að verja titil sinn frá fyrra ári
en til þess þurfti 5:3 sigur. TR-ingar
tefldu hins vegar af miklu öryggi og
unnu 4½ : 3½.
Baráttan á efstu borðum var afar
hörð en heimsmeistari unglinga og
nú Hellismaður, Ahmed Adly, vann
Hannes Hlífar Stefánsson en Igor
Nataf sem áður tefldi fyrir TV vann
Jóhann Hjartarson sem er nýgeng-
inn í Helli. Fjölmargir skákmenn
tefldu fyrir sigurlið TR þ. á m. Frið-
rik Ólafsson sem tefldi eina skák í
fyrri hlutanum en mennirnir á bak
við sigurinn voru: Hannes Hlífar
Stefánsson sem hlaut 5 vinninga af 7
mögulegum á 1. borði, Igor Nataf
sem hlaut 6 vinninga af 7, Louis Ga-
lego sem hlaut 4 v. af 7, Þröstur Þór-
hallsson sem hlaut 2½ v, af 3, Stefán
Kristjánsson sem hlaut 5 vinninga af
6, Arnar Gunnarsson sem hlaut 3
vinninga af 3, Jón Viktor Gunn-
arsson sem hlaut 4 vinninga af 6 og
Snorri G. Bergsson sem hlaut 5½
vinning af 6. Dagur Arngrímsson
tefldi tvær skákir og vann þær báð-
ar. Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. TR 43 v. 2. Hellir-A 40 v. 3.
Haukar 34½ v. (9 stig) 4. Fjölnir
34½ v. (7 stig) 5. Hellir-B 31½ v. 6.
SA-A 20½ v. 7. SA-B 13 v. 8. TV 7
v.
Þetta var kærkominn sigur fyrir
TR en formaður félagsins Óttar
Felix Hauksson hefur unnið mikið
og gott starf á undanförnum miss-
erum. Þess var sérstaklega getið að
Sigurlaug Friðþjófsdóttir, stjórnar-
maður í TR, hefði haldið vel utan
um hin fjölmörgu lið TR.
Í 2. deild bar það til tíðinda að
hið forna höfuðból skáklistarinnar á
Vestfjörðum, Taflfélag Bolungar-
víkur, vann yfirburðasigur:
1. Bolungarvík 33 v. 2. TR-B
27½ v. 3. Haukar-B 24 v. 4. TG-A
22½ v. 5. SR-A 22 v. 6. Selfoss 20 v.
7. TA 14 v. 8. Kátu biskuparnir 4,5
v.
Í 3. deild vann skákdeild KR
langþráðan sigur en fjögur efstu lið
urðu:
1. KR 29 v. 2. Hellir-C 28 v. 3.
TR-C 26 v. 4. TG-B 23 v.
Í 4. deild var baráttan afar jöfn
og spennandi og þurfti stigaútreikn-
ing til að útkljá málin:
1. Haukar-C 27½ v. (10 stig) 2.
Hellir-D 27½ v. (9 stig) 3. Austur-
land 26½ v. (10 stig) 4. Selfoss 26½
v. (10 stig)
Dagur Arngrímsson
alþjóðlegur meistari
Um nokkurt skeið hefur Dagur
Arngrímsson verið að safna stigum
til að fullgilda þá áfanga sem hann
hefur náð að alþjóðlegum meistara-
titli. Eftir Íslandsmót taflfélaga um
helgina hafðist það en 2.400 Elo stig
þarf til. Dagur á mikið inni og verð-
ur gaman að fylgjast með honum á
23. Reykjavíkurskákmótinu sem
hófst á mánudaginn. Þá má geta
þess að Stefán Kristjánsson á ekki
ýkja langt í land til að klára 2.500
stigin sem hann þarf til að öðlast
útnefningu sem alþjóðlegur stór-
meistari.
Anand enn efstur í Linares
Heimsmeistarinn Wisvanathan
Anand hætti ekki á neitt í skák
sinni við Magnús Carlsen í 10. um-
ferð ofurmótsins í Morelia/Linares.
Þó hann hefði hvítt bauð hann
Norðmanninum jafntefli eftir aðeins
22 leiki og var boðinu tekið. Það
virðist alltaf koma betur og betur í
ljós að Magnús stendur nú fremstur
meðal þeirra sem spáð er heims-
meistaratign í framtíðinni. Staðan
eftir skákir helgarinnar:
1. Wisvanathan Anand 6½ v,. (af
10) 2. Magnús Carlsen 6 v. 3. Levon
Aronjan 5½ v. 4. Venselin Topalov 5
v. 5.-7. Teimour Radjabov, Vasilí Iv-
antsjúk og Alexei Shirov 4½ v. 8.
Peter Leko 3½ v.
Íslandsmót barnaskólasveita
Íslandsmót barnaskólasveita 2008
fer fram í Salaskóla í Kópavogi dag-
ana 8. og 9. mars nk. Tefldar verða
9 umferðir eftir Monradkerfi – um-
hugsunartími 20 mín. á skák fyrir
hvern keppanda. Hver skóli getur
sent fleiri en eina sveit – en hver
sveit er skipuð fjórum nemendum
1.-7. bekkjar grunnskóla (auk vara-
manna). Keppendur skulu vera
fæddir 1995 eða síðar.
Dagskrá: Laugardagur 8. mars
kl. 13.00, 1.-5. umferð. Sunnudagur
9. mars kl. 13.00, 6.-9. umferð. Sig-
urvegari mótsins hlýtur rétt til
þátttöku á Norðurlandamóti barna-
skólasveita sem fram fer í Finn-
landi í september næstkomandi.
Viðkomandi skóli ber ábyrgð á
skipulagningu og fjármögnun ferð-
arinnar en Skáksamband Íslands
aðstoðar við þjálfun sé þess óskað.
Skráning fer fram hjá Skáksam-
bandi Íslands í síma 568 9141 virka
daga kl. 10–13 og í tölvupósti siks-
@simnet.is. Skráningu skal lokið í
síðasta lagi 5. mars.
TR endurheimti Íslandsmeistaratitilinn
Morgunblaðið/Ómar
Alþjóðlegur meistari Dagur Arngrímsson.
SKÁK
Rimaskóli
Íslandsmót taflfélaga – Seinni hluti
29. febrúar-1. mars 2008
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
Sími 551 3010